Alþýðublaðið - 21.03.1958, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 21.03.1958, Blaðsíða 7
Föstudagur 21. marz 1&53 4 1 þ ý S u b 1 a 3 1 8 ÞAÐ ER VOR í lofti í París- arborg. Frá hinum íburðar- miklu salarkynnum Ritzhótels- ins berst kliður kvenradda. það an heyrast fagnaðarhljóö á mörgum tungumálum og and- rúmsloftið er þrungið eftirvænt ingu. í þungum og útflúruðum sófum frá Viktoríuíímabilinu sitja tízkufréttaritarar, f-atnað- ariðjuhöldar og innkaupastjór- ar frá stórum vöruhúsum. Þeir halla sér makindalega aftur á bak og hvíla sín lúnu bein. — Hingað eru þeir komnir til að vera við þann atburð, þegar vortízka hinna leiðandi tízku- kónga Parísar er kynnt fyrir umheiminum. Dag eftir dag. frá morgni tíl kvölds sitj'a gestirnir og skoða af gaumgaefni sýningar frá þekktum listamönnum í tízku- heiminum, eins og t. d. Patou, Heim, Balmain og Fath. En hinir slyngu verzlunarmenn vita að það er ekki ráðlegi að festa kaup á módelkjólum fyrr en þeir hafa séð það, sem rauð- birkinn og góðlátlegur náungi að nafni Christan Dior, hefur fram að færa. Tízkusýning Diors er þess virði að bíða ögn eftir henni. Þegar sá stóri dagur rennur upp beinist athygli að gamalli höll í Avenue Montaigne. — Þangað liggur leiðin á sýningu Diors. Þegar í höllina kemur, eru allir pappírar vandiega at- hugaðir og menn eru leiddir til ■sætis „eftir stöðu“. — Blaða- menn fá þar sæti eftir því, hve stór og þekkt blöð þeirra eru, viðskiptavinirnir eru staðsett- ir eftir fyrri kaupum. Á svona stöðum vaða uppi tízkuþjófar eða öllu heldur hugmyndaþjóf- ar og til þess að vernda sig fyrir þeim, iætur Dior alla greiða ,geysihátt festarfé til þess að komast inn. Það er síðan dreg- íð frá, þegar menn gera inn- kaup. Eftirvæntingin liggur í loft- inu, þar í logagylltum sal hall- arinnar. Konur, klæddar nýj- ustu tízku, sitja órólegar i sæt- unum og menn láta falla siutt- ar athugasemdir. En alit þagn- ar strax, þegar fyrsta sýningar CHRISTIAX DIOR var listamaður á sviði kvenfatn aðar, Að vísu fannst mörgum hann helzt um öf róttæk- ur, en engu ;>ð síður var hann sá er valdið hafði á þeim vettvangi. Dior lézt í haust á ferðalagi á Italíu. Nokkru fyrír andlát hans birtist í hinu fræga vikublaði Time, grein sú, sem hér verður endursögð. Þar er greint á skemmtiiegan hátt frá starfi o? lifnaðarháttum hins umdeilda tízkukéngs. Christian Dior. daman birtist og yfir mörg and iit færist uppgerðarkæruleys- issvipur. Hvar.vetna eru keppi- nautar, sem gefa bverjir öðrum hornaug-a, og hversu mikinn á- huga, sem þeir hafa, reyna þeir að koma ekki upp um sig með minnsta andlitsdrætti. Sýningardaman. er tégrönn og vel vaxin. Augnaráð heimar er f jarrænt, þegar hún líður um gólfið, hún snýr sér í hring og svartklædd aðstoðarstúlka ti!