Alþýðublaðið - 15.01.1958, Side 8
ð
Alþýðublaðið
Miðvikudagur 15. janúar 1958
Leiðir allra, sem ætla að
kaupa eða selja
B I L
liggja til okkar
Bílasalan
Klapparstíg 37. Sími 19032
Húseigendur
Önnumst ailskonar vatns-
og hitalagnir.
Hitaiaguir s.f.
Símar: 33712 og 12899.
Húsnæðis-
miðlunln,
Vitastíg 8 A.
Sími 16205.
Sparið auglýsingar og
hlaup. Leitið til okkar, ef
þér hafið húsnæði til
leigu eða ef yður vantar
húsnæði.
KAIÍPUM
prjóeatuskur og vað-
malstuskur
hæsta verði.
Álafoss,
íúngholtstræti 2.
Sigurður Ólason
Hæstaréttarlögmaður
Austurstræti 14.
Sími 15535.
Viðtalst, 3—6 e. h.
El. A. 3<a
fást hjá Happdrætti DAS,
Vesturveri, sími 17757 —
Veiðarfæraverzl. Verðanda,
sími 13786 — Sjómannafé
lagi Reykjavíkur, sími 11915
— Jónasi Bergmann, Háteigs
vegi 52, sími 14784 — Bóka
verzl. Fróða, Leifsgötu 4,
Sími 12037 — Ólafi Jóhanns
fiyni, Rauðagerði 15, sími
33096 — Nesbúð, Nesvegi 29
----Guðm. Andréssyni gull
smið, Laugavegi 50, sími
13769 — í Hafnarfirði í Póst
húsinu, sími 50267.
og
Kristján Eiríksson
hæstaréttar- og héraðs
dómslögmenn.
Málflutningur, innheimta,
samningagerðir, fasteigna
og skipasala.
Laugaveg 27. Sími 1-14-53.
.PILTAR. /:
EFÞfi) Eir-ip mwsrÍÍHl'/Æ/
þa HpmANA y/y/
■ V - 6 \ ’
Samúðarkort
Slysavarnafélag Islands
kaupa flestir. Fást hjá slysa
varnadeildum um land allt.
í Reykjavík í Hanny ‘ðaverzl
uninni í Bankastr. 6, Verzl.
Gunnþórunnar Halldórsdótt
ur og í skrifstofu félagsins,
Grófin 1. Afgreidd í síma
14897. Heitið á Slysavarnafé
lagið. — Það bregst ekki. —
VARAHLUTIR
Hvítir gúmmíhrigir,
14, 15 og 16 tommu
Snjókeðjur
Suðubætur
Sogskálar undir topp-
grindur.
Samlokutengsli
Iíerti
Rafgeymar, 6 volt.
Garðar Gíslason hf..
Bifreiðaverzlun.
Yerkalýðsfélög núfímans
Framliald af 6. síðu.
ætlaðar til að skipzt sé á upp-
lýsingum. En í þeim er einnig
skipzt á hugmyndum og með
þeim nýtist skapandi afl starfs
fólksins. Auk þess vekja þær
gagnkvæmt traust stjórnar og
starfsmanna.
2. Að endingu er viðurkenn
ingin á verðleikum mannsins
sérstaklega mikilsverð. Stefnu
stjórnarinnar verður að
byggja á viðurkenningu þeirr
ar staðreyndar, að maðurinn
er hvorki verkfæri né vél, en
flókinn og mannlegur persónu
leiki.
Eg álít, að stjórnendur verði
er varða samskipti manna, og
að þeir verði að láta starfsfólk-
ið vita um hana. Stjórnendurn-
ir verða raunverulega að vera
leiðtogar þannig að starfsfólkið
viti af því.
Mér virðist, að viðurkenning
á því hve mikilsvert hið mann-
lega atriði er, svo og leiðsögn
byggð á skilningi á þörfum
manna sé nauðsynleg til að lífga
vinnutæknina. Ég álít, að það
muni hjálpa til að skapa traust
milli stjórnenda og starfsfólks,
sem leiði til góðra samskipta.
Arnasafn
6.
