Morgunblaðið - 14.12.1913, Blaðsíða 4
198
MORGUNBLAÐIÐ
Menn deila.
Menn deila: um pólitik, sérstaklega þó núna um stjórnar-
skrána og fánann, um Hannes og Lárus, um
»Fram« og »Þjóðreisn«, um óalda- og íéglæfra-
menn.
Menn deila: um þingmannakosti, og um hverjir megi
»missa« sig.
Menn deila: um veðdeildarlögin, og um hver sé mestur
spekingur á þá sálma.
Menn deila: um fjárhag landsinS, og um hvernig bezt sé
að fá handa þvi »krít«.
Menn deila: um hvernig eiginmanninum beri að vera, svo
hann megi góðri konu hæfa (því það eru þær
allar).
Menn deila: ekki, og munu aldrei deila um það, að
V. B. K. selji vandaðastar og ódýrastar vefn-
aðarvörur.
I
Heimsókn í Kolanámu.
Niðnrl.
II.
Niður í námuna fer maður í sömu
lyftivélinni, sem flytur kolavagninn
upp og niður. Lyftivél þessi er
ekki annað en afarsterkar járngrind-
ur og gengur þverslá yfir miðjan
kassann. Hún er ekki hærri en 1 x/2
stika, svo maður verður að standa
þar hálfboginn og svo heldur mað-
ur sér dauðahaldi í slána, til þess að
fötin manns komi hvergi við sjálfar
grindurnar. Og svo hrapar maður
með feikna hraða niður í undirdjúp-
in, og manni finst næstum því eins
og maður muni ekki staðnæmast fyr,
en niður i vistarverum bins for-
dæmda.
En lyftivélin staðnæmist þó áð-
ur, og maður er laus úr járnbúrinu.
Fyrst verða fyrir manni risavaxnar
vélar sem notaðar eru við námu-
gröftinn. Fullum kolavagni er skot-
ið inn í lyftivélina, maður heyrir
hróp og köll, en sér þó engan mann
fyrir myrkrinu, og svo hefst lyfti-
vélin á loft með marri og skrölti.
Maður heyrir hestana koma, frís-
andi og hóstandi af loftleysi og striti.
Strákarnir kalla og orga hver í kapp
við annan svo undir tekur víðsveg-
ar i þessu Völundarhúsi. Loftið er
mollulegt og gasi blandið, en námu-
veggirnir skjálfa og braka í hvert
skifti sem sprengt er einhverstaðar í
göngunum. Alt þetta heyrir maður
og finnur, en sér ekkert, og það er
ekki trútt um að hjartað berjist hrað-
ara í brjósti manns, og laugarnar
titra lítið eitt af ónotahrolli.
Það er ekki fyr en eftir nokkra
stund, að augun venjast svo myrkr-
inu, að maður getur greint umhverf-
ið, við birtuna af litla öryggislamp-
anum, sem maður er með. Og þá
fer maður að átta sig betur, og ótta-
kend sú, er fyrst greip mann, hverf-
ur með öllu.
Og svo leggur maður á stað inn
námugangana. Leiðsögumaður er
einhver verkstjóranna, og fær hann
manni birkiprik í hendur til þess að
ganga við. Vegurinn er ósléttur og
göngin krókótt og lág. Viða eru
stórir klettar, sem verkamennirnir
hafa orðið að sneiða hjá, og ef mað-
ur hefði ekki prikið og lampann,
kæmist maður ekkert áfram. í göng-
unum mætum við hestum, sem draga
kolavagnana eftir brautarteinum og
verður maður þá að standa sem þétt-
ast við vegginn, meðan lestin fer
framhjá, svo við verðum ekki fyrir.
Við höldum nú áfram á þessum
myrkurvegum, í tvær stundir sam-
fleytt og erum þá komnir námuna
á enda. Leiðsögumaðurinn fræðir
okkur þá á því, að nú séum við
staddir undir Englandshafi, 2 mílur
frá ströndinni. Við hittum þarna
gamal mann sem situr á kolahrúgu
og hvílir sig. Hann .segir okkur
ágrip af æfisögu sinni.
