Alþýðublaðið - 29.01.1958, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 29.01.1958, Blaðsíða 4
4 A11> ý 5 u b 1 a S i* Miðvikudagur 29. jan. 195S vgrrmmtttt Mffs/Ats ÞAÐ VEIÍÐUR nú hlutskipti borgarstjórans í Reykjavik aö stjórna tiu flokksmönnum sín- úm og fá þá til þess aS stancla einhuga um þau mál, sem borg arstjóri vill koma fram. í þessu efni hafa viðhorfin bieytzt meir en marga grunar. Sjálfstæðis- flokkurinn er ósamstæður flokk ur vegna stærðar sinnar — en einnig vegna þess að liann heíur enga fastmótaða stefnu. ÞAÐ VERÐUR nú hlutskipti Sjálfstæðisflokksins að sitja, einn í nær ölium nefndum bæj- arstjórnarinnar. Það breytir og viðhorfunum allmikið, og hvernig sem á málin er litið er það ekki heppilegt fyrir þróun mála í bæjarfélaginu. — Hinn mikli sigur flokksins við 'kosn- ingarnar hér breytir ýmsum við horfurn. Sú breyting stafar ekki af málefnalegum stuðningi kjós endafjöldans, heldur af óttan- um, sem ríkir meðal almenn- ings við kommúnisrhann. Hópurinn, sem borgar- stjóri á að sameina. Einn í nær öllum nefndum Mörg breytt viðhorf. Biíinn stendur enn í þeim .Hvernig stendur á þessu?‘ ur,“ segir blaðið. Sjálfstæðis- menn áttu alls ekki von á þessu. Bitinn er svo stór, að flokks- mennirnir hafa ekki enn rennt honum niður. — Ég hítti marga Sjálfstæðismenn í gær og við- brögð þeirra voru mjög misjöfn, en allir spurðu sömu spuining- arinnar: ,,Segðu mér: „Hvernig stendur á þessu?“ flestar stangast þær. Furðuleg- astar eru skýringar Þjóðviljans. Hann vill láta gera það, sem veldur fyrst og fremst sigri Sjálfstæðisflokksins. Honum virðist alls ekki vera ljóst, aö Alþýðuband.alagið hefur tapað hátt á annað þúsund atkvæð- um yfir til Sjálfstæðisflokksins síðan alþingiskosningarnar. Hins vegar mun tap Albýðu- flokksins hafa að mestu verið orðið fyrir þær kosningar. EN SLEPPUM FKEKARI umræðum um þessi kosninga- mál. Allir istja við að rökræða úrslitin og sitt sýnist hverjum. Aðeins ein staðreynd blasir við: Sjálfstæðisflokkurinn hefur unn ið eftirminnilegan sigur, jafnvel svo stóran, að hinum bjartsýa- ustu hefur komið hann á óvart, og hann stendur enn í flokks- mönnunum. Kosningaslagurinn stóð í heilan mánuð. Óþarfi er að bollaleggja meira um þella. Nú er að snúa sér að þeim mál- um, sem snerta daglegt amstur okkar á heimilunum og á miklubrautum höfuðstaðarins. Hannes á horninu. ÞETTA VIÐURKENNIR Morgunblaðið í gær. „Þaö eru hinir óþekktu hermenn, sem hafa fært flokknum þennan sig SKYRINGARNAR virðast all ir háfa á reiðum höndum, en iÞÉÁTT FYRf.R ailan póli- •tiskan áróður, kvíða og ót ia við 'hina tæknilegu þróun annars vegar og tæknidýrkun hins veg' ar, kunna menn enn að hrífast a'f dugnaði og þrautseigju ‘þeirra, er keppa að torsótfu ■marki og neita að gefast upp hve illa sem horfir. Það sannar sú mikla athygil, sem för •brezka leiðangursforingj ans, dr. Fuchs, um suðurskautssvæð ið hefur vakið um heim allan, «g þá ánægju, sem það vakti um heim allan, er hann náði á skautið með mönnum sínurn þann 