Alþýðublaðið - 10.01.1958, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 10.01.1958, Blaðsíða 11
Föstudagur 10. janúar 1958. AlþýSublaðiS 11 í DAG er föstudagurinn, 10. janúar 1958 . Slysavarðstoía fteyrcjavíftur er opin allan sólarhringinn. Nætur- læknir L.R. Jd. 18—8. Sírni 15030. Eftirtalin apótek eru opin kl. 9—20 alla daga, nema laugar- daga kl. 9—16 og sunnudaga kl. 13—-10: Apótek Austurbæjar (sími 19270), Garðsapótek (sími 34006), Holtsapótek (sími 33233) og Vesturbæjar apótek (sínri 22290). Bæjarbókasafn R~ykjavíkur, Þingholtsstræti 29 A, sími 1 23 08. Útlán opið virka daga kl. 2—10, lapgardaga 1—4. Les- stofa opin kl. 10—12 og 1—10, laugardaga kl. 10—12 og 1—4. Lokað á sunnudögum yfir sum- arrr.ánuðina. Útibú: Hólmgarði . 34 opið mánudaga, miðvikudaga og föstudaga kl. 5—7; Hofsvalla götu 16 opið hvern virkan dag nema laugardaga kl. 6—7; Efsta sundi 36 opið mánudaga, mið- , vikudaga og föstudaga kl. 5.30— 7.30. FLCGFCKÐIK Loftleiðir h.f. Edda er væntanleg til Reykja- ’ víkúr kl. 07.00 í fyrramálið frá Nevv York. Fer til Oslo, Kaup- mannahafnar og Hamborgar kl. 8.30. Einnig er væntanleg Hekla kl. 18.30 á morgun frá Kaupm,- höfn, Gautaborg og Stafangri. Fer til New York kl. 20.00. SKIPAFRÉTTIR Eimskipafélag íslands h.f. eDttifoss fer frá Akureyri í kvöld 9.1. til Dalvikur, Húsa- víkur, og Austfjarðahafna og þaðan til Hamborgar, Rostock og Gdynia. Fjallfoss fór frá Ant- werpen í gær 8.1. til HulL og Reykjavíkur. Goðafoss fór frá New York 2.1. til Reykjávíkur. Gullfos er í Leith fer þaðan á morgun 10.1. til Thorshavn í Færeyjum. og Reykjavíkur. — Lagarfoss fer frá Reykjavík 10. L til Vestmannaeyja, ísafjarðar, Siglufjarðar, Akureyrar og llúsavíkur. Reykjafoss heíur væntanlega farið frá Hamborg 8. 1. til Reykjavíkur. Tröllafoss íóv frá Reykjavik 8.1. til New York. Tungufoss hefur væntanlega far- ið frá Hamborg 8.1. til Reykja- víkur. Skipadeild S.Í.S. Hvassafell fór i'rá Kiel 8. þ. m. til Ri^a. Arnarfell er í Ábo. Jök- ulfell er væntanlegt til Reyðar- fjarðar 12. þ. m. Dísarfell fór i gær frá Gufunesi til Austfjarða hafna. Litiafell er í olíuflutning um á Faxaílóa. Helgafell fór frá Keflavík 5. þ. m. áleiðis til New York. HamráfeÍÍ fór 4. þ. m. frá Batum óleíðis til Reykjavíkur. Ríkisskip. Ilekla fór frá Reykjavík í gær austur um land í hringferð. Esja er væntanleg til Reykjavíkuv ár degis í dag frá Austíjöröurn. H.erðubreið er á Austfjörðum. Skjaldbreið er á Vestfjörðum á leið-tii Rej,’kjavikur. Þyrill er v.