Alþýðublaðið - 15.01.1958, Qupperneq 4

Alþýðublaðið - 15.01.1958, Qupperneq 4
4 AlþýCublaðið Miðvikudag'ur 15. janúar 1958 t/ETTMAfSUR VAOS/A/S SJÁLFSTÆÐISFLOKKUR- INN liefur í langan tíma verið í xninnihluta meðal kjósenda í Reykjavík. Samt sem áður hef- ur hann stjórnað borginni aleinn og næstum því eins og hún væri flokksfyrirtæki hans, jafnvcl verkamcnn hafa ekki fengið vinnu hjá bænum nema með því skilyrði að þeir gengu á mála hjá flokknum. Þetta er óþolandí ástand. Sjálfstæðisflokkurinn þarf að missa meirihluta sinn svo að flokkarnir geti sín á milii samið um stjórn bæjarins, Með því mundi skapazt meira og betra aöhald um fjárreiður og framkvæmdir og bæjarfélagiö hætti að vera flokksfyrirtæki. STJÓIíN REYKJAYÍKUfi- .tSÆJAR er mikið starf og vandasamt. Það er skaðlegt aö einn flokkur ráði þar öllu í marga áratugi. Við athugun hlýt ur að verða Ijóst, að meiri líkur eru á því að stjórn og rekstur bæjarins fari sómasamlega úr hendi ef flokkseinræðinu er rutt úr vegi. Um stjórn bæjarins eftir að enginn einn flokkur heíur hreinan meirililuta í bæjarstjórn er Sjálfstæðisflokkurinn að sjálf sögðu hlutgengur eins og aðrii flokkar. Meirihluti bæjarbúa á að stjórna bænum. Minnihluta- stjórn á honum, eins og vérið iiefur undanfarið, er óhæfa. KLÓTHILDUR er orðin öldr- uð. Hún er ekkja, maður hen.i- ar vann árum saman á togara. Klóthildur skrifar mér bréf við Hverjir eru í meirihluta í Reykjavík. Minnihlutinn má ekki stjórna borginni lengur. ■-*“**✓ Gömul kona talar um liðna tíð og nútímann. ^•«S Tillögur um nafna- breytingar. og við — og hún er skapmikil. Engan þekki ég eins harðan í skapi í pólitíkinni og.hana. Hun segir í bréfi nýlega, ao nú sé af sem áður var, nú kvarti og kveini togaraúxg .röaruienn og heimti styrki. Áður fyrr pískuðu þeir sjómennina, þrælkuðu þá fyrir 190 krónur á rnánuði. „Það gleður mig meira en ég get moð orðum lýst,“ segir hún, „að sjó- mennirnir skuli liættir því að liggja á hnjánum fyrir þessum lýð.“ HÚN GLEYiVIIR EKKI iið- inni tíð og ég get ekki sakaö hana um skaphörku. Hún cskar Alþýðublaðinu gleðilegs nýárs og þakkar því og þeim samtök- um, sem að því standa, það mikla starf, sem það og þau hafa leyst af hendi fyrir alþýðu landsins. „Alþýðan hefur risið Lipp fyrir atbeina blaðsins og samtakanna,“ segir hún. „Alþýð an hefur kastað af sér okinu..“ EN HÚN SKRIFAR mér ekki aðeins um stjórnmál og verka- lýðsmál. Hún rís upp og er reið yfir öllum ónöfnunum, sem við höfum tekið í arf frá stríðsárur.- um: Kamp Knox, Herskála- kampur og þar fram eftir göt,- unum. „Við höfum nóg af ágæi- is íslenzkum nöfnum. Hvers vegna ekki að taka upp nafnið Hangikjötshverfi, Lundabagga- torg og Lifrarpylsustræti? RÆXTNEFNI VÆRI LlKA að kalla Njálsgötu eða Grettisgötu til dæmis SlysabraLit. Þá bæru þessar götur nafn með rentu í snjó og háiku þegar ruðnings- menn bæjar-ins ryðja öllum snjó og klaka i:np á gangstéttirnar svo a3 ekki' er fært’fyrir aðra en fúglinn fljúgr.ndi.