Morgunblaðið - 04.01.1914, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ
Draumur.
Það er að eins draumur, en mér
finst hann ekki ómerkilegur.
r5
— Eg var orðinn skáld og rit-
höfundur, og taldi mér trú um all-
an þann heiður, er að eins mikil-
mennum þjóðanna hlotnast.
Eg var nýbúinn að skrifa inngang
að stóru verki, sem átti að vera um
700 bls. í 8 blaða broti. Það hafði
kostað mig mikla fyrirhöfn, enda
hafði mér tekist svo vel að skýra
frá því, sem eg vildi sagt hafa, að
inngangurinn var sannkallað lista-
verk. Og þá náttúrlega himinhróp-
andi synd, að láta hann ekki koma
fyrir almenningssjónir, og það sem
allra, allra fyrst, hvað sem stóra
verkinu liði, enda var eg ekki farinn
að hugsa um það. Listaverk sem
þetta ætti þjóðin heimting á að bók-
mentir hennar geymdi. Þær mættu
sannarlega ekki við því bókmentirn-
^r, að afburðamennirnir lægju á slíku
dýrmæti, eins og ormur á gulli.
Svo eg labbaði á stað með hand
ritið.
A leiðinni var eg að hugsa um
að bezt myndi þetta listaverk geymt
í einhverju viðlesnu blaði. En þar
ú staðnum var ekkert Morgunblað,
að eins Bún^ðarblað, sem eg vissi
að var hlutlaust í pólitik, og þar af
leiðandi lesið af öllnm flokkum. —
Þangað myndi því bezt að snúa sér.
Eg hitti ritstjórannn. Hann las
handritið.
— Jú, jú, það var sannkallað lista-
verk, lifandi skáldskapur, sem kom-
andi kynslóðir myndu aldrei hætta
að lofa og dásama. Mikið gleðiefni
fyrir blaðið, að mega flytja þetta
nýja evangelíum bókmentanna. Það
skyldi koma í næsta blaði, verða
neðanmáls og með skáletri.
»Og svo skal eg skrifa um það
ekki getað skilið, hvernig hans eig-
in skoðanir höfðu breyst í mannúð-
aráttina, eftir þvi, sem þeir, sem
höfðu verið vinir hans, urðu æ arg-
ari og grimmari blóðvargar. Og
Margrét gat ekki talað við bróður
sinn um launmál hjarta sins; hún
skildi þau varla sjálf, en hún vissi
það eitt, að hún var einmana og
óhamingjusöm, þrátt fyrir öll þau
auðæfi, sem hún átti við að búa.
Og nú var Armand á förum;
hún var uggandi um lif hans, hana
langaði til að halda honum; hún
vildi ekki eyða þessum síðustu, fáu
sorglegu unaðslegu augnablikum með
því að tala við sjálfa sig. Hún leiddi
hann blíðlega eftir klettunum og
niður að sjónum; þau leiddust inni-
lega, því þau höfðu svo margt og
mikið að tala saman, en það snerti
eigi leynilega blómagarðinn í hjört-
um þeirra.
leiðara i blaðinu og vekja athygli á
þessum unga efnilega rithöfundi, er
þjóðin hefir eignast«, sagði ritstjór-
inn og tók vingjarnlega i hendina á
mér.
Eg þakkaði þessi fögru orð, kvaddi
ritstjórann og fór.
Daginn eftir átti blaðið að koma
út.
Þangað til hafði eg nóg að hugsa.
Eg var í sjöunda himni, sætkendur,
eins og eg hefði drukkið nýinnflutt-
ann bjór, og leit sigri hrósandi til
þeirrar stundar, er blaðið yrði borið
út um bæinn. Þá myndi frægð mín
byrja og halda áfram að vaxa, það
var eg viss um. Og eg myndi vqrða
lifandi dýrlingur þjóðarinnar. Hugsa
sér, lifandi dýrlingur. Ög færustu
menn myndu í blöðum og tímarit-
um lúka lofsorði á þessa ritsmíð
mína. »Kvöldvökurnar« myndu ríða
á vaðið og setja mig á skákina hjá
Jóni Trausta, uppi við meistaraborð-
ið. Valtýr myndi láta Eimreiðina
flytja langa grein með feitletri um
stílinn og hið hreina íslenzka mál,
sem drypi úr penna þessa unga lista-
manns. »Skirni« myndi fara mörg-
um orðutn og lofsamlegum um hina
nýju heimspeki, er hér væri um að
ræða.
