Alþýðublaðið - 09.03.1958, Qupperneq 7
Sunnudagur 9. marz 1958
A. 1 þ ý 5 u b 1 a ð i 8
7
Á SEINNI ÁRUM hafa banda
rískir listfræðingar gefið út
nokkrar merkilegar bækur.
Margar þeirra fást við eldri
menningartímabil og meistara.
Frábærlega vel samdar ritgerð-
ír og sýnishornabækur hafa
verið gefnar út á vegum Ný-
listasafnsins í New York. Og
sennilega er það ekki hvað sízt
á sviði nýlista, sem bandarískir
sérfræðingar hafa náð merki-
legum árangri. Það skapar og
traustan grundvöll að slík vís-
índi eru vei styrkt í Bandaríkj
unum. Þar er það ekki óvenju-
legt að listfræðingum sé veitt
leyfi frá störfum um árabil til
að vinna að einhverjum sér-
stökum rannsóknum. Þeir dvelj
ast við nám og kynningu í Ev-
rópu og viða þar að sér verk-
efnum og heimildum, sem verða
uppistaða ritgerðanna. En það
er þó varla eingöngu peninga-
ráðin sem skera úr um þetta,
heldur fyrst og fremst hagsýni
Bandaríkjaimanna og dugnaður
í starfi. Að minnsta kosti hefur
starf listfræðinganna borið góð
an árangur.
Hið mikla verk Bernhards 'S'.
Myers um þýzku expressionist-
ana, sem nú er komið út bæði
á þýzku og ensku, er glæsilegt
dæmi um það. Það er ekki auð-
velt a.ð lýsa þessari hreyfingu,
sem brauzt fram af svo miklum
ofsa á Þýzkalandi í byrjun ald-
arinnar og sameinar margar og
mismunandi stefnur í nýmynd-
list undir einu nafni. Þegar
sleppt er ýkjuhneigðinni í
hrifningarkenndri tjáningu ex-
pressionismans verður því ekki
móti mælt að hann er eitt hið
merkilegasta stefnufyrirbæri í
menningarlífi vorrar aldar. Það
kemur ótvírætt fram af hinni
rökföstu, sagnfræðilegu grein-
argerð B. Myers, þar sem hann
skýrir hinar íistrænu forsend-'
ur er lágu að því að þessi
straumhvörf skyldu verða ein-
mitt á Þýzkalandi, Ljóst, for-
dómalaust og af öruggri dóm-
greind skilgreinir hann hreyf-
ínguna og metur hana og þá
listamenn, sem henni fylgdu, og
byggir bað mat sitt á evrópsk-
cm viðhorfum. Expressionism-
ínn skiptist í mörg tímabil eftir
breyttum tjáningarformum. Að
Nolde einum undanskildum
breyttu flestir merkustu ex-
pressionistarnir smám saman
tjáningarformi. Sterk, félags-
leg, andleg og menningarleg
átök í sambandi við síaukna
iðnvæðingu Þýzkalands höfðu
lagt grundvöllinn að expressi-
onismanum. Hann var í eðli
sínu stórborgarhreyfing,, átti
rætur sínar að rekja til Berlín-
a, Miinchen, Kölnar og Dres-
den. Og hann var frá byrjun
alger andstæða efnishyggj-
unnar.
Þegar hjá þeim Ernst Lud-
vig Kirchner og öðrum ungum
málurum, sem stofnuðu með
sér í Dresden 1905 samtök er
þeir nefndu „Der Brucke“, verð
ur vart barnslegrar trúar á
bræðralag allra manna. Og það
er þessi brennandi áhugi fyrir
breyttri afstöðu til mannsins
og mannanna, sem er driffjöð-
ur expressionismans. Þeir van
Gogh og Edvard Munch voru
hinir stóru spámenn hrevfing-
arinnar á fyrsta skeiði hennar.
Hjá van Gogh var það þrá
mannsins að mega sameinast
alheimseindinni sem réði. Hann
hafði skapað liststíl, þrunginn
cfsafengnum tjáningarmætti,
sem eintaeitt var að hinni sál-
rænu reynslu. Þegar hann mál-
aði myndina „Kornakur við St.
Rémy“, með logandi, seiðrænni
glóð í hverjum pensildrætti, af-
neitaði hann raunveruleikanum
til þess að höndla dýpri sann-
leika.
