Morgunblaðið - 24.12.1913, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 24.12.1913, Qupperneq 10
260 MORGUNBLAÐIÐ var á ótal Ijósum og við krakkarnir íengum einnig sitt kertið hvort og gengum nú i fylkingu fram og aftur um bæinn meðan fólkið klæddi sig í spariíötin. Síðan var sunginn jóla- sálmurinn og lesinn húslestur, því enginn gat farið til kirkju; þangað var of langur vegur. Eftir húslesturinn var m'atur fram- reiddur, allar beztu krásirnar sem til voru í kotinu. Nú vissum við þó að jólin voru kominl En þegar einhver stakk upp á því, að spila»púkk« eða eitthvað annað, þá neituðu þau því, foreldrar mínir. Það mætti eng- inn spila á jólanóttina 1 Og einhver bætti því við, að þá kæmu tveir tlgulkóngar í spilin. Annar þeirra væri sá vondi sjálfur, sem gleddist af þvi, að menn spiitu jólagleðinni með þvi að spila. Eg hafði að vísu gaman að spilum, en þegar eg heyrði þetta, hvarf mér öll löngun til þess. Kertið mitt var brunnið upp og nú vissi eg ekkert hvað eg átti að gera. Fólkið skemti sér við það að lesa, og sumir reyndu að skemta systkinum mínum, sem öll voru yngri en eg. Eg var orðinn svo stór, að eg gætti min sjálfurl Og nú fanst mér ekki hátíðin eins skemti- leg og eg hafði búist við. Mér fanst eg jafnvel einmana I Eg kunni þó að lesa. Það var bezt að eg fengi mér einhverja góða bók. En það mátti þó ekki vera stafrofskverið eða lestrarbókin I Mér var farið að sárleiðast hvorttveggja. Þá mundi eg eftir bók, sem pabbi hafði sagt að væri mjög skemtileg. Hún var að vísu á dönsku, en hvað gerði það til. Nú voru jólin kom- in, og þá varð maður þó að gera sér dagamun I Og danskan hlaut að vera mjög skemtilegj Svo tók eg bókina, lagði mig upp i rúm og fór að lesa. Og eg las og las og mér fanst bókin fjarska skemtileg. Nokkru siðar fann pabbi mig sof- andi með dönsku bókina i höndun- um. Eg hafði verið að lesa fyrstu blaðsíðuna, og eg heft aldrei lesið meira af þeirri bók. Arni Ólason. IRannslát. 1 gær, kl. 5 síðd., andaðist hér i bænum, Magnús Stephensen frá Viðey. Var 8i árs að aldri, og hafði legið rúmfastur síðasta árið. Hann var sonur Ólafs sekretéra i Viðey, og var þar óðalsbóndi mestan hluta æfi sinnar; en fluttist hingað til Reykjavíkur á efri árum. Börn hans eru: síra Ólafur í Grundarfirði, Sig- ríður kona Jóns fræðslumálastjóra Þórarinssonar, Kristín kona Guðm. kaupm. Böðvarssonar, Elín og Martha ógiftar. 1 krakkaskór er fundinn á landsimastöðinni. Eigandi geri svo vel að vitja hans þangað, sem fyrst. Munið um fram alt, að flugeldarnir á Lækj artorgsbazarnum eru fjölskrúðugastir og jafnframt ódýrastir. LfOGMBNN -^ÍEIB Sveinn Björnsson yfirdómslögm. Hafnarstræti 22. Sfmi 202, Skrifstofutími kl. 10—2 og [4—6. Sjálfur við kl. 11—12 og 4—5. EGGERT CLAESSEN, yfirréttarmála- flutningsmaður Pósthússtr. 17. Venjulega heima 10—11 og 4—5. Sími 16. ÞORVALDUR PALSSON Spec. meltingarsjúkd. Laugaveg 18. Viðtalst. xo—11. Sími 334 og 178. VÁGGINGAí^ A. V. TULINIUS, Miðstræti 6, Brunaábyrgð og lifsábyrgð. Skrifstofutími kl. 12—3. ELDUR! Vátryggið í »General«. Umboðsm. SIG. THORODDSEN Frlkirkjuv. 3. Heima 3—5. Talslmi 227. Carl Finsen Austurstr. 5, Reykjavík. Brunatryggingar. Heima 6 »/4—7 Talsími 331. LiiiitmiiiiiriivTTniT Mannheimer vátryggingarfólag C. T r o 11 e Reykjavík Landsbankannm (uppi). Tals. 235. Allskonar sjóvatryggingar Lækjartorg 2. Tals. 399. Havari Bureau. Vátryggið hjá: Magdeborgar brunabótafélagi Den Kjöbenhavnske Söassurance Forening limit Aðalumboðsmenn: O. Johnson & Kaaber. Trúlofunarhringar vandaílir, með hvaða lagi eem menn ðgka, eru ætið ódýrastir hjá gullsmið, Langaveg 8, Jóni Sigmund88yni J. P. T. Bry des verzlun er vel birg af ýmsu, sem fólk þarfnast til jólanna, svo sem: Niðursoðnir ávextir, margar tegundir, niðursoðin matvæli, frá I. D. Beuvais, Chr. Bjelland & Co. og fleirum velþektum verzlunarhúsum, ennfremur til bðkunar, hveiti afbragðs gott, Sultutau, eggjapulver, gerpulver, alls konar krydd, og margt fleira. Kafíi, brent, tvær tegundir, og þarf engar trölla- sögur um það að skrifa, þvi það mælir fullkomlega með sér sjálft; og óbrent kaffi, sem er alþekt að gæðum. Export, sykur, allar tegundir og jólavínið, á meðan það er til, er hvergi heilnæmara, það hefir reynslan sannað. Sparið yður því ómak i aðrar búðir og kaupið hjá okkur, því verðið er hvergi lægra en í J. P.T. Brydes verzlun. OSTAR og PYLSUR áreið?"Lga bæjarins stærstu og beztu birgðir i Matarverzlun Tómasar Jónssonar, Bankastræti lO.g . Talsfmi 212. n Gullið ryðgar J1 ekki. j Gleraugnaspangir fást ÍU hjá augnlækninum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.