Forvitin rauð - 01.01.1982, Blaðsíða 3

Forvitin rauð - 01.01.1982, Blaðsíða 3
FORVITIN RAUÐ 3 8. mars Alþjóðlegur baráttudagur kvenna 8. mars var gerður að alþjóð- legum baráttudegi kvenna á ráðstefnu róttækra kvenna í Kaupmannahöfn 1910. Frum- kvæðið að þessum baráttudegi átti Clara Zetkin, annáluð bar- áttukona og kommúnisti. í Bandaríkjunum þann 8. mars 1848 fóru verkakonur í verkfall og voru það fyrstu mótmæli verkakvenna sem eitt- hvað kvað að. Um og eftir síðustu aldamót fóru af stað víða um heim sósí- alískar kvennahreyfingar sem sameinuðust í alþjóðlega hreyf- ingu í Stuttgart 1907. Einnig voru uppi á sama tíma mjög sterkar umbótasinnaðar kvennahreyfingar sem kröfðust t.d. kosningaréttar og bættrar aðstöðu á vinnustöðum. 8. mars 1908 risu iðnverka- konur í New York upp, kröfðust kosningaréttar og mótmæltu ómanneskjulegum aðbúnaði á vinnustöðum. í virðingarskyni við þessar aðgerðir verkakvenna var ákveðið 1910, eins og fyrr segir að halda 8. mars í heiðri sem al- þjóðlegan baráttudag kvenna. Má t.d. nefna að rússneskar verkakonur minntust dagsins 1913 þrátt fyrir lögreglubann og ofsóknir. Einnig gerðu verkakonur sögufrægt verkfall 8. mars 1917 er þær gengu um götur Pétursborgar til árétt- ingar kröfum sínum og áttu þær stóran þátt í upphafi rúss- nesku byltingarinnar. Kvennadeild Alþjóðasam- bands kommúnista undir stjórn Clöru Zetkin ákvað síðan árið 1921 að 8. mars skyldi verða al- þjóðlegur baráttudagur verka- kvenna. Clara Zetkin (1857—1933) var þýskur kommúnisti í anda Marx og Leníns. Hún varð fyrst leiðtogi alþjóðlegu sósíal- demókratísku kvennahreyf- ingarinnar og síðar kvenna- deildar Alþjóðasambands kommúnista. Clara Zetkin benti á að forsendur fyrir kven- frelsi væru ekki til staðar í kapítalísku þjóðfélagi og því hlyti raunhæf kvennabaráta ætíð að stuðla að breyttu sam- félagi. Þrátt fyrir að Clara viðurkenndi nauðsyn þess að berjast gegn kúgun kvenna í einkalífi þeirra, þá neitaði hún að gera þann þátt kvennakúg- unar að aðalatriði. Megin- áhersla kvennabaráttu hlýtur ávallt að liggja í stéttabaráttu. Hún afneitaði kvenrembu og öllum stefnum sem ólu á karl- hatri en benti í staðinn á nauð- syn þess að allt verkafólk, kon- ur jafnt sem karlar, tækju Borgarstjórnarkosningarnar Þegar greinarkorn þetta verður á þrykk komið verða rétt rúmir þrír mánuðir til bæjar- og sveitastjornakosn- inga. Prófkjörsorusturnar eru að baki og kosningabaráttan hafin af fullum krafti á síðum dagblaðanna. íhaldið reynir að sannfæra Reykvikinga um að allt reki stýrisvana að feigðar- ósi hjá borgarstjórnarmeiri- hlutanum og Sigurjón fremur kúnstir miklar og magnaðar til að sýna íhaldinu fram á að borginni sé nú stjórnað af meira hyggjuviti en íhalds- mennirnir fyrrum hafi gert. Og í þann mund sem greinar- höfundur var að taka sig saman i andlitinu og setja sig í skrif- arastellingar, berast honum vá- leg tíðindi vestan frá Skúla- götu, gegnum andrúmsloftið og út úr litla transistortækinu á eldhúsbekknum. Það er búið að skipuleggja byggðir fyrir ofan Elliðaár og borgarstjórnarmeirihlutinn hef- ur ákveðið mikla hækkun á lóðarverði og gatnagerðar- gjöldum, sem væntanlegir íbúar þessa hverfis skulu gjalda. Fyrst verður