Forvitin rauð - 01.01.1982, Page 4

Forvitin rauð - 01.01.1982, Page 4
4 FORVITIN RAUÐ Rauðsokkahreyfingin Ljár í þúfu i kvennaframboðs Frá því að skipulegar um- ræður um kvennaframboð í Reykjavík hófst, eru liðnir um 10 mánuðir. Mestur tími hefur farið í að ræða hugmynda- fræðilegan grundvöll sem síðan var samþykktur í janúar sl. og birtist í heild hér í blaðinu. Enn er minna vitað um aðra þætti framboðsins, stefnan er enn ekki fullmótuð og þeirri spurn- ingu ekki fullsvarað, hverjir starfshættir verða eftir kosn- ingar, innan sem utan borgar- stjórnar. Hugmyndin um kvenna- framboð kom upp í jaðri Rauð- sokkahreyfingarinnar, nokkrir félagar í Rshr og konur utan hennar stofnuðu umræðuhóp. Rshr sem slík átti ekki aðild að umræðunum og hefur form- lega ekki tekið afstöðu til kvennaframboðs. Umræðurnar hafa nú þróast þannig að Rshr er ekki lengur stætt á öðru en að láta í sér heyra. Þessari grein er ætlað að túlka sjónarmið sem ríkjandi eru innan miðstöðvar hreyfing- arinnar, þó gera megi ráð fyrir að einhverjir félagar séu á öðru máli. grundvöllur sem þær kvenna- framboðskonur hafa samþykkt (sjá annars staðar í blaðinu), er ruglingsleg samsuða upp úr kvennamenningarhugmyndun- um svokölluðu. Hann er í al- gerri andstöðu við þann grund- völl sem Rshr samþykkti á II þingi sínu 1976, sem kvað á um þau sjónarmið sem æ síðan hafa legið stefnu og starfshátt- um Rshr til grundvallar. Þau veigamestu eru að það sé kapítalisminn (en ekki karl- menn) sem kúgi konur, að það þurfi að leysa þau verkefni sem konur sinna á heimilum á sam- félagslegan hátt (við getum kallað það sósíalískar lausnir), en þetta síðarnefnda er í and- stöðu við sérhverjar tilraunir til að upphefja eða göfga hlutverk kvenna á heimilum. Síðast en ekki síst hefur það sjónarmið verið ríkjandi að takmark Rshr sé að vekja verkakonur til bar- áttu fyrir skýrt afmörkuðpum markmiðum, sem hvert um sig breyti þeim raunveruleika sem konur búa við og sem kúgar þær. í þessari viðleitni sinni hefur Rshr kallað á stuðning verkalýðssamtakannna og beitt sér fyrir því að verkalýðsfélög- in setji fram kröfur eins og t.d. um fæðingarorlof, hærri laun kvenna, dagvistarheimili o.fl. í þeirri baráttu hefur Rshr átt samleið með róttækasta hluta verkalýðsstéttarinnar. Rshr hefur ætíð lagst gegn þeim viðhorfum innan borg- aralegra kvennasamtaka að málið sé að fá konur í áhrifa- stöður í samfélaginu. Hún hefur beitt þeim rökum að lífs- skilyrði sjálfs þorra kvenna, útivinnandi, lágtlaunaðra verkakvenna, sé eina raunhæfa viðmiðunin um þá kúgun sem konur eru beittar og aðeins með baráttu þeirra sjálfra breyti þær eigin stöðu. Rshr hefur ekki látið sig það varða hvort kona sé í stjórn Vinnu- veitendasambandsins eða ekki og telur það litlu breyta um stöðu íslenskra verkakvenna þó t.d. kona sé á forsetastóli. Tvenns konar ósættanlegar grundvallarskoðanir rákust á innan kvennaframboðshópsins með þeim afleiðingum að þeim konum sem voru lengst til vinstri (og héldu sig við grund- völl Rshr) var ýtt þar út. Eftir sátu „óháðar“ vinstrikonur, menntakonur og borgaralegar konur, undir forystu kvenna- menningarpostulanna. Ágreiningurinn við kvenna- framboðskonur birtist m.a. í mismunandi skilningi á eðli kvennaframboðs, þær róttæk- ari höfðu hug á að leggja fram- boðið upp sem einn lið í