Vísir - 19.07.1958, Blaðsíða 7
Laugardaginn 19. júlí 1958
V í S I R
7
Stanton lögregluforingi kom
alla leið frá London og hann var
í þungú skapi þegar hann steig
út úr lestinni í Bighampton.
— Eg ætla bara að líta sem
snöggvast á staðinn, sagði hann
við Lyons lögregluþjón. Það ætti
ekki að saka að hafa eitthvað til
að styðjast við.
Þeir gengu niður veginn frá
járnbrautarstöðinni. Þegar þeir
höfðu gengið svo sem eitt hundr
að metra benti Stanton á skilti,
sem á stóð: „Til Bighampton-*.
Þeir beygðu út af veginum og
niður að smábrú, sem lá þar yf-
ir ána. Stanton stanzaði þegar
hann kom út á miðja brúna og
benti á metersháa stólpana, sem
áttu að vera handrið brúarínnar.
— Það er ekki mikil vörn í
þessu, sagði hann.
| að þeim án þess að þeir yrðu
■— Nei, herra, þetta er frekar varir við og hrinda öðrum í ána
ömyndarlegt handrið, samsinnti líka? Mér þætti lika sennilegt að
Lyons. Það væri ekki að furða Parks hljóti að hafa brugðið,
þó hér yrðu fleiri slys. j þegar hann kom upp úr ánni og
— Það, sem hér hefur skeð, er sá að félagi hans var horfinn af
ekkert slys, sagði Stanton alvar- brúnni og þá er ekki nema eðli-
lega. Það, sem hér hefur skeð, legt að hann hafi fyrst hugsað
er að einhver hefur læðst aftan um að leita hans.
//. />. F'inn:
Það munaði mímítunum.
að gera þetta eins ög einn —
I nefnilega jafn erfitt fyrir einn
sem marga, ef þér skiljið hvað
ég meina.
I — Já, ég skil, sagði Stanton.
Þér meinið að það hafi ekki ver-
I ið auðvelt fyrir neinn að læðast
að Parks og Barr, hrint Parks í
— Ja, eftir því sem Parks hef-
ána og ráðist síðan á félaga ur borið, eyddi hann engum tima
hans. Þegar Parks komst upp úr | til þess að leita að Barr, heldur
horfinn. j flýtti hann sér rakleitt á lög-
ánni var maðurinn
Morðinginn, sem
með peningunum, sem átti að árásina. Þíei, liann
borga laun starfsmannanna hjá tíma til ónýtis.
tók töskuna reglustöðina og gaf skýrslu um
eyddi ekki
Bighamptonsfyrirtækinu með,
hefur þannig komist undan og
finnst ekki. Bari' fannst dauður
í ánni með brotna höfuðkúpu.
Lögregluþjónninn hikaði and-
artak.
-— Merkilegt tiifelli, sagði
hann loks. Parks og Barr höfðu
haft það á tilfinningunni, eftir
þvi sem Park segir, að þeir hafi
verið eltir eða njósnað um þá.
Einkennilegt að þeir skyldu ekki
láta lögregluna vita um það. Það
væri líka fróðlegt að vita hvað
olli því að þeir brugðu vana sín-
nm og fóru þessa leið yfir brúna,
þeir fóru annars alltaf lengxú
Jeiðina þegar þeir héldu heim
frá járnbrautarstöðinni eftir. að
hafa farið með lestinni til borg-
arinnar til að sækja peningana
í útborgunjna.
Og svo var ráðist á þá hérna
á brúnni. Barr var barinn til
dauða og töskunni stolið af hon-
úm, en Parks var hrint í ána og
hann mátti hafa sig allan við til
að bjai'ga sér frá drukknun. En
Parks hefði nú átt að heyra það,
ef einhver var að nálgast þá á
forúnni. Bíðið þér hérna, herra
Hann gekk til baka og hljóp
síðan aftur í áttina til Stantons
eins hljóðlaust og hann gat.
— Jæja, herra?
Stanton sneri sér við.
— Eg heyrði í yður. Já, meira
að segja hvert skref sem þér
tókuð. En það er nú kannske af
því að ég var viðbúinn og hlust-
aði. Við getum hinsvegar gert
ráð fyrir því að Barr og Parks
hafi verið að rabba saman og á-
rásarmaðurinn hafi farið mjög
hljóðlega. Það geta meira að
segja hafa verið tveir eða
kannske þrir menn, sem frömdu
ránið, ekki satt?
Lyons leit upp.