Já, mikil myndi mín frægð verða.
Eg myndi kunnur um land alt. —
Hvert einasta mannsbarn kannast við
mig. Og eg myndi ferðast um landið
og allstaðar verða fagnað sem kon-
ungur væri. Bændurnir myndu ríða
með mér um sveitina í stórhópum.
Húsfreyjurnar blessa mig ogheimasæt-
urnar, þær myndu mynnast þess, hvitar
fyrir hærum og hitna um hjartaræt-
urnar — þegar eg, skáldið, hefði
sett þær á kné mér, strokið flétt-
urnar og kyst þær einusinni —
tvisvar I
Eg mundi verða konungur —
skáldkonungur og þótt eg dæi nú
8. k a p t u 1 i.
Sendiherrann ýranski.
Það var orðið áliðið dags. Hinn
langi svali enski sumaraftan dreifði
þokuslæðu yfir grænu héruðin í
Kent.
»Dagdraumurinn« var sigldur á
stað, og Margrét Blakeny stóð alein
á klettabrúninni í meira en klukku-
stund, horfandi á eftir hinum hvítu
seglum, sem báru svo fljótlega burtu
frá henni, þá einu veru, sem henni í
rauninni þótti vænt um, og hún vissi
að hún mátti treysta.
í nokkurri fjarlægð til vinstri hlið-
ar glampaði á hin daufu ljós í »Sjó-
manna heimilinu«. Við og við heyrði
hún þaðan gleðióm og sköll og þess
i milli þennan eilífa heimskulega
hlátur manns hennar, sem lét henni
svo illa í eyrum.
Herra Percy hafði sýnt henni þá
nærgætni að láta hana vera aleina.
Hún fann, að einfaldur og góðhjart-
aður, sem hann var, hafði hann þó
skilið, að hana langaði til að vera
eina, þangað til þessi hvítu segl
hurfu út í fjarskann; hann hafði ekki
einu sinni látið þjón vera til taks
þar nærri, ef hún þyrfti á honum
þegar, myndi eg halda áfram að lifa
sem konungur konunganna í þessu
landil
— — Og svo kom blaðið I
Eg heyrði drengina hrópa það upp
á götunum. Eg flýtti mér út, og
hafði tal af drengjunum. — Blaðið
seldist ágætlega. Og ritstjórinn hafði
efnt alt vel, sem hann hafði heitið
mér. Eg reikaði fram og aftur um
bæinn og réði ekki við huga minn,
sem teymdi lengra og lengra inn á
listamannsbrautina. Öðru hvoru
rakst eg á blaðadrengina. Þeim gekk
ágætlega. Eftir nokkura hríð myndi
blaðið komiðinná hvert einasta heim-
ili, eða svo sögðu drengirnir.
Eg hélt áfram að ganga. Nú hlytu
menn að vera búnir að lesa neðan-
málsskáletursgreinina, og það sem
ritstjórinn hefði um hana sagt og
höfundinn. Og bráðum mætti eg
búast við að menn færu að taka of-
an fyrir mér, rétta mér hendina og
þakka fyrir lesturinn.
En enginn kom.
Eg kom að búðargluggum for-
kunnarfögrum. Mér datt í hug að
fara inn i búðina, en hafði þá ekk-
ert erindi annað en sýna mig og
sjá aðra. Eg kom inu; búðin troð-
full. Eg sneri mér að sjálfum hús-
bóndanum og spurði um hlut, sem
ekki átti að vera til. Jú, hann væri
til. Þá væri ekki annað sæmandi
en að eg keypti hann. Þá var búið
um hlutinn og eg borgaði hann.
Mér fanst undarlegast, að það var
engu likara, en enginn tæki eftir
mér, svo eg kvaddi og fór.
Eg fór heim til mín og vafði af
þessum hlut, er eg hafði keypt.