- kynnir: „Colombine, fjörutíu og einn“. Ef heppnin er með verð- ur þögnin í salnum alveg með menn gleypa módelið með aug- sérstökum hætti, segir Dior og unum án svipbrigða. Sýningar- daman fer enn einn hring og hverfur síðan út af sviðinu. Þær koma hver af annarri og sýningin getur staðið í tvo tíma. Þá heyrist dynjandi lóí'a- klapp og áhorfendur standa upp úr gylltum stólunum, Um allan heim bíða þúsundir blaða eftir „orðinu". sem síðan er básúnað til fjarlægustu afkima. Dior ákvað í ár, að töfraorðið héti FR'JÁLSRÆÐI: „Línan er frjáls, frjáls eins og himinninn yfir París . . . víð eða þröng eft ir því sem hver vill . . . með eða án beltis“. í haust gildir svo annað ,,orð“. Nú hefur hann lát ið frá sér fara vhersdagsklæðn- að, sem neíndur er „straabrett- íð“ og samkvæmiskjóla, sem slá allt annað út að íburði. Fyrir tíu árum kom Dior fram með new-look tízkuna og fataframleiðendur sáu sér til á- nægju, að á sama augnabliki voru kjólar, dragtir og kápur unnar. Árangurinn var auðvit- í milljónum klæðaskápa ekki lengur samkvæmt kröfum tízk að stórkostlegur frá sjónarmiði iðnaðains og iðjuhöidar biðu þess með óþreyju, að Dior gerði aftur ,,skurk“ í fataiðnaðinum. í sambandi við new-look tízk una bannlýsti Dior hnén. „Sá líkamshluti má aldxei sjást. — Hnén eru hnútur og hnútur eru eftir mínum smekk mjög ókven legar.“ Hann virðist þó með tímanum hafa skipt um skoð- un, því eitt a'f nýjustu boðorð- unum er, að kjólfaldurinn skuli vera um hnén. Chr. Dior er fæddur árið 1905 og forfeður hans voru rík- ir aðalsmenn. Foreldrar C'hrist- ians vildu gera diplómat úr stráknum, en hann var með all an hugann v,-ð teíkningar og umfram -annað voru það föt, sem hann teiknaði. — Hann hreifst af listamannalífinu í París og brátt var hann horfinn í sollinn. Hann skorti ekki fé og gekk þar um stræti með flaueliskraga og bowlerhatt í Kápa eftir Dior, rissuð með tússbleki. félagsskap listmálara og Jonlist j armanna. Brátt stofnaði hann | listverzlun og hafði til þess styrk frá föður sínum, en garnli maðurinn varð gjaldþrota skömmu síðar. Það var árið 1935, að t.ízku- hús í París keypti nokkrar kjólateikningar af Dior, honum sjálfum mjög á óvænt. Það varð til að kveikja bál af þeim neista sem fyrir var hjá Dior. Hann byrjaði fyrir alvöru á tízku- teikningum, og „'fyrst þá, þeg- ar ég var þrítugur að aldri, byrjaði líf mitt“, sagði hann seinna. í þrjár aldir hafa klæðskerar Parísarborgar haft tögl og hald ir í tízkuheiminum Sá Ijómi hefur staðið allt frá dögum Lúðvíks fjórtánda. En í lok síð- ari heimstyrjaldarinnar var lá- deyða í frönskum tízkubúsum og New York notaði tækifærið og lýsti því yfir, að miðsíöð tízkunnar væri nú að finna þar á austurströnd Vínlands hins góða. ítalir bentu a Rórn, en París hafði enn ekki sagt sitt síð;ast.a orð. Stærsti vefnaðar- vöruframleiðandi Frakka, Mar- cel Boussac. varð að vonura skelkaður og fór Úta í kring um sig eftir tízkuteiknara, sem hleypt gæti fersku blóði í Par-- ísartízkuna. Glöggskvggnir menn bentu honum á Dior. Árangurinn var stórkostlegur og París var óumdeilanlega mið stöð tízkunnar sem fyrr. Lausn- Diors var new-look og hann út- skýrði það á þennan hátt: —• „Stríðinu var lokið og konur jafnt sem karlar höfðu klæðzt einkennisbúningum með stópp- uðum öxlum'. Ég umskapaði þessar axlir og gerði þær ával- ar og sömuleiðis brjóstin. Ég gerði kragana eins og nýút- sprungin rósarblöð og pilsin. stóðu út eins og blómhnappar". Fvrirtæki Diors hefur vaxið eins og hítabeltisplanta með milliónir Boussacs að bakhjal'ii og útibú fyrirtækisins eru urn. heim allan. Hann er nú byrjaS- ur að framleiða ilmvötn, sokka, undirfatnað, hanzka og pelsa. Dior selur árlega