Vísir - 19.07.1958, Blaðsíða 6

Vísir - 19.07.1958, Blaðsíða 6
V í S I R Laugardaginn 19. júlí 1958 WÍSKIR D A G B L A Ð Vísir kemur út 300 daga á ári, ýmist 8 eða 12 blaðsíður. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hersteinn Pálsson. Skrifstofur blaðsins eru í Ingólfsstræti 3. Ritstjórnarskrifstofur blaðsins eru opnar frá kl. 8,00—18,00. Áðrar skrifstofur frá kl. 9,00—18,00. Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3, opin frá kl. 9,00—19,00. Sími: (11660 (fimm línur) Vísir kostar kr. 25.00 í áskrift á mánuði, kr. 2.00 eintakið í lausasölu. Félagsprentsmiðjan h.f. KIRKJA OB TRUMAL: Hvað í staðirm? Frcðarþing kommiínista. Eitt af helztu fyrirtækjum kommúnista, Heimsfriðar- ráðið, efnir til þinghalds í Stokkhólmi um þessar mundir. Er þetta fyrsta alls- herjarþing þessarra sam- taka síðan árið 1955, og það er raunar engin tilviljun, að slík sanikunda skuli ekki hafa komið saman síðan. Árið 1955 var nefnilega mikið talað um nauðsynina á því, að leiðtogar stórveld- annan hittust til að ræða um helztu vandamálin, og fundur æðstu manna er einnig á dagskrá um þessar mundir, eins og allir vita. Kommúnistar tengja hvort tveggja saman eins og sýnt mun verða. Ef svo fer, að efnt verður til fundar æðstu manna, munu kommúnistar og ýmis fyrir- tæki þeirra, eins og Heims- friðarráð, telja sér slíkt til ágætis. Þeir munu segja sem svo, að þeim hafi tekizt að knýja æðstu menn lýðræðis- ríkjanna til að koma á fund- inn, af þvi að alþýða manna hafi verið því fylgjandi. Fari hinsvegar svo, sem miklar líkur eru fyrir, að enginn fundur æðstu manna verði haldinn, munu kommúnist- ar snúa við blaðinu og kenna lýðræðisríkjunum um það, enda þótt framkoma for- sprakka kommúnista sé ekki þannig — og hafi verið — að vænlegt þyki að eiga við þá viðræður um vandamál- in. Stofnanir eða samtök eins og heimsfriðarráðið hafa því þann aðaltilgang að styðja stefnu og gerðir kommún- istanna rússnesku, hvað sem þeir gera. Annað aðalatriðið, sem Heimsfriðarráðið á að vinna að, er að veiða hrekk- lausa menn, sem eru ekki kommúnistar, og beita þeim fyrir áróðursvagn sinn. Þetta hefir ekki gengið of vel á undanförnum árum, en ný kynslóð friðarsinna hefir komið fram, hrekklausir menn, sem átta sig ekki eins vel á brögðum kommúnista, og það er alitaf nokkur von til þess, að þeir bíti á agnið. Þetta kemur til dæmis greinilega fram hér á landi hjá samtökunum „Friðlýst land“, sem kommúnistar hafa komið af stað. Þar er margt manna, sem eru ekki kommúnistar, en láta þá samt ginna sig eins og þursa. Kommúnistar hafa að sjálf- sögðu gei't mikið úr því, að Rússar tilkynntu á sínum tíma, að þeir ætluðu að hætta tilraunum með kjarn- oi’ku- og vetnisvopn. Gerðu þeir það, þegar þeir höfðuj lokið langri röð tilrauna og þurftu raunverulega að hætta, til þess að viða úr þeim gögnum, sem safnast höfðu fyrir. Tilraunir Rússa voru meira að segja þær víð-1 tækustu, sem heimurinn hafði kynnzt, en þess geta kommúnistar eðlilega ekki, og þeir þegja einnig vand- lega um það, að áður voru Rússar andvígir afvopnun undir alþjóða eftirliti. Er