Eg ætlaði ekki að trúa minum eig-
in augum — en það var ekki um
að villast — nýja blaðið frá degin-
um notað í umbúðir. Svona væri
þá farið með listasmíðina mína —
að halda. Margrét var manni sín-
um þakklát fyrir þetta; hún reyndi
ávalt til að reynast honum þakklát
fyrir umhyggjusemi hans, sem var
stöðug, og fyrir örlæti hans við
hana, sem var alveg takmarkalaust;
hún reyndi jafnvel siundum að bæla
niður sínar bitandi og nöpru hugs-
anir um hann, sem komu henni oft
að óvilja hennar, til þess að segja
beisk móðgandi orð, sem hún hálf-
partinn vonaði að mundu særa hann.
Jál hana langaði til þess að
særa hann til þess að láta hann finna,
að hún hafði lika fyrirlitningu fyrir
honum, að hún hafði lika gleymt
því, að hún hafði einu sinni næstum
elskað hann, elskað þennan glóp,
sem ekki virtist fær um að hugsa
um neitt annað en fatasnið og lag-
Iega hnúta á hálsbandi sínu. Jú,
það var líka helzt, og — þó . . . .
óljósar endurminningar, sem voru
ljúfar, brennandi og svarandi til
kveldkyrðarinnar, reikuðu fram í
huga hennar, eins og barmar á ósýni-
legum vængjum sjávarbylgjunnar;
hún mintist tímanna, þegar aðdáun
hans vaknaði, hann virtist reiðubú-
inn að fórna öllu, vera þræll hennar,
301
notuð í umbúðir — og það vatla
áður en prentsvertan væri orðin þur f
Mér varð reikað út. Eg kom að
húsi, sem verið hafði i smíðum um
lengri tima. Eg gekk inn, þar voru
menn að líma á veggfóður. En —
það væri þó ómögulegt? Blaðið
með neðanmálsskáleturs-greininni
minni notað sem veggfóður? Um
alla veggina fjóra var búið að klina
því I
Þetta var þó of mikið í einu —
umbúðarpappir — veggfóðurl
Eg rauk út. Mikil væri heimska
mannanna. Og ritstjórinn að gabba
mig svonal
Eg var staðráðinn í að fara og
skamma hann og blaðið. Þvi þetta
hlyti að vera honum að kenna fyrst
og fremst.
En fyrst þurfti eg að bregða mér
afsíðis.
Eg kom inn í salerni.
En þá féll mér aliur ketill í eld,
því þar var blaðið með neðanmáls-
skáletursgreininni minni — líka þar!
Þetta var ofmikið af svo góðu.
Þetta gat eg, skáldið, rithöfundur-
inn — konungur konunganna — ekki
þolað I Eg yrði að fá uppreisn, hér
væri verið að smána mig. Og eg
var staðráðinn í þvi að finna ritstjór-
ann, og það undir eins.
— Mér varð litið á auglýsingu,
sem fest var upp á húshorni. Eg
fór að lesa hana en skildi hana ekki
I fyrstu, svo eg las hana aftur:
Skemtisamkoma í Brœðrafélaqinu
i kvöld.
S'urgi Búi talar um
sparsemi og áburðarnýting.
Allir velkomnir.
Eg leit á dagsetninguna. Það hefir
og það var einhver hulinn kraftur í
ást hans, sem töfraði hana.
En alt í einu virtist þessi ást,
þessi dýrkun hverfa algerlega,.
Tuttugu og fjórum stundum eftir
að þau höfðu verið gefin saman,
sagði hún honum frá því, hvernig
hún í óaðgæzlu hefði talað um vissa
atburði, sem stóðu í sambandi við
greifann af St. Cyr við nckkra menn
— vini sína — og að þeir hefðu
notað þessa sögu hennar gegn hin-
um ógæfusama greifa og sent hann
og sifjalið hans undir fallöxina.
Hún hataði greifann. Fáum árum
áður hafði Armand, hennar ástkæri
bróðir, elskað Angelu St. Cyr, en
hann var alþýðuættar, og greifinn
var þrunginn af stolti og ættgöfgis-
tilfinningu. Etnn dag hafði Armand,
sem kom fram eins og feiminn og
bljúgur elskhugi, dirfst að senda henni,
sem var hans draumadís, fáein ljóð,
sem vottuðu hans áköfu og brenn-
andi ást. Næstu nótt var hann tæld-
ur út fyrir borgina af þjónum greif-
ans, og barinn þar til óbóta, barinn
eins og hundur, bara af því, að hann
hafði dirfst að hefja augu til aðals-
mannsdóttur.