Morgunblaðið - 09.11.1913, Síða 2

Morgunblaðið - 09.11.1913, Síða 2
34 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið. Kemur út á hverjum morgni, venjulegt blað (4 bls.) á rúmhelgum dögum, tvöfalt bláð (8 bls.) á sunnu- dögum. Auglýsingum sé skilað fyrir kl. 2 deginum áður í ísafoldarprentsmiðju. Kostar 6 5 aura um mánuðinn Tekið við áskriftum í ísafoldar- prentsmiðju. Einstök blöð kosta 3 aura. Talsimar 500 og 48. Bæjarstjórnarfundur 6. nóv. 1913. Frh. Þá var tekið tekið fyrir fisksölu- málíð, — málið, sem mest allra bæjarmála hefir verið rætt síðasta missirið. Tr. Gunnarsson kvað það vera tvent, sem í fyrstu hefði komið þessu fisksölumáli af stað, óhreinlæti (al- veg eins og með salernin!) og verð fisksins. Það hefði verið ómögu- legt að lækka verðið, þó mönnum alment fyndist það of hátt. Sagðist vita til þess, að ýsa hefði hér um daginn verið seld fyrir 12 aura pund- ið, og gæti það kallast dýr matur. Það væri því meiri ástæða fyrir bæjar- stjórnina að taka í taumana og koma sölunni í lag. Það mundi vera mörgum erfiðleikum bundið fyrir bæjarfólk, að sækja fisk í soðið á að eins einn stað í bænum. Eitt fisksöluhús væri þó með öllu ónógt. Lagði hann til, að gjörðir yrðu þrír »pallar« og 3 menn hafðir til að annast söluna. Vildi hann láta þá hafa árslaun af bæjarfé og trúa þeim fyrir öllum fiskkaupum af botnvörp- ungunum. Bærinn ætti ekki að græða á sölunni, en taka fyrir fisk- inn það, sem hann kostaði með öllum áföllnum útgjöldum. Vildi hann banna alla aðra fisksölu i bæn- um, og útiloka bæði »Akurnesinga, Álftnesinga eða aðra slæpinga« héð- an úr bænum. Vildi hann hafa minst tvo fasta staði, sem fiskur væri seld- ur á, og þar að auk hreinlega vagna, sem sendir væru um stræti bæjar- ins. Kvað öllum »fisk spekúlöntum« vera alveg sama um hvað fiskurinn kostaði hjá botnvörpuskipunum, því að »þeir láta bæjarbúa borga gildið«. Þá las borqarstj. upp bréf, undir- ritað af flestum fiskimönnum héðan úr bænum og nærlendis. Þeir biðja þar bæjarstjórnina að hugsasig tvisvar um áður en hún taki af þeim rétt- inn til þess að aka um bæinn og selja þann afla, sem þeir öfluðu. — L. H. Bjarnason kvað hér vera algjört atvinnufrelsi, eins og menn vissu. Áleit hann eigi að lög leyfðu að banna mönnum að selja fisk. Sjálfur mundi hann þora að brjóta slik lög, ef þau yrðu samþykt, í fullu trausti þess, að hann mundi verða sýknaður. Það væri ómögu- legt fyrir alla að nálgast fisk frá ein- um stað. Enn fremur yrði fiskur- inn mun dýrari en nú, vegna leigu á húsinu; væri ráðgert, að eingöngu lóðin mundi kosta 9000 kr. Áleit litla meiningu í að kosta svo miklu til — að eins til þess að taka at- vinnu frá þeimj sem lögum sam- kvæmt hafa rétt til hennar. Og hvaða eftirlit yrði svo með þessu húsi. »Hún verður aldrei i lagi«. Það væri alvanalegt erlendis, að fisk- ur væri seldur á götunum úr vögn- um, og því mætti ekki gera hið sama hér. Menn töluðu um óhrein- indin og óhollustn; en miklu óholl- ari áleit hann niðursoðinn fisk vera, en t. d. ýsa, sem