Alþýðublaðið - 26.01.1958, Síða 1

Alþýðublaðið - 26.01.1958, Síða 1
 XXXIX. árg. Sunnudagur 26. janúar 1958 19. ttil. Listi vinnustéttanna og œskunnar í Reykjavík FRAMBJÓÐENDUR ALÞÝÐUFLOKKSINS við bæjarstjórnarkosningarnar í dag eru fulltrúar vinnustéttanna og æskunnar í Reykjavílc og stefna hans málefni fjöldans og framtíðarinnar. Hann yiil berjast samtímis gegn kyrrstöðu og öfgum, en fyrir umbótum, farsælli stjórn bæjarfélagsins og hag og heill fólksins, sem byggir Reykjavík. Þess vegna er óhætt að trúa Alþýðuflokknum fyrir úrslitavaldi í hinni nýju bæjarstjórn. Hann mun beita því drengi- lega, — af hófsemi og framsýni. Bak við fulltrúa Alþýðmmkksins er vissulega mikill meirihluti Reykvíkinga, — ef hann lætur ekki sundra sér. Og só meirihluti á kröfurétt á aukinni íhlutun um stjórn og rekstur höfuðborg- arinnar. Kjörseðillinn gerir Reykvíkinga í dag að dómurum stjórnmálaflokkanna og frambjóðend- anna. Það dómsvald verður að rækja af ábyrgðar- tilfinningu og réttsýni, ef vel ó að fara. Reykvíkingar! Látið málefnin ráða. Kjósið san- kvæjnt skoðun ykkar og sannfæringu með gifturíka framtíð Reykjavíkur og íbúa hennar fyrir augum. BÆJARSTJÓRNARKOSN INGAR fara fram í öllum kaupstöðum landsins í dag og lireppsnefndarkosningar í kauptúnum. í Reykjavík hefst kjörfundur kl. 9 árd. og iýkur kl. il. Kosið er á sjö stöðum. Nærfellt fjörutiu þúsund eru á kjörskrá í Reykjavík. Veöurhorfur fyrir kjördag jnn eru. slærnar .um land allt. * * *: Stefnumál Alþýðuflokksins við kosningarnar Öflun nýrra atvinnutækja til áð auka atvinnu og framleiðslu í sjávarútvegi og iðnaði. Leitað samstarfs um virkjun Þjórsár með stóriðn- að fyrir augum. Heildaráætlun um framkvæmdir bæjarins. Hitaveitan aukin, svo að allir bæjarbúar geti haft af henni not. Vatnsveitan aukin og bætt, svo enginn bæjarbúi þurfi að búa við neyzluvatnsskort. Unnið markvisst að því að fullgera holræsi frá öllum íbúðarhverfxun bæjarins. Gatnagerð í bænum bætt og aukin og nýjustu tækni beitt, til aukinna afkasta og lækkunar á kostnaði. Stakrar hagsýni gætt í rekstri bæjarins, nýir tekju- stofnar úívegaðir til að létta útsvarsbyrðina. * Húsnæðisvandræðin leyst, alger útrýming heilsu- spillandi íbúða, stóraukin bygging verkamanna- bústaða. * Fullt tillit sé tekið til sérhagsmuna bæjarbúa, sem búa í úthverfum bæjarins.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.