Alþýðublaðið - 13.04.1958, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 13.04.1958, Blaðsíða 3
S'imnudagur 13. apríl 1958 A.lþýðublaðið 3 Alþgðublaðið Útgefandi: Ritstjóri: Fréttastjóri: Auglýsingast j óri: Ri tst j órnarsí mar: Auglýsingasími: Afgreiðslusími: Aðsetur: Alþýðuflokkurinn. Helgi Sæmundsson. S i g v a 1 d i Hjálmarsson,- Emilía Samúelsdóttir. 14901 og 14902. 1 4 9 0 6 1 4 9 0 0 A 1 þ ý ð u h ú s i ð Prentsmiðja Alþýðublaðsins. Hverfisgötu 8—10. Áróður eða fri ðarvilji? RtJSSAR haifa gert það að tillögu sinni, að hætt verði öllum tilraunum með kjarnorkuvopn um óákveðinn tíma með víðtækara samkomulag stórveidanna fyrir augum. Þjóðviljinn er stórhrifinn af þessari yfirlýsingu og telur hana heimssögulega. Það skal út af fyrir sig ekki dregið í efa. Mannkynið þráir, að hætt verði leiknum með hel- sprengjurnar. En spurningin er, hvort yfirlýsing Rússa getur talizt friðarvilji eða áróður. í þv-í sambandi er at- hyglisvert, að þeir snúa allt í einu við blaðinu eftir að hafa gert margar tilraunir með kj arnorkuvopn á skömm- um tíma og velja þá stund, þegar Vesturiveldin eru í þann veginn að hefjast handa um sams konar tilraunir. Þjóð- viljinn lætur þess ekki getið, að þannig haifi verið á málun- um haldið. Hann vill hins vegar, að Vesturveldin taki Rússa á orðinu og geri eins og þeir leggja til. En er hægt að treysta því, að aivara og raunhæfur friðarvilji liggi orð- unum til grundvallar? Mikið hefur verið rætt um afvopnunarmálin undan- farin ár, en enginn viðhlitandi árangur náðst. Og hvers vegna ekki? Af því að Rússar vilja ekki samkomulag. Þeir tefla áróðursskákina ár eftir ár, vilja frið og samstarf í orði, en hafna sacnkomulagi og afvopnun á borði. Komm- únistar á Vesturlöndum telja allt þetta framferði þeirra til fyrirmyndar. Svo er til daemis um Þjóðviljann hér á ís- landi. Hann h-efur aldrei neitt við það að athuga, sem frá Rússum kemur í þessu efni. Þess vegna veitir enginn því athygli, þó að hann dansi með í hlýðninni. Hitt værí frá- sagnarvert. ( Utan úr heimi PRJÁLSLYNDI flokkurinn vann um síðustu mánaðamót í fyrsta sinn á þrjátíu árum sig- Ur í aukakosningum í Bret- landi. Þetta gerðist í Torring- ton, sem hingað til hefur verið talið öruggt íhaldskjördæmi. Þingmenn Frjálslyndra urðu við það sex að tölu og menn eru farnir að velta því fyrir sér, hvort þeir séu að rísa úr ösku niðurlægingarinnar. Fyrir tveimur árum töpuðu þeir þing sæti til Verkamannaflokksins, en nú í vetur hafa frambjóðend ur Frjálslyndra aukið mjög fylgi flokksins og í Rochdale hlaut flokkurinn fleiri atkvæði en íhaldsmaðurinn og loks vann frambjóðandi þeirra sig- ur í Torrington. Um það er ekki að ræða, að stefnuskrá Frjálslyndra dragi að sér kjósendur, því hún er mjög á reiki, og á þingi eru hin ir örfáu þingmenn flokksins jafnan ósammála um hin mik- jlvægari málin. Hið eina, sem þeir eru sammála um er að láta Breta hætta framleiðslu og til- raunum með kjarna- og vetnis vopn. Frjálslyndi flokkurinn hefur um langt skeið ekki haft á að skipa afburðamönnum í forystu liði flokksins. Það verður því að teljast líklegt, að fólk kjósi nú Frjálslynda flokkinn í mót- mælaskini við stefnu stærri flokkanna, — eða kannskj öllu heldur til þess að láta í ljós ó- ánægju sína með hið pólitíska átsand á Bretlandseyium, sem veldur því að hvorki íhalds- menn né Verkamannaflokkur- inn geta leyst þau vandamál, sem þjá hinn almenna borgara. Frjálslyndi flokkurinn gegnir sama hlutverki í Bretlandi og poujadistar í Frakklandi. Strax og Frjálslyndi flokkurinn tæki þátt í ríkisstjórn mundi hann tapa miklum fjölda kjósenda. Fullvíst má telja, að flokkur inn muni bjóða fram í mörgum kjördæmum í næstu þingkosn- ingum í Bretlandi. Örfáir