Vísir - 01.09.1958, Blaðsíða 5

Vísir - 01.09.1958, Blaðsíða 5
Mánudaginn 1. september 1958 y f 'S j s 'Afch. Þótt Vísir sé ekki sam- þykkiu- gi-einarhöfundi í ýmsum atriðiun, þykir ástæðulaust að varna honum niáls. — Ritstj. Utanríkisráðuneytið hefur einu sinni áður látið birta ís- lenzkum almenningi greingar- gerð varðandi landhelgismálið, Flutti Alþýðublaðið hana 23. júlí s.l. undir fyrirsögninni „Hverju hefur verið mótmælt?" Var það stutt og greinargott yfirlit — við það hnitmiðað að gera það ljóst, að það er aðeins eitt, sem ríkisstjórnir Vestur- Evrópu hafa mótmælt. Og að þetta eina er að ekki stækkun Iandhelginnar, heldur eingöngu sjálfdæmi það, sem Island hefur tekið sér um stækkunina. Sú greinargei’ð var, út af fyrir sig, allrar virðingar verð. Því miður hefur utanríkisráðu- neytið sjálft ekki látið sér segj- ast af sinni eigin leiðbeiningu, og ber hin nýútkomna greinar- gerð þess óæskileg merki. Þar er miklu máli varið til að færa rök að þörf íslenzku þjóðarinnar til verulegrar útfærslu landhelginn- ar, sem utanríkisráðuneytið þó segir i báðurn greinargerðunum, að ekki sé véfengd í mótmæla- orðsendingum hinna erlendu rík- isstjórna heldur miklu fremur viðurkennd. Þar er þá utanríkisráðuneytið að deila við heimatilbúinn and- stæðing. Og er leitt að vita til, að svo virðuleg og ábyrgðar- mikil stofnun skuli, í slíku lífs- spui-smáli, grípa til aðferða þeirr ar tegundar blaðamennsku, sem reynir að breiða yfir röksemda- íátækt í sjálfu deilumálinu, með því að. hrekja eitthvað, sem and- stæðingurinn hefur aldrei sagt. Svipaðrar tegundar er sum önnur meðferð röksemda í grein- argerðinni — fremur til þess fallin að villa um fyrir lesanda en upplýsa hann. Er það sann- arlega ekki efnilegt, að sjálft utanríkisráðuneytið skuli beita íyrir sig röksemdaleiðslu, er mikilla tvímæla getur orkað, í mikilvægasta afkomumál þjóð- arinnar, sem jafnframt er, vegna- meðferðar ríkisstjórnarinnar á því, orðið að örlagaþrungnu ut- anríkismáli. Þess verður vel að gæta, að málefni íslands- er, gagnvart þjöðum, er telja sig eiga hags- muna og réttindi að gæta í sam- bandi við hina yfirlýstu stækkun landhelginnar, enginn stuðning- ur né fyrirgreiðsla — nema síð- ur sé — að röksemdum, sem í bezta fá-Ili orka tvímælis. Slik vinnubrögð eru til þess eins fall- in að auka enn meir á hugsana- fcrengl það, sem ýmsir stjórn- málamenn hafa villt um fyrir kjósendum sínum með í þessu jífsspursmáli þjóðarinnar, sem : eii hafa klúðrað svo, að jafn- íramt er orðið áhyggjuefni allra lahda á 'Norður-Atlantshafs- svæðinu, og það í fleira tilliti en einu. Dæmi um þessa villandi rneðferð röksemda er kafli sá í greinargerðinni, er nefnist ,.Sögulegur réttur útlendinga á íslandsmiðum". Þar er bent á, að árin 1631 hafi (í sambandi við einokunarverzlunina á íslandi) verið yfirlýst 24 mílna landhelgi, sem svo árið 1662 var fæ'rð nið- ur. i 16 milur, og hafi sú skipan (að nafninu til) staðið til ársins 1859. Þessi einokunarskipan er bersýnilega gersamlega þýðing- arlaus sem hefð nú á dögum. Liggur í augum uppi, að um fyrritíðar-ástand, er hefðargildi gæti haft nú, er ekki um annað að ræða en frelsi það, sem erlendar þjóðir nutu til veiða við Island, óátalið og óvéfengt að mestu, hér um bil heila öld áð- ur en landhelgin var færð út um eina mílu, árið 1952. Önnui- rangfærsla, í greinar- gerðinni, er það, að Island hafi ,,að eins fylgt hefðbundnum venjurn, er það færði út fisk- veiðalandhelgi sína einhliða, þar sem svo að segja öll riki hafa ákveðið landhelgi sína á þann hátt.