mér, alþýðuvin- inum, náttúrlega hugsað til allra einstæðu mæðranna, sem komast munu af á útsýninu einu saman úr þessu nýja hverfi og sem verða að bíða þar til börnin eru fermd eftir dag- heimilisplássi. Siðan (og hér leið þungt andvarp frá mínum fögru brjóstum), má gera ráð fyrir að börn þessara sömu ein- stæðu mæðra, komist inn á skóladagheimilið sitt sem þeim í æsku var fagurlega lofað, svona rétt í þann mund sem þau kasta rekunum yfir mæður sinar háaldraðar og klökkna af tilhugsuninni um að þeirra eigin stund komi nú senn. Börn þessara frómu kvenna sem fyrst látnar hljóta lof og þakkir dauðlegra manna í formi mærðarlegra minningargreina í Morgunblaðinu, — börn þeirra hugga sig við það i sorg sinni að þau þurfi nú varla að biða jafn- lengi eftir elliheimilisíbúð og hún mamma gamla hafi nú neyðst til að gera. (Samt bar hún sig alltaf svo vel!) Og hér koma tíðindi váleg og ill. Þegar þessi blessuðu börn (sem voru börn frammí and- látið) fá tilkynningu frá tölvu- miðstöð stjórnunardeildar borgarinar í tíriti (sem hefur nýverið þanist út yfir þrjá hekt- ara lands af því að borginni er svo vel stjórnað), tilkynningu um að nú hafi þeim loks upp- lokist elliheimilisdyrnar, þá er því miður of seint í gamla rassa gripið. Blessuð börnin eru orðin að bleikum og bústnum englum með gyllingu í ofanálag og hlaupa um grænar engjar Guðs, sæl og ánægð að vera loks sloppin úr Reykjavíkinni. (Reyndar voru það bara mistök höndum saman í baráttunni fyrir breyttu þjóðfélagi. Hlutverk okkar í Rauð- sokkahreyfingunni hlýtur því að vera það að halda nafni Clöru Zetkin á lofti og gera 8. mars að kröftugum baráttudegi kvenna. FRAM TIL BARÁTTU! að tilkynningin var send, — þennan umrædda dag fengu tuttuguþúsundtvöhundruðsex tíu og einn látinn íslendingur svipaða tilkynningu um sömu sjö elliheimilisplássin — (en hvað getur ekki gerst þegar Al- þýðubandalagsmenn mata tölvur!) En — vei mér óupplýstri konukind. Ljós eitt bjart og skært rennur upp á sjóndeild- arhring sálu minnar og ég fyrir- verð mig fyrir vanþekkingu mína. Eða hvernig má það vera að mér detti í hug að það séu einstæðar mæður sem muni borga þessi háu lóðargjöld! Af og frá. Þá setur mig hljóða. Harmur fyllir hjarta mitt og mér verður stirt um mál. í einni leiftursýn sé ég þetta allt. Sé einbýlishús- in, stóru amerísku drekana fyrir framan þau, — sé karlana með stresstöskuna á leið í vinn- una klukkan hálftíu þegar allar verkakonurnar sem vinna hjá þeim eru mættar og búnar að hella uppá. — Já, ég sé þetta allt. Og meðan forstjórarnir byggðu sín rándýru hús, blés heldur illa fyrir konunum og gékk seint að argast í hvað Vr- taxtarnir, Framsóknar- og Iðjutaxtarnir voru lágir. Og þegar þessar sömu verkakonur eru að niðurlotum komnar á sál og líkama og hreint ósiðsam- lega pirraðar á leigusölum sín- um, haila þær sér gjarnan dreymnar í augunum að vélun- um sínum og næra andann á að rifja upp hvað kosningaloforð þeirra Alþýðubandalagsmanna um félagslegar íbúðabyggingar hljómuðu vel hér á árunum — fyrir kosningarnar 1982.

x

Forvitin rauð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Forvitin rauð
https://timarit.is/publication/56

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.