Alþýðublaðið - 21.03.1958, Síða 4

Alþýðublaðið - 21.03.1958, Síða 4
4 AlþýSnblaSlS Föstudagur 21. marz 1958 VETTVAN6tílt 9A6S/0S SIGURÐUR ÞÓRARINSSON sag'ði í ágætu erindi í útvarpinu um daginn og veginn, að færri tækju nú þátt í skíðaferðum en fyrir áratug. Þetta er rétt. Um tíma var það tízka að fara á sniði um helgar, en svo féll tízkan nið ur. Ef til vill stuðlaði það að ])ví, að varla var hægt að komast á skíði í nokkur ár vegna snjó- 'eysis. í vetur hefur hins vegar verið mjög gott skíðaíæri, en fólkiff hefur ekki kunnað að nota |>að. f'ÁTT mun eins heilbrigt fyr- tr ungt fólk og að stunda skiða- íþrótt og er það því míkill skaði fyrir það sjálft ef það hættir því. Sigurður drap á það, að skólarn- xr þyrftu að efna til skíðaferða fyrir nemendur sína á vetrum. Barnaskólarnir munu gera þetta, en aðeins einu sinni á vetri fyr- ir hvern bekk. Það er ekki nóg. Þ»eir ættu að efna til skíðaferða en aðeins fyrir börnin miklu oft ar og að minnsta kosti tvisvar í vnánuðí þegar snjóar eru. ÞAÐ ER BETRA fyrir börnin að fá að fara á sldði undir stjórn kennara sinna en að sitja á skóla bekknum allan veturinn og fara liinu sama fram á hverjum ciegi. Það mundi ekki draga úr náms- Hvers vegna fækkar fólki í skíðaferðum? Börnin og snjórinn Hvað eru styrkþegar Menntamálaráðs að læra? Gott erindi Sigurðar Þórarinssonar. vilja barnanna, þvert á móti. Ég gæti trúað því að slíkar ferðir mundu glæða hann. Skipulag þarf að komast á þessi mál í skólunum næsta vetur og væri vel ef fræðsluráð Reykjavíkur vildi athuga þetta áður eh næsta skólaár hefst. ÞAÐ er langt síðan heyrzt hef ur eins gott erindi í þessum þætti og erindi Sigurðar. Hann talaði og um styrkja- og náms- kerfi Menntamálaráðs og hafði þar góðar tillögur fram að fcera. Hann fullyrti það, að ýmsir, sem njóta styrkja og lána frá ráðinu til náms erlendis, dvelur í öðr- um löndum aðeins til að skemmta sér. Hann minntist á alla þá, sem segjast vera að lesa franskar bókmenntir,. ískyggi- legt og grunsamlegt var það. ÞAÐ ER og sannast móla, að þegar maður les listann yfir þann mikla fjölda, sem r.ýtur stuðnings ráðsins, þá undrast maður námsefnin, að minnsta kosti mjög mörg. —■ Að likind- um þurfum við að fara aö end- urskoða þetta mál. Hagnýt vís- indi eru nauösynleg. Það er nauðsynlegt fyrir þessa þjóð að eignast sem flesta menn vel menntaða til þess að byggja upp atvinnuvegi okkar, en rnargt, sem sagt er að fólk sé að „læra“,. virðist hvorki stefna að aúknum þroska þjóðarinnar eða þeirra sjálfra. SIGURÐUR lagði til að tekin væri nokkurskonar úttekt á sér fræðingum okkar — og nám og námsstyrkir síðan miðaðir við það. Þetta er athygiisverð til- laga. Það er engum blöðum um það að fletta, að við þúrfurn að fara að