- Segjá má að rnargar götu'r séu alveg ófærar þegar srijór er, þvi að skaíiarn- ir eru settir upp á gangstéttirn- ar svo að ekki er hægt að ganga þaer og eftir sjálfum götunum æða bifreiðirnar og stórslasa alla, sem fyrir verða.“ I'ETT.V SEGIR KLÖTHILD UR rnín í dag. Og ég þakka henni fyrir bréfið. Mér þætti vænt um ef hún vildi senda mér heimilisfang sitt, því að ég er búinn að týna því. Hannes á horninu. Viðtal við 100 ára gamla konu }J. ! . ! , I § í DAG er hundrað ára göm- ul Sigríður Steinunn Helga- dóttir, ekkja Hallgríms Níels- sonar, bónda á Grímsstöðum á Mýrum. Ég sat hjá henni dá- litla stund í gær á heimili dótt- ur hennar Sigríðar og manns hennar Lúðvígs Guðmundsson- ar skólastjóra. Sigríður Steínunn er tágrönn, bein í baki, háleit og mild á svipinn. Hún rétti mér litla og mjúka æðabera hönd sír.a og bauð mig velkominn: „Ég get svo lítið sagt, sem gagn er að,“ sagði hún og brosti, ,,en þeir hafa komið fleiri til að spyrja mig. Það er erfitt að lifa. svona tímamót, það er erfitt að verða svona gömul, samt þakka ég fyrir þá heiisu sem ég' hef haft. Margir <en er nú miklu betri . . . Ég iæddist og ólst upp að Vogi. Ég man allt bezt frá æskuárum mínum þar. Þar var sérstak- iega fallegt til sjóarins. Þaðan sást út í allar eyjar. Ég átti inargar yndisstundir með fugl- unum, því að þar var mikið fuglalíf og æðarvarp. Fuglinn var svo spakur, að hann tók við Jifur úr lófa mínum. En fugla- lífiö er þar minna nú, ekki svip ur hjá sjón. Það fór að minnka þegar fiskveiðar minnkuðu. S.vo má segja að mennirnir hafi hætt að rækta fuglalífið. Eftir að fóJkseklan kom t.il sþgunnar, it’rn allt hefur sligað í sveitun- um, var eliki hægt að sinna fuglunum . . . Annars man ég alla ævi mína, mundi geta sagt yður margt ef við sætum lengi saman. Faðír minn var' Helgi Helgason, alþingismanns Helga sonar, en forfeður mínir höfðu búið að Vogi mann fram af manni, en móðir mín var Soffía Vernharðsdóttir, prests Þorkels Sigríður Steinunn Iíelgadóttir, frá Grímsstöðum. sonar, er síðast þjónaði Reyk- holtsprestakalli í Borgarfirði. Heimili okkar var mjög rótgró- ið. Margt var í heimili, allt að tuttugu manns, margir vinnu- menn og vinnukonur — og þvi sá bragur á sem setti svip á stórheimili til sveita fvrriim. Það var rólegt líf og öruggt, þó að umstang væri og marg- vísleg störf. Þar ríktu siðir og venju og talin synd ef brugðið var út af. Það er góður heimilis- bragur . . . Ég átti mjög góða æsku . . .