Morgunblaðið - 14.12.1913, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 14.12.1913, Blaðsíða 6
200 MORGUNBLAÐIÐ Niðursetf verð Heiðruðum viðskiftavinum gelst hérmeð til vitundar, að Kaupfélag Hafnarfjarðar gefur 10°/o afslátt af hinum góðu alþektu vefnaðarvörubirgðum sínum, frá þessum degi til nýárs. Komið og verzlið við Kaupfélagið! Stjórn c7i*2 upfdlagsins. Jólatrésskraut, svo glóandi gullfallegt, í verzlunitmi „Lækjartorg,‘. Pyrir kaupmenn! Nýkomið mikið af: Jólatrésskrauti, Rtisínum, Jólatösknm, Gráfíkjum, Glanspappír, Bidamer ostum, Póstkortum, Cacao, Grímum. Te. Kven-vetraÉpur verða seldar nú í nokkra daga fyrir hálfvirði. Kápur sem kostuðu áður 30 kr. nú 15. 25 ---- 12,50. 18-----9. Notið tækifærið meðan það býðst. Sturla Jónsson Laugaveg 11. Þetta er alt selt með lægsta verði. J. Aall-Hansen, Þingholtsstræti 28. Jótagjafir, svo dæmalaust fallegar, að undrun sætir, í verzt. „Lækjarforg,‘. Góður sjómaður óskast sem vinnumaður og gæti tekið að sér mótoristastöðu. Hátt kaup í boði. Tilb. mrkt. Mótor sendist Morgunbl. Borðdúkur fundinn. Vitja má á Laugaveg 58. Upphlntsmillnr, Beltispör o fl. ódýrast hjá Skrautljós og flugeldar í öllum regnbogans litum í Jóni Sigmundssyni guhsmið. Laugaveg 8. verzluninni „Lækjartorg“. Sviss sig til þess, að reisa sjúkrahús fyrir sára hermenn og veita þeim þar hjúkrun meðan ófriðurinn varir, hverrar þjóðar sem þeir eru. Þó er talan takmörkuð í samningunum. Það eru nú miklar líkur til þess, að hugmynd þessari verði hrundið í framkvæmd, því stórveldin vtlja ógjarnan að Sviss detti úr sögunni. En hitt er og jafnvíst, að sjúkrahús- smíðið og árlegt viðhald þess, mun kosta landið of fjár. En í það má ekki horfa, og er það meira um vert, ef stórveldin, í eigin hagsmuna skyni, vildu greiða fyrir reglulegum samgöngum við landið á ófriðar- tímum. Gróðabrallið. þennan var það, að búið hrökk ekki fyrir greftrunarkostnaði og börnin hans urðu að skjóta saman fé til þess að gjalda skúldirnar. Þau voru öll bláfátæk og höfðu litlu úr að miðla. Elzti bróðirinn, Georg, var verzlunarmaður og hafði 2000 kr. í árslaun. En hann átti einnig 7 litil börn og heilsulausa konu. Elzta systirin, Lovisa, átti járnbrautarþjón fyrir mann. Tengdamóðir hennar var hjá henni og 5 börn áttu þau hjónin. En það sem verst var — manninum þótti miklu vænna um koníaksflöskuna heldur en heimilið. Þau höfðu aldrei efni á því að kaupa sér kjöt til matar, og því fór svo, þegar erfi Wilanders var drukkið, að þá átu þau öll sér til óbóta. Einn bróðirinn hét Hermann. Hann var kapellán, og annað var ekki hægt að segja um hann. Svo voru auk þessara fjögur systkin, sem öll áttu við svipuð lífskjör að búa. Wilander gamli gjaldkeri var dauð- ur grafinn í skaut jarðar. Og öll blöðin höfðu gefið honum með- maálisgreinar til himnaríkis, eins og hann hefði verið einhver merkis- maður. En það eina sorglega við atburð Það er nú á hvers manns valdi að fara nærri um það, hve erfitt þau systkinin hafi átt með það að koma öllu þannig fyrir, að enginn blettur yrði á mannorði föður