þess- ara frambjóðenda munu ná kosningu, en þeir munu draga mörg atkvæði frá hinum flokk- unum og um leið hafa mikil óbein ahrif á úrslit kosning- anna. Álitið er, að þeir taki all- miklu fleiri atkvæði frá íhalds- mönnum heldur en Verka- mannaflokknum, og getur fram boð þeirra orðið til þess að Verkamannaflokkurinn fengi 50—100 þingsætum fleira fyrir bragðið. Aukakosningarnar í ToiTÍng- ton hafa valdið mikilli skelf- ingu á röðum íhaldsmanna, og í fyrsta sinn efast margir þeirra um forystúhæfni Macmillans. Margir íhaldsmenn sjá það nú eitt úrræði að ganga í bandalag við Frjálslynda, sem beint yrði gegn Verkamanna- flokknum. Einnig er margt rætt um óbeint bandalag, þannig að íhaldsmenn bjóði ekki fram í þeim k.jördæmum, sem Frjáls- lyndir hafa möguleika á að vinna, og ein leiðin er sú að breyta kosningalögunum þann- ig, að þessir tveir flokkar fái lagðar saman kosningatölur sínar í hverju kjördæmi og hljóti sá flokkurjnn þingsætið, sem fleiri atkvæði hlýtur. Reyndar eru þetta allt laus- legar tillögur ábyrgra flokks- manna íhaldsflokksins, og ekki er búizt við, að stjórnin muni gera neinar lagabreytingar til þess að tryggja sig í sessi. Á hinn bóginn er víst, að Frjáls- lyndir munu tapa miklu fylgi ef þeir ganga í nokkurs konar bandalag við íhaldsflokkinn. Auk bess reikna stjórnmála- fréttaritarar í London með því, að fylgi Frjálslyndra sé það ó- trvggt, að það geti yfirgefið flokkinn hvenær sem er. Það hefur sýnt sig í Frakk- 'landi, að Poujade hefur gengið illa, að halda sa-man hrevfingu, sem eingöngu byggist á því að mótmæla stjórnarráðstöfunum. Macmillan ætlar sér vafalít- ið að sitja út þau tvö ár, sem eftir eru af kjörtímabilinu í þeirri von, að Frjálslyndir hafi þá tapað mestöllu fylgi sínu aftur, og þar með tryggt íhalds mönnum kosningasigur. H. Sú afstaða að fagna tilraunum Rússa með Ikjarnorku- vopn, en fordæma sama liáttalag Vesturveldanr.a þjón- ar sannarlega ekki tilgangi friðarins og bættrar sam- búðar þjóðanna. Sprengjur eru ekki góðar eða vondar eftir því, hver framleiðir bær. Ógnun ivið heimsfriðinn er sama gerræðið, hver sem í hlut !á. En þetta getur kommúnistum Vesturlanda ekki skilizt. Og einmití þess vegna halda rússnesku valdhafarnir, að þeim sé óhætt að halda uppteknum hætti aun láróðUr og sýndarnrennsku. Samherjar þei-rra vestan járntjaldsins bregðast þeirri skyldu sinni að gera þeini heiðarlega grein fyrir ahnenn- ingsáliti frjálsra og friðelskandi þjóða. Og meira en það. Þeir ve-gsama rússneskar helsprengjur eins og lreir dá- sömuðu svívirðinguna, þegar ungverska byltingin var kæfð. í blóði. Þeir aðilar eru ekki samtalshæfir um heimsfriðinn og bætta sambúð þjóðanna. R-ússnisska þjóðin vill va-falaust frið eins og fólkið á Vesturlön-dum. En er valdhö-funum í Kreml það alvara, að heimsifriðurinn skuli tryggður m;eð öruggum hætti? Þess hafa þeir átt kiost urn langt skeið, en látið hvert tækifærið af öðru framhjá sér fara. Vil.ji þeir efla heimsfriðinn og bæta sa-mbúð þjóðanna, þá ber þeim skylda til að hætta áróðrinum og sýna góðan vilja sinn í verki. Alþýðan á Vesturlöndum þráir ekkert heitara en frið, atvinnu og ör- ugga framtíð. Hún myndi þess vegna fagna því af heiium hug, ef Rússar íéðu máls á af-vopnun og hætt yrði tilraun- um með kjarnorkuvopn. En hún kr.efst þess, að tryggt verði, að afvopnunin leiði til friðar. Hún man efndir Hitl- ers á loforðum þeim, siem hann gaf fjálglega forðum daga. Og hún hefur ekki gleymt örlögum þjóðanna, sem skuggi kiomjmiúnismans hivílir yfir. Þannig er tortrygginin komin til sögunnar. Og hún eykst í hVert skipti, sean kommúnistar Vesturlanda vegsama rússnesku helsprengjurnar og afsaka kúgunina í löndunum bák við járntjaldið. Vanda'míál