Nu skulum við athuga atriði
á víðari grundvelli, en það er
samskipti iðnaðarins. í Bret-
lándi er venjan að grundvalla
starfsemi á þessu sviði á þeirri
meginreglu, að iðnaðinum verði
að heimilast að glíma við sín
eigin vandamál. Er þar stefnt
að því að öðru fremur beri að
efna til samninga og sátta af
sjálfsdáðum. Raunar er þetta
stefna, sem beinist að því að
halda ríkinu utan við vandamál
in, svo fremi þar sé í samræmi
við að hagsmunum landsins sé
gætt. Þetta þýðir ekki, að ríkið
taki ekki á sig neina ábyrgð á
því að hlú að góðu samkomu-
lagi milli starfsfólks og stjórn-
enda. Þvert á móti er stefnt að
því að aðstoða báða aðila og
styrkja þá í að marka örugga
stefnu í málum, er varða sam-
skipti iðnaðarins. Hins vegar
hvílir ábyrgðin endanlega á
iðnaðinum.___________
Vinstri og hægri
Framhald af 7. síðu.
eru einhuga og samstilltur hóp-
ur.
VINSTRISTJÓRN?
Það er erfitt að fullyrða,
hvort flokkar eigi að teljast
hægri eða vinstri flokkur hér á
landi. Enn erfiðara er að segja
til um það, hvort ein stjórn sé
vinstristjórn eða hægristjórn.
Sumir telja núverandi .stiórn
vinstristjórn, en aðrir hægri-
stjórn. Ungur Alþýðuflokks-
maður skrifaði fyrir nokkru
grein hér í blaðið og hélt því
fram, að núverandi stjórn yrði
dæmd vinstri eða hægri ein-
ungis eftir því, hvort hún gengi
fast fram í þjóðnýtingu eða
ekki. Ef þessi kenning með þjóð
nýtinguna er rétt, gætu Alþýðu
flokkurinn og Sjálfstæðisflokk-
urinn til dæmis myndað stjórn,.
sem þjóðnýtti olíuverzlunina,
svo að eitthvað sé nefnt. Slík
stjórn væri þá vinstristjórn.-
Þannig má nefna dæmi.
EINUNGIS MÁLEFNIN.
Alþýðuflokkurinn er í dag
einhuga og samtaka. Afstaða
hans til flokka miðast ekki við
vinstri eða hægri, heldur fyrst
og fremst við það, hvernig hann
getur tryggt baráttumálum sín-
um sigur. En sigur málefnanna
er. og verður aðalatriðið í
stefnu flokksins.
Framhald nf 3. sí'ðu.
ræður verði hafnar hið snarasta
um handritamálið. Þeir, sem
skrifa undir meðmælaskjal
þetta, benda í þessu sambandi
á tillögu nefndarinnar, sem þeir
hafa kvnnt sér, og sem þeir
telja að geti ef til vill orðið
grundvöllur jákvæðrar lausn-
ar á málinu. Þessir málsmet-
andi menn eru: Carl Bay, stifts
prófastur, formaður danska
prestafélagsins, Hanne Budtz,
hæstaréttarlögmaður, fyrrv.
form. danskra kvenfélagasam-
banda, prófessor E. Busch, yfir-
læknir, Erik Dreyer, sáttasemj
ari og ráðuneytisstj óri, Calina
Fuglsang-Damgaard, biskups-
frú, Kr. B. Iiillgaard, prófast-
ur, forrnaður vinstriflokksins á
Jótlandi, Johs. Hoffmeyer, lekt
or, C.V. Jernert, forstjóri (for-
rnaður iðnráðsins), Tage Jes-
sen, aðalritstjóri, Flensborg,
Hans L. Larsen, verksmiðju-
eigandi, fyrrum formaður
danska vinnuveitendasambands
ins, dr. med. Einar Meulen-
gracht, prófessor, Johs. Peter-
sen-Dalum, forstöðumaður,
Poul Reumert, leikari við kgl.
leikhúsið, dr. phil. Hakon
Stangerup, dósent, Frode Sör-
ensen, lektor, garðyrkjumaður,
H.K. Rosager, forstöðumaður,
Knud Thestrup, dómari, H. Öll-
gaard, biskup og Eljer Jensen,
forseti danska alþýðusambands
ins.
Bréfakassinn
Framhald af 7. síðu.
rneð þessurn hætti verði flug-
samgöngur við Flateyri á þessu
nýbyrjaða ári?
Á þessu ári er vonandi út-
runninn sérleyfistími Flugfé-
iags Islands til innanlandsflugs.
