Forvitin rauð - 01.01.1982, Page 8

Forvitin rauð - 01.01.1982, Page 8
8 FORVITIN RAUÐ bónuskerfi frystihúsanna sem í raun er ekkert annað en hæg- geng morðmaskína. En hún er vel skiljanleg ástæðan fyrir því að verkafólk rís ekki upp gegn þessu drápskerfi. Eða hvaða verkamaður getur lifað af dag- vinnulaunum sínum? Og þegar það á þess kost að tvö- og þre- falda (eða jafnvel meira) dag- vinnulaunin í bónus þá slær það að sjálfsögðu ekki hend- inni á móti því, þó svo að það Iiggi dautt eftir, eða a.m.k. illa krumpað á sál og líkama. Sú spurning hlýtur óneitanlega að vakna eftir lestur bókarinnar hvað verkalýðshreyfingin sé að hugsa. Hugsar hún ekki neitt eða er hún kannski fyrst og fremst að hugsa um hag vinnu- kaupanda sem er sá eini sem græðir á bónusnum? Er það t.d. nokkur hemja að sá sem bónusinn vinnur getur engan veginn reiknað kaupið sitt út sjálfur? Eða svo ég vitni í eitt viðtal bókarinnar: „Launaút- reikningarnir eru svo flóknir að fyrirtæki þarf að hafa annað fyrirtæki til að finna þá út.“ Húsnæðisvandamálið er annað sameiginlegt vandamál þessara kvenna sem og annars launafólks, kerfi sem braskarar hafa komið upp til þess að mergsjúga alþýðuna og mata krókinn. Ein af aðalforsendun- um fyrir félagslegum vanda- málum svo sem drykkjuskap, ofbeldi, skilnuðum o.s.frv. Ein af aðalforsendunum fyrir allri eftirvinnunni, næturvinnunni, helgidagavinnunni, bónusvinn- unni, víxlasúpum, skuldasúp- um, afborgunum, vöxtum, meira púli, fleiri lánum. Það er nefnilega viðtekin stefna í hús- næðismálum, að þau skuli leyst á einstaklingsgrundvelli, hver og einn ber sjálfur ábyrgð á lausn eigin húsnæðisvanda. Litið er á þörf fyrir húsnæði sem einstaklingsþörf en ekki samfélagslega. Þetta kerfi bitnar að sjálfsögðu verst á þeim sem verst eru settir og bera frásagnir þessara kvenna því glöggt vitni. í þssari bók dregur Inga Huld skýrt fram misréttið sem í þjóðfélaginu ríkir, með því að afhjúpa þennan samfélags- kima. Henni virðist einkar lagið að ná við fólk nánara sambandi en gengur og gerist í venjulegum viðtölum og þessar konur hennar eru gæddar slíkum fídonskrafti að hefðu þær bara tíma (viljann vantar ekki) til þess að sækja fundi sinna verkalýðsfélaga þá væru þau sko talsvert öðruvísi í dag. Þá væru kjör þessara kvenna talsvert önnur — þá væri þjóð- félagið allt talsvert manneskju- legra. Helvítis bókin skeður nefnilega á íslandi Hélstu að lífið væri svona? Viðtöl við verkakonur (135 bls.) Útgefandi: Iðunn 1981 Ein af þeim bókum sem á markaðinn kom á haustmyrk- ursdögunum var bók Ingu Huldar um verkakonur. Síðan kom þetta árlega flóð, jóla- bókaflóð, og bókin hennar Ingu Huldar virðist hafa lent undir í þessu mikla flóði. Að minnsta kosti hefur lítið verið um hana rætt af jafn góðri bók að vera. En á jólunum er jú glens og gaman og þessvegna virkilega andstyggilegt að gefa fólki svona dapurlega bók — við getum ekki einusinni skotið okkur bak við þá lélegu afsök- un að „þetta skeður í útlöndum og þess vegna getum við ekkert gert.“ Helvítis bókin skeður nefnilega á íslandi í dag og það vitum við öll, þó svo að ansi stór hópur okkar kæri sig ekk- ert um að vita það. Sum vegna þess að við höfum það svo miklu betra en þessar verka- konur hennar Ingu Huldar. Það er jafnvel okkar hagur að þær hafi það svona slæmt. En sum erum við alveg í sömu sporunum, og það snertir okkur illa að verið sé að svið- setja líferni okkar. í bókinni eru ellefu viðtöl, öll nema eitt við eina konu í einu. Þær eru á aldrinum 19—77 ára og eiga það sam- eiginlegt að vera ófaglærðar verkakonur. Eru allar í „kvennastörfum“, lægsta stétt- in á sínum vinnustað og launin samkvæmt því. Flestar þeirra hafa átt erfitt líf, sem fyrst og fremst á rætur sinar að rekja til stéttarstöðu þeirra. Að vera ófaglærðar verkakonur sem vinnukaupendum þykir þeir geta ráðskast með að eigin geð- þótta. Sú staða og sú meðferð sem þessar konur fá á vinnu- markaðnum, er ekkert til þess að hrópa húrra fyrir, og er þar sama hvort litið er til verka- lýðsfélaganna eða vinnukaup- enda. Nægir þar að benda á

x

Forvitin rauð

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Forvitin rauð
https://timarit.is/publication/56

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.