Alþýðublaðið - 15.01.1958, Qupperneq 5

Alþýðublaðið - 15.01.1958, Qupperneq 5
Miðvikudagur 15. janúar 1958 Alþýðublaðið 8 SÆNSKi glæpasérfræðing- urinn Harry Söderman, öðru nafni „Skammbyssu-Harry“, er ævintýramaður í þess orðs eig- inlegustu merkingu. Hann var æðsti maður norsku lögreglu- sveitanna í Svíþjóð á styrjald- arárunum, tók mikinn þátt í at- burðunum í Osló þegar Þjóð- verjar gáfust upp 1945, og varð þar frægur að afrekum. Iiann hefur nú gefið út æviminning- ar sínar, og segir þar frá mörg- um glæparáðgátum, sem hann hefur veitt aðstoð til að leysa. Fer hér á eftir frásögn úr þeirri bók: Það var mjög einkenniiegí mál í sambandi við nafnlaus bréf, sem kom fyrir í Frakk- landi. Það byrjaði árið 1917 og varð ekki upplýst fyrr en um 1920. Tullemálið var það kaii- að. Það var mikið um þetta mál xitað, en ég kynntist öllum stao reyndum frá dr. Locard sjálf- um. „Ekkert er jaín saurugt og syndsamlegt og draumar dýr- linganna,“ sagði dr. Locard er hann hóf frásögn sína, og hann hefur eflaust haft rétt fyrir sér. Tulle er meðalborg að stærð, höfuðborgin í fylkinu Coméze á Mið-Frakklandi. Hún hefur vissa þýðingu sem fylkishöfuð- borg, en þriðja styrjaldarárið var þar enn friðsælt, jafnvel d-auflegt. ástand. Hinir ungu menn þar, — raunar flestir uniðal.dra menn líka, — voru á vígstöðvunum, en hversdags- legt líf þeirra, er heima sátu, hafðl litlum breytingum tekið. Þeir rökræddu stríðsfréttir og matvöruverð, þar sem beir sátu , 1. veitingahúsunum, öldung,s eins og þeir höfðu skeggrætt hlutabréfasölu eða hin eilíf'u ótök ríkis og kirkju á hinum góðu og- gömlu dögum. Börn léku sér í sandi, og einu fram- andi svipdrættirnir á ásjonu Shversdagslífsins voru einkenn- isbúningar hermannanna, sem voru heima í leyfi, eða höfðu verið sendir heim særðir eða farlama. Þá gerðist það, sem veitti slað urskjóðum þorpsins nóg umtals efni, þegar leið á árið 1917 tfengu margir „betri borgarar“ bæjarins nafnlaus bréf, einkum þéir sem gegndu opinberum embættum. í bréfum þessum var minnzt á ýmis hneykslis- jnál, sem allir töldu löngu gleymd og grafin. Einn móttak enda var til dæmis á það minnt- ur, að afi hans hefði verið fjár- svikari og svindlari, annar á það að amma hans hefði eignazt barn áður en hún giftist, sá þriðji að frændi hans hefði lát- izt í fangelsi fyrir fimmtíu ár- um. Það leyndi sér ekki að bréf r'itari var furðu vel kunnugur ellum hneykslismálum, sem eitthvað snertu borgarbúa, og það eins þau, sem leyndasi liafði verið með farið. Flestir þeirra, er slík bréf fengu, létu þau sig ekki neinu s-kipta. En þá skall ytfir þá önn- ur flóðalda slíkra bréfa, og voru nú einkum rifjuð upp hneykslismál, sem skemmra voru undan, og þessir opinberu embættismenn eða eiginkonur þeirra höfðu í lent. Þá bárust og hermönnum úr borginni bréf í skotgrafirnar, þar sem skýrt var frá lauslæti eiginkvenna þeirra, og fuilyrt að yngsta barnið væri hórgetið. En eigin- konum hermanna var frá því skýrt að þeir héldu fram hiá þeim, þegar þeir fengju leyf; úr orustum. Og nú fór heldur en ekki aö færast líf í tuskurnar í borg- bekk í skrúðgarði einum; voru ■þar skráð nöfn margra æðstu og mest metnu borgaranna •— og ástmeyja þeirra. Strákur var ekki seinn á sér og límdi list- ann á auglýsingatöflu úti fvrir kvikmyndahúsi, og höfðu bæj- arbúar yfirleitt lesið hann áður en lögreglan komst yfir að rífa hann niður. Dag nokkurn gekk eihn af kaþclskum prestum borgarinn- ar framhjá lvfjabúð og sá bréf liggja þar á dyraþrepinu. Var Harry Söderman. inni. Var miklurn getum að því leitt hver vera mundi bréfritar- inn, en margt benti til að hann væri kunnugur öllum hnútum í stjórnarskrifstofum fylkisins, þar sem flestir af móttakendura bréfanna voru úr hópi