Alþýðublaðið - 09.01.1958, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 09.01.1958, Blaðsíða 6
e AlþýðublaðiB Fimmtudagur 9-. janúai' 1958 í DAGSKRÁ Stúdentafélags Reykjavikur í ríkisútvarpinu 1. des. s.l., boðaði formaður þess, Sverrir Hermannsson, við- skiptafræðingur, að brátt myndi félagið efna til umræðu fimdar um Grænlandsmálið. — Sama dag var stofnað hér í bæ syokallað „Landssamband ís- lenzkra Grænlandsáhuga- manna", eða með öðmm orðum ,,Landssanabaud hinna imperí- aljstisku Stór-íslendinga“. í lög um „Landssambandsins“ segir m.æ. „að tilgangur sambandsins og markmið sé að kynna fyrir bjóðinni og umheiminum. fom an rétt og erfðakröfur íslend- inga til Grænlands og gera gagnskör að því að fá viður- kennda og endurheimta með- ferð eignar og yfirráðaréttar íslands yfir Grænlandi, sem ísiendingar hafa aldrei glat- að“. Jafnframt er getið sam- þykkta landssambandsfundar- ips -í nokkrum liðum, og segir m.a. svo í 3. lið, „að fræðslu bama og unglinga verði þannig hagað framvegis að glæddur verði hjá þeim á- hugi á siglingum og landa- fundum forfeðraima og fyrir þeim verði skýrð hin sögulegu rök fyrír réttindum íslend- jnga á Grænlandi og þörf fyr- ir athafnasvæði þar“. Með vísan tíl þessarar til- Vitnunar i samþykktirlandssam þandsins er synd að segja, að ssmbandið hasli sér ekki víðan völl fyrir starfseminni, með kröfum. um að kenningar Stór- ísiendinganna verði teknar inn i fræðslukeríi landsmanna, og eJíki verður annað sagt en að tgjta eigi á málunum „grúnd- I blaði því er ég hef sem heimild fyrir frétt af stofn- fundi félagsskapar Stór-íslend inganna, sem er Mbl. 4.12. s.l.; en fréttin kom að sjálfsögðu í öllum hinum blöðunum, segir ennfremur, „að lyktum talaði dr. Juris Jón Dúason, og var hann ó- spart hylltur af fundarmönn- um fyrir hans mikla og óeig- ingjarna starf varðandi rann- sóknir á landafundum íslend- inga og rétti íslendinga til Grænlands (leturbr. mín, o.s. frv.“ í. sama blaði er og frétt af stofníundi „Félags Grænlands- áhugamanna í Bolungandk, og segir þar, „að tiigangur félagsins sé að kynna mönnum fornan rétt íslendinga til Grænlands og sækja þann rétt í hendur Dön um“ (leturbr. mín.). Við höfum nú hlýtt á mál- fjutning og röksemdafærslu frummælandans hér í kvöld, dr. JÓps Púasonar, mannsins, sem mótað hefur stefnu hins nýja imperíalistíska landssambands Stór-íslendinganna á miðri 20. öldinni, félagsskaparins, sem hyggst byggja réttindakröfur sínar um eignar- og yfirráða- rétt yfir Grænlandi á kenning- um júridísks eðlis eftir dr. Jón Dúason. — En hvemig væri nú að huga eilítið að því hvernig röksemdafærslu dr. Jóns Dúa- sonar um kröfurnar til eignar- og yfirráðaréttar til Grænlands, er varið. I ræðu hans komu engin ný Sjónarmið fram, og hafa rök hans og málflutningur heyrzt fyrr, og verður ekki séð, að í ræðu hans hafi komið fram ný röksemdafærsla fyrir kröftm- um um eignar- og yfirráðarétt íslands til Grænlands umfram það sem af hans hálfu hefur fram komið fyrr. Eins og kunnugt er liggur mikið eftir dr. Jón Dúason af ritverkum um Grænland og um rökstuðning hans til réttar ís- lendinga til Grænlands. Eru rit- verk þessi mikil að vöxtum og verður ekki annað sagt en að dr. Jón Dúason hafi verið af- kastamikill að þessu leyti, enda þótt að sama skapi ritverk hans verði