Morgunblaðið - 14.12.1913, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 14.12.1913, Blaðsíða 8
202 MORGUNBLAÐIÐ Spánskar cigarettur, eru þær lang-beztu í bænum; kaup- ið einn pakka til reynslu. Appelsinur 6 aura. Epli, 2 ágætis teg. H. f. P. I. Thorsteinsson & Co. (Godthaab). OSTAR og PYLSUR áreiðanlega bæjarins stærstu og beztu birgðir í Matarverzlun Tómasar Jónssonar, Bankastræti 10. Talsfmi 212. Hvítar, svartar eikarmálaðar. Likklæði. Likkistuskrant. Teppi lánuð ókeypis i kirkjnna. Eyv. Arnason. Trésmíðaverksmiðjan Laufásveg 2. Stúlka, sem vill læra matargerð, getur fengið vist frá i. jan. Menn snúi sér til Frú Petersen, Hafnarstr. 22. Gólfdúkar og vaxdúkar, allar tegundir, hjá Stór Jólabazar er opnaður í Vöruhúsinu og vér gefum 15 °/0 afslátt á ýmsum vörum svo alt seljist fyrir jólin og ekkert verði eftir. Auk þess höfum vér mikið af vaxdúk; og boröábreiöum úr vaxdúk, linoleums gólfdúkum, er vér endursendum verksmiðjunni með fyrstu ferð í janúar, ef við ekki getum selt það. Þetta kærum við okkur ekki um og gefum þess vegna lika 15% afslátt nf þessu.m vörum. Með Vestu og Botníu fengum við ógrynnin öll af hentug- um jólagjöfum. Jóla-sýning. Sunnudagana 14. og 21. þ. m. verða vörurnar til sýnis í gluggunum eins vel og verður við komið, svo að allir geti með sjálfs síns augum séð hvað við höfum á boðstóium. Viö höfum svo hundruðum skiftir af karlmannafdtnuðum, yfirhöfnum og regnkápum. Munið að józku nærfötin fást alt af í Vöruhúsinu. == Hver sem verzlar í Vöruhúsinu fær eitt almanak J jólagjöf, ef hann óskar þess. □□□□! 7/7 jóía verður mikill afsláttur á öllum skófatnaði í Austurstræti 3. Þar verður því bezt að kaupa fjátíða-shófatnaðinn. Stórkostlega miklar birgðir nýkomnar. Meira úrval en nokkru sinni áður. Kærkominn kaupbætir fylgir meðan endist til allra, sem skifta við Skóverztun Stefáns Gunnarssonar, TJusfursfræfi 3. IiOGMENN Sveinn Björnsson yfirdómslögm. Hafnarstræti 22. Simi 202. Skrif8tofutími kl. 10—2 og 4—6. Sjálfur við kl. 11—12 og 4—5. EGGERT CLAESSEN, yfirréttarmála- flutningsmaður Pósthússtr. 17. Venjulega heima 10—11 og 4—5. Simi 16. LÆIJNÆl^: P0RVALDUR PALSS0N Spec. meltingarsjúkd. Laugaveg 18. Viðtalst. 10—11. Sími 334 og 178. Massage læknir Guðm. PéturSSOn. Heima ki. 6—7 e. m. Spitalastíg 9 (niðri). — Simi 394. YÁTÍ^YGGINGAÍ^ A. V. TULINIUS, Miðstræti 6, Brunaábyrgð og lifsábyrgð. Skrifstofutími kl. 12—3. Kg* ELDUR! Vátryggið í »General«. Umboðsm. SIG. TH0R0DDSEN Frikirkjuv. 3. Heima 3—5. Talsimi 227. Carl Finsen Austurstr. 5, Reykjavík. Brunatryggingar. Heima 6 %—7 %. Talsími 331. * Mannheimer vátryggingarfélag ; O. T r 0 11 e Reykjavík ■ Landsbankanum (nppi). Tals. 235. ; Allskonar sjóvátryggingar • Lækjartorg 2. Tals. 399. ; Havari Bureau. " luuuuulTTI 1'1111.111111111 Vátryggið hjá: Magdeborgar brunabótafélagi Den Kjöbenhavnske Söassurance Forening limit Aðalumboðsmenn: O. Johnson & Kaaber. Trúlofunarhringar vandaöir, meö hvaða lagi eem menn óska, eru œttð ódýrasfcir hjá gullsmið. Laugaveg 8, Jóni Sigmunds8yni Rauða akurliljan. Skáldsaga frá 6 stjórnarbyltingunni miklu eftir baronessu Orczy. (Pramh.) — En Jellyband, mælti Hampseed, eg minnist þess ekki að eg hafi nokkru sinni . . . Við eitt borðið sátu tveir vel klæddir menn og