Vísir - 01.09.1958, Blaðsíða 1

Vísir - 01.09.1958, Blaðsíða 1
q i\ I V Kl. ii*. Mánudaginn 1. september 1958 191. tbl. - , vt. Það var mikið líf í kringum togarana, fiskur á dekki og fi’gl við borðstokk. Þeir toguðu á takmörku svæði. — Nær landi sást H.M.S. Russel lóna. Freigátan sigldi ætið veg fyrir varðskipin 1 Þetta er 2 Otgáfa. Við Kópanes voru 9 togarar að veiðum í iand- helgi. — Freigátan hélt tíl móts við varðskipin. Sögulegur fundur íslenzkra varðskipa, Oðins og og Alberts og brezku freigátunnar H.M.S. Rússel átti sér stað um fjórar sjómílur undan landi frá Kópanesi váð Arnarfjörð kl. 8,30 í morgun. Um það bil 7 sjó- innihim frá Iandi, 5 sjómíliun innan kinnar nýju land- hekfi og vel sýnilegir frá íslenzku varðskipunum voru 9 brezkir togarar að veiðum í fjétium knapp. Meðan flugvélin, sem frétta- mennirnir voru í var yfir skip- uaum höfðu varðskipin ekki samband við togarana, en viðræð ur áttu sér stað milli skipverja á H.M.S. Russel og Óðni. Eins og skýrt er frá á öðrum stað í Vísi, var fyrirfram vitað að innrásarfloti Bretanna myndi, verða við Kópanes í nótt og í dag og höfðu brezkir togaraskip- stjörar í frammi storkunarorð að þeir myndu fara sinu fram. Þegar birta tók í morgun hófu sig á loft flugvélar með frétta- menn innlenda og erlenda til að fylgjast með atburðinum, sem í vændum var við Kópanes. Flogið var vestur yfir Faxa- flóa og Breiðafjörð og voru eng- ar skipaferðir sjáanlegar á þess- um slóðum. Þegar komið var vestur að Látrabjargi var flogið 12 sjömílur út frá ströndinni og 12 milna landhelgislínunni fylgt norgur með Vestfjörðum. Fyrstu minúturnar var ekkert skip að sjá, en svo sáust skip á siglingu norður með landi og virtist það úr fjarlægð vera fiskibátur. Allt í einu komu brezku togarnir í ljós. Veður var stillt og lítil undiralda. Allir voru þeir að toga og sums staðar voru inenn i aðgerð. Nokkru nær landi sást til freigátunnar, þar sem hún lónaði þrjár til fjórar mílur nær landi og hélt suður með. Flug- vélin, sem við vorum í tók marg ar dýfur niður að togurunum og ekki var að sjá annað en flug vélinni væri veitt athygli. Ekki reyndist samt auðvelt að lesa einkennisnúmer togaranna, en þarna var togari frá Grimsby Framhald á 5. síðu Varðskipín eiga að fara að öllu með Ttrustii gát. Safnað verður sönnumum, sem nofaðar verða síðar. Landbelgisgæzluimi ísíenzku hafa veri^ gefin fyrir- mæli um að íara aÓ öiiu með gáí og auSsýna varáÓ í afskipium sínum af beim brezku veiðiskipum, sem vari verður innan landhelgi næstu dagana. I morgun var vitað um, að þrír flotar togara frá Bretlandi höfðu farið inn fyrir landhelgi. Eru tveir flotanna fyrir vestur- ströndinni, annar. undan Kópn- um, en hinn mun vera ekki fjarri Jökli, og loks er sá þriðji fyrir Austurlandí. Hefur það eitt frétzt af veiðum þessarra togara, að einn þeirra tilkynnti í birt- ingu, að hann hefði veitt i að- eins níu milna fjarlægð frá landi, en ekki var vitað, hvar hann var að veiðum. Þá heyrðist í morgun til brezks togaraskipstjóra, er spurði yfir- menn á brezkri freigátu, sem var þar í grennd, hvaða skip mundi vera á siglingu rétt hjá. Svaraði freigátan því til, að þar væri íslenzkt eftirlitsskip á ferð og héti það Óðinn. Almenningur talar mikið um það þessa dagana, hvaða aðferð- um íslenzk yfirvöld muni beita til þess að hafa hendur í hári þeirra togaraskipstjói-a, sem gerast nú brotlegir við islenzk lög, og leitaði Visir þess vegna til Hermanns Jónassonar for- sætisráðherra, sem jafnframt er dómsmálaráðherra og yfirmaður, landhelgisgæzlunnar, og komst hann svo að orði í viðtali við blaðið: „Varðskipumun liafa verið gefin fyrirmæli urn það að fara sem gætilegast að öllu, auðsýna fyllstu varúð fyrst um sinn, meðan menn eru taugaðstyrldr og ástandið í rauninn! eins og púðurtunna. Hefur varðskipunmn verið falið að afla sannana gegn þeim skipiun, sem koina inn fyrir landiielgLslímina og Jie-fja þar veiðar, og verða myndir teknar af þeim skip- inn, sem brotleg verða, nöfn og skráningarstafir skrifuð upp, staðarákvarðanir gerðar og þar fram eftir götimum — það er að segja aflað allra hugsanlegra sanna fyrir land- helgisbrotimi, og síðan verð- ur málið tekið fyrir, þegar færi gefst. Togarar þeir, sem eru nú að veiðum umhverfis landið, munu einlivern tinia þm*fa að leita hafnar hér á landi, til að fá viðgerðir, afla i'ista eða vatns eða annarra erinda, og þá verður að því komið, að hægt verður að leiða hina brotlegu fyrir dóm- ara.“ Samkvæmt þessu er ekki á- stæða til að gera ráð fyrir, að brezkir togarar verði teknir í landhelgi þessa fyrstu daga, því að leitazt yerður við að koma í vpnr fyri’' árekstra, sem gætu haft alvarlegar afleiðingar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.