júridískt ekki metin í hlutfalli við stærð. Skortir þar mikið á, eins og leitazt verður við að sýna fram á hér á eftir. — Um sögulegt gildi verka dr. Jóns Dúasonar verður ekki ef- azt, og er skerfur hans þar vissulega góðra gjalda verður og margan fróðleik í þeim að finna. Mun það efalaust, að dr, yfirráðaréttinn yfir Græn- landi, en hitt sagði hann, að sá yfirráðaréttur, sem varð til' yfir Grænlandi í fomöld, hafi tekið til alls Grænlands sem heildar og hafi haldizt óslit- inn fram til þess tíma, er dóm urinn gekk, — að ætla verður því þjóðfélagi til handa, er átti hann fyrir öndverðu og ekki hefur enn glatað hön- um,“ o.s.frv. Vart er hægt að öfugsnúa staðreyndum kirfilegar en hér er gert af hálfu greinarhöfund- ar og þarf meira en lítið áræði til sannast sagt að halda. fram öðrum eins staðlevsum. Annað sinni, sem og er í hæsta máta þokukennd, að ■ halda annarri eins firru frám' sem þessari. í forsendum Alþjóðádómstóls ins í greindu máli, segir m.a. svo á ble. 46: „Dómstóll, sem dæniir kröfu, sem gerð ér til drottinvalds yfir tilteknu landssvæði, verð ur að taka tillit til annars at- riðis, sem sé þess, að hverju léytí önnur ríki gera einnig kröfu til drottinsvalds. í flést um þeirra mála, þar sem gerð hefor verið krafa til drottin- valds yfir landi og komið hafa fvrir mrllmfcj adómstóla; hafa veríð .gerðar tvær andstæðar Gunnar Helgason heraðsdómslögmaður: UM GRÆNLANDSMÁL1D Jón Dúason hefur sem „histor- iker“ reist sér Óbrotgjarnan minnisvarða um mál Græn- lands, sögu þess og foma háttu. Um hina lögfræðilegu rök- semdafærslu hans gegnir allt öðru máli, og eru öll rök hans í þeim efnum byggð á sandi. Skal nú í sem fæstum orðum leitazt við að sanna þetta. — Eins og þegar hefur verið tekið fram liggur mikið eftir dr. Jón Ðúason um Grænlandsmálin, og í sannleika sagt heilt stúdí- um að kynna sér það til hlítar. Við nánari athugun sést þó, að þess gerist eigi þörf, því að í rauninni liggur málið ofur ljóst fyrir. Þess vegna læt ég nægja að vísa til einnar greinar dr. Jóns Dúasonar, sem birtist í 1. hefti Tímarits lögfræðinga árið 1956, er ber heitið: Hvað sagði Danmörk Sameinuðu þjóðun- um um réttarstöðu Græn- lands? — Dr. Jón Dúason byrj- ar téða grein á þessum orðum: „Um allar umliðnar aldir fram til ca. 1830 hefir aldrei leikið nokkur efi á því, að Grænland væri nýlenda ís- lands“ (leturbr. mín). Svo mörg eru þau orð sem upphaf téðrar tilvitnaðrar rit- smíðar eftir dr. Jón Dúason. — Fram til þessa dags, vil ég bæta við orð hans, hefur enginn vafi verið um það í hans huga, að Grænland væri réttilega ný- lenda íslands. — Til er stofnun, sem heitir Alþjóðadómstóllinn í Haag, og dómendurnir í þeim virðulega dómi voru vissulega ekki á sama máli og dr. Jón Dúason, þegar atriði þetta kom til úrlausnar og meðferðar dóm stólsins í sambandi við deilu Norðmanna og Dana um drott- invald yfir Grænlandi og dæmt var í af dómstólnum árið 1933. En dr. Jón Ðúason er heldur ekki sammála dómsniðurstöð- unum, er voru Dönum í vil, eins og kunnugt er, enda kem- ur hann inn á þetta atriði á bls. 38—39 í grein sinni í fyrr- greindu tímariti, þar sem hann segir: „Það er mjög almennur mis- skilningur í öðrum löndum, og jafnvel einnig til hér á landi, að Fasti alþjóðadóm- stóllinn í Haag hafi þ. 5. apríl 1933 dæmt Danmörku