Vísir - 01.09.1958, Blaðsíða 4

Vísir - 01.09.1958, Blaðsíða 4
I VlSIR Mánudaginn 1. september 1S5S TÍ8IR n D A G B L A Ð Vísir kemur út 300 daga á ári, ýmist 8 eða 12 blaðsíður. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hersteinn Pálsson. Skrifstofur blaðsins eru í Ingólfsstræti 3. Ritítjómaxskriístofur blaðsins eru opnar frá kl. 8,00—18,00. Aðrar skrifstofur frá kl. 9,00—18,00. Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3, opin frá kl. 9,00—18,00. Sími: (11660 (fimm línur) Vísir kostar kr. 25.00 í áskrift á mánuði, kr. 2.00 eintakið í lausasölu. Félagsprentsmiðjan h.f. „StrííiB" Þegar þetta er ritað, hafa brezkir togaraeigendur hafið 1 „stríð“ sitt á hendur fslend- ingum með meiri og minni ! stuðningi brezkra stjórnar- ! valda. Hin boðaða stækkun fiskveiðilandhelginnar gekk í gildi fyrir fáeinum klukku- stundum, og nú er beðið eft- ir því, hver verða viðbrögð ' Breta, flota þeirra og ann- arra yfirvalda, þegar svo fer, 1 sem oumflyjanlegt er, þegar lög eru brotin, að hinn brot- legi er tekinn til vörzlu og 1 dreginn fyrir dómara, sem rannsakar mál hans og dæmir hann að því búnu lög- um samkvæmt. Þegar kunnugt varð um fyrir- ætlanir fslendinga, að þeir hefðu ákveðið að stækka landhelgi sína verulega, eða úr fjórum mílum í tólf, til- 1 kynnti „stjórn hennar há- tignar“, að hún liti svo á, að þetta skref íslendinga væri óheimilt og ólöglegt. Jafn- ! framt var tilkynnt, að brezk- um togurum mundi veitt nauðsynleg vernd, svo að þeir gætu farið allra sinna er hafið. ferða á „opnu hafi“, eins og komizt var að orði. Hafi þessi tilkynning átt að verða til þess að íslendingar glúpnuðu, bar hún alls ekki tilætlaðan árangur, því að hún hefir einmitt þjappað þjóðinni saman. Mörlandinn kann ekki að meta dólgsleg- ar hótanir eins og þær, sem hafðar hafa verið í frammi í þessu máli. Hér í blaðinu hefir oft verið á það bent, að engin þjóð get- ur dæmt aðra til dauða, eins og Bretar telja sig kjörna til að gera, þegar íslendingar eru annars vegar, af því að við erum nokkrir tugir þús- unda en þeir nokkrir tugir milljóna. Verndari smáþjóð- anna ætti að hugleiða þau sannindi, að íslendingar hafa jafnan rétt til að lifa og þeir, og þess vegna geta Bretar aldrei náð því marki, sem þeir hafa sett sér — að koma íslendingum á kné. Þeir munu tapa þessu „stríði“, sem þeir hafa hafið með heimsku sinni og þröngsýni og munu hafa skömm af. „Flotinn Ósigrandi" Það var hámarkið á glæsilegum stjórnarferli ■ Elísabetar Bretadi-ottningar hinnar fyrstu, að brezkir sjómenn sigruðu stærsta flota, sem nokkru sinni hafði verið bú- inn til orustu. Spánarkóngur ætlaði að kenna meydrottn- ingunni og þjóð hennar mannasiði, en herförin varð ein mesta hrakför, sem sagan kann frá að greina. Nú hefir önnur Elisabet sezt í hásæti í Bretlandi, og annar floti, sem einnig ætti að vera ósigrandi, hefir nú látið í haf til að kenna mönnum á norðlægum slóðum háttvísi. „Stríðið“ er hafið, en því er ekki lokið, og margt bendir tfl^þess, að örlög þessa nýja, ósigrandi flota verði með svípuðum hætti og þess, er lét úr höfn á Spáni 1588. För hins glæsta flota Spánar- kongs lauk með skelfingu, og hann hafði aðeins skaða og skömm af útgerð sinni. Ósigur hins ósigrandi flota varð upphaf niðurlægingar- tíma Spánarveldis, og það hefir aldrei rétt við síðan. ■ Um þetta mættu menn hugsa í Bretlandi nú, er þeir reiða hátt til höggs eins og Spán- arkongur forðum. Síðasta orustan Bretar hafa einhvern tíma bú- ið til það orðtak um sjálfan sig, að þeir vinni alltaf síð- ustu orustuna og beri þannig sigurorð af andstæðingum sínum. Oft gangi þeim illa í upphafi, en endanlegur sigur verði alltaf þeirra megin. Sennilega gera þeir ráð fyrir, að eins fari í þetta skipti, enda við vopnlausa smáþjóð að fást. En hér gæti