Alþýðublaðið - 17.01.1958, Page 1
hafði gefizf
Hvorki ríkissijórn Ólafs Thors né Reykja
víkurhær gáiu fengið lán
Ef stjórnin hefði ekki bjargað málinu,
mundi rafmagnsskortur byrja 1959-60
MORGUNBLAÐIÐ gcrir mikið úr „farsælli forustu Sjálf
stæðismanna í raforkumálum“ í fyrradag. Sannleikurinn er
þó sá, að í Reykjavík mundu blasa við vandræðaástand 195.9-
60, ef íhaldið hefði eitt átt að duga í þeim efnum. Ríkisstjórn
Ólafs Thors og Sogsstjórnin undir forustu Gunnars Thoroddsen
gófust upp við að útvega lán til virkjunar Efra-Sogs, en nú-
verandi ríkisstjórn tókst að leysa þann vanda. Ef hún hefði
ekki tekið mólið' að sér, væru engar framkvæmdir byrjaðar við
Efra-Sog og stórfelldur rafmognsskortur framundan.
Það hefur verið ljóst öllum
sérfróðu mmönnum um nokk-
urra ára skeið, að núverandi
raforkufamleiðsla fyrir Reykja
vík mundi ekki reynast nægi-
leg fyrir þarfir hins vaxandi
bæjar lengur en til 1959—’60.
A jbeim árum er búizt við al-
varlegum raforkuskorti. ef ekki
verður úr bætt.
Þega leið að þeim tíma, er
nýj ar virkjunai'framkvæmdir
áttu að hefjast, eí þær næðu að
fyrirbyggja rafmagnsskoitinn,
hófst ríkisstjórn Ólafs Thors
handa og tók að leita fyrir sér
um lán víða um lönd. Sú við-
leitni bar engan árangur, og
kom svo, eftir allmiklar tafir,
að stjórnin tilkynntj Sogsstjórn
inni bréflega uppgjöf sinar og
kvað Sogsstjórnina mega leitast
fyrir sjálfa.
Gunnar Thoroddsen lagði
nú land undir fót sjálfur og
fór um mörg Evrópulönd. —-
Lét hann ekki mikið upp um
erindi sitt heima fyrir, en
kunnugir vssu, að hann reyndi
hvað hann gat til að fá lán
til nýrrar Sogsvirkjunar. En
liann sneri heim tómhentur.
Þegar núverandi rikisstjórn
kom til valda, skildist henni,
hversu mikið var í húíi ög hún
lagði sig alla fram um að út-
! vega hin nauðsynlegu lán. En
hlutur Sjálfstæðismanna var
að halda uppi ófrægingarher-
ferðinni í fréttaskeytum til út-
landa og reyna að hindra, að
tsjórnin fengi nokkur erlend
lán. Þrátt fyrir þetta t.ókst að fá
nauðsynleg lán frá Bandaríkj-
unum og framkvæmdir hófust,
svo að væntanlega kemur ekki
til rafmagnsskorts í Reykjavík.
Þegar fulltrúar rikisstjórn-
arinnar voru búnir að bjarga
málinu vestan hafs og allt var
klappað og klárt, þurfti Gunn-
ar Thoroddsen að undirrita
fyrir hönd Sogsstjórnar ýmsa
pappíra málinu viðkomandi.
Lét hann þá taka af sér mikl-
ar myndir og birta í Morgun-
blaðinu, rétt eins og hann
hefði bjargað málinu. Þannig
er sýndarmennska ílialdsins í
þessu máli eins og öðrum.
r
Ibúð skemmist af eldi
í GÆR kl. 9 kom upp eldur í
Selbúðum nr. 9. Brann þar inni
bú einnar íbúðar að mestu og
urðu skemmdir allmiklar, enda
veður mikið og stormur.-----
Slökkviliðinu tókst þó von bráð
ar að ráað niðurlögum eldsins.
Eldsupptök munu vera þau,
að börn voru að leik og kveiktu
á jólatré! Voru þau ein í her-
berginu, en húsfreyja hafði
brugðið sér frá. Skipti engum
togum, jólatréð tók að loga. —
Húsið mun vera steinhús með
timburlofti, og komst eldurinn
fljótt í loft og einangrun úr
spæni. En eins og ’fyrr segir,
tókst slökkviliðinu að kæfa eld
inn eftir skamma stund, en mn-
bú var þar að mestu eyðilagt.
Happdrættislán Ríkisins, B-
flokkur: 75.000 kr. á nr. 149945.
40.000 kr. nr. 58276 15.000 kr.
nr. 43403. 10.000 kr. nr. 6134,
75130, 124811. 5000 kr. nr.
40326, 63021, 76543, 86065,
103492.
!il
Bæjarmálastefna
Alþýðuflokksins VII.
Afiað nýrra fekjustofna
að léffa úisvarsbyrðlna
ÚTSVÖR af lágum tckjum og meðal tekjum
verði lækkuð verulega og þeim, sem vinna að út-
flutningsframleiðslu veittur sérstakur frádráttur.
Leitað verði samninga við ríkisstjóm og; al-
þingi um, að Reykjavíkurbær fái nýja tekjustofna,
þannig að fjárhagur hans þurfi ekki eingöngu að
hyggjast á innheimtu útsvara.
Verði í þessu sambandi sérstaklega tekið til at-
hugunar, hvort ekki sé réttmætt, að rikissjóður taki
á sig í ríkari mæli en nú er framlög til ýmissa fram-
kvæmda og létt verði af bænum einhverju af þeirri
útgjaldabyrði, sem á hann er nú lögð af hálfu ríkis-
valdsins.
USA vill viðræður æðsiu manna við
hentugar aðstæður, segir Dulles
Washington, fimmtudag.
