Morgunblaðið - 07.12.1913, Page 2
162
MORGUNBLAÐIÐ
Jón Siverísen
ItiQÓlfssfrætt 9
tekur að sér: að endurbæta bókhald
verzlana og annara, sem bókfærslu-
löggjöfin nær til, að endurskoða alls-
konar reikningsfærslu, að semja hinar
fyrirskipuðu efnahagsskýrslur, o. fl.
þar að lútandi.
Þeir sem nota vilja aðstoð hans,
eru vinsamlega beðnir að geta þess
innan ársloka.
Til viðtals kl. 2—3 virka daga.
þjóðar og þings um, hvaða gerð sé
óskuð, og komi íslandsráðherra fyrst
þar á eftir fram með tillögur um,
að í nýjum konungsúrskurði verði
ákveðin gerð fánans«.
Síðan bar Hafstein fram konungs-
úrskurðinn, sem kunnur er orðinn
hér á landi.
Þá stóð upp Zahle yfirráðherra
Dana og mælti á þessa leið:
Reglurnar um hið sameiginlega
ríkisflagg og notkun þess í alþjóða-
viðskiftum,heyrir undir hin sameigin-
legu ríkismál, og breyting á þvi at-
riði fæst eigi, nema með hluttöku
(medvirkning) hinna dönsku stjórnar-
valda.
Þetta er afleiðing bæði af núgild-
andi lögum, rás viðburðanna og eðli
málsins; aðaleinkenni verzlunarfán-
ans er, að hann nýtur alþjóðaviður-
kenningar, og til þess að hljóta slíka
viðurkenning, þarf til löggilding af
hálfu þess valds, sem samkvæmt
þjóðarréttinum hefir rétt til þess.
En þetta er eigi til fyrirstöðu því,
að löggiltur sé sérstakur fáni til not-
kunar á íslandi og i landhelgi íslands,
og alveg eins og ákvæði um fána-
notkun í landi eru gerðar í Dan-
mörku með konungsúrskurði 7. júlí
1854, svo hlýtur og að vera hægt
að gera samskonar ákvæði á íslandi
með konungsúrskurði, er Islands-
ráðherra undirritar með konungi.
Það skilyrði verður þó að gera,
eins og íslandsráðherra einnig hefir
í ljós látið, að rétturinn til að draga
hinn sameiginlega ríkisfána á stöng
á íslandi og í landhelgi íslands, sé
eigi skertur, og að þessi fáni sé ætíð
á stöng dreginn á húsi því, sem hið
íslenzka stjórnarráð yðvarrar hátign-
ar hefir bækistöð í.
Loks mælti konun^ur á þessa leið:
Enda þótt mér hefði fallið það
betur, að alþingi hefði beðið með að
láta í ljós ósk um islenzkan sérfána,
þangað til komin væri regla á ríkis-
réttarsamband Danmerkur og íslands,
felst eg þó nú, er eg hefi heyrt
þessi ummæli, á tillögur þær til kon-
ungsúrskurðar, um sérstakan fána til
notkunar á íslandi og í landhelgi
íslands, sem íslandsráðherra hefir
borið fram og yfirráðherrann ekki
hefir komið fram með nein mót-
mæli gegn.
Um leið og eg geng að því vísu,
að þessi fáni verði eigi eftirtakanlega
Hkur fána neins annars lands, býst
eg við, að fá síðar tillögur íslands-
ráðherra um gerð fánans.
Eg vil taka það sérstaklega fram
(Jeg önsker at fastslaa), að afstaða
Dana í þessu máli stafar af alvarlegri
ósk um að efla gott samband milli
Danmerkur og íslands.
Eg gef hérmeð yfirráðherranum
og íslandsráðherra leyfi til að birta
ríkisráðsumræðurnar um þetta mál,
bæði í Danmörku og á íslandi.
Comes.
■----- DAGBÓfjlN. E=3
Afmæli i dag.
Jakobina Gnðmundsdóttir húsfr.
Ragnheiður Bjarnadóttir —
Branddis önðmnndsdóttir —
Gnðjón Gamalíelsson múrari 46 ára
Kristinn Guðmundsson — 47 —
Gisli Sveinsson málaflntningsmaðnr33ára
Slra Einar Jónsson, Hofr i Vopnaf. 60 —
Annar sunnudagur I jólaföstu. Teikn á
sól og tungli (Lúk. 21. Matt. 25, 1—18.
Lúk. 3, 1—6.)
Messur. í Þjóðkirkjuui kl. 12 sira
Bjarni Jónsson, kl. 5 sira Jóh. Þorkelsson.