“ I þessu er sá sannleikur. að engin alþjóðalög hafa gilt um þetta efni, heldur eingöngu lög | hvers ríkis fyrir sig. Þar fyrir er ekki sagt, að mörg ríki hafi ráð- ist í það að margfalda landhelgi sína á eindæmi og reka fiskveiði- flota m.argra þjóða af-stórum svæðúm, sem þau höfðu aldar- langt undanfarið nytjað í stór- um stíl, óátalið lengstum. Með þessu er ég ekki að gefa í skyn að þgð sé skoðun mín, að ekki hafi verið nauðsynlegt að fá þessu breytt, Islandi í vil, heldur að eins að benda á dæmi þess, að skýringar greinargerð- arinnar eru að ýmsu leyti vill- andi. Eg fæ ekki betur séð en að heilbrigð skynsemi hljóti að gera skýran greinarmun á því, hvort „einhliða ákvörðun“ um stærð landhelgi er gerð án fyrirsjáan- legra árekstra við aðrar þjóðir, að mestu, eða með fyrirsjáanleg- um árekstrum við hvorki meira né minna en öll nágrannariki. Þar sem „einhliða ákvörðun" um óvanalega stækkun landhelginn- ar hér hlaut að þýða fyrirskipun til fiskiskipastóls allra nágranna þjóðanna um að hypja sig burt af hefðbundnum veiðisvæðum þeirra, var fyrirsjáanlegt, að um , þessa stækkun var óhjákvæmi- ^ legt að semja, ef stórvandræði1 ættu ekki af að hljótast. Það var ekki í þann eindaga komið, að ekki hefði nægt að bíða eftir ár- angrinum af svæðisráðstefnu með það að setja hnefann í borð- ið. Það er líka villandi, í greinar- gerðinni, þegar bent er á það, að hlutaðeigandi ríki hafi,. i reynd- inni, viðurkennt 12 mílna' land- helgina rússnesku. Eins og kunn- ugt er, tjáir ekki að deila við dómarann. Rússar höfðu valdið, til að kúga fiskveiðiþjóðirnar til að hlíta því, sem þær þó töldu 1 gerræði. Það eru ekki mörg ár I síðan að íslenzkur almenningur ! var að furða sig á fréttum blaða og útvarps um það gerræði, á meðan menn voru að vénjast því. I greinargerðinni er bent á það, að „mörg ríki hafi 12 mílna lan.dhelgi“. Af þvi tilefni væri full ástæða til margvíslegra og ítarlegra spurninga, Hér skal einungis bent á eitt sjónarmið, sem nægir til að hl'eypa viiidin- ( um úr þessari bendingu greinar- i gerðarinnar: Á hinu stóra svæði 1 umhverfis Norður-Atlantzhafið hefur tólf niílna Iandlielgi aldrei þekkst — siðan einokunin fór úr tjzku. Þegar utanríkisráðuneytið ít- rekað ber hefð fyrir sig, í greiri- argerðinni, til stuðnings sjálí- dæmi um þreföldun fjarlægðar landhelgislínunnar frá landi, þá er það því blekking. Því að þar sem um hefð er að ræða, kemur það ekki málinu við hvernig málum kynni að vera háttað á öðrum hlutum hnattarins, held- ur hitt, hver hefðin er á því svæði hans, sem ísland er á. Þá er það og blekkingarkennt, sem gert er í greinargerðinni, að tala um útfærsluna 1952 og þessa sem sameðlislegar í hvívetna. Þá var fjarlægðin frá landi lengd um 25%, nú er hún lengd um 200%. Og flatarmál landhelginn- ar stækkar enn þá meira. Þó er það alls ekki í sjálfu sér stækkunin, er sé fráleit. Það er sjálfdæmið, sem Island tekur sér til svo mikillar