Vísir - 01.09.1958, Blaðsíða 8
Ekkert blað er ódýrara í áskrift en Vísir.
Látið hann fœra yður fréttir og annað
lestrarefni heim — án fyrirhafnar af
yðar hálfu.
Sími 1-16-60.
WXBMX.
Munið, að þeir, sem gerast áskrifendux
Vísis eftir 10. hvers mánaðar, fá blaðið
ókeypis til mánaðamóta.
Sími 1-16-60. r/
Mánudagimi 1. september 1953
Síiasta tilraun til ai koma á sættum í
landhelgisdeilunni án árangurs í gær.
Bandaríkjastjórn mun að síðustu hafa stungið
upp á 6 mílna landhelgi.
Togurum skipað að fara inn
fyrir linuna í nótt.
. Það heyrðist til enskra togara og varðskipa í gær-
Itvöldi, þegar klukkan var að verða níu, að brezk
íreigáta tilkynnti togurum, sem voru undan Vestfjörð-
um, að ekkert samkomulag hefði náðzt í landhelgis-
málinu, svo að engin breyting yrði á fyrirætlunum um
að fara inn fyrir 12 mílna mörkin, og veiða í hinni nýju
iandhelgi.
Eftir því sem bezt var vitað, voru freigátan og togararnir,
sem hún hafði samband við, stödd undan Kópanesi, en þar
munu brezkir togarar helzt telja aflavon um þetta leyti árs.
Fréttaritarar, sem hér hafa verið undanfarna daga, höfðu haft
spurnir af 7—10 brezkum togurum á þessum slóðum, og var
vitað um nafn á sumum þeirra eu öðrum ekki. Benda allar
líkur til þess, að svæðið við Kópanes verði hetzta „innrásar-
svæðið“ fyrir „flotann ósigrandi“.
Ekki verður annað sagt en að
allur „stríðsundirbúningur“
brezkra togaraeigenda hafi
verið hinn broslegasti, eins og
hann hefur birzt í fréttum upp
á síðkastið. í fyrstu var sagt,
að hvorki meira né minna en
200 brezkir togararar mundu
verða sendir inn fyrir nýju
friðunarmörkum; hvað mundu
íslendingar gera þá? Það var
greinilegt, að íslendingar áttu
að verða hræddir, er þeir fréttu
að siglur brezkra togara ættu
að verða sem skógur úti fyrir
ströndum landsins.
En Bretar voru fljótir að slá
af, því að eftir aðeins fáeina
daga voru þeir búnir að koma
togaratölunni, sem innrásina
átti að gera, niður í aðeins 100
Togarar fá
aðvaranir.
Um klukkan tíu í morgun'
lieyrðu þeir, sem fylgdust
með samtölum á sjóuum —
viðræður brezkra togara við
varðskip og svo framvegLs —
að xslenzku varðskipin voru
farin að gefa brezku togur-
unurn aðvaranir. Undan Kópa
nesi eru um þessar mundir 14
togarar, og hafa íslenzku
varðskipin tilkynnt þeim, að
þau séu innan íslenzkrar land
lielgi, og þau muni verða tek-
in og skipstjórarnir dregnir
fyrir dómara, þegar þau komi
næst S íslenzka höfn eða hætti
sér inn fyrir 3ja mína land-
helgina af einhverjum sök-
um. Keniiu’ þetta heim við
upplýsingar þær, sem Vísir
liafði fengið hjá foi’sætisráð-
lierra og sagt er frá annars
staðar í blaðinu. — Erlendar
fregnir herma, að 40 brezkir
togarar séu þegar í landhelgi,
og 60 á leið til landsins'.
og hefur slík afsláttarpólitík
ekki þekkzt s.l. 20 ár.
En Bretar töluðu ekki lengi
um að senda 100 togara gegn
íslenzkri landhelgi, því að fyrir
fáeinum dögum höfðu þeir
komið fjöldanum ofan í 70—80
skip. Og ekki var öllum af-
slætti lokið, því að þegar brezk-
ir blaðamenn, sem hér eru eins
og mý á mykjuskám, höfðu
spurnir af skipum á laugar-
dagsmorguninn, voru þeir bún-
ir að koma tölunni ofan í 42
skip, þegar klukkan var aðeins
ellefu um morguninn, en þeg-
ar farið var að bregða birtu í
gærkvöldi var engin leið að
nafngreina nema 7—10 skip
undan Kópnum. Vísir treystir
sér ekki til að fullyrða, hversu
mörg skipin voru þar í morgun
fyrir innan friðunarlínuna, en
væntanlega kemur það á dag-
inn fyrr en varir.
