Vísir - 05.07.1958, Blaðsíða 9

Vísir - 05.07.1958, Blaðsíða 9
Laugardaginn 5. júlí 1958. VTSI* Framh. af 3. síðu. ■ haft forgöngu í að stofna til semi íslenzkra stjórnarvalda, að marks konar samtaka vestrænna svo var ekki látið verða. Hinn þjóða til að vinna að þessu mark margara alda hefðbundni réttur miði. Þeir hafa einnig gengist er heldur ekki til staðar, því að-1 fyrir samtökum Atlantshafs- eins er um að ræða 50 ára samn-1 bandalagsins, sem á að vera á ingsbundinn rétt, semekkier leng verði gegn þvi, að nokkur þjóð ur fyrir hendi, þegar samning- verði beitt ofbeldi. Við Islend- urinn er löglega úr gildi fallinn. ingar erum i öllum þessum sam- Allar veiðar enskra manna fram tökum hinna vestrænu þjóöa, yfir þann tíma á þessum svæð- J sömuleiðis í Atlantshafsbanda- um eru því ólöglegar og veita' laginu. Erlendur her er hér íil engan rétt, þvert á móti. Allar að vernda okkur fyrir ofbeldisá- hótanir um að beita ofbeldi til rás og talið e:> nauðsynlegt, að að verja veiðar enskra skipa á sá h’ekkur varnarkeðjunnar sé hinum friðlýstu svæðum, af því traustur. Við eigum fyllstu að þau séu þar á veiðum — á út-1 kröfu á því — samkvæmt sátt- hafi — eru einnig fjarstæða, því mála Atlantshafsbandalagsins þau eru ýmist algjör innhafs-1 að njóta verndar fyrir ofbeldi, svæði >sða grunnhaf, sem ekki hvaðan sem það kemur. getur talizt til alþjóðlegs úthafs. Við höfum ekki framið neinar lögleysur, þótt við færum fisk- 1 tveimur heimsstyrjöldum hafa Englendingar þráfaldlega lýst því yfir, að þeirra helgasta hlutverk væri að vernda aðrar þjóðir, sérstaklega smáþjóðirn- ar, frá yíirgangi stórþjóða. Þær eigi að fá að búa að auðlindum sínum, án þess að eiga á hættu, að vera rændar þeim af stærri þjóðum. Þeir hernámu land okk- ar í siðustu heimsstyrjöld — af illri nauðsyn — til að bæta að- stöðu sína til að ná þvi marki að geta unnið bug á þeim illræðis- öflum, sem þá ógnuðu framtíð heimsins. Eða svo sögðu þeir þá. Bandaríkjamenn tóku svo upp þetta sama sjónarmið á öðru ári styrjaldarinnar. Það er stað- reynd, að þeir hafa dyggilega fylgt því marki allt til þessa dags. 1 allri sögu heimsbyggð- arinnar hefur aldrei verið lagt fram annað eins fjármagn eða önnur eins hjálp til að koma fót um undir framandi þjóðir og byggja upp efnahafslif þeirra og Bandaríkjamenn hafa gert eftir lok heimsstyrjaldarinnar. Þeir hafa og. ásamt Englendingum, veiðilandhelgi okkar út í % hluta af þvi, sem hún var, áður en samningurinn frá 1901 gekk í gildi. Við hefðum ekki gert það, þótt útfærslan hefði verið 4/4 eða 16 sjómílur. Enn eru mikil flæmi eftir fyrir utan þessi tak- mörk, sem er íslenzkt land og meðan aðrar þjóðir ausa þar upp auðæfum úr auðlindum okk ar, án þess að nokkur greiðsla komi fyrir, er engin afsökun til, sem frambærileg er, á því að réttmætt sé að beita islenzku þjóðina slíkum ofbeldisaðgerð- um, sem beint og óbeint hefur verið hótað að beita, ef íslenzk varðskip taka ensk fiskiskip á veiðum innan nýju fiskveiðitak- marka. Allra sízt væri það viðeigandi af þeirri þjóð, sem hefur marg- svarið, að hún vilji vera eins konar v.erndarengill allra smá- þjóðanna, þvi að þeirra rétt beri að virða ekki síður en stórþjóð- anna, og það göfuga hlutverk hafi hún tekið að sér. Að endingu þetta: Við íslend- ingar deilum um marga hluti. Við erum ekki á einu máli um það, hvort rétt hafi verið að taka afstöðu með vestrænu þjóð- unum og vera þátttakendur í varnarsamtökum þeirra. Eitt er þó víst, að mikill meiri hluti þjóðarinnar vill vera með i hópi þeirra þjóða, sem vilja vernda frelsi sitt gegn hvers konar of- beldi. Þeim meirihluta mun