“ — Og svo kallaði lífið og þér fóruð úr foreldrahúsum. „Já, þegar ég var tuttugu og átta ára gömul giítist ég Hall- grími Níelssyni á Grímsstöð- um í Álftaneshreppi. Þá bar Hallgrímur af öðrum ungum mönnum vestur þar. Hann var | gáfaður f jörmaður, opinn fyrir I ollu því fagra og skemmtilega, | sem lííið hefur upp á bióða. jForeldrar hans voru Níels !bóndi Eyjólfsson á Grímsstöð, j um, en móðir hans var Sigríður | Sveinsdóttir, prófasts á Staða- stað, Níelssonar. Þar var og mikið mvndarheimili. Séra Haraldur prófessor og Hallgrím ur minn voru braeður og svip- aðir um margt . . » Við Hallgímur tókum við búi á Grhnsstöðum árið, sem við ! giftum okkur, eða 1886. Allt gekk vel fyrir okkur. Búið var stórt, eitt fjárríkasta búið á Mýrum. Hallgrímur var ný- tízku maðvr. Það var alltaf gleði og birta þar sem hann fór. Hann og við bæði höfðúm unun af góðum bókum, söng og hljóðfæraslætti og voru um tíma hjá okkur bæði orgel og píanó, en það var ekki algengt til sveita á þeirri tíð. Hallgrím ur var forustumaður í sveit sinni um langan aldur, t.d. var hann hreppstjóri í næstum bví hálfa öld. Heimili okkar var nokkuð stórt, stundum allt að þrjátíu manns. Við eignuðumst Framhald á 8. síðu, Fasíeignaskaífar. Brunatryggingariðgjöid. H.inn 2. janúar féllu f gjalddaga FASTE.IGNA- SKATTAR til bæjarsjóðs Reykjavíkur ÁRIÐ 1.958 : ENNFREMUR BRUNATRYGGINGARIÐGJÖLD ÁRIÐ 1958. Húsaskattor Lóðarskattyr Vatnsskattur Lóðarleiga (íbýöarhúsalóða) Tunnuieiga Öll þessi gjöld eru á einurn og sama gjaldséSli fyrir hvsrja eign, og bafa gjaldseðíarnir verið bornir út um > bæinn, að jafnaði í viðkomandi hús. Framangreind gjöld hvíla með lögveði á fasteign- j> unum og eru kræf með lögtaki. FASTEIGNAEIGENDUM er því bent á, að hafa í huga, !að GJALDDAGINN VAR 2. JANÚAR og að ) skattana ber að greiða, enda þótt gjaldseðill hafi ekki | borizt réttum viðtakanda. Reykjavík, 13. janúar 1958. Borgarritarinn. - i l Auglýsing. Athygli söiuskattskyldra aðila í Reykjavík skal vakin á því, að frestur til að skila framtali til skattstofuxsnar um söluskatt og útflutningssjóðsgjald, svo og farmiða- gjald og iðgjalclaskatt samkv_ 20.—22. gr. laga nr. 86 frá 1956, fyrir 4. ársfjórðung 1957 rennur út 15. þ. m. Fyrir þann tínxa ber gjalclendum að skila skattinum fyrir ársfjórðunginn til tollstjóraskrifstofunnar og af- henda afrit af framtali. Reykjavík, 11. ianúar 1958. SKATTSTJÓRINN í REYKJAVÍK. TOLLSTJÓRINN í REYKJAVÍK. FRÍMERKJASÝNING í REYKJAVÍK — FRÍMEX 1958 — Félag frímerkjasafnara hefur ákveðið að gangast fyrir frímerkjasýningu í Rcykjavík á næstkomandi hausti. — Sýningunni liefur verið valið nafnið „FRÍMEX 1958.“ Til sýningar verða tekin einstök frímerki, frímerkja- söfn (þar á meðal sérsöfn, s.s. Motiv o. s. frv.) umslög og anxiaö, sem talizt getur til frímcrkjasöfnunar_ Einungis íslenzkum söfnurum er Heimil þátttaka. Tilkynna skal þátttöku fyrir 1. ap.ríi næstk., en sýningarefni þarf að hafa borizt forxnanni sýningar- nefndar Jónasi Hallgrímssyni, Pósthólf 1116, Reykja- vík (sínxi li-4488) fyrir .l. ágúst 1958. SÝNINGARNEFNDIN.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.