Morgunblaðið - 03.05.1914, Blaðsíða 6
840
MORGUNBLAÐIÐ
Liverpool- kaffið.
CJU
tu
<
Stendur ætíð íremst
Það drekka allir kaífivinir
Það er brag*ðbeztog,ódýrast
Kaupið því ætíð
>
■n
Liverpool-kaffið.
Beztu Cigarettur
heimsins
ern
Special Sunripe
ítráj
R. & J. Hill Ltd, London.
Söngkensía
Frú Laura Finsen, útskrifuð fri sönglistaskólanum i K.höfn
og lengi notið framhaldskenslu á Þýzkalandi, kennir söng. Sérstök
áherzla lögð á raddmyndun og heilsusamlega öndunaraðferð (hygieinisk
Pustemetode), sem hlífir hálsinum og þroskar röddina.
Vanalega heima til viðtals kl. 5—6 e. h., Laugaveg 20 B (uppi).
Hammalisfar
fást beztir og ódýrastir
í Trésmiðavimmstofunni á Laugavegi 1
(Bakhiisinu).
JHihid upplag af pósthoríarömmum
JTlijndir innrammaöar fjóft og vetl
Hvergi eins ódýrt í bænum.
Jiomið og reynið!
SunlightSápa
Hví notið pér blautasápu og algengar
sápur, sem skemma bæði hendur og
föt, notið heldur
SUNLIÖHT SÁPU,
sem ekki spillir
fínustu dúkum né
veikasta hörundi.
FariR ettir fyrirsögnlnni sem
er a óllum 5unlight sdpu
umbúðum.
Nýtt líf.
6 Saga eítir
Hugh Conway.
Framh.
í sama bili og eg lyfti upp hend-
inni til þess að klappa á dyrnar,
heyrði eg aðra rödd — kvenmanns-
rödd. Mér virtist hún koma frá
einhverju herbergi innar i húsinu.
Stúlkan söng og lék undir á hljóm-
borð. Eg staðnæmdist og hleraði.
Eg hefi til þessa einkis gætt ann-
ars en þess, að rekja raunir mínar
og hefi gleymt að segja frá þvi, að
eg átti þó eina huggun í hörmum
mínum. Það var að hlusta á hljóð-
færaslátt og söng. Og eg ímynda
mér, að eg mundi hafa orðið vit-
skertur, ef eg hefði ekki notið þeirr-
ar ánægju. Ef eg hefði ekki getað
leikið á hljóðfæri sjálfur og eins
farið á hljómleika og söngskemtanir
mundi tilvera mín hafa verið óbæri-
leg.
Eg beið og hlýddi á sönginn.
Það var ný Opera, sem fyrir skömmu
hafði verið leikin á meginlandinu,
en var nær óþekt í Englandi. Og
vandasamur leikur var það og ekki
viðvanings viðfangsefni. Söngmærin,
hver sem hún nú var, söng með
lágri röddu, eins og hún væri hrædd
við það að beita hljóðunum. En
það var að líkindum vegna þess að
nú var svo áliðið. Samt sem áður
var það auðheyrt, hverjum þeim er
vit hafði á söng, að röddin varfög-
ur og vel æfð. Eg varð alveg frá
mér numinn. Flaug mér nú fyrst
í hug, að eg mundi kominn inn á
heimili listamanna og þótti nú
vænkast ráð mitt, því þeim mundi
naumast verða bilt við, þótt eg
kæmi á fund þeirra, þó á þessum
tíma væri.
Söngvarinn byrjaði nú á öðrujerind-
inu og eg lagði eyrað fast að hurð-
inni, til þess að tapa ekki einum
einasta tón. Mig fýsti að heyra
hvernig henni tækist að syngja nið-
urlagið, sem var vandasamast af öllu.
En alt í einu heyrði eg sog, hræði-
legt korrandi sog. Vissi eg þegar
hvað það þýddi. Svo heyrðist þung
stuna og hrygluhljóð.
Mér fanst blóðið storkna f æðum
mér. í sama bili hætti hljóðfæra-
slátturinn og eg heyrði stúlkuna
reka upp voðalegt hljóð. Svo heyrði
eg dálitinn dynk, eins og eitthvað
þungt félli á gólfið.
Eg beið þess ekki að heyra meira.
Eg vissi að voðalegur glæpur hafði
verið drýgður fáum skrefum þaðan
sem eg stóð. Hjartað barðist svo
ótt í brjósti mér, að eg hélt að það
mundi springa. Eg gleymdi því
vegna æsingarinnar að eg var ekki
sem aðrir menn — gleymdi því að
hugrekki mitt og kraftar mundu
koma mér að litlu liði — gleymdi
öllu vegna þeirra hvata, að koma í
veg fyrir glæpinn, — gera þá skyldu
mína, sem maður, að frelsa lif ann-
ars manns og vernda þá, sem ef til
vill voru í hættu staddir. Eg hratt
upp hurðinni og æddi inn. En i
í sama bili og eg varð ljósstraums-
ins var, sem lagði á móti mér inn-
au úr herberginu, varð mér það
ljóst, hve heimskulega eg hafði farið
að ráði mínu. Og skyndilega flaug
sú hugsun í gegnum heila minn, að
eg hefði ráðist vopnlaus, blindur og
hjálparþurfi inn í þetta herbergi til
þess að verða drepinn þar.
Eg heyrði undrunaróp og for-
mælingar. Nokkru lengra inni heyrði
eg neyðaróp stúlkunnar, en það var
nú lægra en áður. Og mér heyrð-
ist ekki betur en einhverjir ættu
þar i stimpingum. En þrátt fyrir
það, þótt eg væri ekki fær um að
hjálpa öðrum, sneri eg mér þó ó-
sjálfrátt við og gekk nokkur skref í
þá áttina, þaðan sem hljóðið kom.
Svo varð mér fótaskortur og eg
féll kylliflatur yfir líkið af mapni.
Það fói um mig hryllingur, því um
leið og hönd min fór um líkið,.
fann eg vætu — volgt blóð, sem
ataði hendi mina.
En áður en eg fengi ráðrúm til
að rísa á íætur aftur, var gripið um
kverkar mér heljartaki og nokkuð
frá heyrði eg ofurlitinn smell, eins
og bógur á marghleypu væri spent-
ur.
Eg óskaði þess nú enn innilegar
en nokkru sinni fyr að eg gæti séð,
þó ekki væri nema örlitla stund.
Mig langaði til þess að sjá hvaðan
sú kúla kæmi, sem yrði mér að
bana. Og eg, sem hafði skömmu
áður legið í rúmi mínu og óskað
mér dauða — fann nú glögt að líf-
ið — jafnvel líf i myrkri — var