þykja jafnillt að vera skotinn eða hengdur, hvort sem byssan eða gálginn kemur frá hægri eða vinstri. Þessi meirihluti gerði sér vonir um, að hann hlyti vernd fyrir hvers konar hættum með samtökum vestrænu þjóð- anna. Mér er engin launung á því að ég tel mig vera í þeim hópi. Hér er því mjög mikil próf raun á það, hvort samtökin, sem eiga að halda vörð um frelsi vestrænu þjóðanna, standast þá raun, að gera skyldu sína eða ekki. Þegar í hlut á minnsta þjóð samtakanna, þegar hún gengur heil og óskipt fram til að endur- heimta frumburðarrétt sinn til lítils hluta af aðalauðlindum sínum, því að öll skrif eða i- myndun um, að hún sé sundruð í þessu máli, er hinn mesti mis- skilningur. Þótt íslendingar deili um marga hluti, hefur það verið svo að á úrslitastundu hafa þeir bor- ið gæfu til að vera einhuga sam- anber lýðveldisstofnunina 1944. Svo er einnig í landhelgismálinu, enda er það framhald sjálfstæð- isbaráttunnar, því að meðan stór hluti þess landsvæðis, sem for- feður okkar, landnámsmennirn- ir, helguðu sér og niðjum sínum, meðan heimurinn stendur og ís- lenzk tunga er töluð, er ennþá undir stöðugri ásókn erlendra manna, hefur íslenzka þjóðin ekki endurheimt þau verðmæti, sem hún var svift á niðurlæging- artímum sínum. En þetta land- svæði er sá hluti landsgrunns-; ins, sem er fyrir utan fjögra mílna takmörkin. Sá hluti þess, sem nú á að ná aftur, er því að- eins framhald sjálfstæðisbarátt- unnar, en þar eru allir sannir Islendingar einhuga. Þeir munu því einhuga ‘ halda stefnu sinni að settu marki, þótt þeim sé hót- að ofbeldi úr ýmsum áttum. En við vonum, að hin göfuga hug- sjón, sem er á bak við öll sam- tök vestrænu þjóðanna biði ekki hnekki í sambandi við þetta mál. Það gerir hún þó, ef þeim hót- unum, sem komið hafa frá Eng- lendingum, verður framfylgt, þegar hin nýja útfærszla á að •koma til f ’amkvæmda. Þvi þá hafa þær pjóðir, sem mestu ráða í þeim samtökum, sannað að hugsjónin er einskis metin, ef þeim finnst sinir hagsmunir biða hnekki við að framfylgja henni. Þá sannast það, að hún er aðeins notuð sem áróðurstæki á taflborði stjórnmálanna. Megi aliir hollvættir Islands og hins frjálsa vestræna heims hjálpa til að slikt hendi ekki. Reykjavik, 25. júní 1958. Þorkell Signrðsson. Þ|óðleikhú«ið; Rúmlega 86 þús. gestir á árinu. Níunda leikár Þjóðleikhúss- ins lauk s.l. miðvikudag, 2. júlí, með sýningu leikflokhs frá Þjóðleikhúsinu á leikritinu „Horft af brúnni“ á Patreks- firði. Sýningar á leikárinu urðu alls 202, þar af 179 í Reykjavík og 23 utan Reykjavíkur. A leikárinu voru sýnd alls 14 verkefni, þar af voru 2 gesta- leikir. Leikrit voru 10, söng- leikir 3 og ein listdanssýning. Óperuflokkur frá hessneska Ríkisleikhúsinu í Wiesbaden sýndi hér óperu og leikflokkur frá Folketeatret í Kaupmanna- höfn sýndi leikrit eftir danskan höfund. Flestar sýningar voru á „Horft af brúnni“, eða alls 45, þar af 23 úti á landi, en flestar sýningar á einu leikriti í Reykjavík voru á „Dagbók Önnu Frank“, 26 sýningar alls. Hér fer á eftir skrá yfir sýn- ingar og tölu leikhúsgesta á leikárinu: 1. ,,Tosca“, ópera eftir Gia- vomo Puccini. Leikstjóri Hol- geir Boland. 14 sýningar. Sýn- ingargestir 8.272. 2. „Horft af brúnni“, eftir Arthur Miller. Leikstjóri Lárus Pálsson. Sýningar í Reykjavík 22; úti á landi 23. Sýningar- gestir í Reykjavík 7.247; úti á landi um 4.400. anstu eftir þessu ...? i 3. „Kirsuberjagarðurinn“, eft ir Anton Tjecov. Leikstjóri Walter Hudd. 7 sýningar. Sýn- ingargestir 2.704. J 4. „Cosi fan tutte“, eftir W. A. Mozart. Gestaleikur frá hessneska Ríkisleikhúsinu í Wiesbaden. Leikstjóri Fried- rich Schramm. 