Forvitin rauð - 01.01.1982, Page 6
6 FORVITIN RAUÐ
Barátta ófaglærðs starfsfólks á
Eins og fram kemur í ávarpi Önnu K. Júlíusen var ákveðið að
fjalla hér í blaðinu um baráttu ófaglærðs starfsfóiks á Kieppsspít-
ala og Kópavogshæli. Barátta þessa fólks hefur vakið mikla
athygii enda stór sögulegur þáttur í verkalýðssögu íslands, að
rúmlega 200 manns gangi samtaka út af vinnustað sínum til að
knýja fram kröfur sínar um launajafnrétti og um eitt stéttarfélag.
En mál þetta er ekki bara kröfur um hærra kaup og þess háttar
heldur kemur það inn á marga aðra þætti, s.s. vinnubrögð verka-
lýðsfélaganna, fjölmiðla, ríkisbáknsins og ráðuneytiskaria. Ófag-
lærða starfsfólkið á þessum stofnunum hefur á þessari einu viku
sem verkfallið stóð lært óhemjumikið um kerfið að jafnvel má
líkja við heilan vetur í þjóðfélagsfræðum við HÍ. Hér á síðunni
birtum við ráðherrabréf það sem var útkoma verkfallsins.
Blaðamaður Forvitinnar rauðrar fór einn sunnudagseftirmið-
dag í heimsókn til tveggja starfsmanna á Kleppsspítala og ræddi
við þau. Þau heita Agatha Agnarsdóttir sem vinnur á deild II og
Stefán Ásgeirsson á deild III. Fara viðtöiin hér á eftir. Agatha fær
fyrst orðið.
reiði eða að við fengum svona
„krakkar mínir“ viðmót og því
„bara ekki trúað“ að við gerð-
umst svona óþekk að fara útí
svona aðgerðir. Ráðherrarnir,
Ragnar og Svavar, tóku þessu
sem hótun. Þeir voru einfald-
lega hræddir um að ef þeir
kæmu til móts við okkur myndi
það skapa öðrum fordæmi,
allir tækju þá upp á því að
ganga út af vinnustöðum sínum
með einhverjar kröfur. Svo má
líka nefna það að mál þetta
kemur inn á „landamæradeil-
ur“ verkalýðsfélaganna, sér-
staklega milli ASÍ og BSRB
sem löngum hefur verið við-
son formaður SFR hafði ekki
komið inn á Klepp í 23 ár og
vissi því lítið um eðli starfs
okkar. Aðalheiður Bjarnfreðs-
dóttir formaður Sóknar taldi
engan eðlismun á störfum okk-
ar og störfum ófaglærðs fólks
sem vinnur á elliheimilum.
Sjálf gaf hún ekki upp hversu
oft eða hvenær hún hefði litið
inn á Klepp eða Kópavogshæli.
Við lendum oft í átökum við
sjúklinga, því að þrátt fyrir öll
lyf grípa sjúklingar oft til of-
beldis. Þá er um að gera að
bregðast nógu skjótt við.
1. október síðastliðinn gaf
Davíð Gunnarsson fram-
Við erum öll á bömmer
— Mál þetta hafði blundað í
fólki. Við horfumst í augu við
þetta misrétti á hverjum degi,
sérstaklega þó um mánaðamót
þegar við fáum launaseðlana.
Við erum jú i sitthvoru verka-
lýðsfélaginu með sitthvort
kaupið þótt við vinnum hönd í
hönd og hlið við hlið á hverjum
degi og störf okkarséu ná-
kvæmlega þau sömu og hið
opinbera viðurkenni þá stað-
reynd. Hér á Kleppi hefur verið
svo til stöðug umræða um þessi
mál frá því í kringum og eftir
aðgerðirnar sl. vor þegar starfs-
fólkið hér fór með undir-
skriftalista til Svavars Gests-
sonar heilbrigðismálaráðherra,
og krafðist þess að fá sömu
laun fyrir sömu vinnu og þess
að vera í einu stéttarfélagi því
eins og kunnugt er eru allar
ófaglærðar konur hér ráðnar á
Sóknartaxta og til skamms
tíma voru allir ófaglærðir
karlar ráðnir á BSRB-taxta.
Undanfari þessa verkfalls var í
raun mjög stuttur. Við héldum
nokkra fundi í samkomusal
Kleppsspítala og ræddum
mögulegar baráttuleiðir. Svo
varð úr að við ákváðum að
ganga út, það væri eina raun-
hæfa leiðin þar sem búið væri
að reyna allt annað.
