Vísir - 05.07.1958, Blaðsíða 4

Vísir - 05.07.1958, Blaðsíða 4
I VlSlR Laugardaginn 5. jýlí 1953, Atíyn 'ól4i* 3t Christian G. Koch: Hvað er atóm? Gömul vísíndi — Demoritos, sá sem uppgötvaði atómiÖ — Atóm eru mismunandi. Frá „alkemi" til nútíma vísindarannsókna — Þýóing 09 hagnýting atómrannsókna — Milljónir atóma í einum títuprjónshaus. Atómrannsóknir eru reyndar ekki ný vísindagrein. Sennilega fullt eins gömul og mannkyn- ið. Það má segja, að rekja megi sögu hennar allt að 2500 ár aft- ur í tímann, en þó verður að við- Urkenna, að það er ekki fyrr en á síðustu tveimur öldum, sem verulegur árangur hefur náðzt. Á þessari öld hefjast visindaleg vinnubrögð og þá fara að koma til skjalanna sérfræðingar og fræði þessi verða svo margbrot- in og torskilin, að ekki er á ann- ara færi en sérmenntaðra af- burðamanna að færa þau sér í nyt. Samt sem áður er enn margt órannsakað og langt í land til fullrar þekkingar á þessu sviði. Sérfræðingarnir eiga enn við margskonar erfiðleika að stríða og mörg er ráðgátan í völundar- húsi atómsins. Allir hlutir eru af atómum gerðir. Vér segjum að atómrannsókn- ir eigi sér jafnlanga sögu og maðurinn á þessari jörð. Þær eiga rót sína að rekja til forvitni mannsins og þrár eftir þekk- ingu. Hann vill vita af hvaða efni hlutirnir eru gerðir. Þessi þrá eftir þekkingu gerir ávallt vart við sig hjá sérhverjum manni. Þegar vér tökum oss ein- hvern hlut í hönd, hvort heldur er efnið í fatnað þann, er vér hyggjumst klæðast, silfurskeið- in i skartgripabúðinni, sjálfblek- ungur nágrannans eða eitthvað annað, þá viljum vér vita úr hvaða efni hann er gerður. Auð- vitað getum vér ekki fullyrt neitt um það, hvenær mennirnir íóru fyrst að velta þvi fyrir sér af hvaða efni aliir hlutir voru fyrst og fremst gerðir, en til er sögn af heimspekingi ein'um, Demo- kritos að nafni, sem uppi var fyrir 2400 árum og er kunnugt af þeirri sögu, að hann braut heilann um þetta. Vér sjáum líka af frásögninni, að hann taldi sig hafa fundið svarið. Hann sagði: Sérhver hlutur er í innsta eðli af atómum gerður. Atómfræði Demókritoss. Demokritos sagði sem svo: ■— Hvað skeður ef vér tökum einhvern hlut, t. d. silfurmynt og höldum áfram að skipta henni í æ fleiri og fleiri hluti. Fyrst skiptum vér henni í tvennt, því næst skiptum vér hverjum helm- ingi aftur i tvennt og höfum þá fjóra fjórð'unga., siðan skiptum vér þeim enn i tvennt og fáum átta áttundu hluta og þannig höldum vér áfram ... •— Hversu lengi getum vér haldið þannig áfram? Getum vér haldið áfram í það óendan- lega? Eða fáum vér að lokum agnarsmáa hluta, sem ekki er lengur hægt að skipta? - Um hundrað árum áður en Demokritos kom til sögunnar var uppi landi hans, Anaxagoras að nafni. Hann hafði líka reynt að svara þessari spurningu. Hann fullyrti að skipta mætti hlutnum í það óendanlega — fræðilega séð, auðvitað. En Demokritos komst að a-nnarri niðurstöðu: — Það hlýtur að enda með þvi að maður fær örsmáa ögn, sem ekki verður liægt að skipta. — Silfurpeningurinn hlýtur að vera hin minnsta silfureind, sem yfir höfuð getur verið til. Þar sem eindin var ódeilanleg, að dómi Demokritoss, gaf hann henni nafnið a-tomos, eftir gríska orðinu „ódeilanlegur". Það má þvi segja að Demok- ritos sé sá, sem uppgötvaði at- ómið, þvi að eins og af þessari frásögn verður ráðið, er hann sá fyrsti, sem liugsaði sér að atóm- ið væri hins smæsta eind. Álykt- un hans var rétt, en það varð hlutskipti eftirmanna hans á seinni öldum að sanna þetta, al- veg eins og það varð hlutskipti vorra samtíðarmanna að sanna tilveru kjarnorkunnar, sem Einstein hafði hugsað sér og gert ályktanir um. Atóm eru mismunandi. Það skiptir ekki sérlega miklu máli þótt ekki sé hér gerð grein fyrir þvi hvernig Demokritos komst að niðurstöðu sinni, enda yrði það of langt mál. Aftur á móti eru aðrar ályktanir hans þýðingarmeiri: — Það hljóta að vera til margs konar gerðir atóma, hugsaði hann. 