þetta nokkuð í ætt við það,' þegar Stokkhólmsávarpið fi-æga var gefið út, en það fordæmdi kjarnoi’kuvopn, af því að kommúnistar réðu ekki yfir þeim en um leið ogl ríki kommúnista höfðu eign-' azt slík moi’ðtól, var Stokk- hólmsávai’pið lagt til hliðar og allur áhugi rokinn út í veður og vind. Sannast hér sem endranær, hver húgur fylgir máli hjá kommúnist- um. Áróðurinn veltur ein- ungis á þörfum kommúnista á líðandi stund — alls engu öðru. Friðarsinnar þegja. Friðarsinnar kommúnista hafa mjög hátt, þegar þeir telja, að þeir hafi fundið snöggan blett á andstæðingum sínum. Þeir aðgæta hinsvegar ekki, að þeir eru sjálfir með fjöl- rnarga snögga bletti, sem hægt er að benda og snerta á. Hvers vegna fordæmdu friðar- vinii’nir til dæmis ekki inn- rás og’ íhlutun sovétstjórn- ai’innar í Ungvei'jalandi fyr- ir hálfu öðru ári? Þá heyrð- ? ist ekkert hljóð frá friðar- sinnum eins og Andrésson- þvílíkum. Hinsvegar vantar ekki, að kommúnistar hrópi um hér á landi og öðrum hátt, þótt mönnum sé mein- uð ferð til annarra landa, eins og Paul Robeson — kommúnistum finnst það vítavei’ðara en þegar menn eru sendir yfir landamæri lífs og dauða, eins og Nagy og félagar hans, sem komm- únistum finnst ekki tiltöku- mál. Þannig er starf friðarvinanna í hópi kommúnista. Það miðast ekki við þörf kvíð- ,Hvað fékkstu í staðinn?“. Eg spurði þessarar spurningar mann nokkurn, sem hafði sagt mér ýmislegt úr trúarsögu sinni. Hann var alinn upp á trúræknu heimili. Hann var sem barn sannfærður um, að Guð væri til, að Jesús Kristur væri frelsari hans, leiðtogi og fyrirmynd. Hann bað bænirnar sínar kvölds og morgna, hann leitaði hjálpar Guðs, þegar eitthvað bjátaði á, og hann eignaðist hátíðleg augna’ blik í kirkju. En svo komu ung- lingsárin. Hann menntaðist nokk uð, las allmikið, „Ágrip af sögu mamisandans“ og fleiri bækur, innlendar og erlendar, hann fékk áhuga á þjóðfélagsmálum, varð þó ekki marxisti, heldur borg- aralega hugsandi áhugamaður um þjóðmál, þótt hann léti aldrei verulega að sér kveða í stjórn- málum. Um skeið sinnti hann nokkuð nýjum trúmálastefnum, sem voru mikið á baugi hér á landi um það bil, sem hann var að verða fullorðinn. Og það var einmitt á því skeiði, sem hann gerði sér grein fyrir því, að hann var orðinn trúlaus. Honum virt- ist hlutur kirkjunnar í sögu mannsandans vera heldur ó- frægilegur. Honum fannst vís- indaleg hugsun nútímans leggj- ast öll gegn kristinni trú. Og niðurstaðan varð sú, að hann sagði að fullu skilið við þá trú, sem hann var alinn upp í. Og manndómsár sin hefur hann lif- að án trúar á annað en það, sem hann kallar skynsemi nútímans og þær framfarir til hagsbóta fyrir þjóð og mannkyn, sem frjáls hugsun og frjálst fram- tak fær til vegar komið. Þegar þar var komið sögu hans, að hann hafði lýst því, hvernig tiú hans fór forgörðum á þroskaárum hans, spurði ég téðrar spurningar: „Hvað fékkstu í staðinn?" Og svarið kom umsvifálaust: Eg fékk ekk- ert í staðinn. Eg hef líklega allt- af vitað það undir niðri, en nú er mér það ljóst. Og ég held, að þrátt fyrir allt hafi trúin, sem ég