I Frikirkjunni kl. 12 sira Ól. Ólafsson.
I Katólsku kirkjunni kl. 9 árd. og kl.
6 siðd. levitaguðþjónusta. Þá heldur
Menlenberg prestur fyrirlestur.
Náttúrugripasafnið opið kl. I1/*—2‘/, siðd.
Þjóðmenjasafnið opið kl. 12—2 síðd.
Háflóð er i dag kl. 12.33 siðd.
Sólarupprás kl. 10.9.
Sólarlag 2.24.
Veðrið i gær: Reykjavik, austangola,
-i- 1.1 ísafirði, austangola, -f- 0,5. Akur-
eyri, sunnankul, ~r 1,0. Grimsstaðir, snð-
austangola, -f- 5,0. Seyðisfjörður, suð-
vestankul, -j- 0,7. Vestmannaeyjar, aust-
anhvassviðri -f- 3,0. Skýjað loft um land
alt, en i Þórshöfn á Færeyjnm var hálf-
heiðskirt loft, logn 7,1 stiga frost. Er
það nýtt sem sjaldan skeður, að kaldara
sé þar en hér og alt að þvi einsdæmi að
svona miklu muni.
Dáin er nýlega hér i Landakotsspítal-
anum Júlia Jónsdóttir, 17 ára gömul, ætt-
uð frá Háakoti i Fljótshlíð. Hafði hún
slasast eitthvað nýlega — dottið ofan
stiga og dó af afleiðingunum.
Jarðaður var i gær Gisli Gnðmundsson,
80 ára gamall, ættaður frá Fróðárhálsi i
Borgarfirði. Dó hér á Landakotspitala.
Nýja Bíó sýnir þessa dagana >Káti liðs-
foringinn«, ástarsögu ímyndum.
Sagan byrjar vel, liðsforinginn trúlofast
ungri og afbragðsfriðri stúlku, sem hann
elskar, og alt virðist leika i lyndi. En
gázki hans og léttúð, hið óviðráðanlega
fjör hans, verður þess valdandi að hann
missir stöðu sina og heytmey.
Og svo verður hann landflótta um hrið,
en ástin dregur hann aftur heim á fornar
stöðvar — og þá hlýtur að fara illa —
þvi hún er gift.
Aukamynd er: >Skóhlifar ógæfunnar«,
hlægileg.
Gamla Bió sýndi i gær mynd sem heit-
ir »Atförin«.
Sagan geri«t á siéttunum miklu i Norður-
Ameriku. Leikendur eru allir aœerískir
og leysir Miss Dorothy aðalhlutverkið af
hendi með sömu nákvæmni og alúð og
venjulega. Hún er áður kunn hér i bæn-
um sem afbragðs-leikkona.
Efnið er ákaflega áhrifamikið og það
sem mesta eftirtekt vekur, er það hve
myndin er framúrskarandi skýr og eðli-
leg.
•Þvottakonan ástfangna* er aukamynd
leikin af frönskum leikurum. Ákaflega
hlægileg.
Botnfa kom frá útlöndum og Austfjörð-
um i gær. Farþegar: Hannes Hafstein
ráðherra og dóttir hans Ástriður, Níelsen
verzlunarstjóri á Eyrarbakka, frú hans
og barn, Carl Sæmundsson umboðssali,
Mauritzen stórkaupm., frá Leith, Guðm.
Eirikss, Obenhauft umboðssalar, danskur
bókhaldari til steinoliufélagsins, Þorsteinn
ÞorBteinsson cand. polit., Jón Espolin,
Olgeir Friðgeirsson. Frá Austfjörðum
kom Sveinn Árnason fiskimatsmaður,
Bjarni Hávarðarson, Páll Oddgeirsson og
Gisli Hjálmarsson kaupm. Ennfremur
margir frá Vestmanneyjum, Gunnar Ólafs-
son kaupm. 0. fl.
Vesta fór til Vestfjarða i gær kl. 4.
Farþegar Pétur Ólafsson kaupm. og Sig.
Magnússon læknir.
Sfmaskráin fyrir 1914 er nýkomin út,
0g er gaman að sjá hve allur frágangur
bennar er betri, en var á eldri systrum
hennar.
Er þar fyrst að nefna þann kost á
henni, að nú er nöfnum manna ekki snúið
við eins og áður tlðkaðist, heldur hefir
þar hver maður sitt rétta heiti, t. d. Árni
Bjarnason, en ekki Bjarnason Árni 0. s.
frv. Þetta er auðvitað ekki þakkavert,
þvi það er bein skylda simastjórnarinnar,
eins og hvera annara, að uppnefna engan.
