Forvitin rauð - 01.01.1982, Page 9
FORVITIN RAUÐ 9
KONUR
OG
RAUÐIR SOKKAR
„Konur á rauðum sokkum
— mætið við Handíðaskólann
kl. eitt í dag, 1. maí! Eitthvað á
þessa leið hljóðar útvarpsaug-
lýsing í hádegisútvarpinu 1.
maí 1970. Og kl. eitt mætir
fjöldi kvenna og siðan ganga
þær í fylkingu niðrí bæ, vopn-
aðar heljarstórri styttu. Á stytt-
una er strengdur borði, sem á
er letrað: Manneskja — ekki
markaðsvara. Þetta er í raun
upphafið að róttækri kven-
frelsishreyfingu hér, samsvör-
un við það sem sprottið hefur
upp útí útlandinu. Hreyfingin
hlýtur nafnið Rauðsokkahreyf-
ingin. Af hverju Rauðsokka-
hreyfingin — rauðskkar? Jú,
nafn þetta var víða notað á
hreyfingar sem þessar, m.a. í
Danmörku. Á síðustu öld var
nefnilega til félagsskapur sem
var kallaður blásokkar. Þetta
var klúbbur kvenna og karla,
intelektúal klúbbur, þar sem
m.a. var rætt um heimspeki og
bókmenntir. Konurnar í þess-
um klúbbi þóttu heldur ókven-
legar því þær gengu, eins og
karlarnir, í bláum ullarsokk-
um.
Rauðsokkahreyfingin ís-
lenska var, eins og annars
staðar í V-Evrópu, kjaftshögg
á samfélagið. Enda spruttu
fljótlega upp taugaveikluð við-
brögð gagnvart henni: Karl-
kerlingar, á móti körlum,
bleyjum, barnauppeldi og
heimilum; stórskornar, ófríð-
ar, kynferðislega ófullnægðar
kellingar, sumar þeirr jafnvel
svo viðbjóðslegar, að þær gæfu
skít í hið fullkomnara kynið og
væru lesbíur. Sumsé uppfullar
af mannvonsku.
Rauðsokkarnir mótmæltu
valdaleysi kvenna í samfélag-
inu. Konur væru ekki lengur
minnihluta- eða frávikshópur í
samfélaginu, heldur bæri að
taka fullt tillit til þeirra og þeim
gefin sömu tækifæri og körl-
um. Kröfur voru settar fram
um lagasetningu þessu til
stuðnings. Krafist var yfirráða
yfir eigin líkama, að hann yrði
ekki notaður sem söluvara eða
gerður að einhverju mystisku
fyrirbæri, krafist frjálsra
fóstureyðinga, betri getnaðar-
varna, bættrar fræðslu um
kynferðismál o.fl.
Rauðsokkahreyfingin var
með alls kyns aðgerðir á fyrstu
árum sínum. Þær leiddu m.a.
tröllmyndarlega belju að sam-
komuhúsinu á Akranesi þar
sem fram fór fegurðarsam-
keppni, og í Reykjavík voru
þær með skoðanakönnun fyrir
utan Laugardalshöllina þar
sem fram fór enn ein fegurðar-
samkeppnin. Báðar þessar að-
gerðir vöktu mikla athygli og
urðu til þess að fegurðarsam-
keppnir áttu erfiðara uppdrátt-
ar en ella, enda gerði almenn-
ingur í landinu sér betur grein
fyrir tvöfeldni þeirri sem á bak
við þær eru. Og fyrir ein jólin
stormuðu rauðsokkar niðrá
Lækjartorg, klæddar eins og
skúringakonur, með skuplur og
svuntur og héldu á stóru lík-
neski af Maríu mey með þá
kumpána Silla & Valda í fang-
inu auk heljarstórrar tusku-
dúkku sem átti að tákna hina
útkeyrðu húsmóður jólaundir-
búningsins. En rauðsokkarnir
stóðu ekki bara í svona herská-
um aðgerðum. Þær byggðu
upp hreyfinguna og sömdu nýtt
starfsskipulag sem byggðist á
meira lýðræði og frelsi en
hingað til hafði þekkst í félaga-
samtökum á íslandi. Enginn
formaður, ekkert embætti, í
mesta lagi gjaldkeri, bara lýð-
ræðislegt hópastarf, þar sem
einn hópurinn, miðstöð, sam-
ræmdi hina hópana auk þess að
vera framkvæmdaraðili Rsh. út
á við. Öflugt hópastarf fór
fram, enda við feykinóg að
kljást.
Rsh. beitti sér og mikið í
þeirri umræðu um fóstur-
eyðingar sem fór hér fram á
sínum tíma. Nýtt frumvarp sem
heimilaði rýmkun fóstureyð-
inga og var samþykkt á alþingi
1974 má að verulegu leyti
þakka rauðsokkum.
Hreyfingin var þverpólitísk.
Hópur óflokksbundinna, sem
og flokksbundinna allt frá
Sjálfstæðisflokki niðrí Alþýðu-
bandalag starfaði í hreyf-
segja að þessi þróun hafi verið
óhjákvæmileg, enginn nennir
til lengdar að mótmæla feg-
urðarsamkeppnum eða telja
hvursu margar konur eru hér
og þar í opinberum embættum,
kvennabarátta getur ekki til
lengdar verið svona yfirborðs-
kennd, það þarf líka að huga
Rshr. hefur ýmislegt verið að
bauka við frá árinu 1977, s.s.
samstarf við stúdenta í HÍ 1.
des. 1977, kvennahátíðir, 8.