yfir- ráðaréttinn yfir Grænlandi. Þetta gerði dómstólinn alls ekki. Hann dæmdi aðeins nám Norðmanna á Austur-Græn- landi ólöglegt og ógilt, enda aðeins kvaddur til að skera úr um það. Hann felldi engan úr- skurð um það, hver ætti nú HÉR birtist ræða, sem Gunnar Heigason héraðsdómslögmaður, flutti á fundi í Stúdentafélagi Reykjavikur 10. desember síðastliðinn. Er hún nokkuð stytt og færð í stíl til birtingar. mzMM. Gunnar Helgason. hvort verður manni á að hugsa sem svo, að greinarhöfundur hafi ekki lesið dóminn eða kynnt sér niðurstöður hans eða hann hefur beinlínis misskilið hann og dregur þar af leiðandi af honum alrangar og villandi ályktanir samkvæmt óskhyggju sinni. Svo sem öllum er kunnugt var tilefni málaferla Norð- manna og Dana fyrir Alþjóða- dómstólnum í Haag það, að Norðmenn námu land á Aust- ur-Grænlandi, vegna hags- muna, er þeir höfðu þar í sam- bandi við fiski og' dýraveiðar. Nám Norðmanna var af þeirra hálfu rökstutt á þann hátt, að austurstönd Grænlands væri einskis manns land (terra nul- lius), og drottinvald Ðana héfði ekki náð til þess hluta Græn- lands. Dómstóllinn komst hins vegar að þeirri niðurstöðu, að nám Norðmanna væri ólöglegt og drottinvald Dana næði og til þessa hluta Grænlands, og þá um leið til alls Grænlands. — Dr. Jón Dúason heldur hins vegar fram í téðri tímaritsgrein sinni svo sem áður er til vitnað, að dómurinn hafi ekki fellt neinn úrskurð um það, hver ætti nú yfirráðaréttinn yfir Grænlandi. — Ályktun þessi og fullyrðing er alröng, og í sann- leika sagt er stórfurðulegt, að greinarhöfundur skuli gerast svo djarfur í röksemdafærslu kröfur til drottinyaldsins, og dómurinn hefur orðið að skeía" úr því, hvor krafan. væri hald betri. Eitt af sérkennum máls þess Sem hér er til úrlausnar, er að fram til ársins 1931 gerði ekkert annað rík-i en Ðanmörk kröfu til drottinvalds yfir. Grænlandi. Fram til ársins 1921 véfengdi ekkert ríki í raun og veru kröfu Ðana til drottinvalds“. Af þessari tilvitnun má gerla ljóst vera, að dómurinn er ekki í neinum vafa um drottinvald Dána■ýf-ir -Grænlandi, þó’ að dr. Jón Dúason sé hins vegar á andstæðri skoðun, þar sem hann segir í oftnefndri tímarite grein, að það sé rangt, að yfir- ráðaréttur Danmerkur yfir Grænlandi sé almennt viður- kenndur. — Á hvern hátt er hægt að öðlast almennari, víð- feðmari og ótvíræðari viður- kenningarrétt um drottinvald eins ríkis yfir tilteknu lands- svæði en með skýlausri viður- kenningu Alþjóðadómstólsins. í Haag? — Þeirri spurningu er beint hér með til dr. Jóns Dúa- sonar. Ennfremur segir greinarhöf- undur í sömu tímaritsgrein: „Viðurkenning á yfirráðarétti Danmerkur yfir Grænlandi mundi alls ekki vera dagskrár mál nú, ef Danmörk hefði átt- hann síðan á víkingaöld eða yfir höfuð ætti hann!“ Með vísan til þessarar tilvitn unar í grein dr. Jóns Dúason- ar, verður ennfremur að beina þeirri fyrirspurn til hans, hvar yfirráðaréttur Dana yfir Græri landi sé „dagskrármál". Hann er að vísu á dagsltrá hér í kvöld til almennra umræðna, en eini vettvangurinn, sem hann ,,de facto“ er dagskrármál, er hjá „Stór-íslendingafélaginu“: Ekki er viðurkenningin „dagskrár- mál“ hjá Alþjóðadómstólnum og hvergi annars staðar í raun- inni en í hugarheimum dr. Jóns Dúasonar og félagsskap þeim, er dansar í kringum óskhyggju hans um