Vísir - 15.10.1958, Blaðsíða 9
MiSTÉfcadaginn 15. október 1958
VlSIB
Hveragerði og Ölfus.
Á fyrstu síðu, 1. dálki, í Vísi
er í dag frásögn um vinnu
stóra jarðborsins austan Hellis-
heiðar. Er fyrirsögnin: „Illa
gengur að bora í Hveragerði“,
og í greininni stendur, að bor-
inn sé „nokkru fyrir innan
Reykjakot í Hveragerði“.
Með þessum línum vildi eg
mega benda ykkur blaðamönn-
um á að Reykjakot er enn, eins
og það alltaf hefur verið, í Ölf-
usi, — þ- e. í Ölfus-hreppi, —
■en ekki í Hveragerði, — þ. e. í
Hveragerðishreppi. Jafnframt
mælist eg til þess ajð þið leið-
réttið þessa missögn þannig, að
lesendur blaðsins og aðrir, sem
vilja taka eftir því, og vilja
vita betur, fái rétta hugmynd
um örnefnið Hveragerði og viti'
yfir hversu mikið svæði það
nær.
Upphaflega tók örnefnið að-
eins yfir lítið hverasvæði rétt
neðan við beitarhúsin frá
Vorsabæ (sá bær er næstur
vestan við Varmá), sunnan
undir austurendanum á ás
þeim, er liggur í austur frá
Mosunum, en það heita hraun-
brekkurnar norður af Kömbun-
um. En Kambar heita 2 hamra-
hnúðar norður að Núpa-klett-
unum, og kemur Hellisheiðar-
vegurinn af heiðinni fram á
nyrðri Kambinn; þar stendur
nú útsýnisskífa Ferðafélags ís-
lands. Liggur vegurinn eins og
hann er nú, strax norður af
Kambinum og er, þegar efstu,
löngu brekkunni sleppir, kom-
inn norður á Mosana. Eftir
þeim liggur hann svo þar til
hann snar-beygir suður af ásn-
um, niður í Kamba-brekkurn-
ar. — Ásinn hefur lengst af
verið nefndur: Hamarinn.
Á hverasvæði þessu var,
þegar eg sá þennan stað fyrst
skömmu eftir síðustu aldamót,
mest báberandi stór hver, —
líklega um 15X30 metrar,
sporöskjulagaður, og minnir
mig að hann væri nefndur
Bláhver, þar sem vatnið virtist
vera bátt að lit. Vatnið í hon-
um var oftast alveg kyrrt, þó
komu öðru hvoru á það smá
loftbólur hér og þar, sem
sprungu jafnharðan. En vatnið
gerði ýmist að hækka svo að
úr hvernum rann lækur, — til
austurs þar sem hverasvæðis-
vatnið leitar enn til árinnar, —
<eða lækka, svo að lækurinn
þornaði. Það var eins og að
hverinn andaði, og það reglu-
lega á um 5—6 mínútum. En
utan við þennan hver, aðallega
með brekkunni að norðan við
hann og svo vestur fyrir voru
nokkrir mikið minni hverir,
tiltölulega smáar holur, sem
kraumaði og vall í. — Þetta
svæði hét Hveragerði, og lá
gamli ferðamannavegurinn yf-
ir það suðaustanvert; en vaðið
var þarna á Varmá rétt fyrir
ofan Beykjafoss.
Upp með Varmá, í gilinu og
ut frá því á báða vegu, var —
og er — nóg af smærri og
stærri hverum, svo og upp hjá
Reykjum (þar var Lifli-Geysir
stærstur og merkastur þótt lítt
sjái fyrir honum nú), og allt
inn hjá Reykjakoti, — á leið-
inni þangað er gosholan Grýta
norðan undir austurenda Ham-
arsins. En ekkert af þessum
hverum tilheyrði Hveragerði.
Þegar farið var að reisa sum-
arbústaðina þarna voru þeir
aðallega settir í kringum Blá-
hver, mest í hallann suður og
austur af hvernum, og vatnið
þaðan notað til að hita þá með.
Siðan var farið að grafa, og
enn síðar bora, eftir hitanum
víðar og veita vatninu lengra
til notkunar. Þá var byggðin
ekki lengur í því forna Hvera-
gerði, en hélt nafninu. Bláhver
hvarf alveg. Þar er nú mestur
leirleðju-slakkinn og ljótagti
hluti svæðisins, en áður var
þarna sérkennilegt land og
fallegt.
Fyrir nokkrum árum var
þessi nýja byggð klofin frá
Ölfushreppi og Hveragerðis-
hreppur myndaður. Mun hið
litla land hans allt tekið úr
landi Vorsabæjar kannske lítill
vestasti hlutinn frá Yxnalæk)
og ráða eldri jarða-landamerki
bæði að austan og norðan, þ. e.