að- gerðum kvenna til að berjast fyrir ákveðnum, skýrt afmörk- uðum kröfum, sem borgar- stjórnarþátttaka gæti nýst við, — það yrði skilgreint nákvæm- lega áður en út í framboð væri komið hverjar þær kröfur væru, hvernig yrði hægt að ná þeim fram og einnig hverjar takmarkanir borgarstjórnar væru. Fylgismenn þessara skoðana höfnuðu því sem sagt alfarið að borgarstjórn (frekar en önnur borgaraleg valdatæki í samfélaginu) væri endanlegt markmið í sjálfu sér. Einnig birtist ágreiningurinn í mismunandi afstöðu til þess hvernig gert yrði upp við stjórnmálaflokkana. Þær rót- tækari vísuðu því algerlega á bug að þeir yrðu einungis af- greiddir sem karlastofnanir eins og kvennaframboðskonur gera nú og töldu það bráðnauð- synlegt að stefna þeirra og starfshættir væru skilgreindir og afstaða tekin á grundvelli slíkrar skilgreiningar. Með öðrum hætti yrði ekki hjá þvi komist að standa rökþrota frammi fyrir fyrirsjáanlegum viðbrögðum þeirra við kvenna- framboðinu (einkum Alþýðu- bandalagsins), sem án efa yrðu þau að stilla konum ofarlega á lista eins og komið hefur á dag- inn hjá Abl. Hvernig á núna, með röksemdafærslu þeirra kvennaframboðskvenna, að svara þeirri spurningu hvort þessi svokallaði „reynsluheim- ur kvenna“ sem öllum konum á að vera sameiginlegur, komist ekki nægilega að í borgarstjórn með því að kjósa Alþýðu- bandalagskonur þangað inn? Hvað aðgreinir konur í kvenna- framboðinu frá t.d. Alþýðu- bandalagskonum? Vilja Rshr feiga Kvennaframboðskonur ætla nú að stofna „nýja kvenna- hreyfingu“, sem gæti fremur virkjað konur en Rshr að þeirra sögn og mætti ekki þeim for- dómum sem konur hafa gagn- vart Rshr. Rshr er að þeirra mati of róttæk og hefur „lokið hlutverki sínu“. Með þessu hugarfari lögðu nokkrar kvennaframboðskon- ur til á fundi hreyfingarinnar í des. sl. að Rshr yrði lögð niður. Látið var í veðri vaka að „margar konur" gætu ekki fellt sig við grundvöll hennar. Að baki tillögunni lá að með því að leggja Rshr niður ættu þær hægara um vik með að stofna og starfa í „nýrri kvennahreyfingu". Væri Rshr dauð þyrftu þær ekki að rök- styðja það pólitískt, hvorki gagnvart fyrrverandi félögum Gamall ágreiningur Sá hugmyndafræðilegi Hugmyndafræðilegur grundvöllur kvennaframboðs Hvað sameinar konur? Hlutverk kvenna hefur frá fyrstu tíð verið að vernda líf og viðhalda því. Konur ganga með börnin, fœða þau og ala upp. Vinnustaður þeirra hefur verið á heimilinu eða í nám- unda við það, og þar hafa konur þróað sínar sérstöku aðferðir við matargerð, fatasaum, Ijósmóðurstörf, uppeldi barna og kennslu, þvotta og önnur þrif, hjúkrun og umönnun sjúkra og aldraðra. Þrátt fyrir ólík lífskjör kvenna er þetta sameiginlegur reynsluheimur þeirra, arfur þeirra frá kynslóð til kynslóðar, það sem hefur mótað heimsmynd þeirra, sjálfsímynd og menningu. Að hluta til hafa þessi hefðbundu störf kvenna fcerst frá heimilinu út ísamfélagið, en samt sem áður hvílir uppfylhng daglegra þarfa enn á herðum kvenna og bætist ofan á vinnu þeirra utan heimilis. Við þessar aðstæður lifa konur við sífellda sektarkennd. Vinnuálag þeirra er margfalt, þær eru á stöðugum hlaupum milli vinnustaðar, verslunar, barnagæslu og heimilis. Án þeirra starfa sem konur vinna á heimilinu getur ekkert þjóð- félag verið til, en þrátt fyrir það eru þessi störf ekki metin sem