— Eg veit ekki. Mér finnst nú
eiginlega að það hljóti að hafa
verið nógu erfitt fyrir einn að
fela sig hérna og læðast siðan
hljóðlaust að þeim. Hvernig
áttu þá tveir eða jafnvel þrír að
fara að því?
Lyons horfði spyrjandi á hann.
— Eg meina að það hafi verið
álíka auðvelt fyrir tvo eða þrjá
Stanton kipptist allt í einu við.
— Komið þér, Lyons! Við skul-
um fara aftur upp á stöð.
— Lögi'eglustöð?
— Nei, bjáni! Eg meina auð-
vitað járnbrautarstöðina. Þeir
hröðuðu sér. Þegar þeir voru
komnir að járnbrautarpallinum
tók Stanton upp skeiðárið sitt.
Hann setti það af stað.
— Nú förum við til baka og
látum eins og við værum með
þunga tösku, alveg eins og þeir.
Svo röbbum við saman og för-
um rólega. Svona ...
Þeir gengu sömu leið til baka,
unz þeir komu út á brúna.
— Nú erum við á staðnum. Nú
skeður það, sagði Stanton. Það
tekur ekki langan tíma, svona
20 sekúndur. Svona nú eruð þér
dauður ...
Lyons gapti.
... og ég bi'ýst um í ánni og
reyni að ná landi. Hvað er ég
lengi að þvi? Eina mínútu?
Tvær? Þrjár? Látum okkur
segja fimm — það ætti að
minnsta kosti að vera nógur
tími.
Hann setti úrið aftur í gang.
— Nú vona ég að yður líði
betur, Lyons, því nú verðum við
að hlaupa upp á stöð.
— Plvað? Álla leið til baka
aftur?
— Nei, bjáni! Það var ekki
þangað, sem hann hijóp. Á iög-
reglustöðina auðvitað. Kom nú!
Lyons mátti hafa sig allan við
til að geta fylgzt með honum.
Þeir voru að springa af mæði
þegar þeir komu á lögreglustöð-
ina. Stanton leit á stoppúrið sitt
ig lögregluþjónarnir á stöðinni
gláptu á þá eins og þeir væru
strokufangar frá geðveikrahæl-
inu.
Þeir kynntu sig og voru leidd-
ir inn í hiiðarhei'bergi. Stanton
bað um að fá að sjá vopnið, ssm
árásarmaðurinn hafði notað.
Það var þungt járrirör, roðið
blóði og við það loddu hárflyks-
ur.
— Hvar funduð þið það?
— Á grasbalanum fj’rir neðan
brúna. Morðinginn hefur fleygt
því fi-á sér strax
— Það er greinilegt, sagði
Stanton. En peningarnir?
— Hafa ekki íundizt, herra.
— Ssndið nokkra menn og lát-
ið leita í skóginum í nágrenni
brúarinnar. Leitið vandlega þvi
það ef ekki víst að morðinginn
hafi haft tíma til að gi’afa hana
niður. Leitið líka vel á bakkan-
um beint á móti staðnum, þar
sem járnið fannst. Kannske hef-
ur hann fleygt því í þá átt til
i þess að gabba okkur. Ef þið
finnið ekki töskuna í skóginum
þá slæðið í ánni. Reyndar held
ég að þið ættuð að byrja á þvi
að slæða. Það gæti sparað ykkur
mikla leit. Gefið mér svo fimm
minútna frest núna, en ssndið
svo Parks hingað inn til mín. En
hringið svo hingað inn til min
eftir tiu míriútur.
Stanton settist niður og leit
yfir skýrslurnar, sem lágu þarna
á borðinu. Hann bar saman tím-
ana, sem þar voru skráðir, við
tímann á skeiðúrinu.
Sjáið þér, sagði hann við Ly-
ons. Lestin þeiria kom kl. 15,24.
Gefum þeim tima tíl að komast
út af stöðinni. Látum okkur
segja 15,26. Það tók okkur sex
mínútur að ganga ieiðina fi'á
stöðinni. Þá er kl. 15.32.
Nú skeður ránið. Við sáum að
það tók 20 sekúndur og að það
tók Parks fimm mínútur að kom
ast upp úi’ ánni. Við segjum sex
mínútur í allt. Það er 15,38. —•
Hlaupið hingað tók fjórar mín-
útur. Verið getur að Pai'ks hafi
verið eitthvað lengur en kl. 15.4.2
lxefði hann alitaf átt að vera kom
inn hingað.
En hvað sjáum við (Stanton
benti á skýrsluna)? Parks kom
ekki hingað fyrr en kiukkan var
orðin 16,05. Hvaða ályktun drag-
ið þér af því, Lyons?