Varmá að austan þangað norð-
ur, er landamerki voru áður
milli Vorsabæjar og Reykja-
kots inni á sléttunni norður af
Hamrinum. Munu þau áfram
vera landamerki milli Reykja-
kots og Hveragerðishrepps.
Reykir þar sem nú er Garð-
yrkjuskóli ríkisins og Reykja-
kot, þar með Gufudalur, sem
er nýbýli (fárra áratuga) úr
Reykjakotslandi, eru því áfram
í Ölfushreppi, en ekki í Hvera-
gerði. , /
Af þessu er ljóst, að það cr
ekki ennþá farið að bora með
stóra bornum í Hveragerði.
Þessi skipting Hveragerðis-
hrepps úr Ölfushreppi er svo
augljóslega og landslagslega
afar kjánaleg að eðlilega dettur
engum ókunnugum annað í hug
en að öll kvosin milli fjalla
tilheyri Hveragerðishreppi.
Því er eðlilegt að kveðið sé
svona að orði eins og gert er í
greininni.
Úr því að nauðsyn þótti á því
að skipta hinni nýju byggð út
úr Ölfushreppi hefði átt að gera
það hreinlega með einni línu
úr nyrðri Kambinum austur í
landamerkin milli Reykja og
Valla (eða Gljúfurholts); láta
svo gamlar landamerkjalínur
haldast upp um Reykjafjall og
áfram norður í mörk á milli
Ölfuss og Grafnings. Að vestan
hefðu svo mörkin getað komið
suður um hrygginn á Ástaða-
fjalli og í Kambinn nyrðri.
Þetta er hin eðilega merkja-
lína um Hveragerðishrepp sem
öllum, er líta landssvæðið,
virðist sjálfsögð og kalla því
allt þar innan: í Hveragerði,
þótt það sé ekki rétt.
8. sept. 1958.
St. Bj.
Loftleiðir hafa
flutt 21.241 í ár.
Á þeim 9 mánuSum, sem liðn-
ir eru af árinu, hafa Loftleiðir
flutt 21.241 farþega milli landa
og hefur betri árangur náðst
í rekstri félagsins nú en nokkru
sinni fyrr.
í sumar hefur félagið haft 3
Skymaster flugvélar í förum á
áætlunarleiðum sínum milli
Bandaríkjanna og meginlands
Evrópu um ísland — og hafa
að jafnaði verið farnar sex ferð-
ir í viku milli álfanna. Þó að
það sé einni ferð færra í hverri
viku en í fyrrasumar, hafði fé-
lagið um síðustu mánaðamót
flutt nær 7 hundruð farþegum
fleira en á sama tíma í fyrra.
Þykir það mjög vel af sér
vikið, að geta annað slíku með
svo fáum flugvélum, en skýr-
ingin liggur í því, að flugvél-
arnar hafa löngum verið full-
skipaðar á öllum leiðum og sæta
nýting verið um 10 hundraðs
hlutum betri en í fyrra.
Þessi árangur hefur víða vak-
ið talsverða athygli og hans m.
a. verið getið í erlendum flug-
málatímaritum, þar sem einnig
Stofnað samband Dýraverndunar-
félaga ísSands.
Fimm félög stofnuðu sambandið.
Sunnudaginn 28. sept. s.l.
komu saman í Reykjavík full-
trúar þeirra fimm dýravernd-
unarfélaga, sem nú eru starf-
andi hér á landi, til þess að
stofna samband sín á milli.
Til þessa stofnfundar boðaði
stjórn Dýraverndunarfélags fs-
lands, samkvæmt ákvörðun
síðasta aðalfundar félagsins.
Formaður Dýraverndunarfélags
íslands, Þorbjörn Jóhannesson,
setti fundinn og bauð fulltrúa
velkomna. Gat formaður þess,
að allt frá stofnun félagsins
1914,hefði það verið markmið
þess að stuðla að stofnun sam-
taka meðal landsmanna um
dýravernd,. og þar sem litið
væri oft á Dýraverndunarfélag
íslands, sem heildarfélag allra
landsmanna, en önnur dýra-
verndunarfélög væru starfandi,
þá vildi félagið afnema þennan
misskilning og taka upp náði
samstarf við hin félögin, til þess
að efla dýraverndunarstörfin.