'Hin minnsta silfurögn er silfur-atóm. Á sama hátt hlýtur það er vera um járnið o. s. frv. Og hann hélt þannig áfram að draga fræðilegar ályktanir: ,— Gull hlýtur að vera byggt úr eintómum gull-atómúm, járn af járn-atómum o. s. frv., en það eru líka til efni, sem gerð eru af fleiri en einu efni. Bi'onz er t. d. lcopar- og tin-blanda. Þá hlýtur hin minnsta bronzögn að vera gerð af kopar-atómi og tin-atómi. Slík eind er auðviíað ekki ódoil- anleg og ef maður skiptir henni í tvennt þá fær maður ekki tvo bronzehluta heldur einn hluta kopars og einn hluta tins. Nú vitum vér, að þessi álykt- un er ekki alls kostar rétt. Það 'eru alltaf fleiri kopar-atóm i bronzögninni og hún er ekki á- vallt blönduð tini, en það er aukaatriði í þessu sambandi, það sem máli skiptir fyrir oss hér, er sú ályktun, sem Demokritos dró af þessu: — Með öðrum orðum, hélt hann áfram að álykta, sum efni eru gerð af einni og sömu teg- und atóma, en önnur eru gerð af ögnum annarra efna, sem hvert er aftur samsett úr tveimur eða fleiri mismunandi atómum. „Gullg'erðarmenn miðaldanna“. Það er sannarlega undravert, að maður skyldi komast að þess- um niðurstöðum með hugsun einni saman, því ályktanir Demokritoss eru laukréttar. Nei, munu einhverjir segja, á- lyktanirnar Demokritoss eru ekki alveg réttar, þvi að það má kljúfa atómið — það vitum vér nú ... Á þetta má fallast, satt er það, að það má má skipta t. d. silfur- atómi í tvo eða fleiri hluta, kljúfa atómið, en ... og takið nú eftir: þá er það ekki lengur silfur, sem vér fáum. Demokrit- os hafði því mikið til síns máls. Þær ályktanir, sem hann dró, voru réttar. Þetta sannaðist þó ekki fyrr en nú á allra siðustu tímum. Það liðu meira en tvö- þúsund ár þangað til menn fóru að gefa athugunum Demokritoss gaum svo að orð sé á gerandi. Allan þennan tima trúðu menn í blindni á skýringar Anaxagoras- ar og það, sem Aristoteles hafði auk þess lagt til málanna, og það voru kenningar þessara hugsuða, sem lögðu grundvöll- inn að hinum „vísindalegU.“ til- raunum gullgerðarmannanna á miðöldunum og því, sem kallað- ist „alkemi“. Þegar menn fóru að veita þess- um málum nánari athygli, og velta fyrir sér rannsóknum Demokritoss, hófst nýtt tíma- bil rannsókna, sem báru árang- ur, sem bæði er undraverður, mikilsverður og hefur mikla hagnýta þýðingu. Nýjustu atónir-annsóknir. Þegar vísindalegar rannsókn- ir á atóminu hófust, beirídist á'- huginn ekki að því að finna orku gjafa og enn síður var stefnt að því að gera sprengjur. Þó ber að geta þess, að þær rannsóknir, sem gerðar voru á árunum 1939 —1945 í Bandarikjunum munu fyrst og fremst hafa verið gerð- ar í þeirn tilgangi að búa til sprengju. En almennt var til- gangurinn með þessum rannsókn um sá einn, að reyna að komast að raun um hvernig „hlutirnir eru gerðir“. Allmargir vísinda- menn störfuðu einungis að þessu af fræðilegum áhuga og án þess að hugsa um það, hvort um hag- nýtan árangur gæti orðið að ræða. Flestum mun þó hafa ver- ið það ljóst, að gætu þeir kom- izt að þvi hvernig ástand og gerð „hlutanna" væru i sinu innsta eöli, mundi það leiða til þess, að hið hagnýta spursmál yrði næsta rannsóknarefni. Þetta verður bezt skýrt með dæmi: Ef vér vitum, að flik er gerð úr ull- arklæði en ekki úr gerviefnum, þá vitum vér þegar eitthvað um eiginleika flikurinnar eða klæðis- ins, og ef vér þekkjum samsetn- ingu járnsins og hvernig það er „byggt upp“, þá hljótum vér jafnframt að