Þeim Islendingum, sem ættarnöfn hafa,
er þó raðað hæði eftir því og skirnar-
nafni.
Kápan er að mun smekklegri en áður.
Efni hið sama og i fyrra, nema við er
bætt skrá yfir skammstafanir talsimastöðv-
anna.
Áfram. Hin ágæta bók Mardens byrjar
i blaðinu i dag. Fylgist með frá upphafi!
Hluttaka Y.-lslendinga
í Eimskipafélaginu.
Það sem sagt var af hluttöku V.-
íslendinga í Morgunblaðinu í gær
var haft eftir Löqberqi, en þar hafði
misprentast 75.000 dollarar, i stað
75.000 krónur.
Þann 6. nóv. birti Löqberq gef-
endalistann, og er hann svona:
Árni Eggertsson . . kr. 10.000
Ásm. P. Jóhannsson — 10.000
J. T. Bergman . . . — 10.000
Jóseph Johnson . . — 10.000
Jón J. Bíldfell . . . — 5.000
Jónas Jóhannesson . — 5.000
Loftur Jörundsson . — 5.000
Aðalst. Kristjánsson — 3.000
Hannes Pétursson . — 2.500
Líndal Hallgrímsson — 2.500
Jóhannes Sveinsson — 2.000
Sveinn Thorvaldsson — 1.250
Thos. H. Johnson . — 1.250
Jónas Jónasson . . . — 1.000
Jón J. Vopni .... — 1.000
Thorsteinn Oddsson — 1.000
B. L. Baldvinsson . — 1.000
Hannes Lindal . . . — 1.000
Ólafur Pétursson . . — 1.000
Halldór Halldórsson — 1.000
Hjálmar Bergman . — 500
Gisli Goodman . . . — 500
Þórb.Sveinbjörnsson — 500
Jón Eggertsson . . . — 500
St. B. Stephanson . — 500
Ólafur Bjarnason. . — 250
Gunnl. Tr. Jónsson — 250
Samtals kr. 77.500
Gættu Amaliu —
en ekki meiral
Smáyegis víðsyegar að,
Vilson Bandarikjaforseti hefir ætíð
gamansögur á reiðum höndum. Einu
sinni sagði hann þessa sögu:
Þessi saga gerðist á Englandi. Þar
er það siður að ungar stúlkur má
enginn karlmaður heimsækja, nema
því að eins að hann sé áður kyntur
fjölskyldunni. En þá er þeim boðið
heim og svo gengur alt eins og í
sögu. Já, svo var það að einn gest-
anna kom of snemma. Ungfrúin
hafði að visu klætt sig, en móðir
hennar var að skifta um föt. Gest-
inum var nú fylgt til stofu og átti
ungfrúin að skemta honum á með-
an móðir hennar kæmi ekki. Sam-
ræðurnar gengu heldur stirt í fyrstu.
En þá vill svo óheppilega til að henni
fara að blæða nasir. Hún reynir að
stöðva blóðrásina, en það er þýðing-
arlaust. Hann hafði heyrt þess getið,
að gott væri að halda lykli við hnakk-
ann á þeim, sem hefði blóðnasir,
Þrífur hann því til stcfulykilsins, en
læsir hurðinni í ógáti. Nú heldur
hann lyklinum við hnakkann á yng-
ismeynni, en í því heyrist fótatak
móðurinnar fyrir utan. Verður hon-
um þá svo felmt, að hann missir
lykilinn, og hann fer ofan á bakið
á stúlkunni — milli holds og klæða.
Hvað átti nú til bragðs að takaf
Kerlingin við dyrnar. — Dymar
læstar. — — Og — lykillinn er —
er týndurl
Roseberry lávarður ferðaðist
eitt sinn, sem oftar í járnbrautar-
vagni. í sama klefa og hann voru
ýmsir aðrir merkismenn og ein heldri
frú. Hún steig úr vagninum á und-
an og gleymdi þá regnhlifinni sinni,.
Roseberry greip regnhlífina og
rétti konunni, en hún tók við henni
án þess að segja eitt einasta orð.
— Frú mín góðl þér gleymið
fleiru, kallaði lávarðurinn á eftir henni.
— Það er ómögulegt! Hvað get-
ur það verið ? sagði hún og sneri við.
— Þér gleymduð að þakka fyrir,
svaraði Roseberry, með mestu hægð,
en hinir skellihlóu.
Skautar
og skautaólar,
langstærst úrval
og lágt verð*
hjá
Jónatan Þorsteinssyni.
Gættu Amaliu —
en ekki meiraL