embætt- ismanna. Sú stoð rann undir þann grun, að embættismaður nokkur fékk fjölmörg 'hótana- bréf þar sem m. a. var minnzt á vaéntanlega útnefningu hans sem fylkisstjóra, en þá var út- nefningin aðeins á vitorði fárra embættismanna í „innsta hring“. Fyrst í stað bárust bréfin í pósti, en þegar frá leið virtisí bréfritarinn óttast, — og ekki að orsakalausu, — að eftirlit kynni að verða haft með póst- kössunum, og fundust bréfin nú í stigum, milli stafs og hurðar eða jafnvel úti á dyraþrepum viðkomanda. Strákur, sem oft hafði lent í kasti við lögregi- una, fann langan nafnalista á SKIÐARAÐ REYKJAVIKUR. Aða !f undur Skíðaráðs Revkjavíkur verður haldinn 1 KR-heim- ilinu fiimmtudagima 30. janúar kl. 8,30 e_ h. FUNDAREFNI: Venjuleg aðalfundarstörf. "Stjófnin. skrifað utan á það til lyfsalans, og þar eð hann var talinn and- kaþólskur, var klerki skapi næst að láta bréfið liggja þar kyrrt, en samvizka hans sigr- aði, hann tók bréfið upp, gekk inn í lyfjabúðina, afhenti lyf- salanum bréfið og brosti við í von um að hljóta nokkra umb- un fyrir slíka greiðasemi, — en lyfsalinn kunni manna bezt að blanda hjartastyrkjara, sem hann sparaði ekki við vini sína. Jæja, — hann varð nú samt ekki nema í meðallagi hrifinh af framtakssemi klerksins þeg- ar hann hafði lesið bréfiði Hann fölnaði og roðnaði á víxl, réðist síðan á klerk með öskri og ó- bótaskömmum, og síðan bar- smíð. Prestur var slíku óviðbú- inn, fór því halloka fyrst, en varðist þegar hann áttaði sig, og það svo duglega, að þegar menn komu og skildu þá að, var allt brotið og bramlað þar inni í lyfjabúðinni; pillurnar ultu og lyfin runnu um öll gólf. Það kom í ljós að í bréfinu, sem var nafnlaust, var lyfsalanum frá því skýrt að einmitt þessi kaþólski prestur héld við konu hans! Bréfin háldu áfram að eitra andrúmsloftið í bænum, þótt styrjöldinni lyki. Þar ríkti nú hvarvetna tortryggni og fjand- skapur; þeir, sem grunaðir voru um að vera höfundar nafnlausu bréfanna voru að örvilnún komnir. Kona eins starfsmanns í opinberri skrifstofu varð fyr- ir slíkum grun, en maðurinn tók það svo nærri sér að hann brjálaðist. Annar, sem fv.rir slíkum grun varð, brjálaðist og dó. Árið 1922 voru bréf þessi enn í umferð, og Tullemálið þá orðið frægt víða um lönd. Lögregluliðið í Tulle hafði ekki sofið í þessu máli; það hafði unnið að lausn þess á a!l- an hugsanlegan hátt, en án ár- angurs. Loks var sérstakur mað ur, Richard að nafni, skipaður af ríkisstjórninni til að hafa yf- irumsjón með rannsókn þess. Um þær mundir var ýmislegt fundið, sem talið var að gæfi nokkrar ábendíngar. Monsjörj Moury fylkisskrifstöfustjóri hafði kvænzt dóttur auðugs verzlunarmanns, Floux að nafni. Nú vildi svo til að Mourv var eini embættismaðurinn í fylkisskrifstofunum, sem ekirí hafði fengið nafnlaus bréf, og ekki nóg með það, heldur hafði hans og hans nánustu jafnan verið lofsamlega getið og konu hans einnig. Þetta leiddi smám saman grun að þeim, og in.nan skamms var altalað í borginni, að þau væru hin seku. Vesal- ings hjónunum varð ekki vært, þegar það fréttist að maður sá, er brjálast hafði, væri látinn í sjúkrahúsinu, varð reiði borg- arbúa gegn þeim svo heiftarleg, að lögreglan átti fullt í fangi með að verja verzlun tengda- föður Mourys fyrir óðum múg. Hin furðulega lausn málsins varð beinlínis fyrir hendingu. Jean Laval skrifstofustjóri, sem fyrir hönd embættismanna og opinberra starfsmanna rík- isins hafði farið þess á leit við dómsmálaráðuneytið, að það fyrirskipaði rannsókn, átti syst ur að nafni Angéle, en hún hafði verið vélritunarstúlka hjá Moury. Jean hafði áhuga mik- inn á rannsókninni og spurði oft hvernig hún gengi. Og mið- vikudag nokkurn, lét hann þess getið við Richard, að vinstúlku