Morgunblaðið - 14.12.1913, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 14.12.1913, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ 201 C=J DAGBÓfflN. C= flfmæli f dag. Hólmfriður Björnsdóttir húsfr. Ingibj. H. Bjarnason forstöðnkona Halidóra Matthiasdóttir kenslukona Hrómundnr Jósefsson skipstj. 35 ára Fritz H. Nathan kaupm. 30 ára Martin Chr. P. Nielsen bakari 46 Haraldur prestur Þórarinsson i Hofteigi. Háflóð er i dag kl. 5,38 árd. og kl. 6.2 Biðd. Sólarupprás kl. 10.17. Sólarlag kl. 2.27. Veðrið I gær: Reykjavík vestanstinn- ingskaldi, snjór, frost 2.2, ísafjörðrfr norð- ankul, frost 4.8, Akureyri sunnankaldi, frost, 1.5, Grímsstaðir suðvestanandvari, frost 5.5, Seyðisfjörður v. suðvestangola, hiti 4.9, Yestmanneyjar v. norðvestan- hvassviðri, sujór, frost 0.3. I Þórshöfn á Færeyjum vestankaldi, al- skýjað loft og hiti 3.1. Þinglýsingar 4 des. Frá uppboðsráð- anda Reykjavíkur, dags. 21 f. m. til Jóh. Jóhannessonar fyrir 1310 □ áln. lóð við Eskihlíð. Frá firmanu Lárns G. Lúðvigsson, dags. l. þ. m. til Guðm. Kr. Bjarnasonar, fyrir húseigninni nr. 20 við Njálsgötu. Frá Bjarna Bjarnarsyni, dags. 18. f. m. til Jóh. Jóhannessonar — og frá honum aftur til Þorl. Guðmundssonar fyrir hús- eigninni nr. 50 B. við Yesturgötu. Frá Jóh. JóhanneBsyni dags. 27 f. m. fyrir húseigninni nr. 30 við Bergsstaðast. Frá Jóh. Jóhannessyni, dags, 26. f. m. til Matth. Einarssonar fyrir lóð nr. 9 við Hverfisgötn. Frá Guðjóni Guðmundssyni, dags. 2. þ. m. til Kristjáns Jónssonar fyrir hálfri lóð- inni nr. 19 við Njálsgötu. ErfðafeBtuland frá hæjarstjórn Reykja- vikur, dags. 15 ágúst þ. á. til Helga Jóns- sonar fyrir 3.14 hektr. lands sunnanvert við Laugalækinn. Frá upphoðsráðanda Reykjaviknr dags. 19. ágúst 1912 til Eyvindar Árnasonar fyrir húseigninni nr. 56 við Hverfisgötu II. des. Frá Guðm. Matthiassyni dags. 4. þ. m. til Valdemars A. Jónssonar fyrir húseign nr. 7 A. Lindargótu. Gluggasýning hr. kaupm. Th. Thorsteins- sonar i Austurstræti vekur mikla eftirtekt manna sem fram hjá fara. Stóð jafnan i gær fjöldi fólks fyrir framan gluggann og dáðist af þessu meistaraverki deildarstjór- ans, Magnúsar Tómassonar. Jólabazara kaupmanna er sem óðast verið að opna — og nú fer að líða að því að fólkið kaupi jólagjafir handa vin- um og vandamönnum. í dag: 3. sunnudagur ijólafösiu. Jó- hannes í böndum (Matth. 11. Lúk 1, 67—80, Matth. 11, 11—15.) Messur: í fríkirkjunni verður ekki messað í dag vegna þess að presturinn, síra Ól. Ólafsson vígir í dag frikirkjuna í Hafnarfirði. í þjóðkirjunni: Síra Jóh. Þorkelsson kl. 12 á hád. Síra Bjarni Jónsson kl. 5 siðd. Þjóðmenjasafnið er opið kl. 12—2. Náttúrugripasafnið er opið kl. I1/,—21/,. Jón Forseti kom í gær frá Englandi. Bragi kom i gær af fiskiveiðum með 1100 körfur, og annar botnvörpungur frá ísafirði. Sögðu tregan afla fyrir Vest- fjörðum. Gamla Bíó sýnir um þessar mundir »Leyndardóm Kador-klettanna«. Myndin er leikin af frönskum leikurum, sem kunn- ir eru fyrir leiklist sina. Myndin er i 4 þáttum og er þvi efni hennar of langt til þess að hægt sé að gera grein fyrir því hér. En þess má geta, að allir þeir sem hafa séð myndina, ljúka upp einum munni með það, að hún sé góð, og það hefir mest að segj a. Alþýðufræðsla Stúdentafélagsins. Enginn fyrirlestur verður haldinn hér i bænum i dag. Hr. Jensen