Alþýðublaðið - 14.03.1958, Blaðsíða 7
Föstudagur 14, marz 1958
AlþýSublaSiS
EINU SINNI enn eru hag-
fræðingarnir farnir að glápa í
Itristalskúlur og leita frétta um
famtíðina. Virðulegri lýsingu á
|jví, sem þeir kalla vísindalega
rannsókn á fjármálaástandinu,
er ekki hægt að gefa. Ef til viil
er ekki hægt að ásaka vesalins
Jiagfræðíngana. Heimur raun-
verulei kans er allur annar en
sú veröld, sem þeir kynntust í
kennslubókunum. Kenningin
iim framboð og eftirspurn var
ágæt meðan hun þénaði þeim
tilgangi einum að vera til leið-
foeiningar rugluðum fjármála-
spekingum, en í reynd er hún
einskisvirði. Akvarðanir í fjár-
málum eru óaðskiljanlegar frá
pólitískum ákvörðunum og því
eru spádómar um efnahagsmál.
nm leið spádómar um pólítísk
viðhorf.
Þetta er mjög greinilegt í
Bandaríkjunum. Vissar stað-
reyndir eru kunnar, en hvaða
ályktanir má af þeim draga, er
öllum frjálst að geta sér til um.
Leikmenn geta dregið af þeim
fullt svo réttar ályktanir sem
lærðir hagfræðingar.
Atvinnuleysi í Bandaríkjun-
am er álíka og það var mest
á árunum fyrir stríð og iðnað-
arframleiðslan hefur dregizt
saman um 6 af hundraði síðan
í ágúst síðastliðnum. Tekjur
einstaklinga hafa minnkað um
einn a£ hundraði á sama tíma.
Það er mikið, ef haft er í huga
að fjármálalíf Bandaríkjanna
byggist á ofsalegri eyðslu al-
mennings. Minnkandi eyðsla
samíara samdrætti í iðnaði virð
íst munu haldia áfram í Banda-
ríkjunum. Engum getum verð-
ur að þvi leitt hvar þetta i\jdar.
Á ferð minni um Bandaríkin
síðastliðið hadst voru þessar
staðreyndir ekki orðnar svo
ijósar sem nú er. En margir
voru þá orðnir kvíðafullir um
framtíðina og „The American
Way of Life“ var mönnum ekki
jafn bjartur í augum og áður.
Spútnik hinn rússneski var mik
íð áfall hinum sjálfumglöðu
Bandaríkj amönnum.
Aðstaða kommúnista mundi
styrkjast að ráði, ef saman
færu tekniskir yfirburðir Rússa
og samdrátþir í efnahagslífi
Vestur veldanna.
Hér. er auðvitað of mikið
sagt, en fjöldi Bandaríkja-
manna .hafði samt áhyggjur
stórar út af því að svo kynni
að fara, að heimurínn yrði að
velja á milli hins háþróaða
tækniveldís kommúnista og
kreppuástands og vísindamis-
taka Bandaríkjanna.
Afrek brezku vísíndamann-
anna í Harwell hefur brúað bil
ið milli rússneskra og vest-
rænna tækniafreka, enda þótt
TÚNISBÚAR undír forystu
Ilaiiib Bourguiba eiga í styrj-
öld við Frafeka, — en það er
Sitr'íð með alveg nýjum hætti.
Herlið kemur því ekki. við sögu,
að niinnsta kosti ekki hern-
aðarmáttúr Frakklands.
Ennþá einu sinni hefur það
sannast, að Bandaríkin og
Sovétríkin eru einu hernaðar-
stórveldi heimsins. En Frakk-
land með 400 þús: manna hex
í Alsír, 20 þús. manns í Tún-
p|s, fl'otastöð í Biz'Exta, istóra
flugveili víðs vegar um Túnis
<og ný'tízkulega radarstöð á
Bonehöfða er gjörsamlega van
megnugt í Norður-Afríku.
■Sitcrveldin. tvö varpa skuggum
sínum yfir Norður-Afríku, en
Firakkar eru ráðþrota. Habib
Bourguiba hefur ráð Frakka í
hendi sér af bví að hann hef-
ur öll ráð yfir flotahöfninni í
Bizerta. Hú<n er stærsta og
fullkomnasita höfnin við Mið-
jarðarihaf. Þaðan er hægt að
ráða yfir sunSumim, miili Sar-
diníu og Sikileyjar o-g fylgjast
með öllum skipaferðum milli
Gibraltar og Súez, olíuflutn-
ingaleiðinni frá Austurlöndum.
ií Bizerta eru dráttarbautir
fyrir stærstu herskip og risa-
oliíuskip. Margir flugvellir eru
I hágremii hennar og geysistór
neðanj ar ðarloftvarnarbyrgi. —
Höfnin er undir stjórn Frakka.