æntanlegur til Akureyrar í dag frá Reykjavík. Skaftfeliing- ur fer frá Reykjavík í dag til ' Vestmannaeyja. F U N D I R Frá Guospekifélaginu. Dögun heldur fund i kvöld kl. 8.30 í Guðspekifélagshúsinu. Sig valcli Hjálmarsson flytur érindi: „Karma landsíns". Enn fremur ■ verður hljómlist. Kaffiveitingar verða í fundarlok. Fundurinn er aðeins fyrir guðsþekifélaga, Prentarar! Félagsvistin liefst að nýju í kvöld í félagsheimil- inu. B L Ö Ð OG TISIA III T Jóiablað Alþýouuiánnsins og nýrri, blöð, Alþýðublað Hafnar- fjarðar (t. d. Jólablaðið) og önn ur blöð Alþýðuflokksins, sem áð ur fengust í Söluturninum ýið Arnarhól, fást nú í Hreyfilsbúð inni, þangað sem verziunin er flutt: HJÓNAEFNI Nýlega hafa opinberað trúloÍT un sína ungfrú Ilrafnhildur Guð mundsdóttir, Hafnarfirði og Andrés Bjarnason, húsasmíða- nemi fró Súgandafirði. —°— Fermingaibörn. Séra Emil Björnsson biður börn, sem ætla að fermast hjá honum í vor eða næsta haust, að koma til viðtals kl. 2 á morgun, laugardag, í félagsheimilinu Kirkjubæ við Háteigsveg (á móti Sjómannaskólanum). Happdrætti Háskóla íslands. í dag er síðasti endurnýjun- ardagur, þ. e. síðasti dagur, sem viðskiplamenn liafa forgangs- rétt að númerum þeim, sem þeir höfðu á síðasta ári. Á morgun geta menn átt á hættu að missa af þeim. Dregið verður 15. jan. J. Magnús Bjarrsason: Nr. 4 EIRIKUR HANSSON Skáldsaga frá Nýja Skotlandi. Framhald af 12.síðu. Samkvæmt súntali við Isa- fjörð í gær var líðan Páls bónda frá Reykjáfirði talin góð eftir atvikum. HJÁLPARBEIÐNI FRÁ SEYÐISFIRÐI í gærmorgun barst Flugféiag inu beiðni frá Seyðisfirði þess efnis, að send aþangað fiugbát eftir tveim fárveikum konum, sem urðu að komast á sjúkra- hús tafarlaust. Laust eftir kl. 10 árdegis lagði Henning Bjarnason af stað í Skýfaxa, en varð að snúa við eftir þriggja stundarfjórðunga flug' vegna binlunar. Þegar viðgerð var lok ið í gærdag, var orðið of dimmt til að fljúga austur á Seyðis- fjörð. FÍL46SL! Sunddeiid lí.R. Sundæfingar eru hafnar aft- ur í Sundhöllinni og eru á kvöldin sem hér segir: Börn: Þriðjudaga og fimmtu- daga kl. 7.00—7.40. Fullorðnir; Þriðudaga og . fimmtudaga. kl. 7,30—8,30. Föstudaga kl. 7.45—8.30. Sundknattleikur: Mánudaga og miðvikudaga kl. 9:50— 10.40. Nýir félagar komi og tali við þjálfarana, Helgu Haraldsdótt ur í sundi og Einar Sæmunds- son í sundknattleik. Stjórnin. vaffla og kleinur og hrísgrjóna vellingur með kanel og hvíta- sykri út á, og — margt og margt. Ég var svo kátur, að ég réði mér varla, og hló og söng og hló aftur, og gekk til allra á bænum til að sýna þeim föt- in mín og kertið minn. Ég ma'n, að fátæk hión voru komin þang að þetta jólakvöld, og með þeim var dálítil stúika á mínu reki, sem þau áttu. Ég man það svo glöggt, eins og það hefði skeð í gær, að litla stúlkan fór að gráta, þegar ég var að sýna fólkinu fötin mm og kertið. Hún grét af því, að henni var ekki gefið kerti og hún ekki fáerð í falleg, ný föt. Vesaling- ur! Hún átti engin falleg föt, því að foreldrar hennar voru svo fátækir. Hún grét og grét e'ns og aumingja litla brjóstið hennar ætlaði að springja. Ég horfði um stund á litlu stúlk- una og fór svo líka að gráta. Svo vildi ég gefa henni kertið mitt, en pabbi hennar vildi ekki leyfa henni að taka við því. Hann fór allt í einu úr vest inu sínu, sneri því