19. jan. síðast-Iiðinn, _eftir að hafa farið 1500 km aiis frá Shacklétonstöðinni við Ross- 'hafið, þar af 920 km i einni striklotu frá Suðurísstöðinni, sem sett hafði verið við jökul- röndina. Könnunarflokkur með ■ tvö hundasameyki fór alllangt á undan aðalleiðangrinum og stóð í stöðugu talstöðvarsam- bandi við hann. Var það blul- verk könnunarf lokksins að íinna jökulsprungur og vara aðalleiðangurinn, sem ók þung um, vélknúnum farartækjum. við þeim. Þá reisti flokkurinn «g jákavörður með átta kíló- metra miliibili, og markaöi þannig slóðina, ef skóf í sleða- förin. Eftir nokkra daga styttist þó bilið á milil könnunarflokks ins og aðalleiðangursins, og loks uröu þeir svo til samferða, en þó fóru hundasameykin fyr ir. Fór þá leiðangurinn allt r.ð fímmtíu kílómetra Ie:.ö suma dagana. I-itlu seinna en aðalleiðang- urinn Jagði af stað frá Suðurís- stöðinni bjuggust könnunar- tlugvélar einnig til ferðar, en urðu að snúa við aftur vegna vingar. Nokkrum dögum seinria komst þó lítil flugvél alla leið yfir fil Scottstöðvar- innar, 2250 km leið, eða yfir þáð svæði. sem Fuchsleiðavigr- :num er ætlað að brjótast yí:r. T irÖLL UNDIR JÖKLINUM Með bergmálsmælum nrðu leiðangursmenn margs vísari «m landslagið undir jökulhett- •-inni. Komust þeir að raun um að hettan varð æ þykkari eftir því sem nær dró skautinu. Þeg ar kom á 88 gráður og 30 min- útur fór landið undir jökiinum. mjög hækkandi, reis snarbratt um sex hundruð metra frá jafn sléttu, én á sömu slóðum var Dr. Vivian Fuchs þykkt j ökulhettunnar um 1800 metrar. Bergmálsmælingar voru gerðar á fimmtíu km milli bili, en mælingar á aðdráttar- afli með 10—20 km millibili. Svefnleysi þjakaði ieiðang- ursmenn mest, þegar þeir brut- ust áfram yfir snjóskafla og fannbungur, sem þekja þessa ti'breytingarlasu hájöku.lsauðn. Eða þá að hin sífelida seta við stýrið á ökutækjunum oiii fnönnum snjóblindu. Venjulega var numið staðar klukkan níu til tíu að kvöidi. Nokkrir af leiðangursmónrium boruöu holu, tíu metra að dýpt, ofan í ísinn, en þar var seinna komið fyrir dynamitskoti, er hleypt var af til að bergmáis- tækin gætu mælt endurkast hljóðbylgnanna, og þannig sýnt þykkt íssins. Það gat ekið alit að þrjár klukkustundir að bora þessar holur, því að um leið voru tekiri sýnishorn af ísnum með vissu millibili. Um nóttina var kuldastigið á botni borhoi- unnar mælt, og komst það oft 47 gráður niður fyrir frostmark á Ceisíus. HIÐ ÓSÝNILEGA LANDSLAG KANNAÐ Á meðan á boruninni stóð var veðurfræðilegum rannsókn artækjum komið fyrir og sett upp loftnet, meðal annars í sambandi við tækin, er mæla skyldu hljóðbylgjubergmálið. Enn aðrir unnu að viðgerð á farartækjunum, slógu upp tjöldum og bjuggu allt undir nóttina, en loftskeytamennirnir hcfðu nóg að starfa við skeyta- sendingar og taistöðvasam- band; höfðu allir meira en nóg að starfa fram yfir miðnæfti, ekki hvað sízt þeir, sem unnu að jarðeðlis- og Iandftæðfleg- um rannsóknum. Þegar störf- um var lokið átu leiðangurs- menn þurrkað kjöt og lögöust síðan til