tízkuvöhuJ' til útlanda fyrir hvorki meira né minna en ca. 35 milijónir króna og það er helmingurinn Framhald á 8. síðu. HVAÐ eftir annað er okkur sagt, að hæglæti vestrænna diplómata stafi af því að Vest- urveldin þurfi alltaf að ráðg- ast um öll mikilvæg utanríkis- mál. í raun mun þessu vera þannig farið, en hvenær koma Vesturveldin sér saman urn nokkur áríðandi utanríkismál? Við skulum taka sem dæmi af- stöðuna ti.l hvenær kalla skal saman ráðstefnu æðstu manna. Þessi ráðstefna verður hald- in hvað svo sem Ðulles segir. Og það er mikilvægt að hún verði haldin á heppilegum tíma og hið bráðasta. í fyrsta lagi er almenningur á Vesturlöndum óþolinmóður yfir seinagangi stjórna sinna þegar um er að ræða mikilvægar ákvarðanir í utanríkismálum. Það mun ekki létta starf fulltrúanna á stór- veldafundinum, að hafa almenn ingsálitið gegn sér. Vafasamt er, hvort Bandaríkjamenn gera sér lióst í hvaða átt almenn- ingsálitið í Bretlandi hneigist. in Bevan: A einhvern dularfullan hátt hefur Macmillan tekizt að láta líta svo út, að Washington beri ábyrgðina, ef tilboð Rússa verð ur ekki þegið. Bæði þetta og flug amerískra flugvéla með kjarnorkusprengjur yfir ensku landi hefur valdið talsverðri spennu í afstöðu Breta til Bandaríkjamanna. Önnur ástæð an fyrir því, að velja hentug- ?.n tíma fyrir ráðstefnuna er sú, að frestun hennar kann að hafa slæmar afleiðingar fyrir Vest- urveldin. Hin yfirvofandi, og reyndar byrjaða kreppa í Bandaríkjunum er farin að hafa áhrif í Evrópu. Utan Rússlands eru hagfræðingar og stjórn- m'álamenn uggandi út af hinu aukna atvinnuleysi. At- vinnul'eysi í Bandarikjunum hefur tvöfaldazt á einu ári. í Vestur-Þýzkalandi bendir margt til þess að atvinna drag ist saman. Athugun á efnahags ástandinu vekur menn til um- hugsunar um, hvort ekki muni óþægilegt fyrir Vesturveldin að setjast að samningaborði með Rússum á sama tíma og sam- Idrátturinn í efnahagslífinu nær hámarki. Nú eru Rússar komn- ir fram úr Vesturveldunum í tæknilegum afrekum, á sama tíma og framleiðsla þeirra dregst saman. Oháðar þjóðir munu bera efnahagsástandið í Sovétríkjun um saman við ástandið í Banda ríkjunum og Vestur-Evrópu. Sá samanburður er okkur í ó- hag. Rússar eru ekki hræddir við að auka framleiðsluna og vita sem er að þeir verða ekki í vandræðum að koma vörum sínum í verð. Stjórnendur Vesturveldanna aftur á móti líta á aukna framleiðslu sem höfuðóvin þjóðfélagslegrar kvrrstöðu 'og status quo. Akvörðun Rússa, að fallast á íillögu Dullesar um utanríkis- ráðherrafund til undirbúnings ráðstefnu æðstu manna hefur komið illa við Bandaríkja-' menn. Rússar samþykkja að'á utanríkisráðherrafundi verði á- kveðið hverjir sitja ráðstefn- una og fundarsköp. En nú virðist Dulles ætla aS koma í veg ívrir ráðstefnuna. Hann krefst þess, að utanríkis- ráðherrarnir ræði einnig þaii mál, sem tekin skuli til um~ t' ræðu, bað er að segja, að rætt verði þar hið sama og á ráð- stefnu æðstu manna. Ef Banda- ríkin halda fast við þetta at- riði, þá er ráðstefnan dæmd til að farast fyrir og ábyrgðin skellur á Eisenhower og rá'ö- herra hans. Stórvaldaráðstefnan er nauS synieg og því fyrr, sem hún er haldin, þeim mun betra.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.