NATO hefur haft á prjónun-
offi áætlun um. að hefja þar
mi'klai; framkvæmdir. Úr þeim
hefur þó aldrei orðið. Túnis
varð hlutlaust eftir að það
1 Bandaríkjamenn líti á það með
ólund. Enda þótt þeir hafi tal-
að mikið um nauðsyn þess að
halda í horfinu í vísindakapp-
hlaupinu, þá börðust þeir fvrir
því að uppgötvanirnar í Har-
well yrðu ék'ki gerðar hevrum
kunnar.
Óhugnanlegasta atriðið í
sam.bandi við ástandið í Banda-
ríkiunum er. hversu fjármála-
spékingaf Iandsins eru fúsir að
álykta sem svo, að greiðasta
leiðin út úr ógöngunum sé að
auka útgjöld til hernaðarþarfa.
Hernaðarútgjöld ’ Bandáríkj-
anna fyrir árið 1958 eru 23 bill-
jónir dollara, en voru í fvrra
17 billjónir. Þetta eru gífurleg-
ar upphæðir.
Fjármálaspekingarnir eru
ekki sammála um hvenær hin
aukna fjárveiting fer að hafa
áhrif á iðnaðarframleiðsluna.
Sumir beirra álí.ta að fiárveit-
ingin muni hvetja fólk til að
leggja fé í hlutafélög, aðrir
telja að hergagnaframleiðslan
verði að aukast áður en almenn
ingur fær traust á efnahags-
kerfinu. Allir eru þó sammála
,um. það, að efnahagslíifíð komist
ekki á réttan kjöl fyrr en í árs-
lok 1958.
Ef þessir spádómar eru á rök
um reystir, bá leiðir af því, að
hinn svokallaði frjálsi heirnur
nýtur ekki góðs af afturbata
Bandaríkjanna fyrr en á miðju
ári 1959.
Yfirstandandi ár verður vafa
laust tímabil efnahagskreppu,
stjórnmálavandræða og atvinnu
leysís. En það, sem mér sýnist
kvíðvænlegast í sambandi við
ástandið, er sú skottulækning
Bandaríkjamanna að ætla að
b.iarga öllu með auknum víg-
búnaði, Hver er þá afstaða
beirra til samkomulags um af-
vopnun? Eða gera þeir ráð fyr-
ir að kalda stríðinu ijúki al-
drei?
Mann hlýtur að gruna.
að Bandaríkjamenn æski.
ekki eftir neiriu saimkomu-
lagi um afvopnun eða minnk-
andi spennu í alþjóðlegttm
deilumáiúm.
urvals!
effir Gnðmynd Guðmundsson.
LOKIÐ er dagsins ys og erli.
yfir sígur húmið dökkt.
Engin sála sést á ferli,
sérhver götutýra er slökkt.
Yrir úr þoku úrgum salla,
ýlir í síma góuþeyr.
Drýpur af þökum, — dropar faila,
dropar falla — einn og tveir,
einn —■ og — tveir,
einn og einn — og tveir og tvfeir!
Hérna lágu léttu sporin,
löngu horfin, sama veg:
Sumarblíðu sóiskinsvorin
saman gengu þeir og ég,
vinir mínir, — ailir, allir,
eins og skuggar liðu þeir
inn í rökkurhljóðar hallir,
hallir dauðans — einn og tveir,
einn — og — tveir!
Hér við kvöldskin svanir sungu
sumarkvæðin tíguleg. —
Glöð í lund, með Ijóð á tungus
leiddust hérna — þær og ég,
fagurieitar, Ijósar drósir,
logaði í augum brími skær. —
Inn í kuldans ríki rósir
rauðar hurfu — ein og tvær,
— ein — og — tvær!
Hægan, seinan hlaðið treð ég,
hljóðfall dauðans stillir för,
krappar götur krapið veð ég,
kroki fæti og bít á vör.
