Morgunblaðið - 22.03.1914, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 22.03.1914, Qupperneq 1
Sunnudag 1. argangr 22. marz 1914 ORGUNBLADID 138. tölublað RítstitSrnarsími nr. 500 1 Ritstjóri: Vilhjálmur Finsen. [ ísafoldarprentsmiðja__________| Afgreiðslusimi nr. 140 Biografteater Reykjavíkur. Bio Undir ásíargrímu. Ágætur amerískur sjónleikur í 2 þáttum. Triíz og Bubi. Skemtileg barnamynd. Bio-Kafé er bezt, ' Sími 349. HartYig Nielsen. ’ nm Afhrak veraldar. Drama í 2 þáttum. Aðalhlutverk: Wanda Treumann og Viggo Larsen. Róm. Ljótnandi laiidlagsmyndir. Skrifstofa Eimskipaféíags íslands Austurstræti 7 Opin kl. 5—7. Tals. 409. Kaupið Morgunblaðið. pa[===>B^] Lítið í sýningargluggann hjá Th. Th. Par sjáið þér örlítið sýnishorn af vörunum sem nú eru nýkomnar í verzlun Th. Th. Karla og kvenna- regnkápur nýkomnar I Yörnliúsið. Notið tsentlisvciu frá sendisveinaskrifstofunni. Slmi 4 4 4. Auglýsið i Morgunblaðinu JEeififdlag <ffieyRjavíRur. AUGU ÁSTARINNAR Eftir JOHAN BOJER. Sunnudag 22. marz kl. 8. Aðgöngumiðar seldir í Iðnó. Augiýsing. Biblíufyrirlestur verður haldinn í loftsalnum í Báruhúsinu í kvöld kl, 7 síðd. Efni: Tilvera mannsins eftir jarðlifið og upprisa hinna dauðu. Inngangur ókeypis. Allir velkomnir. Brl. símíregnir. London 20/3 kl. 4l/3. Heimastjórn Ira. Andstæðinoar stjórnarinnar í neðn málstoju parlamentisins báru Jram í dag vantraustsyfirlýsingu á stjórnina sokum að^erða hennar í heimastjórnar- málinu. Vantraustsyfirlýsingin varfeld með 54/ atkv. gegn 2/2. London 21/3 kl. / síðd. Borgarastyrjöld í Irlandi. Ulsterbúar hejjast handa gegn heima- stjórnarlagafrumvarpinu. Borgarstyrj- óld í vandum á kverju augnabliki. Stjórnin brezka hefir sent herlið til Irlands. Mrs. Annie Besant og „Stjarnan í austri“. Flestir mentamenn hafa heyrt Mrs. Annie Besant getið. Mörgum mun og vera kunnugt um, að hún er for- seti Guðspekisfélagsins og einhver hinn bezti guðspekingur, sem nú er uppi. Hún hefir verið talin mál- snjallasta kona heimsins um víða ver- öld og ein á meðal hinna helztu spekinga heimsins. Og eins og mörgum er kunnugt um, hefir alt líf hennar verið sífeld leit eftir sannleik- leikanum. Hér á landi hafa víst fáir eða engir átt því láni að fagna að kynnast þess- um mikla spekingi og snildarrithöf- undi. En þeir eru ef til vill ekki svo tiltölulega fáir, sem hafa kynst ritum hennar, og auðgað anda sinn á hinum óþrjótandi vizkuforða, sem hún hefir veitt heiminum. Annie Besant er ein af þeim fáu, sem virð- ast vera jafnvígir á alt. Hún hefir ritað um þjóðfélagsmál, siðfræði, trú- fræði, dulspeki, vísindi og ótal fleira, og alls staðar kemur i ljós hjá henni mannvit og rækileg þekking, íklædd þeim snildarbúningi, sem að eins fá- um tekst að færa hugsun sína í. En auk þess, sem hún er forseti Guðspekisfélagsins, er hún einnig verndari (Protektor) félags þess er heitir »Stjarnan í austri«. í þeim félagsskap eru menn og konur víðs- vegar um heim. Það eru guðstrúar- menn (þ. e. þeir, sem trúa á tilveru guðs, hvaða trúarbrögð sem þeir að- hyllast að öðru leyti), sem vænta þess, að mannkynsfræðari eða frels- ari komi til jarðarinnar, áður langt um líður. Tilgangur þessa félags- skapar er að undirbúa þjóðirnar und- ir komu hans; ef verða mætti, að heimurinn bannaði honum ekki fræðsl- una með lífláti, eins og svo mörgum fyrirrennurum hans á liðnum öldum. Kristnir menn, sem tilheyra þessum félagsskap, segja, að þeir vænti komu Krists; komi hann nú aftur til jarðar- innar, eins og hann hafi sagt síðast er hann kom og kendi austur á Gyð- ingalandi. Brahmatrúarmenn nefna