— Þér meinið að Parks hafi
framið ránið? Eða hvað? Hann
hefur verið 20 minútum lengur,
eða réttara sagt 23 mínútum
lengur að þessu en við höfum á-
ætlað. Nema hann hafi einhver ia
skýringu?
— Nei, Lyons, þér hafið lesið
skýrsluna hans. Það er greinilegt
af skýi'slunni, að hann segist
hafa fengið hálfgert taugaáfaiL
Eg þori að veðja, að það hefur
ekki verið um neitt taugaáfáll
að ræða, hann hefur bara verið
í uppnámi af æsingu. Það, sem
tafði hann var ...
I — Að hann var að fela tösk-
una!
I — Auðvitað, Lyons. En okkur
, vantar sannanir. Þær verðum
I við að fá. Viljið þér ekki komast
sem fvrst heim?
j Lyons starði undi’andi á yfir-
mann sinn, en þá var barið á
| dyrnar. Parks var leiddur inn.
I Stanton benti honum á stól og
bauð honum vindling. Þetta var
' lítill maður og væskilslegur.
Hann bað hann að segja sér aila
söguna.
| Það var eins og Stanton hefði
ýtt á hnapp. Maðurinn taiaði án
1 afláts eins og páfagaukur. Stan-
ton hlustaði þolinmóðui'.
Stanton strauk vangann.
— Ágætt, sagði hann loks, eins
og hann væri að tala við sjálfan
sig. Þetta er lítill bær og fingra
förin hljóta að stemma við ein-
hvern sem hér á heima, eða er
staddur hér. Við erum reynöar
að bíða eftir úrskurði rannsókn-
Framh. a 11. síðu.
mmm
anstu eftir þessu
Árið 1947 uppgötvaði dr. Pau.1 R.
Burkholder (t.v.), jurta- og sýklafræð-
ingur við Yale háskólann í New Haven,
Connecticut, Bandaríkjunum, jarðveg
þann, sem lyfið chloromycetin verður
til í. Var það í sýnishorni, sem tekið
hafði verið í nánd við Caracas í Ven-
ezuela, en þangað flugu millilandaflug-
vélar Loftleiða margar ferðir fyrir all-
mörgum árum. Á myndinni sézt dr.
Burkholder rannsaka jarðvegssýnishorn,
sein safnað hefur verið í Venezuela af
Riehard A. Benedict (t.h.), stúdent við
Yale háskólann. Lyfið, sem fyrst var
nefnt „Streptomyces venezuelae“, hefur
reynzt vel gegn taugaveiki, hitasótt og
fleiri sjúkdómum, sem penicillin hefur
ekki dugað til að vinna bug á.
Fyrsta alþjóða Jamboree-mót
drengja eftir síðari heimsstyrjöldina
var haldið í Moisson í Frakklandi og
hófst 8. ágúst 1947 með fánaathöfn, sem
rnyndin hér að ofan er frá. Þarna voru
samankomnir 32 þúsund skátar frá 38
löndum og dvöldust þeir í tjaldbúðum
um tveggja vikna skeið. Kynntust skát-
arnir þannig af eigin raun, hvernig
ólíkar pjóðir geta búið saman með vin-
semd, en þeim boðskap helgaði skáta-
hreyfingin helzt starfsemi sína þetta
ár. Skátarnir skiptust á margvíslegum
verðmætum meðan mótið stóð yfir og
höfðu af því bæði gagn og ánægju. Þátt-
taka í þessum alþjóöamótum skáta hef-
ur aukizt mjög, síðan það fyrsta var
haldið í Lundúnum árið 1920.
Nunnan Elízabetli Kenny, senx var
hjúkrunarkona ættuð frá Queensland x
Ástralíu, varði meira en helmingi æfi
sinnar við að kynna aðferð sína, til þess
að koma í veg fyrir að börn, sem fengm
lömunarveiki, yðru krypplingar. Þes&i
mynd af nunnunni var tekin á sjúkra-
húsi í Chicago í Illinois-fylki í Banda-
ríkjunum í septembermánuði árið 1943.
Elizabéth Kenny vísaði á bug styrkjum
úr ýmsum sjóðum, en fékk það fé, senx
hún barfnaðist til þess að framfleyta
lífinu, í afgjald af sjúkrabörum, er húri
fann upp, meðan bún starfaði sem
hjúkrunarkona í fyrri Iieimsstyrjöld-
inni. Hún lézt í Ástralíu í desember-
mánuði árið 1952.