5 sýningar. Sýn- ingargestir 3.134. 5. „Romanoff og Júlía“, eftir Peter Ustinov. Leikstjóri Wal- ter Hudd. 19 sýningar. Sýning- argestir 7.766. 6. „Uila Winblad“, eftir Carl Zuckmayer. Leikstjóri Indriði Waage. 10 sýningar. Sýningar- gestir 2.779. 7. „Dagbók Önnu Frank“, eftir Frances -Goodrich og Al- bert Hackett. Leikstjóri Bald- vin Halldórsson. 26 sýningar. Sýningargestir 14.055. 8. „Fríða og dýrið“, leikrit fyrir börn, eftir Nicholas Stu- art Gi-ay. Leikstjóri Hildur Kal- man. 15 sýningar. Sýningar- gestir 7.746. 9. „Litli kofinn“, eftir André Roussin. Leikstjóri Benedikt Árnason. 13 sýningar. Sýning- argestir 4.475. 10. Listdanssýning. Dans- meistari Erik Bisted. 5 sýning- ar. Sýningargestir 2.528. 11. „Gauksklukkan“, eftir Agnar Þórðárson. Leikstjóri Lárus Pálsson. 14 sýningar. Sýningargestir 6.120. 12. „Faðirinn“, eftir August Strindberg. Leikstjóri Lárus Pálsson. 5 sýningar. Sýningar- gestir 1.879. 14. „Kysstu mig Kata“, eftir Cole Porter, Samuel og Bella j Spewack. Lcikstjóri Sven Áge íLarsen. 22 sýningar. Sýningar- ígestir 11.766. j 14. „30 Árs henstand“, eftir : (Soya. Gestaleikur frá Folke- 1 . teatret í Kaupmannahöfn. Leik- stjöri Björn Watt Boolsen. 2 ■sýningar. Sýningarges.tir 1.277. j Sýningar alls á -árinu 202. Sýning-argestir í Reykjavík .81.748. Sýningargestir úti á landi 4.400. Samtals 86.148. „Grandma“ Moses, hin dáða banda- ríksa listakona, byrjaði að mála 78 ára gömul árið 1938, eftir að hendur henn- ar höfðu kreppzt svo mjög af vöid- um liðagigtar, að hún varð að leggja niður saumaskap. Txu árum síðar hafði hún ekki við að mála til þess að geta fi’linægt eftirspurninni eftir hinum frumlegu landslagsmyndum sínum lir sveitunum. Árið 1949 var frú Anna Mary Robertson Moses sæmd fyrstu nafnbótinni af niörgum, sem húxi síðar fékk. „Grandma“ Moses hefur átt heima á bóndabýli í New Yorkríki alla ævi og fer enn á fætur í morgunsárið til þess að byrja að mála. Hún er nú 96 ára. Fyrsta póstflugið í Bandaríkjunum fór Eaxle Ovington, brautryðjandi á vettvangi fluglistarinnar, hinn 23. sept- ember 1911. Bandaríski nóstmeistarinn á beim tíma, Frank Hitchcock, tók líka þátt í þeirri sögulegu athöfn, sem fór fram við Sheepshead Bay, New, York, þegar fyrsti póstpokinn var afhentur Ovington. Þessari póstþjónustu var síð- an haldið uppi um tveggja vikna skeið, meðan alþjóðlegur flugmálafundur stóð yfir á flugvelli í nánd við New York borg, og leiddi glöggt í ljós ágæti flug- póstferða. Reglulegt póstflug var svo tekið upp í Bandaríkjunum sjö árum síðar. í maímánuði 1953 Iséldu kommúnista- hersveitir frá Yiet Minh suður á bóginn inn í Laos og scttu upp hcrbúðir í inn- an við 20 mílna fjarlægð frá höfuðborg- inni, Vientiane. Samtals um 30 þúsund flóttamenn flýðu undan ógnum komm- únista. Fjölmennir hópar heimilislauss fólks fór í „grátgöngur“ í Nong Khai, til þess að leita ásjár Pibul-Songgram, forsætisráðherra, og biðja hann um leyfi til landvistar. Stjórn Thailands féllst á að veita hinu landflótta fólki hæli rai stundarsakir, þrátt fyrir hað að landinu sjálfu stæði alvarlegur stuggur af sókn kommúnista suður á bóginn enda er þar liinn versti ófögnuður á ferðinni. Fuliírúar Rvíkurbæjar i stjúrn Sogsvirkjunarinnar. Þrír fulltrúar bæjarins í stjórn Sogsvirkjunarinnar voru kjörnir á funði bæjarstjórnar Keykja- víkur í gær. Kosningu hlutu þeir Gunnar Thoroddsen og Guðmundur H. Guðmundsson af hálfu Sjálfstæð- ismanna, en Einar Olgeirsson úr liði minnihlutans. Varamenn voru kjörnir Tómas Jónsson, Helgi H. Eiríksson og Björa Bjarnason. ,

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.