þeirra sáluga. En þeim tókst það, og það var ekki fyr en alt var afstaðið, að einhver systranna lét þá skoðun sína í ljós, að hún skildi ekkert i því hve mik- ið hefði eyðst á heimili föður þeirra sáluga siðustu árin. Og hinar syst- urnar tóku þegjandi í sama streng- inn og horfðu spyrjandi á Georgine, sem hafði verið bústýra föður sins. Hún var yngsta barn Wilanders, 22 ára gömul og aðdáanlega fögur. Svipur hennar var hreinn og barns- legur, látbragð og göngulag eins og hún væri gyðja. En það var henni engin afsökun í augum systranna. Þær heimtuðu það af henni með harðri hendi, að hún gæfi upplýsingar um það, hve miklu hún hefði eytt á mánuði o. s. frv. Georgine vöknaði um augu, og hún varð þá enn fegurri en ella, en tárin báru henni miður góðan vitn- isburð í þessu máli. Bernhard Wilander var stórkaup- maður, það er að segja, hann ferð- aðist og seldi ullarnærföt fyrir þrjár gamlar konur sem lifðu á þvi að prjóna, Honum datt nú ráð í hug til þess að þau gætu losnað úr klíp- unni. »Eg skal segja ykkur nokkuðc, mælti hann og reis á fætur. »Ef við getum safnað sjö hundruð krón- um, þá er okkur borgið«. En hin systkinin sóru það við sálu sína, að þau gætu engum eyri miðlað. Og Georgine grét enn meir en áður. »Það er sárgrætilegt*, mælti Bern- hard, »því ella gæturn við gert Georgine að hlutafélagi«. Síra Wilander greip fram í og sagðist vona það, að Bernhard leyfði sér ekki að fara óvirðulegum orðum um systur sína. En hin systkinin skildu ekkert og gláptu forviða á Bernhard. »Eg á við það, að við skjótum saman fé og sendum stelpuna til baðstaðar*, mælti Bernhard. »Það er áreiðanlegt, að komist hún út í heiminn, þá er henni það í lófa lagið, að fá gott gjaforð. Hún er svo snotur, að piltarnir munu kepp- ast um að krækja í hana, og svo verður hún að velja þann auðugasta og þá borgar hún hlutaféð — þið skiljið það. Svona Georgine litlal Hættu nú að skæla og berðu þig mannalega 1«. í fyrstu þótti uppástunga þessi einkis nýt. En þegar þau ihuguðu málið betur og reiknuðu saman hve mikinn hag þau hefðu á þessari verzlun, þá sáu þau betur og betur, að Georgine var aðdáanlega falleg, og því ekki ólíklegt að hún gæti orðið gott agn. Og svo töldu þau saman hve mikið þau gæti af mörk- um látið, og taldist þá svo til, að það yrðu í mesta lagi 250 krónur. En svo gæti það vel verið, að þau gætu sent Georgine meiri peninga síðar. »Hvernig lízt þér á þetta, Georg- ine 1« mælti Lovisa. »Eg vil fara að ykkar vilja*, svar- aði hún snöktandi. »En ef enginn glæpist nú á henni«, mælti járnbrautarþjónninn. »Það er engin hætta á því«, mælti stórkaupmaðurinn, »og svo get eg bætt því við, að eg veit ekki til þess, að nokkur maður geti gert góða verzlun, án þess að hætta nokkru til«. Elisabet hafði verið neydd til þess nítján ára gömul, að giftast fjöru- tíu og fimm ára gömlum verzlunar- stjóra, þrátt fyrir það, þó hún elsk- aði lýðháskólanema. Og nú gat hún ekki bundist þeirra orða, að spyrja þá sem við voru, hvort þetta væri ekki ranglæti gagnvart Georgine. En þá svaraði presturinn, að