Það er staðreynd að tilfinn-
inga gætir mun meira í verk-
um þýzku expressionistanna en
„fauivistanna“ frönsku, sem
uppi voru samtímis þeim. Þar
er að vísu um hliðstæða hreyf-
ingu að ræða, en Frakkarnir
stefna meir að einföldu, stíl-
rænu formi. Jafnvel þar sem
Matisse og aðrir af „fauvistun-
um“ breyta mannlegu vaxtar-
lagi til þess að auka hita tján-
ingarinnar verður hreinleiki og
samræmi þó ráðandi. Af frönsk
um málurum á þessu tímabili
er það aðeins Rouault sem tal-
izt getur samsvara listmálurun-
um í Die Bruckes hreyfingunni,
og bað þó fyrst og fremst fyr-
ir það að hann hafði tileink-
að sér innileik og tækni mið-
aldamestaranna í rúðustein-
ingu.
Þýzku expressionistarnir áttu
sér sína fyrirrennaa. I mvnd-
Sextugur á morgun:
ÞÓRÐUR BENEDIKTSSON,
Iramkvæmdastjóri SÍBS er sex-
tugur á morgun. Hann er fædd-
Ur að Grenjaðarstað, sonur
Benedikts Kristjánssonar pró-
fasts og Ólafar Ástu Þóraríns-
dóttur frá Víkingavatni. Hann
lauk prófi við verzlunarskóla
Reykjavífcur 1919, dvaldist í
Danmörku friá: 1920—1924, er
íhann settist að í Vestmanna-
eyjum, sat á alþingi 1942—1943
en veiktlst og var una hríð að
Vífilsstöðum. Þá gekkst hann,
ésamt nokkrum öðrum, fyrir
stofnun SÍBS og, hefur verið
forseti þess og driÆfjöður í hygg
ingu Vinnulrælisins að Reykja-
lundi um margra ára skeið og
framkvæmdasíj ór i Vör uh app-
drættis SÍBS, sem orðið hefur
u.msvifamikið fyrirtæki í hond-
Þórður Benediktsson
umi hans. Vinir hans og sam-
starfsmenn halda honum sam-
sæti annað kvöld.
um Mathiasar Griinewald frá
því síðla á miðöldum má finna
sömu leiðslukenndu hrifning-
una. Einnig varð síðgotneski
tréskurðarstíllinn þeim fvrir-
mvnd að dirfsku og styrk í
svartmyndum, en svartlist
stunduðu þeir af mikluna áhuga.
Það er merkileg levsing í þess-
ari þýzku listhreyfingu; það
leynir sér ekki að um straum-
hvörf er að ræða, en úr þessu
umróti lita, skoðana og slag-
orða reis þó eitt sameiginlegt
takmark. Menn vildu sprengja
af sér fjötra hins gamla mynd-
forms. Og í raun réttri tókst
einni kynslóð listamanná að
valda gerbyltingu í öllum
myndlistarhugtökum. Hún lagði
megináherzluna á túlku ninnri
reynslu listamannsins, óbundna
af öllum viðjum forms og
mannasetninga, ódulbúna. Hún
gaf Iistamaninum mun lausari
hendur varðandi alla útfærslu
en liststefnur undanfarinna
tímabila.
Edvard Munch hafði svipaða
þýðingu fyrir þýzka myndl. og
Cézanne fyrir franska. Sú
ástríðukennda túlkun sem ein-
kennir myndir Nolde, Barlach,
Kokoschka og annarra þýzkra
listamanna er auðrakin til
mynda þessa mikla, norska lista
manns, sem sigraði Þýzkaland
á einu vetfangi fyrir það reg-
inhneyksli, sem myndir hans
vöktu á Berlínarsýningunni
1892, Hann var búsettur í Þýzka
landi til 1908 og hafði gífurleg
áhrif. Verk hans virtust runn-
in úr umróti og átökum dags-
ins og túlka hana á sterkari
hátt en nokkurs annars sam-
tímalistamanns. í landslags-
myndum sínum virtist hann
nálgast sjálfan leyndardóm nátt
úrunnar. Hann lagði mesta
áherzlu á táknmál hvers hlut-
ar. Með myndum þeim er hann
málaði fyir 1908 hefur hann
lagt að verulegu leyti grund-
völlin að expressionismanum.
