Alþýðublaðið - 25.01.1958, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 25.01.1958, Blaðsíða 3
Laugardagur 25. janúar 1958 AlþýðublaSIS B - > Alþýðublaðiö Útgeíandi: Alþýðufiokkurinn. Ritstióri: Helgi Sæmundsson. Fréttastjóri: Sigvaldi Hjálmarsson. Auglýsinga st j óri: Emilía S a m ú e 1 s d ó 11 i r. Ritstjórnarsímar: 1 4901 og 14902. Auglýsingasirai: 14906. Afgreiðslusími: 14 9 0 0. Aðsetur: Alþýðuhúsið. Prentsmiðja Alþýðublaðains, Hverfisgötu 8—10. V -a Efium Á lþýðuflokkinn EiINnsr STAJVDA kosningar fyrir dyrum. Reykvíkingar ganga að kjörborðinu á morgun og velja sér nýja bæjar- stjórn. LTndanfarna daga hafa þeir heyrt og séð málflutn- ing framibjóðenda í útvarpi og blöðum. Sjálfstæðisflokkur- inn hefur verið í greinilegri vörn, enda af mörgu að taka í óhappaverkum bæjarstjórnarmeirihlutans. Ráðleysi og handahóf, ívilnanir til gæðinga og hvers konar sukk í með- ferð opinibers fiár, hefur sett æ meiri svip á stjórnarháttu meirihlutans. Það er sannarlega tími til kominn að skipta um stjórn í höfuðstaðnum. Það hefur komið mjög greiuilega í ijós í umræðum um hæjannál undanfarna daga, að sigið hefur æ meira á ögæíuhliðina í bæjarmálefnum Reykjavíkur, síðan Al- þýðufiokkurinn missti forustuhlutverk sitt sem andstöðu flokkur bæjarstjórnaríhaldsins. Meðan Aljiýðuflokkur- inn Iiafði næstflesta fulltrúa í bæjarstjórn, knúði hann stöðugt meirihlutann lil ýmissa framkvæmda, er til heilla horfðu fyrir albýðu Reykjavíkur og horgarana alla. Flest af þ ví, sem bezt er í stjórnarháttum í hærnun, hvort sem er á atvinnu-, menningar-, eða félagsmálasvið- inu er runnið uudan rifjum Alþýðuflokksins. Sfðan kommúnistar urðu stærsti andstöðuflokkur íhalds ins í bænum; hefur meirihlutinn kært sig kollóttan um alla sanngjarna gagnrýni og skellt skollaeyrum við aðvörunum fulltrúa hinna flokkanna um ábyrgðarleysi í meðferð op- inibers f jár og skipulagsleysi í fram'kvæmdum. Honum hcf- Ur ekki staðið eðlileg ógn af kommúnistum. enda vart við að búast, svo fálmkennd sem störf þeirra í bæjarstjórn hafa jafnan \eriö. Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið lengi við völd hér í höfllðborginni, enda er hann stærsti flokkurinn. En því Iengur ,sem flokkur er við völd, því meiri þörf er á skeleggri andstöðu. Sií andstaða verður að vera borin uppi af þeirri ábyrgðartilfimiingú og skilningt á stað- háttum og aðstæðum, að meirihhrtinn taki ntar.k á ltenni. Þetta hefur gersamlega vantað í Reykjavík, síðan komni- únisiar fengu forustuhlutverkið j meirihluta bæjarstjórn- ar. Því hefur fhaldinu tekizt að ráðskast með fé borgar- anna að eigin vild og skara eld að köku gáeðinga sinna á kosínað alls almennings. Það er mikil þörf að skipta um stjórn í Reykjavík. Mál er til komið, að alþýðan fái roeiri áforif um stjórn bæjar- málanna. En það er ékki sama, hvaða flokkur er í forustu í framtíðinni. Kommúnistar hafa þar dæmt sig úr leik. Dáðleysi þéirra sem aðálandstöðuflokks meirihlutans