Borið var undir atkvæði,
hvort það væri vilji fundar-
manna að stofna samband dýra-
verndunarfélaga. Samþykktu
allir fulltrúar félaganna að
stofna sambandið. Var þá kos-
inn fundarstjóri Þorbjörn Jó-
hannesson og ritari Þorgils
Guðmundsson. Ritari Dýra-
verndunarfélags Islands, Þor-
steinn Einarsson, las og skýrði
drög að lögum sambandsins,
sem hann og ritstjóri Dýra-
verndarans, Guðmundur Gísla-
son Hagalín, höfðu samið að til-
hefur verið vakin athygli á því,
að félagið stæði traustum fótum
fjárhagsltga, þó að það nyti
engra opinberra fjárframlaga,
eins og gerist um mörg þeirra
flugfélaga, sem halda uppi á-
ætlunarferðum yfir Norður-At-
lantshafið.
hlutan stjórnar Dýraverndun-
arfélags fslands.
Við umræður um lagaupp-
kastið komu fram ýmsar breyt-
ingatillögur.
Fundurinn samþykkti lög
fyrir sambandið. í lögunum er
gert ráð fyrir að dýraverndun-
arfélög séu starfandi í hverju
sveitar- og bæjarfélagi, en með
an svo er að í flestum þeirra
eru engin slík félög, þá geti
einstaklingar í byggðarlögum,
þar sem dýraverndunarfél.
starfa ekki, verið félagar í sam-
bandinu. Samþykkt var að
sambandið léti einnig náttúru-
vernd til sín taka. Nafn félags-
ins var samþykkt að skyldi vera
Samband Dýraverndunarfélaga
íslands. í stjórn sambandsins
voru kosnir sjö fulltrúar. Þótti
fundinum rétt, að fyrst um
sinn meðan störf sambandsins
væru að mótast, ætti öll stjórn
Dýraverndunarfélags íslands
sæti í stjórninni ásamt tveim
fulltrúum úr nágrenni Reýkja-
víkur. í fyrstu stjórn Sambands
Dýraverndunarfélaga íslands
eiga sæti:
Þorbjörn Jóhannesson, Þor-
steinn Einarsson, Björn Gunn-
laugsáon, Þorbjörn Bjarnar,
Skúli Sveinsson, Þórður Þörð-
arson og Vagn Jóhannsson.
í varastjórn voru kosnir:
Tómas Tómasson og Björn Jó-
hannssori.
í lok fundarins voru rædd
ýmiss málefni dýraverndunar.
1 Þau félög, sem standa að
stofnun Sambands Dýravernd-
unarfélaga íslands eru:
Dýraverndunarfélag Akur-
eyrar, Garðahrepps, Hafnar-
fjarðar, Reykjavíkur, Skaga-
fjarðar.
Félagar í þessum dýravernd-
unarfélögum eru alls rúmlega
300.
Manstu eftir þessu
Heimsmet í þolflugi fyrir þyrlur var
sett í Hartfort, Connecticut, þann 6. maí
1941, þegar Igor Sikorsky var á lofti í
1 klst., 32 mín. og 26 sekúndur í þyrlu,
sem liann hafði sjálfur teiknað. Sikor-
sky, sem er frægur fyrir teikningu og
smíði flugvéla, byrjaði umfangsmiklar
tilraunir með VS-300 flugvél sína árið
1933 og tókst ári síðar að framlciða
fyrstu byrluna, sem hagkvæmt var að
nota i viðskiptalífinu. Flugmaðurinn
sat mjög framaríega í þyrlunni, sem
knúin var 75 hestafla hreyfli. — Síðan
hefur Sikorsky smiðað nokkrar gerðir
þyrlna, er reynzt hafa ágætlega.
Alþjóðadómstóllinn í Haag var settur
á fót bann 18. apríl 1946 í Friðarhöll-
'inni har í borginni. Á h^r að
ofan sjást nokkrir fremstu Iögfræð'ingar
heims, sem kjörnir hafa verið til setu í
dómstólnum og sitja liér og hlýða á
málflutning í fyrsta deilumálinu, er
kom fyrir dómstólinn. Það var deila
Stóra-Breílands cg Albaníu um Korfu-
sundið. Dómararnir 15 eru valdir af
allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna og
Öryggisráðinu, án tillits til þjóðernis,
en engir tveir mega vera frá sama landi.
Kjörtímabil beirra er níu ár.
Þann 21. september 1952 vann sund-
garpurinn Florence Chadwick það afrek
að verða fyrst kvenna til að synda yfir
Catalina-sundið í Kyrrahafi úti fyrir
strönd Súður-Kaliforníu, en það er 21
mílu breitt. Hér sézt hin bandaríska
sundkona koma upp úr sjónum að
sundinu loknu skammt frá San Pedro.
Tími hennar var 13 klst., 47 mínútur,
32 sekúndur. f sjónum við hliðina á
henni er fréttámaður sjónvarpsstöðvar
einnar, sem sjónvarpaði frá sundinu.
Áður hafði ungfrú Chadwick, 31 árs
gömul, sett mörg met, m.a. synt yfir
Ermarsund í báðar áttir.