Hann hefir unnið í þessari
námu i 38 ár og er nú verkstjóri.
Synir hans fjórir eru einnig í vinnu
þarna. Tvisvar sinnum hafa orðið
stórslys i námunni, en hann hefir í
bæði skiftin sloppið heill á hófi frá
háskanum. »Að tveim árum liðn-
um ætla eg að hætta námuvinnunni.
Þá hefi eg dvalið í fjörutíu ár neð-
anjarðar. En það sem mig langar
mest til, er það að ferðast eitthvað
í loftinu áður en eg dey. Eg hefi
aldrei séð loflskip öðru vísi en á
myndum, en það hlýtur að vera
óumræðilega skemtilegt að svífa um
loftið langt fyrir ofan jörðina, eins
og fuglinn fljúgandi«. Og það var
eius og eldur brynni úr augum
gamla mannsins er hann hugsaði til
loftfararinnar. En eg hefi oft síðan
viknað við, er eg hugsaði um þenn-
an gamla mann, sem situr í þröngri
og koldimmri námu niðri í iðrum
jarðarinnar, og dreymir vakandi um
það að svífa um heiðloftin há, þar
sem víðsýnið blasir við og geisla-
flóð sólarinnar steypist yfir mann.
Við förum þaðan eftir hliðargangi
og komum þangað sem maður ligg-
-o
U
<u
u
<s
A
♦ i— cð • • J-
MC 'O •H *o
lO bt
CNJ fH •H
1 o> •H M
lD U u
OO 3 3
cfl s 4) 3 •H
bC g
SH
fl »0
bb cz fl 4> • H be jj
3 U 4>
bfi '4> > SH
0 s U 3
§0 s U
SH -h
3 SO M 4) k
-O '3 bt
'03 A 0
t,
-o
£
I
CC
c
ce
a;
&C &
O
U
3
»
iO
•1-5
«
. cð
bC
<D
o
I cS
«0
bc <D
° -rö
sh
■3
■S-i
0 cð
© -3
H
5h
>3
m ^
-í o
r£2 ew
.
*H cð a
n'r1
c3 > o
bC
C8 ” 0
-+-3 I
S s4'
ð’C’g
'S-S 1
<u
m
cð
bC
O
M
-ö
u
3
-H
'3
3
tA
3
te
3
a
-o
Ö «
>
«H 5h
U
3
M
N
fl
3
xs
eð
a
«0
6C O
o
. 3
ÍH
S, 60
CJD o
.9 g
:o
© rO
S
£
1b
Sh
<3
U
3
M
M
3
•F-l
fl
3
Xtx
ur hálfflatur og heggur kol með
hamri og meitli. Gangurinn er þar
ekki hærri en ein stika. Kolin eru
dregin þaðan í körfum, þangað sem
vagnarnir standa. Unglingspiltur, á
að gizka 8—13 ára gamall, hrindir
nú vagninum lengra áfram, þangað
sem hægt er að beita hestunum
fyrir. Og svo er vagninn dreginn
þangað sem lyftivélin er og honum
varpað upp á yfirborð jarðar. Þar
er hann veginn og síðan er hvolft
úr honum. Á botninum er dálítil
málmplata með tölustöfum. Það er
númerið á verkamanninum sem kol-
in hefir höggvið. Leiðsögumaðurinn
skýrir okkur frá því, að áður hafi
númerin staðið á vögnunum sjálfum.
En þá hafi það oft viljað til að ein-
hver verkamaðurinn skifti á því og
sínu númeri og stal þannig kolun-
um sér til handa. En nú er ómögu-
legt að koma þeim klækjum við þeg-
ar númerin eru á vagnbotninum,
undir kolunum.
Verkstjóri þeirra manna sem taka