Hvað eftir annað koma áhrif
hans óvefengjanlega fram í mál
verkum og svartlistarmyndum
þýzkra listamanna um þetta
leyti.
Þó skyldi enginn ætla að
verk þýzkra expressionista ein
kenndust öll og alltáf af þess-
um tjáningarhita og ofsa í túlk
un. List þeirra á líka til hlé-
dræga einlægni. Sem dæmi um
það má nefna Paula Mender-
sohn Becker, sem lýsir lífi og
kjörum fátæklinganna í Worp-
swede í Bremen. Það er gert
af háþroskuðum næmleika fyr-
ir samræmi í litum og línum.
Fyrir kynni sín af skáldinu
Rainer Maria Rilke og konu
hans hélt hún til Parísar þar
sem hún kynntist verkum Gaug
uins, van Gogh og Cézannes.
Mvnd hennar af Rilke er ein-
hver hin merkilegasta og Ijós-
asta heimild um persónuleika
bessa skálds. Paula Becker lézt
ár.ið 1907, dáð af öllum expressi
onistum. Sama fínleika í tján-
ingu og Ijóðræna skilning má
finna hjá Christian Roafs og
Otto Mueller. Engu að síður
eru þeir í flokki expressionista.
Ef nefna á einhvern einstak-
an málara sem einkennandi full
trúa expressionista rnundi það
verða Emil Nolde, sem fæddist
í Slésvík og var eins konar
tengiliðúr þýzkrar og danskrar
listar. Hann var upphaflega í
Die Brucke-samtökunum, en
gekk úr þeim síðar. Það var
ekki eingöngu van Gogh sem
áhrif hafði á stíl hans. Hann
kynntist persónulega belgiska
málaranum James Ensor og
hreyfst. mjög af list hans. List
negra og annarra frumstæðra
þjóða á Suður- og Austurlönd-
um varð honum rík uppspretta
eins og mörgum expressionist-
anum, — til dæmis Picasso þeg
ar hann málaði mvndina ,Kon-
ur frá Avignon". Nolde gerði
langa för til Suðurhafseyja og
málaði þá margar sérkennileg-
ar vatnslitamyndir, leyndar-
dómsfullar og litríkar, og
seinna náði list hans oft hæst
í vatnslitamyndum hans.
En það var sama hvað Nolde
hafði í höndunum, hann gekk
alltaf umsvifalaust á hólm við
viðfangsefnið. Expressionism-
inn einkenndist jafnan af þrá
eftir óendanleikanum, leit að
því sem liggur á bak við öll
sjáanleg form. Þetta er og ein-
kennandi fyrir list Noldes. Var
bá líka trúarlegur grundvöllur
að expessionismanum? Já, seg-
ir Myers, hinn trúarlegi express
ionismi var einn meginstraum-
urinn í andlegu lífi fyrstu ára-
tug 20. aldar.
Það er athvglisvert að Bern-
hard Só Myer lýsir einnig náið
þeim Kandinský og Paul Klee,
sern síðar höfðu mikilvægustut
áhríf á nýtízku abstraktlist.
Var Kandinsky þar um margt
brautryðjandi, einkum meS
skilgreiningu sinni á nýtízku
myndlist. Myndir þær sem hann
gerði fyrir fvrri heimstyrjöld-
ina bera sterk einkenni express
ionismans, enda þótt hann gerði
seinna óhlutlægar myndir sem
beindust. fyrst og fremst að
undirmeðvitundinni. en minni
áherzla væri lögð á form og
myndrænan sííl. Og einmitt
þetta telur Myer sérkenni ex-
pressionismans.
I lok bókarinnar tekur hann.
samt fram að hinn eiginlegi
býzki expressionismi hafi ekki
lifað af Hitlerstímabilið. Hins
vegar hafi hann öðlast nýtt líf
í list ýmissa annarra þjóða, —-
Belga. Hollendinga og Banda-
ríkjamanna.
ÖRLAGAÞRÆÐIR MANN-
LÍFSINS mynda flókin vef.