Ófaglærða starfsfólkið á
Kópavogshæli var í nákvæm-
lega sömu stöðu og við. Það
var líka að ræða þessi mál sín á
milli. Upphaflega sendu þau
okkur einungis stuðningsyfir-
lýsingu en sögðust sjálf ætla að
bíða eftir næstu sérkjarasamn-
ingum. En svo allt í einu, 2
sólarhringum fyrir aðgerðina,
ákváðu þau að taka þátt í þessu
með okkur og ganga út.
Við vorum fyrst að velta
fyrir okkur að stofna okkar
eigið stéttarfélag. Það var hug-
mynd sem við hér á Kleppi
vorum inni á. Kópavogshælinu
leist hins vegar ekki á það,
kannski var það ósköp eðlilegt,
það er jú ekki eins auðvelt og
að segja það, að stofna stéttar-
félag. En við voru búin að gefa
því nafn: Stéttarfélag með-
ferðarfulltrúa og semja lög þss.
(Agatha brosir)
Viku áður en við gengum út
fóru fulltrúar frá okkur í heim-
sókn í ráðuneytin og til verka-
lýðsfélaga okkar, Sókn og SFR
(sem er í BSRB). Við afhentum
þeim undirskriftalista með
kröfum okkar um að fá starfs-
heitið með’ferðarfulltrúar og
vera öll í einu stéttarfélagi auk
þess sem við tilkynntum þeim
að við myndum ganga út 1á* 12
á hádegi 11. febrúar ef •Ikert
samkomulag hefði tekist um
málið. Þssu tvennu fylgdi svo
starfslýsing okkar o.fl. Fólkið
á þessum stöðum vissi varla
hvernig það átti að bregðast við
okkur. Við fengum óblíðar við-
tökur hjá ráðuneytisstjóra
Heilbrigðisráðuneytisins sem
fannst við vera ábyrgðarlaust
pakk, í verkalýðsfélögunum
urðu viðkomandi ýmist æf af
kvæmt mál. Hvert verkalýðs-
félag virðist eiga sína félags-
menn og maður fær í raun lítið
að ráða þvi í hvaða verkalýðs-
félagi maður er. Auk þess má
nefna það að sjúkraliðar hafa
63 stöðugildi á Kleppi en hér
eru hins vegar bara starfandi 26
sjúkraliðar. Ákvæði í lögum
um staðgenglastörf segja svo til
um að þeir sem gangi inn í störf
annarra, í þessu tilviki sjúkra-
liða, skuli fá greidd laun sam-
kvæmt því og ættu því a.m.k.
37 okkar að fá kaup sjúkraliða
sem byrja í launaflokki BSRB.
Ég hef sjálf mikla trú á bar-
áttu fjöldans fyrir réttlæti.
Samstaða til sigurs. Það var
stórkostleg þátttaka í þessum
aðgerðum okkar og stuðnings-
yfirlýsingarnar streymdu inn.
Þetta var allt eins og einn stór
draumur og andinn innan
hópsins og samstaðan hreint
frábær. Við vorum tilbúin til
viðræðna við kerfið og ætluð-
um okkur ekki að láta í minni
pokann eða gefast upp. En
verkalýðsfélögin afneituðu
okkur og ráðuneytiskarlarnir
neituðu að ræða við aðra en
verkalýðsfélögin. Samt fund-
uðu þeir með okkur en það var
lítið vit í þeim fundum. Þetta
voru bara snakkfundir þar sem
við þurftum í flestum tilvikum
að setja viðmælendur okkar
inn í málið, sjálf gerðu þau
ekkert til að kynna sér það.
Sem dæmi um algjöra fákunn-
áttu má nefna að Einar Ólafs-
kvæmdastjóri Ríkisspítalanna
út tilskipun að frá og með þess-
um degi yrðu allir karlar ráðnir
á ný á Sóknartaxta. Körlum
sem báru starfsheitið gæslu-
menn, var því alltaf að fækka.
Þetta var dropinn sem fyllti
mælinn. Það er nú varla for-
svaranlegt að lækka fólk í laun-
um! Og stéttarfélag gæslu-
mannanna, SFR, sagði ekki
múkk þótt meðvitað væri reynt
að útrýma gæslumannastöðun-
um á þessum stofnunum. Ef
kröfum okkar um starfsheitið
meðferðarfulltrúi hefði verið
sinnt, hefði það falið í sér 9%
launahækkun hjá gæslumönn-
um í BSRB, en 20% launa-
hækkun hjá starfsmönnum í -
Sókn. Svo var allan tímann
verið að tala um að launamis-
munurinn væri í raun enginn.
