Alþýðublaðið - 27.05.1920, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 27.05.1920, Blaðsíða 1
O-eíið itfc af Alþýð uíiokknttm. 1920 fri frakklaRðl Khöfn 25. maí. Símað frá París, að járnbrautar- þjónar haldi verkfallinu áfram. Dechanel hefir dottið út úr járn- brautarlest og særst lítilsháttar. yiljijðllasambaniið. Khöfn 25. maf. Fulltrúar frá 37 löndum mæta á aðalfundi Alþjóðasambandsins. Alþjóðaráðið hefir ákveðið að skipa nefnd til þess að rannsaka afvopnunina. Smáríkin. eru kvödd til fund- anna, til þess að standa þar fyrir máli sfnu. Ungverjar hræððir. Khöfn 24. maí. Frá London er símað, að Ung- verjar neiti þvf, að hafa boðið Pólverjum hjálp f árásinni á Rússa. GffilfckjalKcmgui* í I PaFís. Khöfn 24. maí. Frá London er símað, að Alex- ander Grikkjakonungur sé kominn til París í heinisóknarferð. ísl. skipstjóri er nú ráðinn á skonnortuna „Svala“. Hann heitir Árni Gunnlaugsson ættaður af Akranesi, og hefir siglt á dönsk- úm skipum undanfarin ár, enda maður með dönsku prófi. Fimtudaginn 27. maí IsaleiplögiE 09 Fasleipafél. Rvíkar. (Niðurl.) Húsagerð heft. Fjórða ástæðan, sem vitring- arnir færa fram máli sínu til stuðn- ings, er sú, að lögin standi húsa- gerð fyrir þrifum (að „standa í vegi fyrir" einhverju, er ekki fs- lenzka), vegna þess að menn ótt- ist það, að ráða ekki leigu á hús- um sínum, svo og vegna þess, að margir reisi ekki hús, sem hefðu ástæðu til þess, vegna þess að þeir geti setið í annara hús- um. Á meðan Fasteignafélagið ekki færir eitt einasta dæmi þessari staðhæfingu til stuðnings, tekur enginn hugsandi maður hana til greina. Og sýni það ekki svart á hvítu, og telji upp þá menn, sem ekki reisa hús vegna húsaleigulag- anna, þá verður þessi „ástæða" tekin sem munnfleipur eitt og staðleysustafir. Morgunblaðið sagði í vetur, að um 150 hús myndu reist í sumar. Síðar gat það um, að vegna dýr- tíðar og peningavandræða myndu ýmsir hætta við húsagerð að sinni. Húsaleigulögin voru hvergi nefnd. Þarna fer blaðið með rétt mál. Dýrtíðjn og peningakreppan eru höfuðorsök þess, að ekki eru reist ný hús. Hverjum myndi koma til hugar, - að leigja þær rándýru og lélegu íbúðir, sem hann nú neyð- ist til að búa í, ef hann hefði , efni á eða gæti fengið fé til að reisa sér hús sjálfur? Engum. En ef húsabraskarar meina það með orðunum í bréfinu til bæjar- stjórnar: „ . . . að þeir ráði ekki yfir leigu á húsum sínum ... ", að þeir megi ekki vegna húsa- leigulaganna setja leiguna svo hátt, sem þeim gott þykir, án til- lits til verðgildis húseignarinnar, þá hafa þeir rétt fyrir sér. Því I ' 117. tölubl. lögin taka það einmitt fram, að húsaleigunefnd skuli athuga „alt það, er áhrif getur haft á leiguna, svo sem verð hússins, viðhald og ástand" o. s. frv., sé leitað ti! hennar um dóm. Á hinn bóginn taka lögin það skýrt fram, að íeigusali haldi „óskertum rétti til að slíta leigumálanum vegna van- , skila á húsaleigu, eða arsnara samningsrofa af hálfw leigutaka". Svo ekki standa þau þarna hús- eigendum fyrir þrifum. Þessi ástæða hrapar um sjálfa sig, eins og hinar. Okrarar og braskarar eru feður peningakrepp- unnar og dýrtíðarinnar, og þar með húsnæðiseklunnar. Húsaleigu- lögin eru algerlega sýkn saka. Allra meina bót. Fimta „ástæðan" er sú, að af- námið myndi „óðar en frá liði bæta úr húsnæSiseklunni, þar sem öllum mundi verða Ijúfara að þrengja að sér, er þeir vissu, að þeir gætu losnað við leigjendur aftur úr húsum sínum". Hverjir og hve margir geta þrengt að sér? Hvað margir fé- lagar Fasteignafélagsins t. d., og hvað geta þeir tekið marga í hús sín? Hve langur tími er þetta „óðar en frá liði" ? Er það i, 2, 3 eða 10 ár ? Og Joks, hvað á að gera við alla þá, sem vísað verð- ur út á götuna í haust, ef húsa- leigulögin verða afnumin? Ætlar Fasteignafélagið að hýsa þá í hug- húsum þeim, er það smíðar fyrir fé, er stendur fast f fiski, síld og kjöti ? Meðan þeir háu herrar, sem ætla að bæta úr húsnæðisleysinu með afnámi laganna, hafa ekki' svarað þessum spurningum, er þessi 5. ástæða þeirra verri en engin ástæða, því hún verður að teljast sögð út í Ioftið — helber vitleysa og heilaspuui. Niðurlagsorðin. Ösamræmi á leign einsdæmi. Sjötta ástæðan er sú, að langt

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.