átti i bernsku, alltaf loðað við mig einhvern veginn, þó að mér fyndist ég hafna henni að fullu. Hún hefur, held ég, mótað skap- gerð mína og lífsstefnu og haft þau áhrif á líf mitt, sem hafa ráðið því, sem betur horfði um framkomu mína og líferni. En ég er að hugsa það núna, að líklega hef ég farið æði mikils á mis við það að glata trúnni éða afrækja hana. Það hefur ýmislegt kom- ið fyrir mig i lífinu og þá hef ég ekki átt mikið að sækja til þeirra fræðirita, sem höfðu áhrif á mig á unglingsárunum. Og mér skilst, að þau risti heldur ekki mjög djúpt“. Eitthvað á þessa leið fórust honum orð. Og í framhaldi sam- talsins rifjaðist upp fyrir okkur ^kafli i skáldsögunni Ellen eft- ir Martin Koch. Skálið lýsir því, ^hvernig honum heppnaðist að sannfæra unga vinstúlku sína jUm það, að hin kristna guðstrú jhennár væi’i ímyndun ein. En þegar stúlkan er dáin, fer hann andi mannkyns fyi’ir friði, heldur þörf kommúnistafor- ingjanna fyrir stuðning á i vettvangi áróðurs. að spyrja sjálfan sig: „Hvað gafstu henni í staðinn?" Og hann fer að hugleiða, hvað hann haíði gefið henni í staðinn fyrir trúna, sem hann tók. Hvað var það? „Þegar það átti að vera eitthvað sérlega lært, var það útþynnt vísindaglundur. Þegar það átti að vera eitthvað verulega djúp- sætt var það einhver vatnsborin heimspekiþynnka. Það er ekki hægt að liía á slíku eða deyja út ^ á það. Himnanna Guð, hvílík örbirgð í vorri vanræktu sál. Hið fegursta og bezta, sem manns- ^ andinn hefur átt, er vaxið upp af vissunni um Guð. Lindir ^ runnu undir yfii’borðinu, sem ; vökvuðu dýpstu rætur manns- hjartans, lindir með lifandi vatni. Þessari góðú trú höfurn við glat- að og hjörtu okkar visna, ein- mana og yfirgefin. Sé Guð ekki. til, verðum við að búa hann til og krýna hann til drottins. En hann ( verður að vera sterkur, sterkur eins og guðinn, sem Hebrearnir bjuggu til, gamli Jehóva. Hver gefur lífinu merkingu, hver gef- ur okkur hugrekki til þess að ganga i óræðu myrkri? Sterkur Guð, sem óhætt er að treysta“. | Byggðasafn Þing- eyinga opnað. Byggðarsafn Þingeyinga að Grenjaðarstað í Aðaldal var opn- að 9. júlí síðastliðinn. Safninu hefur verið komið fyrir í hinurn gamla og tígulega bæ, sem talinn var á sinni tíð einn myndarlegasti bær á landi hér. Elztu húsin eru frá 1876, en J að öðru leyti byggði sér Bene-, dikt Kristjánsson prófastur bæ-j inn allan á áruiium 1892—1894. | Safnið er í eigu Suður-Þing-* 1 eyjarsýslu, en frumkvæðí og fi’amtak að söfnun þess átti Bændafélag Þingeyinga. Hefur safngripum verið safnað hundr- uðum saman um alla sýsluna og í h'eild er safnið bæði merkilegt og margbreytilegt. Reynt hefur verið að koma mununum fyrir í sínu eðlilega umhverfi, og þótti þeim sem við opnunina voru, mikið koma til hins gamla höfuð- bóls eins og það er nú úr garði gert. Tripolibíó: Rasputin. Tripoíibió hóf fyrir skemmstu sýningar á frönsku stórmynd- inni Rasputin, munkinn dular- fulla, sem varð einhver mest umdeildi maður heims á fyrri hluta þessarar aldar. Hann var í miklum metum hjá rússnesku keisaradrottningunni fyrir fyrri heimsstyrjöld og