Angélu systur sinnar, ungfrú Leynac, hefði borizt nafnlaust bréf og væri það hið svívirðileg asta. Laugardaginn á eftir hitti Richard ungfrú Leynac að máli og spurði hana um bréfið. En þá brá svo kynlega við að ung- frúin sór og sárt við lagði, að hún hefðí ekkert á bréfið minnzt við Angélu fyrr en á föstudag, og ekki heldur við neina lifandi manneskju aðra. Hvernig mátti það þá vera að Angéla gat sagt bróður sínum frá því á miðvikudag? Richard kallaði Angélu á sinn fund, en hún harðneitaði að hún hefði nokkurn þátt átt að bréfunum. Richard sendi þá dr. Locard stóran böggul af bréfum,’ — um þrjú hundruð alls, — til samanburðar við rit hönd Angélu Laval. Þá voru einnig send sýnishorn af rit- hönd móður hennar, þar eð þær mæðgur bjuggu saman. Bréfin voru yfirleitt handskrifuð með prentletri, og taldi Locard sér því nauðsynlegt að halda sjálf- ur til Tulle og sjá Angélu skrifa slíkt letur til samanburðar. Las hann henni fyrir, og tók þessi tilraun lengstan hluta dags. ; Um morguninn missti An- géla tvívegis aila stjórn á skapi sínu. Iiún var hálffertug að aldri, tággrönn, svarthærö' og þeldökk, með tinnusvört, gáfm leg augu. Iiún var fús að skrifá prentletur, en það tók hana fullar tíu mínútur að skrifa fyrstu línuna, því að húú breytti hverjum einasta staf, og línan varð því ekki annað en krass og blekslettur. Þó var ,,Y“ í þessari línú skrifað líkt og „V“ með eins konar hala á. Þar var líka að finna sérkenni- legt ,,G“, nákvæmlega eins dregið eg „g“-in í nafnlausu bréfunum. Sannanir voru. því þegar fengnar. Dr. Locard lét sam't ekki á neinu bera og sagði að hún yrði. að skrifa þannig margar blao síður til þess að mark væri tak andi á tilrauninni og eftir það hætti hún að breyta stafagerð- inni. Þegar hún hafði skrifað nokkrar línur breytti hún hins vegar rithönd, hélt henni nokkr ar síður, en þegar hún tók að þreytast varð rithöndin söm og fyrst, og var hún í öllúm aðal- afriðum eins og flest nafnlausu bréfin voru skrifuð með. A meðal nafnlausu bréfanna voru þó sum skrifuð með venju- legri skrift, og veittist dr. Loc- ard auðvelt að sanna, að þau voru rituð af móður ungfrúar- innar. Nú hafði ákæruvaldið fengið næg gögn í hendur til að höfða mál á hendur þeim mæðgum. Mæðgurnar kusu heldur dauðann en vanvirðuna. — Steyptu sér í vatnsgeymi, móð- irin, fyrst og lézt samstundis, hefur sennilega fengið hjarta- slag; dóttirin hikaði, steypti sér en var bjargað af nærstöddum verkamönnum. Henni var síð- an stefnt fyrir rétt, .rannsökuð af geðlæknum, er töldu hana fyllilega ábyrga gerða sinna og síðan dæmd í tveggja mánaða fengelsi og fimm 'hundruð franka sekt. Má það teljast vel sloppið samanborið við allt það böl, sem af bréfaskrifum henn- ar hafði leitt. S S S s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s ER BYRJUÐ. Geta þeir, sem verða farverandi á kjörclegi, kos- ið hjá sýslumönnum, bæjarfógetum og hreppsstjótúm og í Reykjavík hjá borgarfógeta. Erlendis er hægt að kjósa hjá íslenzkum sendiráðum og ræðismönnum, sem tala íslenzku. í REYKJAVÍK verður kjörstaður borgarfógeta í kjallara Pósthússins, gengið inn frá Ausíurstræti. Kosið verður virka daga frá kl. 10—12 f. h., 2—6 e. h. og 8—10 e. h. Á sunnudögum frá kl. 2—6 e. h. Sjómenn og aðrir þeir, sem verða fjarverandí á kjör- dag eru vinsamlegast beðnir um að kjósa áður en þeir fara úr bænum. Skrifstofa Alþýðuflokksins veitir aðstoð við utan- kjörstaðarkosninguna og gefur upplýsingar. Skrifstofan verður opin virka daga kl. 10—10 og sunnudaga kl. 2—6 e. h. zzzzzz Alþýðuflokksfólk gefið skrifstofunni upplýsingar og aðstoðið hana eftir beztu getu. \ \ \ •\ \ \ \ ;\ \ \ \ \ \ \ \ ,\ i, ,\ \ '\ ‘V \ •\ :\ s

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.