um og klæddi dóttur sína í það. Hann sagði henni, að það færi henni svo vel og væri undur fallegt. Fallegt! Já, það var svo sem fallegt, hélt hann. Aumingja maðurinn! Hann gerði sitt ýtr asta til að fegra það í augum dóttur sinnar. Og blessað barn- ið hætti að gráta og fór, með tárin í augunum, að yfirvega þetta makalausa vesti, sem var svo fallegt, þegar búið var að snúa því um. En allt í einu kom amma mín inn í baðstof- una og gaf litlu stúlkurmi bæði kerti og kjól ,sem ég man, að var henni clálítið of stór, en fór að öðru leyi vel. Ó, hvað litla stúlkan varð g-löð, þegar hún var kominn í kjólinn og búin að kveikja á kertinu! Það var eins og hún vissi ekki, hvernig hún ætti að bera sig til 'í þessum skrúða. Hún reyndi til að sjá, hvernig kjólinn færi sér á bakið, hún horfði á hand- leggina á sér og á fæturna og barminn og’ síðurnar. Hún skoðaði kertið hátt og lágt, starði í Ijósið og brosti og and litið hennar varð allt uppljóm- að af innilegri, barnslegri gleði. Móðir heilnar kyssti ömmu mína aftur og aftur og sagði, að guð mundi launa henni fyrir þetta. Faðir litlu stúlkunn ar fór aftur í vestið og gekk til ömmu minnar, kyssti hana, sagði fáein orð í lágum hljóð um og settist svo aftur niður, og þá tók ég eftir því, sem mér þótti þá í svipinn nokkuð kyn- legt ,og sem ég aldrei mun leyma: — ég sá, að nokkur stór tár hrundu niður kinnar hans. Ég sá, að hann grét! Ég horfði á hann alveg agndofa og gat ekkert í því skilið, að maður- inn skyldi fara að gráta, þó að hún amma mín gæfi litlu stúlkunni hans dálítið kerti og kjól. Mér hefði þótt það langt- um eðlilegra þá, að hann hefð: hlegið, hoppað og dansað. — En ég va.r þá-barn og áleit sjálf sagt, að annarra tilfinningar væru alvveg eins og mínar. Svo komu páskarnir. Ég man eftir þeim, einungis vegna þess, að á annan í páskum var koldimmt fram á hádegi. Ég heyrði dunur og dynki, og úr loftinu kom aska. Ég man, að afi minn las húslesturinn um morguninn við ljós. Allir voru dapurlegir og hljóðir. Ég heyrði madömu Jórunni minnast eitt hvað á dómsdag, og ég fékk ein hverja hugmynd um það, að eitthvað skelfilegra en ösku- fall og dynkir væri í nánd. Allt í einu varð ég þess var, að afi minn og amma voru að búa sig út í langferð. Og ég' átti að fara með þeim. Ferðinni var heitið til einhvers undra- lands, þar sem aldrei kom ösku fall, og aldrei kom frost eða snjór, þar sem alltaf var sum- ar og fuglasöngur og tré, og rúsínur og fíkjur og kaffi og sykur, þa'r sem nóg vr^r af gulli og gersemum, og þar sem mjólk og hunang draup af hverju strái, og þar sem manni leið ævinlega vel og hafði allt, sem mann langaði til að hafa. til daganna enda. Það var sæl- unnar land og hét Ameríka. Og þegar vorið var komið — vorið eftir öskufallið, og sól eyjarnar og fíflarnir voru að gægjast upp úr túninu, og ló- urnar voru farnar að syngja og litlu lömbin að jarma, og vatna niðurinn