Væri varla úr vegi að stjórnar-
völd landsins kynntu sér all-
náið hvernig tekizt hefur hjá
félaginu að rækja þær skyldur
er því voru á herðar lagðar
með sérleyfisveitingunni, eða
hvort finnast kynni nokkur að-
ili er taka vildi að sér flugsam-
göngur til Vestfjarða, er vænta
mætti að sýndi meiri árvekni
eða betri þjónustu á þessu sviði.
Rétt væri og að hafa það í
huga að Vestfirðir eru eini
landshlutinn sem ekki er enn í
sambandi við akvegakerfi lands
ins og því ennþá brýnni nauð-
syn að þangað séu örar og ör-
uggar flugsamgöngur á öllum
árstímum. E.J.
Þorvaídur Arí Arason, hdl.
LÖGMANNSSKRIFSTOFA
Skóiavörðustíg 38
c/o Háll Jóh. Þorleifsson h.f. - Póslh. 62J
Símar 15416 og I5f 17 - Símnefni. /íti
Áfmælisviðfal vlð SigríSi
Framhald af 4. síðu.
sjö börn og þau eru öll á lífi
og svo ólum við upp þrjú börn
og þau lifa líka við góða heilsu.
Börn mín og barnabörn eru nú
fimmtíu og þrjú að tölu . . .
Ég hef ekki haft víðreist um
dagana, en þegar við Hallgrím-
ur minn áttum gullbrúðkaup
1936 fórum við í ferðalag til
Norðurlands. Ég hafði þá aldrei
séð Norðurland, en Hallgrímur
hafði áður ferðazt með Birr.i
ritstjóra Jónssyni, og auk þess
tekið þátt í bændaför norður.
Svo auðnaðist okkur að eiga
demantsbrúðkaup en svo
missti ég hann árið 1950.
Nokkru áður höfðum við hætt
búskap, en í um sextíu ár var
ég heimilisföst að Grímsstöð-
um . . .“
— Er nútíminn betri en sú
löngu liðna tíð?
„Ég veit það ekki, góði minn.
Allt er svo gjörbreytt. Lífsbar-
áttan var miklu erfiðari, en
samt sem áður virðist þetta
einhvern veginn jafnast. Þá
var öryggið meira, hvernig sem
á því stendur. Nú eru þó mögu
leikarnir meiri . . . Ég get lít-
ið um þetta talað af því ég átta
mig ekki alveg á samanburðin-
um.“
— Þárf unga fólkið ekki á að
halda heilræðurn góðrar og lífs
reyndrar konu?
„Ég er ekki fær til þess að
gefa unga fólkinu nú til dags
nein heilræði, Unga fólkið
verður sjálft að höggva spor
sín í klakann. Það verður því
líka affarasælast upp á fram-
tíðina.“
Sigríður Steinunn les öll dag
blöðin á hverjum degi. Hún
trúir ekki öllu, sem , í þeim
stendur, én hún fylgist vel með
bæði í innlendum og érlendum
viðburðum. Hún les skáldsög-
ur, jafnvel reyfara sér til á-
nægju og hún prjónar af kappi.
Hún hefur frábært minni og
ríka kímnigáfu og gerir oft að
gamni sínu.
— Eruð þér ekki búnar að
spá fyrir úrslitum í bæjar-
stjórnai’kosningunum? segi ég
um leið og ég stend upp.
„Nei,“ svarar hún og réttist
í sætinu, „en ég get sagt skoð-
un mína á póltíkinni og kunni
að spá fyrir úrslitum heima í
sveitinni minni í gamla daga.“
Gamla konan hefur heila
öld að baki. í minni hennar
tengjast þrjár aldir. Einhvern-
veginn finnst okkur, sem nú
erum á miðjum aldri hennar,
sem á hennar ævi hafi nær öll
Islandssagan gerzt. Hún situr
þarna á glæsilegu nútímaheim
ili kona komin aftur úr löngu
liðinni tíð, tíð harðindá og
hörmunga þjóðarinnai’, mild og
Örugg í athöfn og orði, vill eng-
an dæmi —• og telur sig ekki
bess umkomna að segja öðrum
til vegar í hringiðu borgarinn-
ár.
VSY.
ilkynnlng frá
Hverfisgötu t:
Hef opnað aftur hina gömlu og þekktu tóbaks- og
sælgætisverzlun mína í gamla söluturninum, sem
stendur við Arnarhól. —
Verið velkomin.
Ólafur Sveinsson.