ekk- ert ranglæti væri í því, þó ung stúlka veldi sér þann mann, sem gæti séð fyrir sér og sinum. Georgine hafði alið allan sinn ald- ur á heimili föður sins. En þegar hún kom til »Salzstrand«, hins fræga baðstaðar, þá voru allir ungu pilt- arnir á hælunum á henni. Umsjón- armaður baðstaðarins lét hana hafa herbergi fyrir 45 króna leigu í sex vikur, þótt það kostaði 3ðra 14 krón- ur á viku. Læknirinn sór og sárt við lagði, að ungar stúlkur, sem hefðu mist foreldra sína, ættu ekki að borga neina læknishjálp sorgar- árið. Og sonur gestgjafans, cand. phil. og fagurfræðingur, sagði, að svo fremi að faðir sinn léti ungfrú Wil- ander borga meira en eina krónu og fimtiu aura á dag, þá væri það hreint og beint fjárdráttur. Og sjálfur gest- gjafinn beygði sig og hneigði fyrir henni, og spurði hvort hún vildi ekki sitja við dýrasta borðið, »því ungfrúin borðar ekki meira en svo- lítill fugl«. Alla fyrstu vikuna voru tveir menn seint og snemma á hælum hennar, verksmiðjuverkfræðingur og liðsfor- ingi. En þeir \oru báðir svo fátækir að þeir gátu ekki greitt hlutaféð og svo urðu þeir að fara sína leið. En nú fóru henni að berast fyrir- spurnir frá systkinum sínum. Vildu þau fá að vita, hvernig henni gengi veiðin. Og Bernhard stórkaupmaður skrifaði henni bréf, sem voru með verzlunarnafninu og mynd af stór- um sokk, og bað hana blessaða að slá ekki eyri af kröfunum. Georgine var alt af fátæklega til fara. Efnið í kjólnum hennar hafði ekki kostað meira en tvær krónur alinin, en þó var hún töfrandi fögur. Og það var næstum eins ogsjóböð- in hefðu þau áhrif á hana, að hún fríkkaði á degi hverjum. Eftir hálfan mánuð, vildi einn, sem var kancelliráð, deyja fyrir hana og annar, sem var verksmiðjueigandi, lifa fyrir hana. Og nú var henni farið að þykja gaman að lífinu. Svo kom þangað óðalsbóndi á bezta aldri. Eftir fjögra daga dvöl í Salzstrand var hann eins gagnsósa af ást og gömul tóbakspípa er af nikotin. Og hann bauð Georgine í kampavínsveizlur og ók með henni í sínum eigin vagni. Georgine lifði nú eins og prin- sessa og naut sólarinnar, baðanna, aðdáunarlnnar og hljóðfærasláttarins. Sérstaklega var það einn maður, sem henni geðjaðist vel að, og það var lúðurþeytarinn. Augu hans voru blá og djúp eins og hafið, og hárið var þétt og mikið, eins og skógar- kjarr. Og svo var dagkaupið hans tvær krónur og fimtiu aurar. En þegar mánuðurinn var liðinn, fengu systkini Georgine engin bréf frá henni. Þá brá Bernhard stór- kaupmaður sér yfir til Salzstrand og spurði eftir systur sinni. Hún fór þaðan í gær. »Vissuð þér það ekki, herra stór- kaupmaður*, sagði þjónninn, sem færði honum matinn. »Það er dauflegt hér í dag« hélt þjónninn áfram. »Við söknum hljóm- leikanna. Lúðurþeytarinn strauk á brott í gær . . . «• Bernhard stórkaupmaður tæmdi glasið sitt og bölvaði í hljóði. En því hét hann, og lagði þar við sálu- hjálp sína, að aldrei á æfi sinni skyldi hann loftar stofna hlutafélag í þeim tilgangi, að koma ungri stúlku í heilagt hjónaband.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.