léku töfluleik. Þeir hlýddu með athygli á samræð- ur þeirra Jellybands og Hampseed. Annar þeirra sneri sér nú að gest- gjafanum og mælti brosandi: »Mér skilst það á orðum yðar, að þessir Frakkar, sem þér nefnið njósnara, hljóti að vera meira en í meðallagi slungnir, úr því þeir hafa unnið Bebbercorn þannig á sitt mál. Hverra bragða álítið þér að þeir hafi neytt til þess. — Mér hefir verið sagt svo, mælti Jellyband alverlega, að piltar þessir geti með mælsku sinni vafið mönn- um um fingur sér eftir vild, og það getur Hampseed bezt dæmt um. — Er þetta satt, Hampseed ? spurði ókunni maðurinn kurteislega. — Nei, herra minn, svaraði Hamp- seed og var nú reiður. Eg get ekki gefið yður neinar upplýsingar í þeirri grein. — Eg vona það, mælti ókunni maðurinn og sneri sér að Jellyband, að þessum viðsjálu njósnurum takist ekki að hafa áhrif á konungshylli yðar. Jellyband skellihló. Þetta þótti honum þó altof langt farið, að nokk- urum manni skyldi detta í hug, að hann léti frönsku byltingamennina vinna sig til fylgis. Og hann hélt áfram að hlægja þangað til tárin runnu úr augum hans. — Hefir nokkur maður heyrt því líka fjárstæðu! Hann heldur að þeir fái mig ef til vill til þess að breyta skoðun! — Mér virðist það ein- kenniiegt, að þér skulið hafa þetta álit á mér. — Þér vitið það, Jellyband, mælti Hampseed með áherzlu. að ritningin segir: Sá, sem þykist standa, gæti að sér að hann ekki falli. — Eg skal nú segja yður það, Hampseed, mælti Jellyband og hélt áfram að hlæja, að þessir ritningar- staðir eiga ekki við mig, Mér mundi aldrei koma til hugar að drekka eitt einasta glas með þess- um frönsku morðvörgum, og eng- inn gæti fengið mig til þess að skifta skoðun. Mér hefir verið sagt, að enginn þeirra kunni ensku, og þessvegna mundi eg fljótt komast að raun um hverir þeir væru. — Eg verð að játa það, sagði ókunni maðurinn fjörlega, að þér eruð alt of skarpskygn til þess að þessir byltingarmenn geti fengið nokkurn fangstað á yður. Mig lang- ar til þess að drekka yður til, ef þér vilduð gera mér þá ánægju að tæma með mér eina flösku. — Mér er sönn ánægja að því, sagði Jellyband og nuddaði á sér augun. Ge'sturinn helti á tvö glös, bauð Jellyband annað en tók sjálfur hit% — Þótt við séum allir konung- hollir Englendir, mælti hann, þá get- ur enginn okkar þó neitað þvi, að franska vínið er fyrirtak. — Já, því neitar enginn, mælti Jellyband. — Og eg drekk skál bezta gest- gjafans í Englandi, vinar vors Jelly- bands, sagði ókunni maðurinn hátt og hóf glasið sitt. — Húrra! kvað við um allan sal- inn, en yfir glasaglauminn heyrðist Jellyband tala við sjálfan sig. — En sú fjarstæða! Eg ætti ekki annað eftir en ganga í lið með þess- um þorpurum. 3. k a p í t u 1 i. Flóttamennirnir. Hvarvetna á Englandi voru menn um þessar -mundir alment á móti Frökkum og athæfi þeirra. Toll- smyglar og löglegir vörubjóðar fluttu landanna f milli, yfir um hafið ný- ungar, sem hleyptu ólgu í blóð hvers heiðarlegs Englendings, og vöktu hjá þeim löngun til þess, að taka í hnakk- ann á þessum morðingjum, sem höfðu hnept konung sinn og alt sifjalið hans í fangelsi, og misboðið drotn- ingunni og börnum hennar á allan hátt, og heimtuðu nú jafnvel opin-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.