í tilkynningu brezkra tog-
araeigenda í gær um „innrás-
ina" var sagt, að farið yrði í
þrem hópum, og mundu þeir
allir halda sig milli 4ra og 12
mílna línanna, Hver skipahóp-
ur mundi dreifa sér á 30 mílna
svæði milli landhelgislínanna,
og hverjum fylgdi freigáta, sem
ætti að geta komizt til hvaða
skips í hópum sem væri á að-
eins 25 mínútum, ef eitthvað
kæmi fyrir.
Það þrönga svæði, sem tog-
arahóparnir -eiga að vera á,
táknar, að þeir munu lítt geta
athafnað sig við veiðar, nema
þeir séu þeim mun færri, og eru
allar líkur til þess, að heildar-
talan sé ekki nema brot af þeim
200, sem Bretar töluðu um í
fyrstu.
Orðsending
í Washington.
Á laugardagskvöidið vor.u
Framhald á 5. síðu
Á annari myndinni sést vel kjölfar „Russels“, þegar freigátan beygir í veg fyrir „AIbert“, og
eltir hann fil „Óðins“. — A hinni: „Óðin hefur stöðvast hjá H.M.S. Russel. — Skipiu lágu
saman góða stund og skipst var á kveðjum.
HMS Palliser mann-
aði fallbyssurnar.
Hindraði þannig töku veiðiþjófs.
Eftir rúmlega eiit barzt Vísi
eftirfarandi frá Landhelgis-
gæzlunni:
Eftir þeim upplýsingum, sem
landhelgisgæzlan hefur, er i
dag mjög svipaður fjÖldi er-
lendra togara á grunnslóðum
við Island og algengt er um
þennan tíma árs. Við breyt-
inguna á fiskveiðitakmörkun-
um xir fjórum í tólf sjómílur
síðastliðna nótt x'arð hins vegar
sú breyting á, að að minnsta
kosti þeir belgiskir og þýzkir
togarar, sem vitað var urn ná-
lægt fjögurra sjóinílina fak-
mörkunum 5 gærkvöldi, höfðu
mörkin í morgun. Hins vegar er1
vitað um um það bil 15 brezka1
togara, er í nótt söfnuðust sam- 1
an undir vernd fjögurra
brezkra herskipa og eins hirgða
skips á þremur nánai tilteknum
svæðum á milli fjögurra og tólf
sjómílna takmarkanna. Eitt
þessara svæða er iit af Dýra-
firði, annað norður af Horni og
hið þriðja fyrir Suðausturlandi,
xnilli Hvalbaks og lands, en þar
var dimmviðri í niorgun og því
erfitt um athuganir. Á hinum
stöðunum var bjartviðri, og
voru flestirf togaranna út af
JDýrafirði. Snenxma í nxorgun
flutí sig úf fyrir 12 sjómílna tak höfðu varðskipixx aðgerðir gegn
þessum togurum, en þá beitti
eitt brezkra herskipið stras:
valdi til þess að liindra að vrarð-
skipið kæmist að sökudólgnum.
Gerðist það með þeim hættí,
að brezka freigátan „Palliser“
kom á mikilli ferð með mann-
aðar fallbyssur og sigldi á milli
varðskipsins og landhelgis-
brjótsins, þannig að varðskipið
komst ekki að togaranum. Til
frekari árekstra hefur ekki
komið, en hinsvegar hafa náðst
nöfn og númer allra þeirra
brezkra landhelgisbrjóta, sem
eru að gera tilraun til að veiða
innan hinna nýju takmarka og
verða mál þeirra tekin fyrin
eins og venja er.
Þessa dagana stendur yfir í
Listamannaskálanum mál-
verkasýning Hafsteins Aust-
manns.
Sýningin var opnuð s.l. föstu
dag og sýnd eru um 50 málverk
og vatnslitamyndir.