endurskoða þessi mál. Hannes á horninu. Framhald af 9. síðu. ÁGÚSTA NÁÐI GÓÐUM TÍMÆ KEPPNISLAUST. Þó að Ágústa synti vel og ,,karlmannlega“. tókst henni ekki að hnekkja meti sínu, sem hún setti á /Fgismótinu fyrir nokkru. En árangurinn getur verið góður, þó að ekki sé um met að ræða. Ágústa synti á sínum næstbezta tíma, 1:07,5, algjörlega keppnislaust. Ágústa vann Flugfreyjubikarinn, gef- inn af Rögnvaldi Gunnlaugs- syni til minningar um systur haris, sem fórst í flugslvsi fyr- ir 11 árum. GLÆSILEGT BOÐSUND. Þegar vitað var að Pétur yrði ekki með, þá var enginn vafi á sigri ÍR í 4X50 m skriðsundi, en skyldi sveitinni takast að setja met keppnislaust? Vissu- lega tókst það, allir virtust upplagðír- og sveitin náði hin- um fr'ábæra tíma 1:49,7 mín, en mét Ármanns var 1:52,1 mín. Méðaltími á hvern sundmann er 27,4 sek. UNGLÍNGASUND. MiKil þáttaka var í unglinga- sundunum og mörg efni eru þar á ferðinni, 'sérstaka athygli vöktu Erlingur Georgsson SH, Hörður Finnsson ÍBK og Þor- steinn Ingólfsson ÍR. frf t«' Sagt eftir móúð <iuðin5!ndur Gíslasonr Eg er mjög ánægður með ár- angurinn, en tíminn í 100 m skriðsundi kom mér mjög á ó.vart, hafði ekki búizt við því að setja met. Jóhas Haildórsson, þjálfari: Mjög ánægður með árangur ÍR-inga þetta kvöld. Það hlaut að koma að því, að Guðmund- ur næði tíma á Evrópumæli- kvarða, hann æfir mjög vel og er reglusamur í hvívetna. Það er gaman að þjálfa íþrótta- menn, þegar þeir sýna jafn- mikinn áhuga óg Guðmundur. Hrafnhildur er í hraðri fram- för og það líður ekki á löngu þar til hún bætir bringusunds met kvenna á flestum vega- iengdum. 100 m. skriðsund karla: Guðmundur Gíslason, ÍR, 58,2 {miet). Guðmundur Sigurðss, ÍBK, 63,3 50 m. baksund drengja: Sólon Sigurðsson, Á, 36,5 Hörður Finnsson, ÍBK, 36,8 Vilhjálmur Grímsson, KR, 37,5 Ágúst Þórðarson, ÍA, 40,1 100 m. hringusund kvenna: Hrafnh. Guðmundsd., ÍR, 1:23,7 (metjöfnun). Sigrún Sigurðard., SH, 1:35,8 Bergþóra Lövdahl, ÍR, 1:38,3 Ingibjörg Einarsdóttir, Á, 1:43,9 100 m.^bingusund karla: Einar Kristinsson, Á, 1:18,1 Ólafur Guðmundsson, Á, 1:18.5 Valgarður Egilsson, HSÞ, 1:19,1 Þorsteinn Löve, ÍR, 1:19,2 Sigurður Sigurðsson, ÍA, 1:19,4 Torfi Tómasson, Æ og Magnús Guðmundsson, ÍBK, 1:20,2 50 m. bringusund drengja innan 14 ára: Þorsteinn Ingólfsson, ÍR, 41,0 Sigurður Ingólfsson, Á. 43,7 Þorkell Guðbrandsson, KR, 44,4 Stefán Jónsson, SH, 44,5 100 m. skriðsund drengja: Erlingur Georgsson, SH, 1:06,8 Hörður Finnsson, ÍBK, 1:07,6 Sólon Sigurðsson, Á, 1:08,2 Sigmar Björnsson, KR, 1:10,3 Sæmundur Sigurðss., ÍR, 1:11,0 Júlíus Júlíusson, SH, 1:13,5 100 m. baksund karla: Guðmundur Gíslason, ÍR, 1:09,4 Jón Helgason, ÍA, 1:15,5 Steinþór Júlíusson, Á, 1:20,0 Guðm. Sigurðsson, ÍBK, 1:22,1 100 