Morgunblaðið - 04.01.1914, Síða 8
302
MORGUNBLAÐIÐ
»altso« verið í gærkvöldi, en þá fór
eg »yfirleitt« ekkert út.
Nú fór eg að skilja betur: umbúðir,
veggfóður og salernispappír!
— — En þá vaknaði eg.
Bjarki.
Stórt epli
Nýlega var selt á uppboði i Lund-
únum stærsta eplið, sem þar hefir
sést. Eplið var úr ávaxtagarði fá-
tækrar ekkju og vakti athygli mikla
A uppboðinu. Kaupmaður einn keypti
það fyrir nær 17 sterlingspund (306
Jtr.). Eplir var 2x/a pund að þyngd.
Gæfusamur maður.
Ungur blaðamaður enskur, sem
dvelur í París, hefir verið gæfusamari
en margur annar.
í fristundum sínum stundaði hann
málaraiðn og sendi svo mynd af
Sarah Bernhardt á myndasýningu
nokkra suður i Sviss, og þóttist þess
fullviss að myndin væri góð.
Tveir menn vildu kaupa hana,
frönsk greifafrú og ameriskur auð-
kýfingur. Greifafrúin hrepti mynd-
ina og varð það til þess, að nú er
blaðamaðurinn tengdasonur hennar.
En ameríska manninum féll piltur-
inn svo vel í geð, þó hann misti
myndarinnar, að hann arfleiddi hann
að öllum eignum sínum eftir sinn
dag, en það er mælt að það sé að
minsta kosti 10 miljónir króna.
— Þú skalt ekki ímynda þér það
að þú sért meiri maður fyrir það þó
þú sért með vindil í munninum, og
viljirðu endilega læra að reykja, er
nægur tími til þess síðar að byrja á
því. Og byrjirðu aldrei á þvi er
það gott. Þá sparast þér mikið fé
og þú verður hraustur og þarft ekki að
venja þig aftur af reykingum. En
það veitist mörgum manni örðugt
og flestum ómögulegt, vegna þess,
að sá sem veit hvilík dæmalaus
nautn það er að reykja góðan vindil,
mun fyr fara alls á mis, en hann
hætti því að reykjal
Það var einu sinni maður, sem
þurfti að kaupa meðal í lyfjabúðinni.
Lyfsalinn fekk honum meðalaglas og
kvað það kosta eina krónu.
Maðurinn lagði fimmeyring á borð-
ið.
— Giasið kostar krónu, mælti lyf-
salinn með hægð.
— Eg lagði peningana þarna á
borðið, sagði maðurinn, eins og hann
heyrði ekkert hvað við hann var
sagt.
— Það kostar eina krónu! grenj-
aði lyfsalinn af öllum mætti.
— Gerið þér svo vel, svaraði
maðurinn og ýtti fimmeyringnum
nær honum.
Þá greip lyfsalinn peninginn og
sagði i fyrirlitningarrómi:
— Farðu til Helvítis, þorskhaus-
inn þinn. Eg græði samt 3 aura!
Paé íilRynnisf Rdr mcé Reiéruéum
viésRiffauinum, aé vár Rœtfum aé selja
síainoliu á Brúsum, þogar Jrá 1. Janúar
þcgar vér töRum vié stcinoíiuvcrzlun~
inni.
dleyRjaviR, 31. écsör. 1913.
Hið íslenzka steinolíuhlutafélag.
GARLSBERG ÖLGERSARHÚS
mæla með:
Carlsberg skattefri
alkoholfátækt, ekstraktríkt, ljúffengt, endingargott,
' .1 • 1 •
Carlsberg skattefri Porter
ekstraktríkastur allra Portertegunda.
Carlsberg gosdrykkjum,
áreiðanlega beztu gosdrykkirnir.
Skrítíur.
A. Við erum að safna gjöfum til
þess að reisa hæli handa þeim, sem
enga foreldra eiga.
N i r f i 11 i n n : Og svo biðjið
þið mig að gefa fé til þess, mig
sem enga foreldra á.
Tveir Svíar voru einusinni á ferð
í járnbrautarvagni. Var annar þeirra
bóndi en hinn slátrari.
Bóndinn tugði ákaft tóbak og
spýtti á gólfið við fætur sér, en
slátraranum gazt illa að þessu og
ýtti því gætilega hrákadallinum til
bóndans. Bóndinn sparn fæti við
dallinum og spýtti á gólfið engu
minna en áður.
Slátrarinn flutti dallinn aftur til
hans og bóndinn hratt honum aftur
frá sér. Svo fór fjórum sinnum.
En þá var þolinmæði bónda þrotin.
Takir þú ekki þetta ílát í burtu,
þá skal eg svei mér hrækja í það,
grenjaði hann bálvondur.
Prófessorinn hefir orðið þess á-
skynja, að sonur hans, sextán ára
gamall piltur, er farinn að reykja.
Vill hann venja drenginn af því og
segir þvi við hann:
Ekki ráðalaus!
Frægur söngmaður í New York
fór til lítils bæjar þar i grend til
þess að halda söngskemtun. fárn-
brautarlestin tafðist og kom hann til
bæjarins rúmri hálfri stundu áður en
hann átti að syngja. En í flaustr-
inu gleymdi hann handtösku sinni
i vagnklefanum.
í töskunni var hálslín hans; allar
búðir voru lokaðar og ómögulegt
var að fá nógu stórt hálslin á gisti-
húsinu, þar sem hann bjó. Hann
var ákaflega feitur — mikið feitari
en sjálfur veitingamaðurinn.
Honum kom þá til hugar að láta
vinnukonuna sauma saman tvo
stærstu kragana, sem hægt var að
ná í. Síðan greiddi hann hárið nið-
ur á herðar — því hann hafði lista-
mannahár — og stundvtslega mætti
hann í söngsalnum og gagntók alt
fólkið með list sinni. En engan
grunaði neitt um tvöfalda kragann.
Þeir sem kynnu að eiga inni
hjá „Det danske Petroleums-
Aktieselskab, Island-Afdeling-
en“ eru vinsamlega beðnir að
senda reikninga sina til fram-
kvæmdastjóra Holger Debell
innan 15. þ. m.
Reykjavík, 2. jan. 1914.
Island-Afdelingen.