nú einmitt farið ... öðru vísi en Bretar gera ráð fyrir. Það getur vel verið, að þeir vinni fyrstu orustuna, hindri til dæmis, að brezkur veiðiþjófur verði dreginn fyrir dómara. Þeir geta það kannske nokkrum sinnum, en þeir vinna aldrei síðustu orustuna að þessu sinni. Lokasigurinn fellur fslend- ingum í skaut, því að rétt- lætið ber ævinlega sigur ú.r býtum að lokum, enda þótt oft sé dimmt yfir og boðar fyrir stafni. Erlendur Ó. Pétursson. Minning. mgm í dag er kvaddur hinztu kveðju einn af mætustu borg- urum þessa bæjar, Erlendur Ó. Pétursson, forstjóri. Foreldrar hans voru þau Vigdís Teitsdótt- ir og Pétur Þói'ðarson, hafn- sögumaður, sem lengi bjuggu að Götuhúsum við Vesturgötu (nr. 50). Erlendur var því „Vestur- bæingur“ eins og við köllum það og einn af hinum „gömlu Reykvíkingum“. Með Erlendi er horfinn af sjónarsviðinu yar allra manna kurteisastur og óvenju háttvís við konur, og kunni manna bezt : að meta frelsishugsjónir kvenna. Ég held að E. Ó. P. hafi yfirleitt verið gæfumaður. Hann náði því takmarki, sem hann alla ævi hafði keppt að, að sjá fé- lag sitt K. R. verða eitt af stærstu og merkustu íþróttafé- löögum landsins, og eiga heim- ili hjáhinum stómerku hjómrrn, systur sinni frú Mörtu Péturs- dóttur og Guðfinni Þorbjöms- syni, sem allt vildu fyrir bann gera til að létta honum sjúlr- dóm síðustu ára. Allir gamlir Reykvíkingar og „Vesturbæ- ingar“ kveðja nú þennan mæta mann og óska honum fararheilla á þeirri leið, sem hann leggur nú út á. Alveg sérstaklega Jæri ég honum mínar beztu þakkir fyrir gott samstarf í Reykvik- ingafélaginu, og kveð bann með þeirri vissu að góðum manni verði allt til góðs, bæði lífs og liðnum. Sveinn Þórðarscjn. hinn ágætasti maður. Hann var í öllu dagfari maður háttvís og ljúfur í framkomu. Hann var manna kui’teisastur og fannst það fljótt, að þar fór saman meðfædd háttprýði og skap- festa. Hann lagði ávallt gott til allra mála. Þegar í æsku kom það fljótt í ljós að. E. Ó. P. — eins og allir vinir hans nefndu hann — var manna bezt máli farinn, og fylgdi eins konar kyngikraftur öllum hans mál- flutningi. Man ég sérstaklega eftir rökfimi hans og mælsku, þegar um var að ræða breyt- ingu á nafni „Fótboltafjelags Reykijavíkur“ í „Knattspyrnu- félag Reykjavíkur“ — K. R. — Hann var manna bezt ritfær, og sýna fundargerðir K. R. það bezt, en ritari þess félags var hann í rnörg ár. Hann var hjálp- fús og vinfastur og drengur góð- ur í hvívetna. Ég sem þessar línur rita, man vel eftir því, þeg ar eldur framtíðardrauma og i- þróttahugsjóna logaði sem glað- ast í bi’jósti þessa mikla áhuga- manns. Síðar á æviskeiði hans þegar við unnum saman að fi’amgangi Sundlaugar Vestur- bæjar, loguðu ennþá' glæður hins gamla áhuga og þótt heils- an væri þá tekin að bila, var ávallt gaman að vinna með E. Ó. P. Vitanlega var E. Ó. P. meðlimur Reykvíkingafélags- ins, og í stjórn þess í mörg ár, eða meðan heilsa leyfði. Var hann þar,eins og annars staðar, manna samvinnuþýðastur og tillögubeztur í hvívetna. Hvar sem E. Ó. P. kom og sneri sér að félagsmálum, var honum þegar í stað falin forusta, enda ágætlega til þess fallinn. E. Ó.. P. kvæntist aldi’ei, en4 YINNA Kvenmaður óskast í þvottahúsið Skyrtan, Höfðatúni 2. Uppl. kl. 5—6. Sími 19599. STÚLKA ÓSKAST til afgreiðslustarfa, einnig stúlka til aðstoðar í eldhús. Síld & fiskur Austurstræti. „PAL" Rafkerti og Varahlutir í Skoda bifreiðir. SMYRILL. Húsi Sameinaða — Sími 1-22-60. TOPPLYKLASETT meH tommumálum SMYRILL. Husi Sameinaða — Sími 1-22-60. ¥ Kleppsholt, hverfi II Uppl. á afgi’eiðslu Vísis. — Sími 11660. Þýzkar eldavélar Tökum upp í dag tvær gerðir af Vestur-þýzkum Graetz eldavélum Véla- og Raftækja- verzlunin h.f. Bankastræti 10. — Sími 12852. P £

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.