hvíldar í sex klukku- ■stundir. Leiðangursmenn höfðu taliö að áfanginn frá Shackletonstöð inni að Suðurísstöðinni, 560 km langur, yrði örðugastur yf- irferðar, enda varð sú vauninn. Þegar upp á jökulbreiðuna kom, töfðu sprungur yfirleitt ekki för þeirra. Snjóskaflar, sem iíágu þvert á leið þeirra, rejmdusts torveldastsi fsr- artálminn; fyrir þeim sáu ieiðangursmenn oft og' tíð- um ekkj hvað fram undan var og urðu að stýra éftir mæli- tækjum. Samt sem áður sóttu þeir jafnt og þétt fram. unz kom í 2700 m hæð, eða á hiö eiginlega hásvæði umhveríis suðurskautið. Þótti leiöangurs- mönnum furðu gegna að skafl- ána þraut ekki fyrr en aðeins Um áttatíu kílómetrar voru ó- farnir að sjálfu skautinu. Þa tók við slétt svæði, þakiö lausa- mjöll, er torveidaði hinum FTamTiald á 7. síðu. EITT AF fremstu bók- menntatímaritum í Banda- ríkjunum „The Atlantic“ hélt nýlega upp á hundrað ára af- mæli sitt. Mánaðarrit þetta, sem gefið er út I borg- inni Boston, Massachusetts, kemur út í 215000 eintaka upp lagi. Á meðal þeirra fyrstu. pem skrifuðu í ritið, var Mark jTwa’n. í ritinu hafa m. a. birzt sögur eftir Bret Harte, Nathan- iel Hawthorne, Ilenry James, Ernest Hemingway og Eudora Welty. Núverandi ritstjórl tímaritsins er Edward Weeks. —o— Nýlega komu á markaðinn í Bandaríkjunum tvær bækur, er fialla um bandaríska Tst, og hlutu þær einróma lof gagn- rýnenda, önnur nefr<ist „300 ára saga bandarískrar málara- listar“ og er hún eftir Alex- ander Eliot (gefin út af Rand- om House og Time, New York). Þetta er fyrsta bókin um bandaríska málaralist, sem úingöngu er skreytt litmynd- um. Mvndirnar eru 335 talsins. Hin bókin er tekin saman af John I. H. Baur, og nefnist hún „,Ný list í Bandaríkju«um,“ og fjállar hún um bandaríska list á 20. öldinni. í bókinni eru myndir og greinar eftir 50 bandaríska listamenn, sem á- litið er, að ,,hafi átt mestan þátt í mótun bandarískrar listar á þessari öld.“ —o— Fimm bandarískir lista- menn hafa verið ráðnir til að gera höggmyndir fyrir sýn- ingarsal Bandaríkjanna á al- 1 þjoðasýningunni í Brussel. Listamennirnir eru: Alexander Calder, Isamu Nogouchi, Mary Caliery, Joe de Rivera og Harry Sertola. Verk annarra listamanna, sem ekki hafa enn þá verið nefndir, verða og á 'íýningunni, en þau verða fengin að láni hjá listasöfnum og öðrum aðiljum. —o— Hin fræga bandaríska söngkona, Marian Anderson, hélt nýlega söngskemmtun í Kuala Lumpur, og hlaut hún einróma lof gagnrýnenda í Malaya. Blaðið „Standard“, sem gefið er út í Singapore, sagði, að Marian Anderson „hefði hrifið hiörtu allra á- heyrenda með hinum sterka persónuleika sínum og eih- lægni.