hefur ekki veitt íhaldinu neitt aðhald; þeir hafa aðeins alið upp í íhaldinu meira tiUitsleysi um hag borgaranna og aukna um hyggju fyrir ájálfs síns hag. Þetta ættu Reykvíkingar að hafa í hug'a, er þéir ganga að kjöiborðinu á morgun. Þeir þurfa ,að efla nýjan and'stöðuífl'okk gegn íhaldinu í Reykja- vík. Þessi andstöðuflokkur -gegn fjásukki meirihlutans og einkahraski gæðinganna er Alþýðuflokkurinn. Iíann hefur sýnt það í verki fyrr og síðar, að honum einuni er treystandi að halda bröltí ciginhagsmunamanna í skefj- um. Stjórn Alþýðufloklcsmanna á bæjum, þar sem þcir hafa farið með völd, hefur fært alþjóð heim sanninn um, að þeint &r bezt trcystandi til að stjórna nteð hag heildar- innar fyrir augum. Stefna þeirra hefur jafnan verið ank- in kagsæld allra borgara, meiri vellíðan öllum til ltanda og betra iíf fyrir allan almenning, í þessurn anda hafa frambjóðendur á A-listanum héi i Reykjavík flutt mál sitt í kosningabaráttunni. Þeir liafa rætt af rökhyggju, víðsýni og festu. Þeir hafa sýnt, að þeim er treystandj til að inna af höndum forustuhlutverk í bæjarmálefnum Reykjavíkur, alþýðu bæjarins til heilla og mieð hag allra borgaranna fyrir augum. Reykvískir kjósendur! Eflrnn því Alþýðuflokkinn í kosn- ingimiam á inorgun. Kjósum skynsamle-g vinnubrögð í l»æj- . armálum. KJÓSUM A-UISTANN! var einingarvilji Hannibalds á sfðasta Alþýðusambandsþingi? ÞEGAR rætt hefur verið eða skrifað um síðasta Alþýðusam- bandsþing, haustið 1956, hefur það komið berlega í ljós, að margir halda að aHnnibal Valdi marsson hafi sérstaklega barizt íyrir því, að samkomulag tæk- ist um samstjórn i Aiþýðusam- bandinu, en engu getað aorkað vegna ofríkis kommúnista., einn ig hafi ekki oiðið um stjórn, með þátttöku Albýðuflokksms, vegna þess, að Hannibal hafi iátið kommúnistana kúga sig. Þetta er mesti misskiíningur og alveg óþarft og beinlínis rangt að benda á Hannibal sem eitthvert sérstakt einingai'tákn, því ef hægt er að tala um að einhver hafi kúgað komma, frekar en þair hann, þar sem hann neitaði með öllu að láta nokkuð af svokölluðu „s-ínu“ fólki víkja, til þess að ALþýðu- flokksfólk gæti komið þess í stað, Ráðið sem Hannibal fann til þess að koma þessu. fram, var að fjölga úr 9 í miðstjórn í 11, og áttu þá Alþýðuflokks- menn að fá þrjá af ellefu. Ann- ars er bezt að láta Hannibal sjálfan vitna í þessu efni, en hann skrifar svo; í síðasta hefti Vinnunnar, tímarit Alþýðusam bandsins; „ . . . Það var ekki óaðgengi- legt fyrir Alþýðuflokksfólk í verkalýðshreyfingunni að fjölgað væri um tvo — þ. e. úr 9 í 11 — í miðstjórn, og um 1 í ihverjum fjórðungi — úr tveimur í þrjá — í sambands- stjórninni. — Þetta gaf mögu- ■leika til að setja sambands- stjórn og miðstjórn saman á breiðari grund-velli, ef sam- þykkt hefði verið. — Þá hefði miðstj órn Alþýðusambandsins, auk mín, orðið skipuð þremur flokksbundnum Alþýðuflokks- mönnum, þremur flokksbundn- um sösíalistum og þeim Ásgeiri Guðmundssyni, Sigríði Hannes- dóttur og Kristjáni Gnðmunds- svni. Þá var og ætlunin að fá Bermann Guðmundsson i Hafn arfirði til að taka sæti í þann- ig skipaðri miðstjórn.