mars hátíðahöld, dagvistar-
undirskriftir ásamt fl. Þó má
segja að miðað við fyrstu ár
Rshr. hafi ríkt deyfð á þessum
árum sem þó er ekkert sérís-
fími brúðanna er liðinn
ingunni. Fyrr eða síðar hlaut
svona hópur að deila, sérstak-
lega þegar að fræðilegri um-
ræðu kæmi, þ.e. hvers vegna
og af hverra völdum er kvenna-
kúgunin? Árið 1974 hélt Rauð-
sokkahreyfingin ráðstefnu að
Skógum u/Eyjafjöllum. Þar
var samþykkt róttæk stefnu-
skrá, þar sem því var lýst yfir
að kvennabarátta yrði ekki
slitin úr tengslum við stéttabar-
áttu: Ekki væri hægt að fjalla
um stöðu kvenna ef hún væri
ekki sett í pólitískt sam-
hengi.Kona verkamannsins
hefði nefnilega alls ekki sömu
hagsmuna að gæta og kona
forstjórans, vitaskuld væri
stéttaskipting meðal kvenna. Á
þetta gátu þær hægrisinnuðu
alls ekki fallist því að þær töldu
kvennakúgunina á íslandi ein-
göngu vera af völdum íslenskra
karla. Gengu þær því út og
ýmist inní sín einkamál eða í
Kvenréttindafélag íslands. Má
VIROULEGUR ahugamAl
FÓLKSFUNDUR
ferÓaPíig^
eru:
FER0ALÖG
l£STUK GÓPfitA
bókhennta
KVENWARíEKTAR ÚTREiÐAR <■
. -RAÐUNAUTAR ^
£íNAROSH3ÖRTUREINRR og
ALLIR Á VEIÐAR HJÖRTUR
Gaesavei^ar
Héravei^ar
Músdvei^ar
5TÚLKUVEIDAR
v«lja sjálfir
til að sparaJ
að spurningunni hvers vegna
kvennakúgun eigi sér stað.
1975 var alþjóðlegt kvenna-
ár. Fjöldi hugmynda skutu upp
kollinum, um hvernig bæri að
„halda upp á“ ár þetta. í Rsh.
voru uppi hugmyndir um
kvennaverkfall. Með því yfði
sýnt fram á mikilvægi kvenna í
samfélaginu. Kvennaársnefnd-
in sjálf, skipuð konum úr stjórn-
málaflokkum, Rsh, Kvenrétt-
indafélaginu o.fl. tók upp
þessa hugmynd en heldur varð
hún rýr í meðförum nefndar-
innar, kvennam-A/a// var helst
til óviðeigandi orð, frekar bæri
að stefna að kvenna/n'/, orðið
frí myndi líka storka færra af
mektarfólki samfélagsins.
Óþarfi er að segja nokkuð frá
kvennafrídeginum 24. okt.
1975, aðgerðir þessar vöktu
heimsathygli og voru velheppn-
aðar.
Og hvað svo? Alþingi sam-
þykkti hin svokölluðu jafnrétt-
islög í maí 1976 og jafnréttisráð
var sett á stofn. Vendipunktur
er fenginn í söguna, lög þessi
vöktu fögnuð, framkvæmd
þeirra yrði síðan bara að koma
í Ijós. Rsh. tók nú á komandi
árum að beina sér æ meira að
málefnum verkakvenna.
Haldnar voru láglaunaráð-
stefnur með verkakvennafélög-
unum Sókn, Framsókn o.fl.
félögum. Ráðstefnur þessar
fóru að vísu ekki hátt í fjöl-
miðlum landsins.
Rsh. gaf út málgagn sitt,
Forvitin rauð, árlega frá árinu
1974 en árið 1976 bættist viku-
leg jafnréttissíða í Þjóðviljann
með í þennan hóp. Hreyfingin
hélt henni uppi til ársins 1980,
er hún var lögð niður en áhersla
í staðin lögð á betri Forvitna
rauða, áskrifendum safnað og
áætlað að blaðið kæmi út fjór-
um sinnum á ári.
lenskt fyrirbrigði og verður að
skoðast í því ljósi. Streymi inn
og út úr Rsh. hefur alla tíð
verið mikið, og stundum heldur
mikið og reynslan af skipulagi
því sem hampað var fyrr í þess-
ari grein hefur ekki verið algóð.
Hefur borið við að fullmikið
ábyrgðarleysi hafi blómgast í
skjóli skipulagsins og almenns
agaleysis meðal félaga. Rshr.
þurfti líka að horfast í augu við
ýmsa erfiðleika, s.s. þögn fjöl-
miðla sem virðast þegja allt
frjott vinstra starf í hel og kot-
ungslegar deilur við skamm-
tímafyrirbæri sem bar nafnið
8. mars hreyfingin sem ætlaði
sér að afhjúpa endurskoðunar-
og hentistefnu Rsh. sem væri
óvinur alþýðukvenna, auk fjár-
hagserfiðleika, almennrar
deyfðar á vinstri kantinum
o.s.frv. En batnandi manni er
best að lifa. Reynslan hefur
sýnt okkur að full þörf er enn á
virkri kvennahreyfingu á borð
við Rsh.
Jafnrétti/kvenfrelsi á enn
töluvert í land og verkefnin enn
sem fyrr óþrjótandi, s.s. að
vinna að og berjast fyrir at-
hvarfi fyrir konur og börn,
fleiri dagheimilisrúmum,
bættri aðstöðu kvenna yfir fer-
tugt og kvenna í stjórnmálalífi,
bættum kjörum láglauna-
kvenna, fyrir friði, gegn kjarn-
orkuvopnum og helstefnu
o.s.frv. o.s.frv., þ.e. fyrir
mennskari heimi þar sem allir
fá jöfn tækifæri, ungir sem
aldnir, karlar sem konur.
UPP, UPP OG ÚT í BAR-
ÁTTUNA!
Margrét Rún Guðmundsdóttir