röskunnar á hög- um allra riágrannaþjóðanna, er ég tel óviðurkvæmilegt og óskyn- samlegt. Og það er sjálfdæmið eitt, sem nágrannaríkin hafa mótmælt — eins og utanríkis- ráðuneytið lét 23. júlí sl„ Al- þýðublaðið benda svo skilmerki- lega á. Mótmæli þeirra þýða alls ekki, að þau geti ekki hugsað sér að meta nauðsyn Islands meira en þessa hagsmuni sína, heldur hitt, að þau vilja ekki við- urkenna rétt íslands til að skipa sér að gera það. I þvi sambandi benda þau á, að ekki séu í gildi nem alþjóðalög, er slik fyrir- skipun geti skirskofcað til. Með skírskotun til nauðsynjar og sanngirni áttu Islendingar að geta knúið fram samþykki ná- grannarikjanna — stutt hófsam- legri hótun, ef því var að skipta. Svæðisráðstefna var miklu lik- legri leið til viðurkenningar á náttúrulegum rétti Islands held- ur en hitt, að skopstæla Rúss- land. Nú, á tólftu stund, eftir ít- rekaðar digurbarkalegar yfir- lýsingar um hið gagnstæða, hef- ur íslenzka ríkisstjórnin sent fulltrúa sinn til slikrar svæðis- ráðstefnu. Betra er seint en aldrei. En hvað kom til, að það var ekki heldur byrjað með þessu? Það skal tekið fram, að víðar í greinargerðinni en hér er sýnt fram á, er riddaragangur á álykt unum. 22. ágúst 1958 Björn O Björnsson Síðasta tilraunin ... Framli. 8. síðu. tveir sendiherrar í Washington kallaðir fyrir Christian Herter, aðstoðarmann Dulles utanríkis- ráðherra. Sendiherrar þessir voru Thor Thor og sendiherra Breta. Þeim var afhent orðsend- ing, þar sem Bandaríkjastjórn leitaðist við að bera klæði á vopnin. Ríkisstjórn íslands svaraði fyrir sína hönd í gær, að hún vonaðist til þess, að engir á- rekstrar kæmu fyrir eftir mið- nætti síðast liðið, þegar nýja landhelgin gengi í gildi, enda tryði hún því ekki, að banda- langsþjóð íslands mundí gripa til slíkra ráðstafana. Vísir veit ekki með neinni vissu í hverju orðsending Banaaríkjastjórnar var fólgin, en blaðið hefir frétt, að hún hafi verið á þá léið, að viður- kennd skyldi sex mílna land- helgi íslandi til handa, eins og stungið hafði verið upp á í Genf á sínum tíma, en síðan átti ráðstefna að fjalla um sex mílna belti fyrir utan hana. Loks mun Hermann Jónas- son forsætisráðherra hafa átt tal við sendiherra Breta og Bandaríkjamanna um kl. 7 í gærkvöldi, en fundur þeirra bar engan árangur, svo að ákvörðunum stjórnarinnar var í engu breytt. Skip aðvöruð. • Jafnframt því sem brezk skip voru hvött til þess að fara inn íyrir nýju fiskveiðitakmörkin, var send út tilkynning til skipa frá ýmsúm öðrum þjóðum, og var þeim skipað að virða nýju landhelgina við ísland. Voru það meðal annars dönsk, norsk og sænsk skip, sem fengu fyrir- mæli um þetta, og stjórnin í Bonn lét það boð út ganga, að hún gæti hvorki veitt vestur- þýzkum togurum. yernd á ís- landsmiðum né heldur greitt einhverjar bætur ef skip yrðu fyrir skakkafalli, ef þau færu inn fyrir nýju landhelgina. Varðskipin úti. Á föstudaginn munu öll is- lenzku varðskipin hafa verið í höfn hér, og hefur það ekki komið fyrir um langt skeið, að þau hafi öll verið í höfn sam- tímis. En síðan fóru þau út hvert af öðru, og tóku menn meðal annars eftir því, að sum þeirra tóku fleiri dufl um borð en venjulega, þegar lagt er upp í leiðangur. Varðskipin... Frh. af 