Alþýðublaðið - 07.01.1958, Síða 4
4
AlþýðufolaðiTJ
Þriðjudagur 7. janúar 1958
VETTVAAfGitlt VAGS/AfS
MJÖG MARGIR gamanleikir
eru innilialdslausir eða inni-
haldslitlir og skilja li'cið eítir
þó að hægt sé að skemmta sér
við þá í svijiinn. Romanoif og
Júlia, gamanleikurinn, seni
hjóðleikhúsið sýnir nú, er ekki
einn af þeim. Hann bregöur upp
skopmynd af raunveruleika dags
ins í dag, og þegar ýmis uppa-
tæki ieiksins eru gleymd, mun-
um við Jhelstu atburðina og til-
svörin.
1>KTTA finnst mér vera helztu
kostir góðs gamanleiks. Gaman-
leikurinn hefur annan og meiri
tilgang en aðeins að knýja fram
hlátra lekihúsgesta, þeir ciga
líka að hafa nokkurn boðskap
að flytja. — Það er mjög gaman
að þessum leik — og Rússar og
aBndaríkjamenn eru sýntíir í
.skemmtilegu og eftirminnilegu
Ijósi. Auk þess er allmikið
skraut í leiknum og tekniskt fyr
irkomulag á honum dálííið c-;
venjulegt. Það er regluloga góð
skemmtun að horfa á jjénnan
leik.
MÉ MKIR fyrir því, ef skrif
mín um happdrættin hafa mis-
skilist á þann veg að valda muni
tortryggni í garð happdrætíis
SÍBS. — Hapdrættið lýtur ná-
kvæmlega sömu reglum og fyrir
íTjælum um eftirlit og Happ-
drætti Háskólans. Skipað cr
happdrættisráð til eftirlits alveg
Góður og eftirminnilegur
gamanleikur.
Enn um happdrættin
að gefnu tilefni.
Þrettándinn er að hverfa
Gamlir siðir, sem týnast
og engir koma í staðinn.
eins og HHÍ — og stjórnskip-
áðir endurskoðendur íjalla um
reikninga þess. Ennfreinur veit
almenningur til hvers fénu er
varið.
ÉG MINNTIST á happdrættin
þrjú í sarhbandi við ummæli
mín um happdrætti ýfirleitt og
fjársáfnanir ýmsra lílmaríélaga.
En ég hef hvað éftir annað bent
á nauðsyn þess að setja þuríi
á éftirlit með þeim. Ég er alls
ekki andvígur happdræiium til
nauðsynlegra framkvæmda. Mér
þykir meira að segja sjáifsagt
og nauðsynlegt að byggja há-
skólahverfið, Reykjalund og
elliheimili sjómanna fyrir fé,
sem þannig er fengið. En happ-
draéttin eru fleiri og fjársafnanir
eru mýmargar. — Og ekkert
eftirlit er til með öllu því far-
gani.
ÞRETTÁNIDNN er að hverfa
í sinni gömlu mynd. Jólahátiðin
virðist vera að styttast. Þctta er
enn einn votturinn um það, hvað
siðir eru fáir hér, hversu lííið
við eigum af gömlurn siðnm. sem
við höldum ttryggð við. Álfa-
dansar við álfabrennur á gaml-
árskvöld eða á þrettándanum
virðist vera úr sögunni um land
allt. Hér í Reykjavík va>- reynt
að éfna til-slíkra leika lengi -vel,
en nú haía menni alveg gcfist
upp.
í FÁTÆKTIN’NI í gamla daga,
var þessi siður í heiðri hafður
í sjávarþorpum og þéttbýlum
sveitum. Með tilkomu rafmagns
ins, þegar byggðirnar íóru að
færast saman, dróg úr þessu. —
Ég man m.argar álfabrennur og
álfadansa með áKkóng og álfa-
drottningu og hirðfólki. Þá var
mikil hátíð og eftirminnileg. —
Brennan á sjávarbakkanum, —
syngjandi skrautbúin álfahirð
— og svört fjaran og ólgandi liaf
ið me.ð mkilum .gný framundan
ósýnilegt í myrkrinu en þó svo
náiægt. —.Allt er þétta horfið
— og maður saknar þess. — Og
engir siðir hafa komið í stað
þeirra, sem eru að hverfa.