ímyndaðan eignar- og yfirráðarétt yfir Grænlandi. Viðurkenning Alþjóðadóm- stólsins í Haag um drottinvald Dana yfir Grænlandi, byggist á mjög sterkum og' veigamiklum rökum, en þau' eru sögulegs- júridísks eðlis. sem aðeins skal stúttlega greint frá. Eins og áður er tilvitnað . í dóminn í máli Dana og Norð- manna, var drottinvald Dana ekki véfengt fram til ársins 1921, og ekkert ríki gerði kröfu til drottinvalds yfir Grænlandi annað en Danmörk fram til ársins 1931, en á þessu tímabili öðluðust Ðanir; viðurkenningar á drotfinvaidi sinu yfir’ Græn- . landi. Helzt mætti ætla, að Nor- egur hefði á greindu tímabili - leitazt! við -áð 'gera 'reka a'ð við- - urkenningu drottinv-alds síns yfir Grænlandi, en sú var ekki reyndin. Þvert. á móti er það söguleg, júridísk staðreynd, að beinlínis liggur fyrir viður- kenning Norégs á ■ drottinvaldi Dana yfir Grænlandi í 9. gr. sáttmálans milli Noregs og Danmerkur frá 1819. Um þetta atriði segir Alþjóðadómstóllmn i Háag, 'í- sambandi við. .mál — NoÉðrnánná’.og -Dana, eftirfái'- . andi: „Niðurstaða dómsins .er sú. að það leiði af ýmsum skuldbind ingum, sem gengizt var.undir vegna skilnaðar Noregs ■ bg - Dánmérkur. og. fengu fullnað- armynd sína í 9. gr. sátímál-. ans frá 1. 'seþt. 1819, að Nor- egúr hafi viðurkennt drottin- vald Danmerkur yfir öllu Grænlandi og geti þvi ekki numið nokkurn hluta þess rík isnámi“. Jafhframt er það tilfært í fóisendum. Haagdómstólsins varðandi-sama mál, - að Danir- hafi í fjölmörgum millirikja- samningum verzluharlegs eðlis • við önnur lönd, er þeir gerðu á 19. öld og síðar, öðlazt viður- kenningu viðkomandi samn- ingsríkja- á drottinvaldi sínu vfir Grænlandi. Telur dómur- inn, að það hafi haff mikils- verða þýðingu að þjóðarétti, að Danir með þessum hætti öðluð- ust greindar viðurkenningar af hálfu annarra ríkja. Loks ber að geta þess, að af hálfu Noregs hlaut Danmörk viðurkenningu á drottinvaldi sínu yfir Grænlandi með orð- um Ihlens utanríkisráðhérra Noregs árið 1919 og er það skjal lega sannað, en einmitt um þessar mundir, strax eftir stríð ið. gerðu Danir sér far um að cðlast viðurkenningu hjá ríkis- stjórnum margra landa um drottinvald sitt yfir Grænlandi. í beinu framhaldi af þessu, hlýtur sú spurning að vakna, hvort íslenzk stjórnarvöld hafi látið undir höfuð leggjast að gæta réttar íslands um kröfu til eignar og yfirráðaréttar yfir Grænlandi, með vísan til fram- angreindrar tilvitnunar í Haag dóminn í máli Norðmanna og -Dana. — Virðist liggja beint við, að. svo hefði verið -gert -fyrst í. sambandi við setningu sambandslaganna mlli íslands og Danmerkur árið .1918, og síð ar með því að ganga inn í mál Dana og Norðmanna meðan það var rekið fyrir Alþjóðadóm- stólnum í Haag og dæmt var 1933. Eins og alþjóð er kunnugt var Einar: heitinn Aniórsson, dr. juris., af hálfu íslendinga í nefnd þeirri, er vann að undir- búningi sambandslaganna. Setti hann engar kröfur fram viðvíkj andi því máli, sem hér er á dag skrá, enda. var hann til þess kvaddur síðar af íslenzkum stjórnarvöldum að semja álits- gjörð hér að lútandi, og komst vitanlega að þeirri niðurstöðu, að ísland gæti ekki gert neinar kröfur til Grænlands á þjóð- réttarlegum- grundvelli. Að sömu niðurstöðu komst Framhald á 5. sí'Su.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.