m. skriðsund kvenna: Ágústa Þorsteinsd., Á, 1:07,5 Inga Helen, ÍBK, 1:27,4^ Þórdís Jóhannesdóttir, Á, 1:31,2 Hrafnh. Sigurbj.d., SH, 1:32,0 50 m. bingusund drengja: Hörður Finnsson, ÍBK, 37,5 Erling Georgsson, SH, 40,0 Valur Jónsson, Á, 40,0 Árni Waage, KR, 40,3 50 m. hringusund telpna: ITrafnh. Guðmundsd., ÍR,40,8 Sigrún Sigurðardóttir, SH, 44,4 Jóna Sigurþórsdóttir. ÍBK, 45,0 .Jónína Guðnadóttir, ÍA, 46,9 4x50 m. skriðsund karla: Sveit ÍR, 1:49,7 nýtt ísl met. (í sveitinni voru: Ólafur Guð- mundsson, Skúli Rúnar, Guð- mundur Gíslason, Gylfi Guð- mundsson). Sveit Ármanns, 1:55,4 mín. Sveit Ægis, 1:56,5 mín. „Hundrað kall" Framhald af 3. siðu. sambandi við kosningarnar. Á leiðinni lenti hann í hörðum bíiárekstri, en lét það ekki á sig fá, héit blaðamannafundinn eins og til stóð, hraðaði sér aft- ur heim til Napólí og hvatti knattspyrnulið sitt svo til sig- urs að dugði. Samanborið við hann fer heldur lítið fyrir þeim öðrum auðmönnum, sem vitað er að taka þátt í kosningabaráttunni í þetta skiptið suður þar. Meðal þeirra er þó ritvélakóngurinn Olivetti, sem lætur til sín taka á Norður-ítalíu, þar sem hann hefur myndað stjórnmálaflokk er ber langt nafn og hátíðlegt, —• Menningarsamband verka- manna og bænda. Hann telur sig standa næst sósíalistum og kveðst ganga til samstarfs annað hvort við Saragatista, sem eru fámennir, eða hina svo nefndu vinstri-sósíalista. sem Nenni veitir forpstu, en hann hefur lengi verið í slagtogi við kommúnista. Kommúnistar eru enn næst- fjölmennasti flokkur á Ítalíú, og Togliatti kveðst nú ekki í neinum vafa um sigur þeirra þar sern gervimáninn hafi sýnt og sannað yfirburði kommún- ismans, svo að ekki verði um villzt. Eftir er þó að vita hyern ig það stenzt í ítölskum kosn- ingunum. Norsk Tidcnd. S S S KERÐAHAPPDRÆTTI S Samband.s ungra jafnaðar-S manna er í fulium gangi. Mið^ ar cru afgreiddir til sölu-'1 harna á skrifstofu SUJ í AI- þýðuhúsinu við Hverfisgötu alla virka daga nema laugar- daga kl. 9—12 f. h. og 4—7^ e. h. Söluborn! Komið og tak^ ið miða Góð sölulaun. S, ÁSalfuidur Fríkirkjusafnaðarins í Reykjavík verður haldinn í Fríkirkiunni, sunnudaginn 23. þ. m. kl. 4 e. h. Fundarefni: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Önnur mál. Safnaðarstjórnin. fngélfscafé IngéSfscafé í Ingólfs Café í kvöld klukkan 9. Hljómsveit Óskars Cortes leikur. Ðansstjóri: Þórir Sigurbjörnsson. Aðgöngumiðasala frá kl. 8. — Sími 12-8-26. Útvega frá Vestur-Þýzkalandi og öðrum löndum: SSCIP OG BÁTA af öllum gerðum og stærðum. Ennfremur alls konar VÉLAfl O G ÁHOLD Leitið tiiboða. ATLANTOR DR. MAGNÚS Z. SIGURÐSSON, Hamburg 36/CoIonnaden 5. Verð staddur á Hótel Borg, Reykjavík til 25. b. m.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.