Vísir - 15.10.1958, Blaðsíða 10
lfl
Reykjavík —
Frh. af 4 s.
um með þeim til þess að skoða
flugbrautina, síðan að lenda þar
ef fært þætti, en mér leizt ekk-
ert á þá fyrirætlan I þessum
vindi, því á Kulusuk var vind-
urinn allt upp í 10—11 vindstig,
svo við frestuðum því í þetta
skipti.
Náði í sporðinn á silungi.
Einn af þeim sem svo fór með
þeim í Helicopter-vélinni ætlaði
að koma aftur og fara með okk-
ur til Reykjavikur, jú hann kom,
en við biðum í einar tvær klst.
eftir því að þeir kæmust af stað
fyrir roki. Við notuðum tímann
á Ikateq til þess að skoða
okkur um, Brandur fór beint
niður í læk, eða á sem rennur
rétt norðan við flugbrautina, og
fór að kafa með hendurnar und-
ir steina, til að ná í silung! Hann
sagðist hafa gripið í sporðinn á
einum, en hafa misst. Sá hefur
líklega ekki verið smár! Eski-
móarnir þarna krækja silung
upp með krókstjökum, og er það
sjálísagt sú eina veiðiaðferð
í þessari á, sem einhvern árang-
ur ber, því hún er svo jökullituð
og straumhörð.
Við skildum við Brand, þar
sem hann lá á hnjánum og þreif-
aði undir steinana. Oti á firðin-
um lágu þrír mótorbátar, einn
íslenzkur og tveir danskir. Sá
íslenzki er i flutningum milli
Ikateq og Kulusuk. Við geng-
um niður að gömlu bryggju-
skdfli og von bráðar kom Þor-
léifur Gunnarsson skipstjóri á
iitlum bát, og fórum við með
honum um borð. Niðri í lúkar
hittum við vélstjórann, hinir
tveir lágu fyrir, en annar þeirra
kom á stjá, er hann varð manna
var. Spjölluðum við saman góða
stund, en siöan reri Þorleifur
skipstjóri okkur í land aftur.
Þeir félagar báðu okkur fyrir
kveðjur heim, sögðust hafa það
gott.
Danskur Grænlendingur.
Við biðum góða stund enn-
þá, áður en Helicoptervélin kom
til baka. Eg fór með dönskum
pilti, sem er þarna staddur vegna
flugsins, upp í bjálkakofann
Fi-ámh. af 3. síðu.
hafa kosið þann sem flest at-
kvæði hlýtur þá gefst þér kost-
ur á, að taka frúna með þér i
bió, (eða ef frúin er kvefuð þá
bara tengdamömmu) og ekki
bara i eina einustu bíóferð held
ur í öll bíó bæjarins, þvi bióin
hafa verið svo vinsamleg að .
geía tvo miða hvert í verðlaun, j
sigurvegaranum i keppni þess-
ari, og máttu notfæra þér þá
þegar þú villt (ef þú sigrar). 1
En nafn sigurvegarans finnst j
með þvi að draga eitt nafn út |
úr nöfnum allra þeirra er kos- ,
ið hafa þann er atkvæðahæstur j
yerður. Og flýttu þér nú að
þessu, því þú verður að vera
búinn að skila seðlinum á skrif-
stofu Visis, fyrir föstudags-
kvald og verður svo nafnið
þitt birt „með þrjúkaffinu"
næsta miðvikudag, þ.e.a.s. ef
að þú ert hinn heppni.
V 1 $ I ft
Miðvikudaginn 15. októbSsr )95ft
Ikateq —
hans, þar sem við gátum haft
radiosamband við Angmagsalík,
og fengið veðurspár að heiman.