væri tveggja daga gömul. Sagði, að sér þætti úldinn fiskur bezti matur! Sv. Björnsson sagðist ekki trúa því, að prófessor við Háskóla íslands ætli sér að ráða mönnum til þess að brjóta samþyktir bæjarstjórnarinnar. Áleit vísan rétt til þess, að innfæra slíka reglugerð. Það væri mikið í varið fyrir bæjarbúa að fá góðan fisk, hreinan, nýjan — og rétt veginn. Það væri miklu meiri trygging, ef selt væri á einum stað, en ef fisksölu- staðirnir væru margir. Kn. Z. áleit enga meining í að taka réttinn af þeim mönnum, sem nú seldu fisk í bænum, hversu mik- ið sem þeir tækju fyrir fiskinn. Jón Þorláksson kvað fiskinn mundu verða dýrari en hann þyrfti að vera. Fiskur væri hér fátækrafæða aðallega, en erlendis hinn dýrasti matur. Fisk- verð mundi enn fremur hækka við þann aukakostnað, sem það hefði í för með sér, að senda hann austan úr bæ niður í miðbæinn, til þess að kaupa fisk. Lagði hann til að »pall- ar« Tr. G. yrðu gerðir; væru þeir það, sem menn nú bezt myndu við una. Hannes Hajiiðason kvað »palla« Tryggva vera alveg þýðingarlausa. Sér væri bölvanlega við þessar röngu vogir. Rimma mikil varð milli þeirra Sv. B. og L. H. B. um lagaheimild fyrir slíkum samþyktum. Kvað Lárus all- ar breytingar vera i bága við lögin. Jón Jensson kvað nefndina hafa unn- ið í alveg mótsetta áttt, en hún átti að gera. Hefði hún að eins gert ráð- stafanir sem gerði fiskinn dýrari, en hefði átt að gera hann ódyrari. Þess- ar ráðstafanir hefðu ekkert að gera við hreinlæti. Vildi hann nota palla Tryggva; »þeir benda í áttina, sem vér eigum að halda«; þá hefði bæjar- stjórnin ráðið verulega bót á fisk- sölunni. Sv. B. kvað fiskinn í raun og veru ekki verða dýrari, því óhreinindin yrðu þó ekki seld með þorskinum. Kvað hann margar aðrar samþ. hafa verið gerðar í líka átt, t. d. kjöt- eftirlit og mjólkursölu, og þær hefðu verið viðurkendar af stjórnarráðinu. Loks kom fram rökstudd dagskrá frá Jóni Þorl. og Lárusi og var hún samþykt. Var hún svohljóðandi: »1 því trausti að fjárhagsnefnd komi með till. um fjárveiting til að gera fisksölupall, tekur bæjarstj. fyrir næsta mál á dagskrá. Vaqabundus. ■------ DAGBÓFjlN. C=3 Afmæli 9. nóv. Gnðrún Pétnrsd. húsfr. Maria Signrðard. — Marta Indriðad. — Þóra G. Möller — Pálmi Þóroddsson prestur 51 ára Olafur Theódórsson trésm. 37 — Jón Klemensson stýrimaður 36 — Veðrið í gær (8. nóv.) var stilt, logn nm land alt, nema á ísafirði norðvestankul, heiðskirt á Snðnrlandi, en skýjað á norð- austnrlandi. Hitinn var 2,8 stiga frost í Beykjavik, 0,3 á ísafirði, -4- 5,2 á Aknreyri, — 4,0 á jGrimsstöðum, 1,6 stiga hiti á Seyðis- firði. Háflóð í dag kl. 2.33 e. h. Sólarupp- koma kl. 8.37, sólarlag 3.45. Samkvæmt leyfi bæjarstjórnarinnar var farið að spranta va„ni á Anstnrvöll i gær kl. 2^/a síðd. Voru vatnsæðar opnaðar í Kirkjnstræti og Pósthússtræti og vatnið látið renna i sifellu á völlinn. Virst þó sem ónógt væri, þvi kl. 8 — eftir 5 stunda austur — sást hvergi að völlurinn hefði verið »vatni ansinn«. Skautafélagið þarf áreiðanlega meira