Dapu.rt njólu nöldurljóðið
nístir sál. er skyggir meir, —
alltaf sama, sama hljóðið,
sama hljóðið’: — einn og tveir
einn — og — tveir,
einn og einn — og tveir og tveir!
■ .
Bourguiba.
hlaut siálfatæði og NATO verð-
ur að fresta öllum framkvæmd
uni í Bizerta, þar til lagaleg
staða hafnari'nnar hefur verið
ákveðin.
Frakkar hafa aldrei gengið
að fullu frá samningum við
Túnis um Bizerta. Samninga-
umileitanir hafa alltaf farið út
um þúfur. Og núna er Frökk-
um að verða lióst, að þeir hafa
engan. rétt til að vera í Bi-
zerta, ef Túnisbúum dettur í
hug, að stugga við þsim það-
an.
Bourguiba virðist hlynntur
því, að Aitlantsíhafsbandalagið
fari naeð yfirstiórn flotahafn-
arinnar í Bízerta. Eh honum
er áhugamál, að Frakkaf hverfi
á brott þaðan. Ef Atlantshafs-
bandalagið tekst á hendur
Framhald á 9. síSu.
NÚ er sá tími kominn, að
margir eru farnir að gera áætl-
anir um hvernig þeir eigi að
eyða páskafríi sínu og þá reik-
ar hugurinn jafnan lengra, til
sumarfrísins.
Ég hef undanfarið verið að
rifja upp nokkrar sögur um ó-
heppni í sumarfríum, sem ég
eitt sinn las og datt því í hug,
að gera úr þessu eins konar
rabbþátt um þetta efni, þegar
þau augnatalit: hafa komið yfir
einstaklinga, að þeir hara óskað
þess heitast að þeir annaðhvort
væru einhvgrjír aðrir en þeir
sjálfir, eða ’þá að þeir væru
sokkarnir niður úr gólfinu.
*
Þegar ég var sautján ára, seg-
ir ein sögumanneskjan, varð ég
fyrir því í sumarfríi mínu, að
mér var boðið á mjög fínan
dansleik, þar sem jaínvel nöfn
allra þátttakenda voru kynnt
u.m Ieið og þeir gengu í salsnn.
Ég átti ekki þann fatnað, er
til þessa þurfti, en þegar mér
hafði tekizt að utvega skósíðan
kjól og gott stíft undirpils, þótt-
ist ég fær í flestan sjó. Mér
fannst að ég hlyti að verða
gyðja kvöldsins, svo fín var ég.
Það sem mér hafði láðst að
atþuga var, að þegar gengið
var inn í danssalinn var farið
upp nokkrar tröppur. Þegar ég
steig upp í íröppurnar og átti
aðeins tvær effcir, voru nöfn
mín og herrans kölluð upp, en
einmitt um leið steig ég í pils
kjólsins og datt fram yfir rnig
kylliflöt á gólfið. Auðvitað reif
ég pilsið og andlit mitt várð
mun rauðara en renningurinn,
sem lá upp tröppurnar.
Hvernig hefði verið áð lyfta
aðeins pilsinu upp meðan geng
ið var upp tröppurnar?
*
Síðastliðið sumar fór ég til
Sviss og Ítalíu, segir önnur
sögumanneskja. Þegar til Sviss
'kom. hafði ég meðferðis stiá-
skó, sem ég setlaði mér að nota
við að ganga um Alpana. Voru
þeir. skreyttir fögrum blómum.
Eg ætlaði m. 3. að ganga upp
í fjallahótel eitt frá járnbraut-
arstöðinni og var mér bent á
eins konar kúagötu, sem væri
auðveldasta leiðin upp fjallið
fyrir gangandi fólk.
Þegar upp í fjallið kom, varS
ég' fljótt vör við að ég átti
íjölda aðdáejticta í hlíðinni, en
það. var kúahjörð, sem var þar
á foeit. Þær komu allar til mín.
í hóp og héldu í huxnátt á eftir
mér. Þær næstu voru jafnvel
svo elskulegar að láta inig vita
hvers vegna ég hlaut þessa at-
hygli. Þær tóku sem sé til með
að hnúsa a£ skónum mínum.
Ég tók því til fótanna og
lagði á flótta, því að lítið kærði
ég míg uni að láta þær fara að
naga af mér skóna.
Þess þarf víst ekki að geta,
að’ ég var orðin skólítil og sár-
FramhaM á 9. síðu.