vinnuframlag til samfélags- ins heldur sem einkamál hverrar og einnar konur. Vegna hinnar hefðbundu verkaskiptingar kvenna og karla er verðmœtamat þeirra ólíkt. Samfélagsþróunin hefur motast af verðmætamati karla, og reynslu kvenna gætir næsta lítið við stjórnun heimsins. Nú er svo komið, að náttúra og lífríki jarðar eru í hættu, og tæknivœðingin og sú mengun sem af henni leiðir verður æ meiri og tillitslausari við frum- þarfir mannsins. íþessum heimi virðist oft ekki rúm fyrir mannleg samskipti, tilfinningar, náttúruskynjun og sköpun, og í dag er mannkyninu ógnað af vígbúnaðarkapphlaupi sem stefnir ígereyðingu. Þessari þróun verður að snúa við, um það hljóta konur að sameinast. Hvers vegna kvennaframboð? Það sem einkennir reynsluheim kvenna er að hann er svo til ósýnilegur, og að hann er lítils metinn. Valda- og áhrifaleysi kvenna blasir alls staðar við í íslensku þjóðfélagi. Á alþingi sitja aðeins 3 konur á móti 57 körlum, og engin þeirra er kjördæmakjörin. í ríkis- stjórninni er engin kona. í sveitarstjórnum er 71 kona á móti 1076 körlum. í 15 manna miðstjórn Alþýðusambands íslands eru aðeins 2 konur, og í stjórn Vinnuveitendasam- bands íslands er engin kona. Þetta er staðreynd, þrátt fyrir það að konur eru helmingur þjóðarinnar og meirihluti félaga í verkalýðshreyfingunni. Sama gildir um aðrar stofnanir þjóðfélagsins. í áhrifamestu og mest launuðu stöðunum eru karlar. Konur vinna ólaunuð störf á heimilinu og láglaunastörfin á vinnumarkaðinum. Nýlegar skýrslur sýna, að árið 1979 náðu aðeins 3% giftra kvenna meðaltekjum, en yfir 60% kvæntra karla náðu því marki. Af þessum tölum má sjá, að konur eru svo til valdalausar, þegar þau mál eru ráðin sem varða samfélagið allt. Allir stjórnmálaflokkar á íslandi eru byggðir upp og þeim stjórnað af fámennum hópi karla. Það eru karlar sem setja leikreglurnar. enginn þessara flokka tekur sérstaklega mið af reynsluheimi kvenna, og konur fá ekki að koma þar nær en körlum hentar. Málefni sem konur láta sig miklu varða eru að vísu stundum á stefnuskrá flokkanna, en þau sitja gjarnan á hakanum þegar að framkvœmdum kemur. Eins og málum er nú háttað virðist það fullreynt að konur geti aukið vald sitt og athafnasvið í íslenskum stjórnmálum með því aðfara hina hefðbundu leiðflokkakerfisins. þeirra og völd íþjóðfélaginu ekki aukist til neinna muna. Ástæðurnar fyrir því eru margar ogflóknar, og kann ein þeirra að vera sú, að konur hafi sætt sig við ríkjandi verðmæta- mat. ístað þess að miða við hlutverk og stöðu karla eru konur nú farnar að gera sér grein fyrir hinu jákvæða í lífi sínu og reynslu, einhverju sem þarf að varðveita og þróa áfram, ekki bara þeirra sjálfra vegna heldur vegna samfélagsins alls. Markmið kvennaframboðs- ins er að ónotaður viskuforði kvenna verði nýttur, að hinn sérstaki reynsluheimur þeirra verði gerður sýnilegur og metinn tiljafns við viðhorf karla sem stefnumótandi afl íþjóð- félaginu. Þáfyrst geta konur og karlar unnið saman, að karlar viðurkenni og tileinki sér þennan reynsluheim, á sama hátt og konur tileinki sér það besta og lífvænlegasta af við- horfum karla. 14. janúar 1982..

x

Forvitin rauð

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Forvitin rauð
https://timarit.is/publication/56

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.