“ —o—- „Þýzk myndlist á 20. öld“ nefnist sýning á 178 málverk- um, höggmy ndum og kopar- stungum, sem nýlega var opn uð í Nútímalistasafninu í New York borg. Þetta er stærsta sýning sinnar tegundar, sem nokkru sinni hefur verið hald- in í Bandaríkjunum. Á meðal listmálara, er myndir eiga á sýningunni eru: Ernst Bariach, May Beckmann, Oskar Koko- schka, George Gross, Wilhelm Lehmbruck, Max Ernstj Franz Marc, Emil Nolde og Paul Klee. —o—- Leonard Bernstein hefur vérið ráðinn hljómsveitarstjóri New York fílharmóníuhljóm- sveitarinnar til þriggja ára. — Hinn 39 ára gamli hljómsveit- grstjóri, píanóleikari og tón- skáld, er næst yngsti maður- inn, sem ráðinn hefur verið hljómsveitarstjóri fílharmóníu hljómsveitarinnar á þeim 116 árum, sem liðin eru frá stofb- un hennar. Dimitri Mitropoul- os, sem verið hefur hljómsveit arstjóri hljómsveitarinnar frá, 1951 hættir störfum í lok þessa hljómleikaárs. Bernstein hefur samið verk fvrir sinfóníuhljómsveitir, fjóra söngleiki og eina óperu. er nefnist „Róstur á Tahiti.1' Arið 1944 voru gagni'ýnendur í New York á einu máli um það, að sinfónía hans, „Jerem- ish“ vær': bezta hljómsveitar- verk, sem sarnið hefur verið á því ári af bandarísku tón- skáldi. Bernstein var fyrsti bandaríski hl j óms veiterstj ór- inn, sem stjórnað hefur hljóm sveit Scalaóperunnar í Míl- anó. Harin hefur éihriiý stjórn að Boston-sinfóníuhljómsveit inni, Filadelfíuhljómsveitinni og hljómsveitum á Ítalíu, Eng landi, Austurriki, Þýzkalandi., Tékkóslóvakíu og í Israel. í New York filharmoníu- hljómsveitinni, sem er sin- fóníuhljómsveita elzt í Banda ríkjunum eru 104 meðlimir. Hún heldur rúmlega 100 hljóm leika á ári í Carnegie Hall i New York, að ótöldum um það bil 150 tónleikum, sem húri heldur á hinum árlegu hljóm- leikaferðum sínum. Á meðal frægra hljómsveitarstjóra,, sem stjórnað hafa hpjómsveitrnni, eru: Anton Seidl, Felix Wein- gartner, Richard Strauss, Wil- les Mengelberg, Gustav Mahl- er, Wilhelm Furtwaengler, Ar- turo Toscanini, Joset Stransky, Arthur Rodzinski, Sir Thomas Beecham, Bruno Walter, Sir. John Barbiolli, Leopold Sto- kowski, Georg Szell og Charl- es Munch. —o— „Sólaruppkoma v.ið Campo- bello,“ heitir nýtt leikrit eftir Doré Schary, er fjallar um Franklin D. Roosevelt, og verð u það f.rumsýnt í New York: borg' snemma á þessu ári, Ralph Bellamy fer með hlutyerk hins látna forseta Bandaríkjanna, en Mary Fickett fer með hlut- verk konu hans, Eleanor Roosevelt. Stjórnandi verður Vincent J. Donehue. —o— Marie Meneghini Calias sópranóperusöngkonan fræga, fer í fyrstu söngleikaför sína um Bandaríkin á þessu ári. Frá því að hún söng í fyrsta sirni i Bandaríkjunum í Chicagóóp- erunn: árið 1954, hefur hún aðeins komið fram þrisvar sinnum opinberlega þar í landi. Maria Callar hefur verið ráðin til að syngia hlutverk Violettu í óperunni La Traviata eftir Verdi, sem flutt verður í. Metrópólitanóperunni í New York í febrúarmánuði n.k. —o— William Faulkner hefur nú lokið við nýja skáldsögu,. er nefnist „The Mansion" og er það þriðja og síðasta skáld- saga hans um Snopes-fjöl skylduna. Fyrsta bók Faulkn- ers, er fjallaði um þessa fjöl- skyldu var „The Hamlet“ (gef- in út 1940, síðan kom „The Town,“ er var gefin út árið 1957. Það er Random House bókaforlagið í New York, sem gefur út nýjustu bók Faulkners einhverr.tíma á .þessu ári.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.