Hver einstaklingur ber að
sjálfsögðu sína ábyrgð, sem
ekki verður umflúin, hver sem
í hlut á. Þrátt fyrir það verð-
ur því ekki neitað, að áhrif
eins á annan eru svo sterk,
að undir mörgum kringum-
stæðum getur samfélagið ráð-
ið úrslitum um það, hvað ger-
ist. Og nú á dögum er sam-
félagið orðið flóknara en
nokkru sinni fyrr, áhrifin
margþættari. Þú hefur áhrif
á fleiri og fleiri hafa áhrif á
þig, en nokkur gerir sér í hug
arlund.
Ogæfan. mikla.
Þungur skuggi lagðist yfir
Reykjavík um síð'ustu helgi,
og er óþarfi að rifja það, hvað
gerðist. Vonandi munu allir
þeir, er hér eiga hlut að máli,
f'inna samúð og hjartahlýju
frá kfistnum samborgurum
sínum — undantekningar-
laust. En gefur þessi atburður
ekki einnig ástæðu til þess, að
vér spyrjum 'sjálfa oss, hvort
vér berum ekki einhvern
hluta hinnar miklu sektar? —
Allir ættu að vita, að í sam-
-félagLvÐru, er.-tiÞmikið &í hrif-
næmum sálum, fólki, sem á
einhvern hátt er veiklað undir
niðri. Það er stundum æðilít-
ill munur á sjúkum og heil-
brigðum á yfirborðinu. Marg-
ir eru þannig, að unair niðri
stríða þeir við tilhneigingar
og ástríður, sem ef til vill
læknast alveg í umhverfi ró-
semi og friðar, en þola engan
veginn það umhverfi, sem
þrungið er af æsingu, eytur-
lyfjanautn, umhugsun um
glæpi eða annað því* m líkt,
eða umhverfi, sem einkennist
siðferðilegum slappleika.
Ilin þunga sekt
samfélagsins.
Er það góð aðstaða fyrir þá,
sem á einhvern hátt eru veikl
aðir að hafast við í Reykja-
vík? Um hverja helgi eru
hundruð manna við vín-
drykkju, sem deyfir dóm-
greindina og örvar ástríðum-
ar. Er furða, þóít einhvern
tímá hljóiist alvarlegt slys af?
•— Fjöldi manna hefur sér til
dægrastyttingar bækur og
tímarit, þar sem reynt er aS
bregða sévintýrablæ yfir ná-
kvæmleg sams konar atburði
og þann, sem nú hefur valdið
sorg á þjáningu. Er slíktl vel
fallið til að styrkja siðferðis-
þrek þeirra, sem veikir eru
fyrír? Vér hrökkvum við, ef
fimmta boðoðið er brotið. —
En eggjum vér yfirleitt nóga
stund á að innræta hver öðr-
um gildi og nauðsyn boðorð-
anna allra, bó að vér viður-
kennum, að bau séu guðs boð?
Skapgerðarlistin.
Einu sinni var nokkuð tal-
að um skapgerðarlist. Og raun
ar er alltaf verið að ræða um
andlegan og líkamlegan
þroska, menningu o.s.frv. En
er félagslíf og samkvæmislíf
vort yfirleitt vel til þess fall-
ið að styrkja veika skapgerð
eða byggja upp heilbrigt sál-
arlíf? Kristin kirkja gefur sín
boðorð, en hún gerir meira..
Hún býður hjálp og aðstoð þyí
fólki, sem vill sameinast um
fegurstu hugsanir, sem hugs-
„aðar.hafa Vörfð,. — fólki, sem
vill koma saman til að biðja
til að leita huga sínum hvíld-
ar og friðar í ’skjóli guðs. —
Þeir. sern þiggja þessa aðstoð,
iðka bænina, hugleiðinguna,
guðsþjónustuna, vita það vel,
að þeir geta ekki án slíks ver-
ið, — og veitir ekki af hjálp-
inni, því að syndin er alls
staðar og sjúkleikinn víða.
„Guð, verfu- mér synd-
ugiun ]tknsamur“.
Þannig bað tollheimtumað-
urinn forðum, og þannig ætt-
um vér aliir að biðja, ekki sízt,
þegar hínn þungi skuggi sekt-
arinnar fellur á samfélag vort,
svo sem nú varð raunin á. ..
Vertu guð faoir, faðir minn
í frelsarans Jesús nafni.
Hond þín leiði mig út og inn,
svo allri syntl ég hafni.
J a k o b J ó n s s o n »