1. s. G. Y. 422. Sumir togaranna voru nýir og stórir, aðrir gamlir kola- kyntir kláfar. Þeir héldu sig á mjög litlu svæði og mátti ætla að þeir myndu rekast hver á annan. Viðð vorum farnir að halda að íslenzku varðskipin myndu ekki láta sjá sig þá tak- mörkuðu stund, sem við gátum verið þarna i flugvélinni, en þá sáum við hvar kemur bátur að því er virtist frá landi. Ekki var gott að greina hver að þar, en brátt kom í Ijós að þarna var Óðinn kominn. Russel sigldi til móts við hann og munu skipin hafa mætzt um 4 mílur frá landi og var þá klukkan 8,30. Bæði skipin voru stöðvuð og mun hafa verið skipzt á kveðj- um. Óðinn .lá beint fyrir aftan H. M.S Russel og voru nokkrir af áhöfn hans samankomnir á afturþilfari. Skipin voru það nærri hvort öðru, að hægt var að kallast á. milli þeirra. Góð stund leið án þess að skipin hreyfðu sig, sennilega um 10 mínútur, en þá setti freigátan á ferð og stefndi suður á bóginn, en Óðinn varð eftir. Úr flugvélinni sást þá, að skip stefndi í áttina til togaranna og fór mikinn. Þar var þá Albert kominn. Þegar freigátan var kominn á móts við Albert snar- beygði' hún og sigldi samsíða Albert, sem staðnæmdist hjá Óðni. Það síðasta sem frétta- mennirnir sáu að skipin þrjú lágu hlið við hlið og það var ekki ófriðlegt að sjá þau þarna í morgunsólinni. Nokkrum sjó- mílum utar, en þó langt fyrir innan landhelgi spúðu brezku togararnir reykjarmekki og héldu áfram að taga í augsýn varðskipanna. Svo lengi sem sást, var frei- gátan milli togaranna og varð- skipanna, svo sem til að hindra afskipti þeirra af landhelgisbrjót unum. Enn stórkostlegra smygl Uppvíst hefur orði5 um enn stérkostiegra áfengissmygl, en í Tungufossi si. PASSAMYMDIR teknar í dag tiíbúnar á morgun PÉTUR THOISISEN, Ingólfsstræti 4. Sími 10297. Rannsókn í smyglmálinu í M.s. Tiingufossi stóð yfir alla helg'- ina og er enn ekki lokið. Vísir átti í rnorgun tal við Guðmund Inga Sigurðsson rann- sóknardómara í málinu og kvaðst hann ekki geta á þessu stigi skýrt frekar frá málinu,1 þar eð rannsókn er ekki lokið. Hins vegar kvaðst hann geta ’upplýst að mjög væri tekið að greiðast úr flækjunni og málið lægi orðið Ijóst fyrir í höfuð- dráttum. Að fengnum upplýsing'um frá skrifstofu bæjarfógetans í Hafn- arfirði he'fur í sambandi við rannsókn smyglmálsins í m.s. Tungufossi, sem enn stendur yf ir, orðið uppvíst um eldri smyglmál. Jón Finnsson fulltrúi bæjar- fógeta í Hafnarfirði tjáði Vísi í j morgun að á þessu stigi væri, ekki unnt að skýra frá þessum málum í einstökum atriðum þar eð heildarrnnsókn og yfirheyrsl um er enn ekki lokið. Hins vegar sagði Jón að við rannsókn smyglmálsins i Tungufossi hafi komizt upp um nokkur eldri mál, sem margir hinna sömu manna og hlut eiga að máli i síðasta sm'yglmáli, séu viðriðnir. En auk þeirra koma nokkrir nýir menn inn í mál- ið. Sagði Jón að í hinum eldri málum væri um enn stórkost- legra smygl að ræða heldur en uppvíst væri að hefði átt sér stað í síðustu ferð m.s. Tungu- foss. Hefur bæjarfógetaembættið í Hafnarfirði unnið að rannsókn þessara smyglmála í samráði við sakadómaraembættið í Reykjavik, þar eð þau hafa teygt rætur sínar inn á umráða svæði beggja þessara embætta.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.