Meðan við biðum eftir veðrinu,
skröfuðum við saman á dönsku,
og gekk það nú upp og ofan. Það
kom í ljós að þessi danski pilt-
ur er fæddur á vesturströnd
Grænlands og að mestu alinn
upp í Grænlandi, enda heyrði ég
hann tala við eskimóana á máli
þeirra, mjög auðveldlega. Við
höfðum samband við Helicopter-
vélina, þeir sögðust vonast til
að komast á loft fljótlega, en
það væri svo hvasst og misvinda
að bið gæti orðið á því. Eitthvað
lægði vindinn, því þeir komust á
loft og komu til okkar eftir hálf-
tíma flug. Vorum við nú ferð-
búnir og hófum flug laust fyrir
klukkan átta um kvöldið.
f hagli og ókyrrð.
Úti fyrir ströndinni var háv-
aðarok og mikil rigning, en við
klifruðum skarpt upp úr veðr-
inu og vorum fljótlega komnir
í 5000 feta hæð og í gott veður.
Leið þessi siðasti áfangi leiðar-
innar fljótt, við vorum í myrkri
nær alla .leiðina og lengst af í
bezta veðri, þar til á Faxaflóa,
er við flugum gegn um mikil úr-
komuský, og buldi haglið á
gluggunum hjá okkur með mikl-
um hávaða og ókyrrð.
Hér í Reykjavík lentum við
um kl. 22,15 í hellirigningu, og
lauk þar með þessari ferð, og
alltaf er maður feginn þegar í
höfn er komið.
Eg vona að ég hafi þakkað á-
höfninni fyrir samveruna og
samvinnuna ef ekki svo, þá geri
ég það nú, því að löng og oít
erfið flugferð er vinna allrar
áhafnarinnar. IVÍér hefur oft
dottið í hug, að margan fýsti til
að fregna af svona ferðalögum,
sem eru orðin æði mörg i sögu
Fiugfélags Islands, og eflaust
mörg mikln viðburðaríkari. Þeir
eru því margir Flugfélagsmenn.
sem geta sagt frá ýmsu hlið-
stæðu, en mér finnst þetta sögu-
brot lítil spegilmynd af Græn-
landsfluginu undanfarið.
Sólfaxi verður svo upptekinn í
Grænlandsílugi nú næstu mán-
uði að hann annar ekki öðru. Eg
vona að heill og hamingja fylgi
honum, um alla framtið.
Elfsabet vígfr Karíbi-
mantivfrkfn.
Elisabet drottning mun
heimsækja Suður-Rhodesíu
1960, en þá verður lokið við
Karibi-fyrirhleðsluna miklu
og orkuverin þar, sem nú
eru í smíðlum, tekin í notkun.
Frá þessu er sagt í blaðinu
Evening Standard í Salisbury,
en opinber tilkynning hefir
ekki enn verið birt' um þetta.
Við þessar framkvæmdir hefir
myndast 280 km. langt vatn og
mun það fá heitið Elísabetar-
vatn. Karibistíflan •er i.Zam-
besi.
I Rodesíu vonast menn eft-
ir að Filippus drottningarmað-
ur komi líka og Margrét prins-
essa, segir í sömu fregnum.
Sagt er, að stjórnin i Suður-
Ródesíu sé að þreifa fyrir sér
um þessa lieimsókn og er lík-
legt, að hún verði í maí eða
júní 1956.
SANNAR SÖGUR eftir Verus ♦ Þættir Or sögu Bandaríkjanna.
4) Það var árið 1848 að
gull fannst í Kaliforniu. GuH-
grafarar og æfintýramenn alls-
staðar að úr lieiminum flykkt-
ust þangað og íbúatala hérað-
anna margfalclaðist. Þetta var
upphafið að fjölmennu land-
námi á vesturströnd Ameríku
og innan tíðar reistu milljónir
manna heimili sín þar og inn-
flytjendur flykktust þangað frá
öllum löndum heims. —-------------
í fjögur ár frá 1861 til 1865
geisaði borgarastyrjöld í Banda
ríkjunum. Barist var um af-
nám þrælahalds, sem tíðkast
hafði þar síðan á dögum ný-
lenduáranna. Mannvinurinn
Abraham Lincoln, forseti
Bandaríkjanna, sem árið 1863
staðfesti lögin um afnám þræla-
halds Iciddi heri Norðurríkj-
anna til sigurs en lifði
þó ekki sigurinn. — — —
Það var árið 1881 að Banda-
ríski Rauði krossinn var stofn-
aður fyrir frumkvæði Klöru
Barton, sem helgaði líf sitt til
að bæta ltjör hinna bágstöddu
og lina þjáningar liinna sjúku
og særðu. Bandaríski Rauði
krossinn hefur ekki aðeins
unnið að líknarstörfum í Banda
ríkjununi, heldur Ioggur hann
lið hverjum sem er í samstarfí
við Alþjóða Rauða krossinn.
