Forvitin rauð - 01.01.1982, Page 5
FORVITIN RAUÐ 5
úr Rshr, né út á við, af hverju
þær höfnuðu Rshr og veldu
„nýja kvennahreyfingu“. Þær
treystu sér ekki til að réttlæta
útgöngu sína úr Rshr með póli-
tískum rökum og það sem
meira er, þessar konur hafa
engar tilraunir gert innan Rshr
til að breyta grundvelli hennar
eða starfsháttum til samræmis
við sínar skoðanir. Það eina
sem vakir fyrir þeim er að
gangast athugasemdalaust inn
á gagnrýni „margra kvenna“
(hverra?) utan Rshr.
Þessum konum var bent á að
innan kvennaframboðs væru
háborgaralegir straumar og
ekkert væri útséð um hvaða
stefnu „ný kvennahreyfing"
tæki. Voru þær einnig spurðar
að því hvort leggja eigi Rshr
niður án þess að hafa tryggingu
fyrir því að merki róttækrar
kvenfrelsishreyfingar yrði
haldið á lofti. Ábyrgðarleysi
þeirra og hentistefna reyndist
slík, að þær lýstu sig reiðubúnar
til að taka áhættuna! Sem
sagt;, þær eru tilbúnar til að
fórna Rshr á altari hentistefnu
og pólitískrar tilraunastarf-
semi.
Með þessum hætti hefur um-
ræðan um kvennaframboð
snúist upp í umræðu um líf og
dauða Rshr. Þær konur sem nú
starfa innan Rshr og eru stað-
ráðnar í því að halda merki
hennar og kvenfrelsisins á lofti,
standa enn í dag á þeim grund-
vallarviðhorfum sem Rshr
hefur á ferli sinum reynt að
starfa eftir. Hún hefur gert
mistök og það má gagnrýna
hana um margt, en sú gagnrýni
verður henni aðeins til góðs
meðan hún er gerð á forsend-
um róttækrar kvenfrelsisbar-
áttu. En að gefast upp fyrir
smáborgaralegri og hægri sinn-
aðri gagnrýni fjandmanna
sinna gerir Rshr ekki og hvetur
þær konur sem áfram vilja efla
róttæka, kvenfrelsissinnaða og
verkalýðssinnaða baráttu að
koma til starfa.
Það er skoðun greinarhöf-
undar að sú afstaða til Rshr
sem ríkjandi er meðal kvenna-
framboðskvenna, sé uppgjöf
gagnvart þeirri gagnrýni og
árásum sem borgaraöflin hafa
ætíð haldið uppi, ekki aðeins
gegn Rshr, heldur einnig gegn
róttækri kvenfrelsisbaráttu
yfirleitt. Með ofuráherslu á ein-
hvern fyrirfram gefinn
„reynsluheim kvenna“ skyggja
þær einnig á raunverulegar
þjóðfélagsandstæður og sjálfa
orsök kvennakúgunarinnar.
Eins og að kvennaframboðinu
hefur verið staðið hingað til,
vekja þær einnig upp falskar
vonir um að róttækra breytinga
sé að vænta í borginni, fals-
vonir, sem geta haft alvarlegar
afleiðingar fyrir baráttuvilja
kvenna í framtíðinni.
Hildur Jónsdóttir