“ Samkvæmt eigin orðum Hannibals, átti 11 manna mið- stjórn að vera skipuð þannig: 3 þrautreyndir kommúnistar, 4 nýkommúnistar, 1 fyrrverandi kommúnisti nú utanflokksmað- ur og' 3 Alþýðuflokksmenn. — Þrautreyndir kommúnistar áttu sjálfir að fá að ráða hvaða ménn þeir settu í sambands- stjórn, Hannibal og 3 aðrir ný- kommúnistar og utanflokksmað urinn eru nafngreindir og voru ákveðnir af Hannibal og þá jafníramt þeir Alþýðuflokks- menn 3, sem ætlað vtar sæti. Alþýðufólkið sem áíti sæti á þinginu átti ekkert að fá um það að segja hvaða fólk það setti í sambandsstjórn, það skyldi .Hannibal og „hans“ fólk ákveða. Að vísu var þa'ð Alþýöufíokks fólk sem tilnefnt var, prýðilegt í alla staði og hefði orðið ágætir fuptrúar í miðstjórninni, en Alþýðuíflokksfólk gat að sjálf- sögðu ekki unað við að fá ekki sjálft að ráða tilnefningu sinna fulltrúa og heldur ekki . að fá aðeins 3 fulltrúa móti 7 komm- únistum. Er Hannibal var spurður að því af Framsóknarmanni, sem staddur var á þinginu, hvort hann héldi að Alþýðuflokks- fólkið myndi sætta sig við að fá ekki sjálft að velja sína full- trúa, svaraði hann; „Það verður að gera það, því „mitt fólk“ treystir sér ekkf til að vinna með öðru fólki úr hópi Alþýðu- fiokksmanna". Nei, það er alveg óþarfi að tala um, að Hannihal hafi viljað einingu, en ekki komið henni fram Vegna ofríkis kómmun- ista. Hannibal ætlaði sjálfur, þótt félagslaus sé ásamt „sinu“ félagslausa fólki, að ráða því hvað margt og hvaða AI- þýðuflokksfólk skyldi verða í miðstjórn, féá þeim stóru og sterku stéttarfélögum, sem Al- þýðufjokksfólk stjórnar. Hinir eldri og revndari kommúnistar virtust láta sér þetta vel líka og hafa sennilega með sjálfum sér dáðst að því hvað nýliðarnir væru fljótir að tileinka sér „réltlætishug- myndir“ komrnúnista. Sú var tíðin að afstaða Hanni bals var ekki þessi. Haustið 1944 fóru fram við- ræður á sambandsþingi, milli Alþýðuflokksmanna og komm- únista, um samkomulag um samibandsstj órn. Upp úr þeim samkomulagstil- raunurn slitnaði, vegna þess að kommúnistar settu það sem á- kveðið skilyrði, af sinni hálfu, að einn ákveðinn Alþýðuflokks maður mætti ekki vera í stjórn inni, en að öðru ieyti áttu Al- þýðuflokksmenn sjá'lfir að fá að ofbeldishneigð ráða hvaða fulltrúa þeir til- nefndu. Að sjálfsögðu var ekki aS þessu gengið og samkomulag varð ekki. Þegar þetta gerðist, var H'annibal á sambandsþingi og var þá ennþá a I.pýð ufl-ok ksm að- ur. Þá mótmælti hann þessu ofbeldi kommúnista kröftug- Iega, m. a. með því að ganga af þingi í broddi fylkingar margra Alþýðuflokksmanna. Haustið 1956, 12 árum síðar, var Hannibal búinn að gleyma sinni fyrri afstöðu, og þeim sterku orðum, er hann fyrrum viðhafði um kommúnista. Á síðasta þingi gekk liann raunverulega lengra á braut of- beldisins en kommúnistar