Hannes á horninu.
REYNT hefur verið að gera
almenningi auðskilið með ýms-
um dæmum hve lítið atómið —
-frumeindin — sé í raun og
veru. Eitt slíkt skýringardæmi
hljóðar á þá leið að það mundi
. taka alla íbúa jarðar tíu þús-
und ár að telja frumeindir eins
vatnsdropa. Og þó eru það þess
«r frumeindir, sem losna úr
læðingi við karnorkusprcnging-
ar.
Bandarískur kjarnorkuvís-
indamaður hefur komizt þann-
ig að orði: Kjarnorkurannsókn-
um má helzt líkja við það, að
jnanní, sem aldrei hefur séð
siaghörpu, væri ætlað að lýsa
lienni nákvæmlega samkvæmt
llljóðinu, sem myndaðist þegai’
hún ylti niðúr stigaþrep í
myr-kri. Það er eitt hið mesta
sigurhrós vísindanna, að það
skuli hafa tekizt að fá nokkra
vitneskju um frumeindirnar.
l'ísindamennirnir hafa komizt
&& raun um að hvert einstakt
frumefni sé samsett af slíkum
eindum, og sé ekki frumeind
neinna tvegg.ja frumefna eins
að byggingu. Og þar sem frum-
jjjufnin eru um hundrað talsins,
^ra/rirfinnast því um hundrað ó-
* !?k atóm. Engu að síður er-mót-
súgn í nafninu, -— frumeind
býðir raunverulega það, sem
ekki verður skipt, en samt sem
&Öur er hægt að sprengja hana
’ ' ótal hluta. Og til þess að
sprengja þessar ósýnilegu agn-
þarf gífurlegan vélakost, —
hina svonefndu kjarnakljúfa.
Þessir kjarnakljúfar eru stór
skotabyssur karnorkualdarinn-
ar. Þær skjóta ósýnilegum skot
um á . ósýnileg skotmörk. Kúl-
urnar eru öreindir, — svonefnd
■d r prótónur, elektrónur eða
neutrónur, sem þeytt er af
feiknakrafti að skotmarkinu, ó-
klofinni frumeind. Takmarkið
með skothríðinni er meðal ann-
ars að komast að raun um bygg
ingu atómsins, eða með öðrum
orðum, hvað það sé, sem haldi
hinum ýmsu eindum þe.ss sam-
an. Arangurinn af slíkum rann
sóknum getur orðið til að ger-
breyta öllum okkar lífskjörum.
Ennþá eru kjarnorkurann-
sóknirnar nefnilega á byrjun-
arstigi. Menn hafa náð þeim
tökum á þeim, sem með þarf til
að jafna borgir við jörðu eða
til þess að lýsa upp borgir með
rafmagni, en sjálft .eðli þeirra
er óþekkt. Menn vita að þær
eru hlaðnar óskaplegri orku, en
hversvegna þær laðast saman
og hvað heldur þeim saman
vita menn ekki enn, nema að
-sáralitlu leyti.
Það er von manna að takast
megi að leysa þessar gátur f.yr-
ir tilverknað kjarnkljúfanna.
Þegar minnst er á kjarnorku
| sprengingu gera flestir sér í
hugarlund ógurlegan hvell.
Kjarnorkufræðingar leggja
aðra merkingu í orðið. Þeir
verða daglega vitni að mörgum
þöglum kjarnorkusprengingum
í hinum risastóru rannsóknar-
stofum sínum, þar sem þeir
mvlja frumeindirnar sundur í
Áiþýðublaðið vaniar unglinga
til að bera blaðið til áskrifenda í þessum hverfunt:
Laugarási
Kleppsholti.
Miðbænum
Rauðalæk.
Talið við aigreiðslufla - Strni 14960
því skyni að kynna sér bygg-
ingu þeirra og gerð.