Þjóðviljan’s er óbrotið. Hann þarf ekki ann- að en hlýða Rússu'm í einu og öllu. Aliþýða Vesturlanda heimtar hin-s v'egar ,frið, sem komi í staðinn fyrir tortryggni -og ótta. Rús'sar geta fært mannkyninu þann frið mieð því að sýna í verki þann hug sinn, sem Þjóðviljinn telur bless- un landa og þjóða, en er eins og bros til að leyna grimmd, eá verkin eru ekki látin tala. Fermingardagar. FERMINGARDAGAR eru há- tíðisdagar á heimilum og í kirkju. — Það er yfir þeirn bjartur og fagur blær. Flestir minnast fermingardags síns með gleði, og sækja þangað minningar til örvunar hinu góða í sjálfum þeim. Flestir foreldrar gera eitthvað sér- stakt til að „halda upp á dag- jnn“, en víðast hvar mun það vera með hófi og nú orðið hygg ég, að það komi varla fyrir, að deginum sé spillt með áfengisnautn. — Foreldrarnir. Öllum foreldrum og fóstur- foreldrum fermingarbarna er það eðlilegt að hugsa með nokkurri alvöru um ferming- ardag barnsins. Margt rifjast upp sem skeð hefur, frá því að barnið var lítið, — og nú á það að verða stórt og fullorð ið áður en varir. Engir vita þó betur en foreldr.arnir, að börnin eru ennþá ung og smá, og erfiður kafli eftir til þess, að barnið sé fullþroska á lík- ama og sál. Allirforeldrar hai'a gert sitt bezta til að vera barn inu vernd og skjól, leiðbein- andi og hvetjandi til þess, sem gott er. — „Foreldrarnir eru fyrstu guðir barnsins“, er haft eftir merkum uppeldis- fræðingum. — Og lengi býr að fyrstu gerð. Samt er því svo háttað, að barnið verður illa statt, ef það þekkir engan annan guð, æðri og meiri en mannlegar verur og greiðast- an aðgang á barnið að þeim guði, sem góð móðir og faðir hafa kennt því að trúa á. — Þegar prestur býr barn undir fermingu ,byggir hann á þeim grunni, sem lagður heiurverið af foreldrum og öðrum upp- alendum barnsins, — og þökk sé þeim, sem hafa leitt börnin hin fyrstu spor á vegi guðs ríkjs. Skímin. Hvað er skírnin? — „Þá er nú hlessað barnið buið að fá nafn“, segir fólk stundum. Satt er það, presturinn er urn- boðsmaður ríkisins, þjófélags- ins, og löggildir nafn þessa einstaklings, sem í fyrsta sinni er skráður með nafni inn í bækur. (Þótt foreldrar nefni barnið sitt, eins og það nefn- ir folald eða lamb, hefur það nafn ekki löggildingu, og þarn inu ber engin skylda til að nefnast því.) — En skírnin er annað og meira en nafngift. —Bárnið er -af skaparans hendi fætt inn í mannkynið, — fætt inn í eitthvert ríki eða þjóð jarðarinnar. — Forræði þess hafa foreldramir. Þeir ráða því meira að segja, hvort barnið tilheyrir því ríki, sem það er fætt inn í. — Það kem ur fyrir að foreldrar gefa barn ið sitt öðrum foreldrum en það er fætt af, — og fá því borg- ararétt annarrar þjóðar. —• Svo mikið er foreldravaldið, meðan barnið er ungt og ó- þroskað. — En til er það ríki, sem er ekki takmarkað af neinum landamerkjum, en nær til allra landa heims. Það er ríki Krists, guðsríkið, eins og það er nefnt í Biblíunni. Kristnir foreldrar afhenda barnið sitt Kristi í þeirri skírn, er hann sjálfur innsetti, og í nafni Krists tekur kirkj- an á móti barninu. Er barnið ■þá „formlega“ orðið barn guðs sjálfs og foreldrarnir skyldir að ala 'það upp sem slíkt. Það heifur sinn borgararétt í ríki Krists. — Það er merkt krossi hans, — tilheyrir honum að eilífu, þótt það sé um leið mannsbarn. Fermingin, Fermingin er staðfesting skírnarsáttmálans, — Sáttmáli þýðir samningur eða sáttar- gjörð. Við þann samning, eins og alla samninga, kcmur faðir og móðir framfyrir hönd barns í na-fni Krists. Nú er þessi samningur staðfestur að nýju, etftir að barnið hefur verið frætt um innihald hans, og því hafa verið kennd kristin Framhald á 9. síðu..

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.