heyrðist, og smalinn var farinn að hóa uppi í hlíð- unum, þá var í óða önn verið að selia allt, sem afi minn átti, íyrir spesíur og ríkisdali og skildinga, svo að hann gæti komist með mig og ömmu niína til hins fjarlæga undralands. Mér voru saumuð spánný '.föt með allveg nýju sniði, og ömmu minni voru saumuð ný pils og nýjar peysur, og afi rninn. fékk nýiar buxur og frakka úr klæði. Svo voru srníðuð koffort með nýjum skrám, og nafn afa míns var málað með stórum, svörtum stöfum á öll koffortin. En sjálf voru koffortin græn á lit. Svo var farið að raða niður í þessi koffort ýmsu dóti. Föt og gaml- ar guðsorðabækur og ryðguð sporjárn og sagir og hnífar pg borar og heflar var látið þar niður, ásamt smáílátum af ýmsu tagi, því að afi minn og amma ætluðu að reis bú, undir eins og þau kæmu til Ameríku. Svo gengu nokkrar vikur í það fyrir ömmu minni að kveðja v;ni. og vandamenn. ■ Hún þurfti að koma á marg'a bæi. Og alltaf var ég' með henni. Við vorum marga daga um kyrrt á sumum bæjuniim, en höföum aftur mjög stutta viðdvöl á öðrurn. Ég lærði mörg bæianöfn á þessu ferða- lagi, og fékk að vita nöfni.n á ýmsum fellum og ásum og nesjum og vötnmn og ám. Og enn man ég glöggt eftir nokkr- um þessum nöfnum, svo sem: Binufelli, Hafrafelli, Staffelli, Ekkjufelli og Kálfafelli. Með- alnesi, Miðnesi, Dagverðamesi og Mjóanesi, Rangá, Eyvindará, Jökulsá og Gilsá og Eiðum, Halifreðarstöðum, Hnefilsdal Sleðbrjót og Steinsvaði. Alls staðar átti amma mín þar vini og vandamenn, sem allir voru að teiia hana á að fara ekki til einhvers villimannalands. En ég gat ekki skilið, að þetta villimannaland og undralandið Ameríka væri eitt og hið sama land. Þegar við fórum frá hverjum bæ, þá gekk æfiniega kona með okkur á leið og faðm aði ömmu mína að skilnaði og kyssti hana lengi, lengi, og lengi, og grét. Amma mín grét, þá líka, og svo náttúrlega grét ég með þeim. Svo sneri konan' heim að bænum aftur, eftir að hún hafði hiá-ipaö ömmu minni upp í söðulinn og lvft mér upp í kjöltu herihar. Og þannig gekk það, unz við vorum búin að koma á alia þá bæi, sem amma mín vildi koma á, áður en hún fær.i alfarin frá æsku- 'stöðvum sínum. Svo var það einn dag, seint um sumarið, að við lögoum af stað upp úr Fljótsdaishéraðinu alfarin áleiðis til Ameríku. Ég man það, að tveir hestar báru koffortin, að afi minn reiddi mig fyrir aftan sig, að amma mín reið á gráum hesti, sem alltaf var að frísa, og að maður var með okkur, sem ætlaði áð fylgja okkur til Seyðisfjarðar. því að bar iá skipið, sem við ætluðum að fara með. Við fór- um vfir heiði, sem afi minn sagði að héti Vestdalsheiði. Ég man eftir löngum dal, sem við fórum eftir, og mögum ám. sem við fórum yfir, og ótal bröttum brekkum, sem við fór o f / f J 1 f f i [ Þeir virtu undrandi fyrir sér allt, sem þarna var að sjá , j . ; t . í . -J t 1. < : > 'i»- i t •

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.