Forvitin rauð - 01.01.1982, Qupperneq 7

Forvitin rauð - 01.01.1982, Qupperneq 7
FORVITIN RAUÐ 7 Kleppsspítala og Kópavogshæli Skynsemi og skíthræðsla Og hér á eftir fer viðtalið við Stefán Ásgeirsson. Við gefum honum orðið. — Ég er nú búinn að tala svo mikið undanfarnar vikur að ég er orðinn hálf þurrausinn. Eftir að við snerum aftur til vinnu, dreymdi mig undarlegan draum. Ég veit nú ekkert hvort maður á að vera svo barnalegur að taka mark á draumum yfir- höfuð en í þessum draumi var ég að kljást við mink og ég reif af honum hausinn berhentur. Síðan átti ég í heljarmiklum átökum við hausinn sjálfan sem reif mig allan og tætti. En endalokin voru óljós, því að svo vaknaði ég. Þessi aðgerð okkar nú var keyrð upp á ansi skömmum tíma. Við fórum alltaf öðru hvoru niðrí félag (þ.e. SFR) og pumpuðum þá Einar Ólafsson, formann SFR, og Gunnar Gunnarsson, framkvæmda- stjóra SFR. Á því var nú ósköp lítið að græða. Einar var alltaf að hverfa aftur í fortíðina, þegar hann var ungur að byrja að vinna hjá ÁTVR og var með svona karlrembulega stæla, eins og þá að hann gæti ekki hugsað sér að sjá konur lyft- andi brennivínskössum og var svo einhvern veginn að reyna að heimfæra þetta upp á okkar baráttu. Við áttum bara að vera ánægð með það sem við þó höfðum. Hann spilaði sig allan tímann sem góða mann- inn og við vorum bara krakkar, krakkarnir hans sem hann ætlaði að reyna að vernda. Aðdragandi verkfallsins var ekki meiri en svona 4—5 vikur. Við héldum fundi útí sal og þátttakan á þeim jókst stöðugt. Fólk var óánægt og reitt. Við buðum Einari olafssyni á einn slíkan fund þannig að honum var fullkunnugt um hvað var að gerast. Að lokum ákváðum við að ganga út, búið væri að reyna allt annað, m.a. bónleið niður í SFR í 2 ár og svo þegar við fórum til Svavars Gests- sonar sl. vor. Verkfallið sjálft var stórkost- legt. Það var eitthvað svo óraunverulegt, svo afstætt, að svona nokkuð skyldi takast svona vel. Rúmlega 200 manns ganga út af vinnustað sinum, þ.e. Kleppi og Kópavogshæli. Að vísu eru fleiri í sömu stöðu og við, t.d. ófaglært starfsfólk á Arnarholti og Vífilsstöðum. Ég veit ekkert hvernig fer með það fólk, það virðist hver þurfa að sækja sín mál, sækja sitt sjálfur. Við fengum fjöldann allan af stuðningsyfirlýsingum, m.a. frá fundi trúnaðarmanna SFR, meðferðarfulltrúum og öðru starfsfólki á barnageðdeildinni á Dalbraut, vistheimili barna á Dalbraut, vistheimilinu Vífils- stöðum, starfsfólki við dag- heimilið Lyngás og þjálfunar- skóla ríkisins Lyngási, megin- hluta þroskaþjálfara á Kópa- vogshæli, stjórn stéttarfélags íslenskra félagsráðgjafa o.s.frv. Viðbrögð Sóknar og SFR og ráðuneytanna voru sérmál út af fyrir sig. Aðalheiður trylltist af reiði, Gunnar Gunnarsson, framkvæmdastjóri SFR, var „skilningsríkur“, áður er minnst á viðbrögð Einars Ólafssonar. Svavar Gestsson var sár og reiður útí okkur fyrir kjallaragrein í DV sem Björg- vin Hólm Jóhannsson gæslu- maður á Kleppsspítala skrifaði. Þar sagði hann að Svavar hefði lofað okkur á sínum tíma að kippa launamisréttinu í lag. Svavar vildi ekki viðurkenna að hafa sagt þett^. Allir þessir aðilar áttu það sammerkt að vera skíthræddir við aðgerðir okkar. Auðvitað erum við óánægð með útkomuna. Við höfum bara tóm loforð í höndunum og hvað eru loforð? Breyt- ingartillögum okkar við ráð- herrabréfið var alfarið hafnað. En við munum fylgjast með efndunum, því má þetta fólk í kerfinu treysta. En auðvitað erum við tvístruð, þar sem við erum í sitt hvoru stéttarfélaginu og megum varla ræða mál okkar inni á stofnununum, þótt við höfum fordæmi lækna og hjúkrunarfræðinga fyrir því. Þau mega óhindruð labba á milli deilda. Það er svolitill hroki í þessu öllu saman, gert upp á milli fólks. Ég er núna að ná mér niður eftir þetta allt saman. Ég sé þó ákveðnar jákvæðar hliðar