5) Árið 1899 urðu Banda-
ríkin aðili að Alameríska banda
laginu á ráðstefnu sambands-
ins í Washington. Ríkjasam-
band þetta hefir því hlutverki
að gegna að efla samtarf milli
21 þjóðar, sem byggja Suður-
Ameríku, Mið-Ameríku og
Norður-Ameríku. Samíakin
hafa aðsetur í Washington,
höfuðborg Bandaríkjanna. —
----Það var árið 1903 að þsim
Wrigth bræðrum tókst að búa
tit flugvél, sem gat flogið
nokkurn spöl. Þeir bræðurnir
Orville og Wilbur voru reið-
i hjólasmiðir að iðn. Með gnótt
I hugvits og iðni, en takmörkuð
efni og áhöld, tókst þeim að
! smíða flugvélina og gera alda-
gamlan draum mannsins að
veruleika. Þá leit heimurinn í
fyrsta skipti vélknúið farartæki
á flugi.---------Árið 1914 áttu
sér stað merk tímamót í sögu
siglinganna. Það ár var Pan-
ainaskurðurinn fullgerður og
tekinn í notkun. Með honum
opnaðist bein siglingaleið milli
hinna tveggja heimshafa, At-
lantshafs og Kyrrahafs. 12000
mílna siglingaleiö sparaðist,
þegar skipin þurftu ekki að
'sigla erfiða og hættulega leið
fyrir suðurodda Suður-Amer-
íku. Það tók 10 ár og miklar
fórnir að fullgera skurðinn,
sem skip allra þjóða fá að sigla
uin.
6) Á síðasta ári fyrri heims- \
styrjaldar, 1917, sögðu Banda- ;
ríkin Þýzkalandi og samherjum |
þess stríð á hendur til að verja
frelsi og frið. Þegar styrjöldin j
brauzt út 1914 höfðu Bandarík-'
lýst yfir hlutleysi sínu. Er leið
á styrjöldina hóf sjóher keisar-
ans takmarkalausar árásir kaf- j
báta á kaupför þjóða, sem ekki
voru flækt í styrjöldina og
sökktu þeir skipum Banda-
ríkjamanna sem og annarra.
Bandaríkin sáu sig þá tilneydd
að segja Þjóðverjum r ‘ íð á
hendur og því lauk með c igri
þýzku herjanna 1918.------—
Árið 1920 fengu bandarískar
konur kosningariétt ti! jafns við
karlmenn. Þurfíi til þess breyt-
ingu á stjórnarskrá Bandaríkj-
anna. Sú skoðun, sem ríkt hafði
frá nýlendutímabilinu, að kon-
ur hefðu ekki vit á stjórnmál-
um og ættu ekki að skipta sér
af stjórnarfari landsins, féll ó-
gild með þessari stjórnarskrár-
breytingu.---------Árið 1927
iverður ávallt talið merkisár
i fyrir afrek til framdráttar
jflugi. Það ár flaug bandariski
flugmaðurinn, Charles A. Lind-
bergh lítilli eins manns flugvél
„Spirit of St. Louis“ í einum á-
fanga frá New York til Parísar.
Hann var 33 klukkustundir á
leiðinni. Af frábæru hugrekki
og leikni tókst honum að sigr-
ast á örðugleikunum, og sann-
aði með því, að flugið hýr yfir
nær ótakmörkuðum mögu-
leikuni. (Frh.)