þenna mannkynsfræðara að vísu Krishna. En þeir segja að Krishna og Kristur sé sama persóna. Þeir trúa þvi, að Krishna eða Kristur komi hvað eftir annað til að stofna nýjan átrúnað, þegar hann sér að þjóðirnar taka að snúa bakinu við trúnni, sökum þess að þær eru vaxn- ar upp úr þeim átrúnaði, sem nægði þeim á lægra menningarstigi. En þar sem átrúnaðurinn og vonin um eilíft líf tekur að dofna, stendur sið- gæðið allnjafna völtum fæti. Og þeir tilfæra orð Krishna sjálfs, þessu til stuðnings: »Eg kem til jarðarinnar, þegar réttlætinu verður bolað í burt og lestir og ranglæti ná yfirráðum í heim- inum. Eg fæðist á árþúsunda fresti til að styðja hið góða, undiroka hið illa og endurreisa réttlætið« (Bhaga- vad Gíta). Fjöldi kristinna manna felst og einnig á þessa skoðun. Ög margir trúa þvi, að höfundur tilverunnar sjái svo um, að hver og einn kynnist þeim átrúnaði, er getur orðið til að þroska hjá honum þær lyndisein- kunnir og eðliskosti, sem eru hon- um framfaraskilyrði, bæði hérna og hinu megin grafar. Þar í sé fólgið gildi trúarinnar; þannig geti trúin orðið oss til sáluhjálpar, þ. e. and- legrar fullkomnunar. En Guðspekin fræðir oss um það, að það er ekki að eins að mannkynið vaxi upp úr hver- jum átrúnaðinum á fætur öðrum, held- ur líka hitt, að trúarbrögðin líkjast berglindinni í þvi, að þau eru hrein- ust við uppsprettuna. En þau eru öll af sama berginu brotin, eru öll kom- in frá hinum guðdómlegu fræðurum mannkynsins. Og nú vænta menn, að höfundur kristindómsins komi aft- ur; að hann komi og ljósti á sann- leiksbjargið að nýju, svo að lifandi vatn nýrra og andlegra sanninda streymi inn í heiminn. Og menn búast helzt við, að hann stofni nýjan átrúnað, sem verði máttarstólpi nýrr- ar siðmenningar á komandi öldum. Öll trúarbrögð hafa orðið að sætta sig við að vera skoðuð sem villilær- dómar í fyrstu. Þetta er svo eðli- legt, að hitt mætti telja næsta óeðli- legt, ef meginþorri mannkynsins tæki nýjum og andlegum sannindum með fögnuði. Trúarbrögðin virðast að vísu vera sniðin eftir þörfum og þroskastigi mannkynsins; en þau eru engu síður ætluð þjóðum og kyn- slóðum síðari alda, sem tekið hafa meiri andlegum þroska en samtíðar- menn trúarbragðahöfundanna. Þar af leiðaudi eru þeir allajafna tiltölu- lega fáir, sem eru færir um að veita hinum andlegu sannindum viðtöku í byrjun. Þeir eru fleiri, sem fá ekki skilið þau og hafa þvi ímugust á þeim. En skilningsskortur og van- þekking er upphaf og undirót of- sóknanna. Þvi verður og píslarvætt- isdauðinn »löngum endir á« æfisögu trúarbragðahöfundanna, eða svo hefir það reynst á liðnum öldugi, Og ætli heimurinn sé breyttur til batnaðar í þessu tilliti ? Hvað ætli Kristur mundi eiga í vændum, ef hann kæmi til að kenna, gera undur og stór- merki í augsýn lýðsins, eins og þegar hann gekk um kring austur á Gyðingalandi forðum daga? Engar getur skal að því leiða. En það kæmi oss ekki á óvart, þó ein- hver sagnaritari komandi alda setti þessar eða líkar setningar inn f frá- söguna um síðustu æfistundir hans: »Og þá kallaði lýðurinn og sagði: »Lát þú lífláta þennan« . . og óhljóð þeirra og hinna æðstu presta tóku yfirt. En Annie Besant er bjartsýnni. Hún ætlar, að öflugur félagsskapur muni geta varið hann fyrir ofsókn- um og helzt með því að undirbúa heiminn undir komu hans. Og ef »Stjörnunni í austri« tekst að koma mönnum á þá skoðun, að það sé að minsta kosti ekki alveg óhugs- andi, að Kristur komi aftur eins og rithöfundar Nýjatestamentisins hafa eftir honum, þá geti svo farið, að

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.