höfðu áður gert, og virtist í þeim efnum vera kominn langt. fram úr lærifeðrum sínum og núverandi sálufélögum, eins og framanrituð frásögn sýnir. Þótt kommúnistaflokkurinm hafi einu sinni skipt um nafn við tilkomu Hannibals, Alfreðs og fárra fylgisfiska þeirra úr Alþýðuflokknum og ka'lh sig nú Alþýðúbandalag, lætur enginn blekkjast 'af því, við í hönd far andi kosningar. Stefnuskrá og starfsaðferðin eru óbreyttar frá því sem var í gamla komm- únistaflokknum. Einræðis- og ofbeldishneigðin er sú sama sem áður var. Hannibal og Alfreð hafa þar ekkert um bætt, nema síður sé,. ( Utan úr heimi ) Landvarnir Dana DANSKA þingið hóf störf á ný síðastliðinn fimmtdag, eft | ir fjögurra vikna jólafrí. Fyrsta máí þingsins eftir fríið er um nýskipan landvarna, og er bú izt við heitum umræðum um þau má'l og utanríkisstefnu Dana yfirleitt, ekki sízt þar sem stefna stjórnarinnar í þeim er ekki enn ]jós. Stjórnin lagði fyrir nefnd hernaðarfræð inga að gera frumdrög að nýrri skipan varnarmála og að rannsaka, hvernig spara mætti . hernaðarútgjöld og stytta her- skyldutímann. Stjórnin hefur ekki enn ákveðið útgjaldalækk un til landvarna, heldur er verið að leita eftir leiðum til lækkunar án þess að varnar mátturinn rýrni. Stjórnarand staðan hefur blásið þetta út og telur rannsókn þessa benda til þess, að stjórnin hyggi á nýja stefnu i varnar málum. Stjórnarandstaðan telur sig geta sannað, að róttækir standi á bak við áforrn stjórnarinnar um útgjaldalækkun til land- varna. og Axel Möller, formað úr íhaldsflokksins befur búið til slagorðið: Er meirihluta- stjórninni stjórnað af minni hi4ta? Burtséð frá allri flokkapóli- tík, er það staðreynd, að dansk ir herforingjar halda því fram að Danmörk geti ekki staðið við skuldbindingar sínar við NATO, ef horf.ið verði að þvf ráði, að lækka útgjöld til land varna. Yfirmenn landvarnanna vilja því ekki leggja til að hem aðarútgjöld verði lækkuð, en færast hins vegar undan því, að ákveða nokkuð í þessum málum, . nema fyrir liggi sam þykktir þingsins. í dönskum blöðum hefur þess verið krafizt að landvarna málin yrðu meir rsedd fyrir opn tjöldum en hingað til hefur tíðk azt. Thorkil Kristensen, fyrr- um fjármálaráðherra, hefur í blaðagrein farið frarn á, að sá 'háttur verði tekinn upp í Dan- mörku, að landvarnamálin verði rædd opinberlega og framkvæmd þeirra skýrð jafn óðum fyrir almenningi. Politiken segir um þessi mái, að breytingar á landvarnaskip an landsins séu svo mikilvægt vandamál, að nauðsyn ber.i til, að almenningur fái tækifæri til að fylgjast með undirbún- ingi þeirra og að koma með til lögur sínar. Áð sjálfsögðu verð ur að taka tillit til hernaðar- sérfræðinganna, en stjórnin og þingið hafa síðasta orðið. Land varnamálin eru ekki eingöngu herfræðilégs eðlis, heldur engu síður pólitísk, og ábyrgðm á framkvæmd þeirra hvílir á þingi og stjórn. ... Paui Hansen, vamarmála- Framhald á 8. síSsfc

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.