kynnast eiginleik- um þess betur en áður og geta hagnýtt oss þá kunnáttu á marga lund. Það er þetta sjónarmið, sem almennt lá á bak við rannsókn- irnar og vér vitum nú, að þeir, sem þannig störfuðu, voru á réttri leið. Allt daglegt lif vort mótast nú af þekkingu vorri á efnumim og þeirri þekkingu eig- um vér það að þakka, að vér njót um nú meiri þæginda en foríeð- ur vorir og ekki má gleyma því, að nútima iðnaður á tilveru sína undir þekkingu vorri á efnunum og eðli þeirra. Það eru fyrst og fremst atómsérfræðingarnir sem hafa veitt oss innsýn í þenn- an nýja heim. Leyndardómar atómsins. Hvað vitum vér þá um atómið umfram það, sem Demokritos kenndi oss, nefnilega að atómið sé hin minnsta eining? Vér getum reynt að svara þessu með fáum orðum: í fyrsta lagi vitum vér nú hvað atóm er og í öðru lagi vit- um vér hvernig það er útlits. Og vér vitum meira: Vér vitum, að það er ekki aðeins örsmæð efnis heldur er það heilt kerfi, að vísu örsmátt, en öll gerð þess vekur undrun vora og er hreint og beint furðuleg. Vér vitum ennfremur allmikiö um það hvernig það starfar. Loks vitum vér og getum gef- ið skýringu á þvi, hversvegna efni þau, sem þessi heimur vor er gerður af, eru og hverju þau eru búin til úr, t. d. hversvegna vatn er fljótandi, en járnið hart og þungt o. s. frv. Vér vitum einnig hvernig á þvi stendur, að vér höfum getað hagnýtt oss hin ýmsu efni — hvernig á þvi stend ur, að vér getum látið vatnið sjóða, járnið bráðna og kolin brenna. Þessi nýja þekking hef- ur opnað augu vor fyrir því, að í rauninni höfum vér hagnýtt oss atómin, látið þau starfa fyr- ir oss, án þess að vér höfum gert oss grein fyrir því. Þessi þekking vor á atómun- um, byggingu þeirra og starf- semi hefur gert oss kleift að hag nýta oss þau betur en áður, svo að nú getum vér gert hluti, sem mönnum hafði ekki dreymt fyr- ir að unnt væri að gera. Að þessu leyti höfum vér nú náð þvi marki, að vinna orku úr at- ómunum — kjarnorkuna. En þessar öreindir efnisins, er vér köllum svo, eru ekki síður lokuð bók en stjörnur himinsins meðal annars af þvi, að þær eru svo smáar, að það rúmast milli fimm og tíu milljónir atóma I einum títuprjónshaus. Hvernig lítur atóm út? Næsta grein: Atómið skoðað. Það er ekkert hunda- líf á því hóteli. I Bandaríkjunum er tll sérstakt „hundahótel". Bandaríkjaménn hafa löng- um haft forystu um margt sem okkur kemur spánskt fyrir sjónir. M.a. eru beir dýravinir miklir, og er það nú í frásögur fært, að beir séu farnir að byggja gistihús fyrir hunda. í Virginíuríki hefur verið' réisfur „Canine Country Club“. Sér liann um hald þeirra hunda sem taka éiga þátt í hundasam- keppnum, og mikið íiggur við að taki sig vel út. Það má taka það fram' að stofnunin er öll með sérstöku loftræstingar- kerfi, svo að lqftslágsbreyting- ar fái ekki á grevin. Að lokn- um morgunverði eru hundarnir færðir úr einkákiefum sínum til snýftirneistarans, sem fer um þá höndum fagmannsins. Allt fæði er sérstaklega valið og prófað svo að hundarnir fái sem bezt útlit. Þannig fá sum- ir hundarnir kaffi og egg í morgunmat. í öllu er reynt að köma fram við hundana eins og þeir væru heima sjá sér. — Nicholson heitir hann sá sem stendur fyrir heilsuhælinu, og lætur hann það efitr sér hafa, að hann vilji veita sem óað- finnanlegasta þjónustu. og séu eigendur hundanna fjarstaddir, geta þeir fengið sendar myndir af þeim reglulega, svo að þeir geti fylgzt með því hverriig dýrin þrífast. — Hver er svo að tala um hundalíf. » Þessar sérkennilegu töskur getur að líta á heimssýningunni í Briissel. Þær eru gerðar úr jurt (typha latifolia), sem vex h, merskilandi. j

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.