DULLES utanríkisráðherra
Bandaríkjanna sagði í dag, ,að
Bandaríkjamenn óskuðu eftir
i íundi æðstu manna austurs og
i vesturs svo framarlega sem að-
1 stæður væru hentugar fyrir slík
l an fund.
I í ræðu sinni, sem hann héit
, í blaðamannaklúbbnum í Wash-
1 ington, sagði Dulles, að svar
Eisenhowers við bréfi Bulgan-
ins ætti í eitt skipti fyrir öll
að kveða niður þá hugmynd,
að Bandaríkin óski ekki eftír
eða séu hrædd við að semja við
sovétleiðtogana,
Við viljum ekki fund æðstu
manna, sem aðeins mundi tákna
nýtt stig kalda stríðsins og yrði
haldinn við aðstæður, sem hafa
í för með sér mikla hættu fyrir
hinn vestræna hiem, sagði uDll
es og hann kvaðst vera þeirrar
skoðunar, að það ættu og
mundu koma til nýjar samn-
ingaumleitanir við Sovétríkin,
því að í mörgum málum ma?ttl
ná samkomulagi, sem báðir að-
ilar gætu fellt sig við.
Macmilfan svarar Bufganin:
rEngin brezk ríkissfjérn Ennn
sfanda að árás á Sovéfríkln'
Leiðréttir rangfærslur Ráðstjórnarinnar
LUNBÚNUM, fimmtudag. Macmillan. forsætisráðheríra
Breta hefur svarað bréfi Bulganins frá 11. þessa mánaðar og
fullvissar í svari sínu Bulganin liátíðlega um það, að engin
brezk ríkisstjóm muni nokkurn tíma eiga þátt í árás á Sovét-
ríkin. Segir Macmillan, að það hafi verið það, sem hann átti
við í útvapserindi sínu um griðasáttmála við Sovétrikin.
Adenauer, kanzlari hefur
hafnað tilligunni, sem Pólverj-
ar báru fram urn kjarnorku-
laust svæði í Mið-Evrópu. en
hins vegar vill Maemillan að
tillaga þessi verði tekin til nán
ari athugunar. En ákveðin at-
riði tillögunnar sé ekki hægt að
komast hjá að gagnrýna. Eigi
að síður ætlar brezka stjórnin
að taka til rannsóknar tillöguna
ef s'ke kynni að hún feli í sér
atriði, sem gæti orðið samkomu
lagsgrundvöllur.
UTANRIKISRADHERRAR
FYRST.
Samkvæmt skoðun Macmill-
an ser nauðsynlegt að kalla
fyrst til fundar utanríkisráð-
herranna áður en efnt sé til
fundar forsætisráðherranna og
hann undirbúinn á fyrri fund-
inum. Um þetta mál sagðist
Macmillan myndu fjalla, þegar
hann svaraði síðasta bréfi Bulg
anins, en leggur áherzlu á, að
ekki megi gleyma því, að þjóð-
(Frh. á 2. siðu.)
IHALDÍÐ GUMAR nú mik-
ið af tillögum þeiin. setn það
irð!
A-LISTINN í Hafnarfirði heldur skemimtun í AI-
þýðuhúsinu ó morgun, laugardag, og hefst hún kl. 8,30
síðd.
Til skemmtunar verður: ’Sameigi'iíég kaffitli-ykkia,
Emil Jónsson flytur ávarp, Þorsteinn Hannesson óperu
söngvari svngur eiusöng, Karl Guðmundsson leikari flyt
ur gamanþátt. Að lokum verður dansað.
Aðgöngumiðar að skemmtuninni fást í kosningaskrif
stofu A-listans í dag og á morgun.
hefur lagt franx um staíkk-
un Reykjavíkurhafnar, eu
sannleikurinn er sá, að þess-
ar tillögur eru vanhugsað
skrum, senx aðeins er til þess
ætlað að fegra nxálstað bæjar-
stjórnaríhaldsins nú fyrir
kosningar, og breiða yfir að-
gerðaleysið í hafnarmálunum.
Ekkert samráð hefur verið
haft við hafnarstjórn um
undirhúning niálsins og tilliig-
urnar konia í veigamiklum at-
riðum þvert á þær áætlanir,
sem hafnarstjórn hefur gert
um stækkun hafnarinnar.
Jafnvel stofnanir íhaldsins
sjálfar komast ekkj hjá að
benda á þessi einstæðu vinnu
brögð, Til dæniis liefur sam-
vinnunefnd um skipulagsinál
þann fyrirvara á meðmælum
sínum með tillögum þessum,
að jafnframt „verði athugað,
livort aðrir hentugri stækkun-
armöguleikar komi til greina.“
Af þessu sést,' að málið er
óundirhúið og lagt fram í þeim
tilgangí einum að sýnast.
KOSNINGATILLÖGÍJR.
í gærkvöldi voru sýudartil-
lögur íhaldsins í hafnarmál-
um teknar fyrir á bæjarstjórn
arfundi. Margir bæjart'ulltrú-
ar tóku til máls og gagnrýndu
harðlega síarfsaðferðir íhalds-
ins, þ. e. að leggja fram illa
undirbúnar og vanhugsaðar
tillögur um mannvirki, sem
kosta hundruð milljóna króna,
í þeinx tilgangi einum að geta
hampað stórhug sínum í „Bláui
hókinni“ og víðar franxmi fyr-
ir kjósendum. Borgarstjóri og
Biðskýla-Björgvin reyndu að
klóra í hakkann en fórst held-
ur óhönduglega, eins og við
mátti búast. Lét horgarstjórí.
alla sína menn rétta upp hend
urnar til að samþykkja sýndat*
tillögurnar, og svo seixi við
mátti búast, skorti ekki á hús-
bóndahollustuna.