Jáfnvel þótt kjarnakljúfarnir
séu stórfengleg og rándýr áhöld
vinna þeir éftir tiltölulega ein-
faldri hugmynd. Ef við eigum
að halda áfram líkingunni við
skotvopnin, þá er það hin já-
kvæða og neikvæða orka raf-
magnsins, sem notuð er í
stað púðurs og segulmagnað
svæði í stað byssuhlaups. Skot-
markið er nokkrar milljónir
frumeinda, og kúlurnar, —■ ör-
eindirnar, — eyðileggja margar
sem fyrir þeim verða. Á sek-
úndu hverri rekast á hópar smá
sólkerfa og sundrast, en marg-
brotin mælingatæki og furðu
nákvæm, lýsa öllu sem fram
fer. Jafnvel mesónan, sem er
ekki einu sinni milljónasti
hluti úr frumeind og lifir að-
eins milljónasta hluta úr sek-
úndu, sleppur ekki við athygli
þeirra. Vísindamennirnir geta
fylgst méð hvað smárri og
skammlífri öreind sem er og
flokkað þar samkvæmt athæfi
og eðli.
Til eru mismunandi gerðir
kjarnorkukljúfa. Sá stærsti
þeirra sem enn hefur verið
reistur af grunni, er í Berkeley
í Kaliforníu, en í New York ér
verið að reisa annan, sem verð-
ur miklum mun stærri, — eða
150 metrar að þvermáli.
Meðal þess merkilegasta, sem
fundizt hefur við frumeinda-
sprengingar í kjarnakljúfum,
má telja ný frumefni, sem ef-
laust hafa fyrirfundizt á jörðu
vorri í árdaga, en eytt sér sjálf
sökum geislavirkni sinnar. Þá
er það andprótónan, sem sann-
ar að hrein orka getur orðið að
efni og efni að hreinni orku. Þá
verða og ýmiss fyrirbæri úti í
geimnum aðeins skýrð út frá
þessum rannsóknum. Takist
manninum að þekkja og skilja
eðli frumeindanna, hlýturhann
um leið skýringu á eðlislög-
málum efnisins.
Þegar það héfur tekizt, hefur
mikið unnizt.
Verkamannafélagið Dagsbrún
idagsbím Féiagsfundur
verður haldinn í Skátaheimiiinu við Snorrabraut, mið-
vikudaginn 8. janúar 1958 kl. 8.30 s. d.
Dagskrá:
1. Félagsmál
2. Lagabreytingar, 2. umræða.
3. Frumvarpið um rétt verkamanna til uppsagnar-
frests og greiðslu launa vegna sjúkdóms og slysa-
forfalla.
4. Önnur mál.
.Félagsmenn sýni skírteini við innyangbnn.
Stjórnin.
Seldir verSa mjög ódýrir
Aðallcga stök pör eða gallaðir.
GARÐASTRÆTI 6
Ti Ikynning
frá umboði Aisnanna trygginga
í Gu!lbring.u- og Kjésarsýslu
og Hafnarfirði.
Frá 1. ianúar verða bætur í Gullbringu- og Kjósar-
sýslu aðeins greiddar á þriggja mánaða fresti, það er
eftir 15. marz — 15. iúní — 15. sept. og 15. des. og til
loka þass mánaðar. Á öðrum tímum fara engar greiðslur
fram í sýslunni. — Greiðsla til bótaþega í Hafnarfirði
hefjast 10. hvers mánaðar. — Frá 1.—10. hvers mánaðar
fara engar bótagreíðslur fram hjá umboðinu.
BÆJARFÓGETINN í HAFNARFIRÐI.
Útför móður okkar og tengdamóður,
GUÐRÚNAR MAGNÚSDÓTTUR,
Tjarnargötu 47, fer fram frá Dómkirkjunni miðvikudaginn 8,
janúar kl. 2 e. h.
Athöfninni verður útvaroað.
Guðríður Jónsdóttir.
Ragnhciður Jónsdóttir.
Arnlieiður Jónsdóttir.
Björn Bcnediktsson.
Guðjón Guðjónsson.
■Guðjón II. Sæmxmdsson.