Þáttur fjölmiðlanna er nú bara
sérkapítuli út af fyrir sig. Þeir
höfðu litla samúð með baráttu
okkar, en virtust frekar tilbúnir
til að birta yfirlýsingar Aðal-
heiðar, Einars og ráðherranna
þar sem lýst var frati á okkur
og yfirlýsingar okkar.
Ef yfirlýsingar okkar voru á
annað borð birtar væru þær
rangfærðar eða sleppt úr mikil-
vægustu þáttum þeirra. Ég tek
ekki stórt upp í mig þegar ég
segi að við séum búin að missa
allt álit á fjölmiðlum landsins,
þá sérstaklega ríkisútvarpinu.
Allir kerfiskallarnir haldast
brosandi hönd í hönd, þetta er
allt ein stór Frímúrararegla.
Okkur var hótað úr öllum
áttum, oft mjög persónulegar
hótanir. Talað var um að við
værum að reyna að bylta þjóð-
félaginu. Vá! Eins og það væri
takmark okkar. Eyjólfur Mel-
sted (starfsmannastjóri á Kópa-
vogshæli) hótaði starfsfólkinu
þar, hótaði að þau fengju ekki
að koma til vinnu aftur og þau
myndu missa dagheimilispláss-
in fyrir börnin sín. Þáttur hans
í fjölmiðlunum var ein stór
lygi. Hann lét líta svo út að
helmingur starfsfólks á Kópa-
vogshæli hefði snúið aftur inn
á stofnunina, en það var einber
lygi. 104 starfsmenn á Kópa-
vogshæli gengu út 11. febrúar,
7 urðu eftir og nokkrir guggn-
uðu undan hótunum hans sem
síðan voru stöðvaðar. 110
starfsmenn á Kleppi gengu út,
eftir urðu 10, en samstaðan var
öllu betri meðal Kleppsfólks-
ins. Það á sér eðlilegar skýring-
ar, það höfðu alla tíð verið
meiri umræður um þetta mis-
rétti hér á Kleppi en á Kópa-
vogshæli.
Við fengum lítið út úr bar-
áttu okkar. Við vorum orðin
langþreytt, mörg okkar sváfu
lítið sem ekkert alla þessa viku
sem verkfallið stóð og ég held
að flest okkar hafi ekki gert sér
nægjanlega vel grein fyrir því
út í hvað við vorum að fara.
Við vorum svo bjartsýn og
héldum að þetta yrði allt miklu
auðveldara en raun bar vitni.
Aðgerðir okkar voru líka ólög-
legar og það vakti upp hræðslu
meðal okkar að okkur yrði
refsað á einhvern hátt, eða við
öll rekin, og hvaðan ættum við
þá að hafa okkar lifibrauð?
Fjölmiðlarnir og hlutdrægni
þeirra varð ekki til að örva
okkur, dregin var upp mjög
ósanngjörn mynd af okkur sem
einhverjum ábyrgðarlausum
lýð, sem við teljum okkur alls
ekki vera. Það sem við fengum
út úr þessu voru loforð um ein-
hverjar bætur í næstu sérkjara-
samningum, auk einhvers sí-
menntunarnámskeiðs. Auð-
vitað viljum við fá einhverja
menntun, en það var bara alls
ekki aðalkrafan okkar.
En við erum alls ekki hætt,
þótt við höfum öll snúið aftur
til vinnu. Við munum halda
málinu vakandi, við höfum
ekkert gefist upp, kröfur okkar
eru ennþá þær sömu. Kerfis-
karlarnir skulu líka fá að
standa við loforð sín. Við
gleymum þeim ekki svo auð-
veldlega, það máttu bóka. En
óbeinar afleiðingar inngöngu
okkar er að við erum öll leið og
sár. Við erum öll á bömmer.
Hvað um það, ég persónulega
hef misst nokkurn áhuga á
starfi minu sem slíku. Það
kemur enginn hingað til vinnu
vegna launa. Þetta getur verið
mjög gefandi og þroskandi
starf og maður vill gera sitt
besta og vonandi er þessi starfs-
leiði í mér bara tímabundinn.
En það er helvíti hart að finna
að það er ætlast til alls af
okkur, en sjálf fáum við ekkert
í staðinn. Það er ekkert réttlæti
til í þessu máli.
Margrét Rún Guðmundsdóttir