vatn — alveg eins og orgelspilarinn þnrfti >meiri vind« forðum — ef duga skal. Ef til vill gætu meðlim- ir fnndið eitthvert ráð 1 Komið á Austnrvöll i dag! Freyr, botnvörpuskip P. J. Thorsteinson & Co., sem rak upp hér við Bauðará í ofsaveðrinu 19. f. m., kvað nú vera seit h.f. Timbur- og kolaverzlunin Raykjavik. Messað i dómkirkjunni i dag ki. 12 af sr. Bj. J. (altarisg.), en kl. 5 af sr. Jóh. Þork. í fríkirkjunni kl. 12 af sr. Ól. Ól. Alþýðufræðslan. Bjarni frá Vogi flytur fjórða og siðasta erindi sitt, B r 0 t ú r sögu Islands, i Iðnó i dag kl. 5 ís á tjörninni. Isinn á tjörninni var mannheldnr í gær. Var hann töluvert notaður — einkum af drengjum bæjarins, sem óróir blða þess, að Austurvöllur fari að >halda<. Síra Matth. Jochumson verðnr 78 ára næstk. þriðjudag, 11. þ. m. Hann dvelst um þessar mnndir hér i bænum hjá tengda- syni sinnm, Jóni Laxdal kanpm. En norðnr á Aknreyri ætlar hann i miðjum þessum mánnði á Ceres. Súlan, sem um daginn strandaði á Hornafirði, verðnr tekin hér upp í dráttar- brautina í dag nm flóðið. Skemdir eru töluverðar á skipinu. Hafnargerðin. Kirk verkfræðingnr hefir boðið blaðamönnnm bæjarins og hafnar- nefnd að skoða hafnarmannvirkin á mánu- daginn. Stúdentafélagið. í stjórn þess voru kosnir á siðasta fundi þeir Matth. Þórðarson form., Pétur Magnúss. stud. jnr. ritari, Kr. Linnet cand. jur. gjaldkeri og Ben. ritstj. Sveinsson og Andrés Björnsson cand. jur. Um August Bebel, hinn látna þýzka afnaðarmannakonnng, flytur >Verkmanna- \ ' Nýhöfn býður sínum heiðruðu viðskiftavin- utn ágætt margarine, fyrir að eins 48 aura pundið og 46 í 10 pundum. Býður nokkur betur? Ávextir og Kálmeti kemur með Ceres í dag í Liverpool. Diamant-hveitið í 5 og 10 punda pokum, fæst að eins í Nýhöf n. Reyktur Lax fæst í JSiverpool Pure Latakia og margar fleiri uppáhalds reyktóbaks- tegundir bæjarbúa, fást nú í N ý h ö f n. blaðið« í gær fróðlega grein eftir Baldvin Björnsson. En hann dvelnr á Þýzkalandi og mnn knnnngri starfi Bebels en flestir aðrir hér i landi. Taflfélag Reykjavlkur hélt aðalfnnd sinn á föstndagskvöldið. I stjórn voru kosnir Pétnr Zophoniasson form., Þorlákur Ófeigs- son ritari og Haialdur Signrðsson gjaldk. Endnrskoðendur voru kosnir próf. Björn M. Ólsen og dr. Ólafur Danielsson. Fé- lagið á i sjóði rúmar 793 kr. auk mikilla bókaleifa (upplög). Allir skákvinir ættu að vera meðlimir féiagsins. Vélaskipið Njáll — gamla hetjan, sem forðum stundaði hákarlaveiðar héðan — fór i gær vestnr að Stapa með kol og vörnr fyrir P. J- Thorsteinsson & Co. >Sjögutten«, Kolaskipið, sem hingað kom nm daginn, fór i gær til Ólafsvlkur með kol og vörur fyrir Garðar kanpm. Gisla- son. Bréfaskrína. Fisksalan enn. Kaupandi skrifartil Morgunblaðsins: Undanfarna daga hefir verið seld- ur fiskur hér í bænum fyrir ioaura pundið. Eg vil koma með þá uppástungu að bæjarbúar kaupi engan fisk með- an verðið er svona hátt, og mun þá sannast að fiskverðið lækkar eftir einn eða tvo daga. Á. S.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.