fram á hana, unz hann var myrtur. Rasputin mun hafa búið yfir dáleiðslu- hæfileikum, var einkennilegur blendingur hrotta og ljúfmenn- is, trúmanns og svallara. Með hlutverk hans fer Pierre Brass- eu, heimsfrægur skapgerðar- leikari, svo snilldai’lega, að mörgum mun gleymast, að þeir sitji í gömlum bragga og hoi’fa á kvikmynd, því að leiklistin er á borð við það bezta, sem getur að líta á leiksviði höfuðborga.. Vísi hafa að undanförnu bor- izt mörg bréf um verkalýðs- og verkfallsmál— af því að verk- föll eru um garð gengin fyrir svo skömmu — en blaðið hefur leitt hjá sér að birta þau af ýmsum ástæðum. Hér skal hins- vegar birt bréf um þetta efiii eftir Á. S., og fjallar það um mátt smáfélaga til að lama mikla starfsemi. Bréfið er svohljóð- andi: Vitanlega mundi það þjóðfé- laginu fyrir beztu, ef svo væri búið um hnútana, að ekki væri sífelld hætta á „skæruhernaði“. En mundi kommúnistum ekki finnast það óþægileg skerðing á verkfallsréttinum, ef hver hópur sem væri gæti ekki hlaupið í verkfall, þegar honum sýndist? Einhvern tíma hefðu menn gert ráð fyrir slíkum viðbrögðum úr þeirri átt. Verkföllin. „Það er nú mjög rætt um það, hver hætta vinnufriðinum í land- inu getur stafað af fámennum stéttarfélögum, sem með óbil- gjörnum kröfum geta valdið mikilli og alvarlegri truflun eða stöðvun á sviði atvinnulífsins. Verkföll slíkra félaga geta auk þess valdið almenningi stórkost- legum ei’fiðleikum og óþægind- um. Hefur víst nokkuð verið vik- ið að því í Bergmáli. Benda rná á sem dæmi, ef fámennt félag fer í verkfall, eins og félag mjólkurfræðinga, (í því munu vera nokkr-ir- menn), að afleið- ing þess yrði að mjólkuraf- greiðsla stöðvaðist, og þarf ekki að lýsa því nánar. Þetta er sagt án tillits til þess, hvort seinustu kröfur þess félags voru sann- gjarnar eða ekki -— heldur til að sýna þöi’fina á, að ágreiningur út af kröfum smáfélaga sé leyst- ur á breiðara grundvelli. Öll þeási smáfélög eru í tengslum við einhver skyld félög, .sem að sjálfsögðu ættu að vera í sam- bandi,;er semdi fyrir hönd þeirra alli'a. Stöðvun og’ úr- elt form. Til marks um aukinn skilning á þessu er það, að í blöðum, sem vei’kalýðurinn stendur að, er nú farið að ræða um þörfina á þessu. Þannig segir „Vei’kamað- urinn“ á Akureyri, að athuga þurfi hvort tímar hinna mörgu en smáu verkalýðsfélaga, séu ekki taldir, og eðlilegt og hag- kvæmt, að ýmis verkalýðsfélög verði sameinuð. „Það má ekki láta skipulag verkalýðsfélag- anna staðna i úreltu foi’mi. Það eins og annað, verður að laga eftir nauðsyn og kröfum timans hverju sinni“. Þetta mun verða eitt af málum, sem rædd vei 5a á þingi Alþýðusambands Islands á hausti komanda, segir blaðiC.“ Þjóðaratkvæði í Alaska. Mike Stepovich, landstjóri Alaska, hefir ákveðið að þjóð aratkvæði skuli fara franx þa 26. ágúst. Spurt vei'ður um hvort kjós endur séu því samþykkir, a Alaska verði 49, fylki Banda ríkjanna. — í lögum þeim, ser nýlega voru samþykkt á þjóð þinginu í Washington, var á kvæði um það, að þjóðaraf kvæði þetta skyldi fram far;

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.