Bjerg, eigandi Vöruhússins, hefir látið skreyta glugga sina með alls konar jólavarningi, einkar smekklega og með mikilli fyrirhöfn. Er fréttaritari Morgunblaðsins kl. 2 í nótt, skömmu áður blaðið var tilbúið, gekk fram hjá Vöru- húsinu, var kaupmaðurinn sjálfur og alt hans fólk, önnum kafið við skreytingu glugganna. Sýnir það bezt, hve mikið erfiði kaupmenn hæjarins eru farnir að leggja á sig til þess að gera fólki hægra fyrir að velja jólagjafir. Miklar framfarir hafa skeð i því efni síðustu árin. Hr. Bjerg hefir ákveðið, að láta hljóð- færaflokk Bernburgs leika nokkur lög fyrir bæjarbúa kl. 6 í dag, og vér spáum þvi, að þeir verði margir, sem liti á varn- inginn og hlusti á »jólalögin«. Eyðsluseggur. í Ameríku er nýdáinn auðkýfing- ur nokknr Charlie Gate að nafni. Hann varð aðeins 3 6 ára gamall og dó á dýraveiðum. Hann misti föður sinn á unga aldri og erfði þá 150 miljónir króna. Setti hann sér þá það mark og mið að eyða öllu þvi fé. »Vegna þess«, sagði hann, »að eyði eg því ekki þá gera aðrir það að mér látnum*. En þó varð hann að láta sér lynda það að auður hans fór vaxandi á þeim árum, er hann var eigi orðinn fullveðja. En þegar hann fékk fjár- forræði, tók hann þegar til óspiltra málanna og sóaði fé á báðar hend- ur. Hann hafði hirð eins og kon- ungar, og hvert sem hann fór, fylgdi honum her manns af vinum hans og kunningjum. Hann ók altaf i aukajárnbrautarlestum og kostaði vagninn hverja ferð 15—20 þús kr. Hann gaf árlega miljón króna í vikakaup. Einu sinni skuldaði hann 100 dali á veitingahúsi, og þegar þjónninn kom og vildi hafa pening- ana, fekk hann honum 1000 dala seðil og sagði þjóninum að hann mætti eiga afganginn. Oðru sinni gaf hann einum vina sinna 250 þús- und krónur fyrir gamanyrði, sem allir höfðu hlegið að. En þrátt fyrir alt þetta, tókst hon- um þó ekki að eyða arfi sínum, heldur varð hann auðugri dag frá degi. Hann græddi árlega of fjár á ýms- um fyrirtækjum sínum og alskonar gróðabralli, sem hann hafði með höndum til þess að losa sig við auð- legðina. En þegar hann dó vat hann fjórum sinnum rikari en faðir hans. Hann var nýgiftur og erfir nú kon- an allan auðinn. * I dag -- morg'un oí seint. Skoðið gluggasýninguna í Land- stjörnunni. — Hver vill eiga Eifiel- turnin með öllum peningunum? □ □□□□□□ □]□ □ □ □ □ □ □□□□□□□□□□□ Stor útsala verður þesa dagana í Járnvörudeildinni. Mikið niðursett verð, t. d. Pletvörur 40% og Leikföng 50%. Gjörið jólakaup yðar í I. P. T. Bi □ □!□ □□□□□□,□ □!□!□ □ □:□;□ □ □:□!□'□ □ □ □ § D Hvar á eg að kaupa jólafötin? Litið í gluggana í Austurstræti 14! Þar velja allir þeir, sem prúðbúnir vilja vera, fötin sín. Th. Th. & Go. Austurstræti 14. D § D 10 °|o af öllu í Leir- og Glervöru- deildinni. Tll jóla IO°|0 I0°|o af allri vefnaðar- vöru, hverju nafni sem nefnist. Jölabazarinn er sá stærsti, bezti og ódýrasti í borginni. Verzlunin Edinborg Munið: GBD-Pfpur er ágæt jólagjöf. 151 af Silkiblúsum ölium E tegundum. f Sparið peninga yðar og verzlið í DINBORG yrir Jólin 1 25 "|„ Af Manchettskyrtum — Karlmannsvestum — Fatatauum — Slipsum Hönzkum — Flibbum Hálstaui — Nankinsfötum — Nærfötum og fleiru. D § D Hvar á eg að kaupa álnavöru til jólanna? Litið í gluggana i Ingólfshvoli hjá vefn- aðarvöruverzlun Th. Th. § D D

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.