við inngöngu okkar, við gengum öll samhent inn þótt sum okkar hefðu verið á móti því að hætta verkfallinu. Við lærum vonandi af reynslunni og verð- um harðari næst þvi að við erum síður en svo búin að gef- ast upp. Framh. á bls. 10 Kröfurnar og árangurinn Reykjavík 4/2 1982. Ófaglært starfsfólk, gæslumenn í BSRB og starfsmenn í Sókn er vinna á geðdeildum Kleppsspítalans setur fram eftirfarandi kröfur: 1. Að tekið verði upp starfsheitið „meðferðarfulltrúi“ og komi það ístað gildandi starfs- heita, enda er fordæmi fyrir slíkri breytingu þar sem meðferðarfulltrúar starfa á Barna- geðdeildinni við Dalbraut, en hún heyrir undir Kleppsspítala. 2. Að ístöður meðferðarfulltrúa á Kleppsspítalanum verði konur ráðnar ekki síður en karlar og njóti sama réttar og félagslegra hlunninda. 3. Aðstarfandi, ófaglært starfsfólk á Kleppsspítalanum gangi fyrir um stöður meðferðar- fulltrúa þegar breytingin á sér stað, og fyrri starfsaldur verði metinn til fulls. 4. Krefjumst áhættuþóknunar og óþrifaálags þarsem meiðsli eru mjög tíð á starfsfólki og smithœtta mikil vegna óþrifa er starfinu fylgir, því margir sjúklingar spítalans eru ekki færir um að hugsa um hreinlæti sitt. 5. Krefjumst starfslýsingar þar sem störf meðferðarfulltrúa séu skilgreind. 6. Krefjumst þess að komið verði á skipulagðri fræðslu til handa meðferðarfulltrúum. 7. Krefjumst fatastyrks vegna þess að starfsfólki erskylt að vinna í eigin fötum. F.h. starfsfólks Kleppsspítala, Björgvin Hólm Jóhannesson Stefán Ásgeirsson Agatha Agnarsdóttir Astráður Haraldsson Drög að bréfi til stéttarfélags ófaglærðs starfsfólks við Kleppsspítala og Kópavogshœli. í framhaldi af viðræðum sem átt hafa sér stað á milli fulltrúa starfsmannafélaganna annars vegar og fjármálaráðuneytisins hins vegar vegna deilu ófaglœrðs starfsfólks á ofangreindum stofnunum vill fjármálaráðuneytið að höfðu samráði við heilbrigðisráðu- neytið taka fram eftirfarandi: 1) í komandi kjarasamningum mun fjármálaráðuneytið beita sér fyrir jöfnun kjara ófag- lærðs starfsfólks á heilbrigðisstofnunum ríkisins, óháð því hvort starfsfólkið erfélags- bundið í Sókn eða Starfsmannafélagi ríkisstofnana. Um þetta atriði hafa verið í gangi viðrœður um verkalýðsfélögin um nokkurt skeið. 2) Um launakjör ófaglærðs starfsfólks að öðru leyti ræðst í kjarasamningum samningsað- ila sem er eini mögulegi vettvangur þess máls. 3) Heilbrigðisráðuneytið mun vinna að því á næstu vikum að koma á fót símenntunar- kerfi innan ríkisspítalanna með það markmið að mennta ófaglært starfsfólk tilfaglegra starfa við stofnanir spítalanna. Eðlilegt er að starfsreynsla ogfyrri menntun verði metin nokkuð íþví sambandi. Framkvæmd, starfskröfur og önnur atriði svo og réttindi að námi loknu verða ákveðin af heilbrigðisráðuneytinu í samráði við verkalýðsfélögin. Heilbrigðisráðherra mun skipa nefnd sem gera á tillögur um framangreind atriði. Tryggt verður að sjonarmið allra aðila komi fram íþeirri nefnd. 4) Ráðuneytið mun beita sérfyrir því að áfram verði haldnar viðræður milli ráðuneytisins og verkalýðsf élaganna um skýrari mörk félagsaðila ófaglærðs starfsfólks og þá m.a. höfð að leiðarljósi mörkin milli ófaglærðs og faglærðs starfsfólks. 5) Þeir einstaklingar sem lagt hafa niður vinnu á Kleppsspítala og Kópavogshæli geta haf- iðstörf aftur á sama stað og þeir voru áður en aðgerðirnar voru hafnar, enda verði þeir komnir til starfa á ný ekki seinna en á miðnætti nk. fimmtudagskvöldþann 17. febrúar nk. Þetta er „ráðherrabréf“ það er starfsfólkið á Kleppsspítala og Kópavogshœli þurfti að sœtta sig við. Öllum breytingartillögum starfsfólksins við bréfið var hafnað.

x

Forvitin rauð

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Forvitin rauð
https://timarit.is/publication/56

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.