Morgunblaðið - 24.05.1914, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 24.05.1914, Qupperneq 6
938 MORGUNBLAÐIÐ TILBOÐ. Þeir sem vilja selja Heilsuhælinu c. 200 tonn ai beztu gufuskipakolum og c. 140 tonn af Kokes, sendi ráðsmann- inum á Vífilsstöðum tilboð um lægsta verð fyrir 31. þ. m. Tilboðið sé Beztu Cigarettur heimsins eru Special Sunripe trá R & J. Hill Ltd, London. þannig: Lægsta verð þar á staðnum og lægsta verð á fluttu í hús hælisins. Liverpool-kaffið. j-pj Stendur ætíð íremst Það drekka allir kaffivinir Það er bragðbezt og ódýrast ^ Kaupið því ætíð i—< Liverpool-k affið. Aðalum- boðsmaður fyrir Island Arent Claessen. Er bezta uppspretta fyrir alls konar góðar og ódýrar nýlenduvörur. Umboðsmenn: Sæmunðsen, Líibbers & Go. Albertstrasse 19—21. Hamburg 15. LUX Öllum ber saman um, að LUX-sápuspænir séu beztir til að þvo úr ullarfatnað; fatnaðurinn hleypur aldrei ef LUX-sápuspænir eru notaðir. Fylgið leiðarvísinum. Gætið þess, að LUX standi á hverjum pakka. Fæst hjá öllum kaupmönnum. Niðursuðuvörur frá Á.S De danske Vin & Conserves Fabr. Kaupmannahöfn I. D. Beauvais & M. Rasmussen em viðnrkendar að vera beztar í heimi. Nýtt líf. 26 Saga eftir Hugh Conway. Framh. Eg hafði vænst það, að mér mundi veitast það létt verk að finna hann, en það var öðru nær. Annað- hvort hafði eg því misskilið hann eða þá að hann hafði með vilja slegið ryki í augu mér. Eg leitaði hans i marga daga og spurði hvern mann eftir honum, en enginn kann- aðist við hann. Eg fór til allra læknanna í borginni, en þeir þektu hann ekki heldur. Og þá þóttist eg þess sannfærður að annaðhvort héti hann ekki þessu nafni, eða hann ætti ekki heima í borginni. Þvi enginn læknir lifir svo kyrlátu lífi að einhver stéttarbróðir hans þekki hann ekki. Eg hafði því ákveðið að fara til Turin og freista þess hvort eg hitti hann ekki þar. Það var seinasta kvöldið sem eg bjóst við að dvelja íGenua. Egráfaði umgöt- urnar og var í daufu skapi, þótt eg reyndi að telja sjálfum sér trú um að eg mundi hitta Ceneri í Turin, Alt i einu kom eg auga á mann nokkurn, sem gekk fram og aftur um gangstéttina hinu megin göt- unnar. Mér virtist eg þekkja mann- inn og gekk því yfir götuna til þess að sjá hann betur, Hann var í ferðafötum og líktist mest Englend- ingi, svo eg hélt að mér hefði ef til vill skjátlast. En svo var þó eigi. Eg þekti hann þegar í stað, er eg kom nær honum, þrátt fyrir klæðn- að hans. Það var sami maðurinn, sem Kenyon hafði átt orðastað við hjá San Giovanni kirkjunni — mað- ur sá, er hafði reynt að móðga okkur fyrir það, að við höfðum horft með aðdáun á Pauline og síð- an gengið brottu með Ceneri. Þetta var alt of gott tækifæri til þess að eg léti það ónotað. Hann hlaut að vita hvar eg gæti fund- ið læknirinn. Eg vonaði og að hann mundi ekki eins mannglöggur og eg og mundi þvi ekki taka upp forna þykkju. Eg gekk því til hans, tók ofan fyrir honum og beiddist þess að mega tala við hann nokkur orð. Eg ávarpaði hann á ensku. Hann leit óvingjarnlega við mér, tók þó kveðja minni og svaraði á ensku að sér væri ánægja að því ef hann gæti gert mér greiða. — Mig langaði til þess að fá að vita um bústað manns nokkurs, sem eg álít að dvelji hér i borginni. Og eg imynda mér að þér getið frætt mig um það. Hann hló. — Eg skal gera það með ánægju — ef eg get það. En af því að eg er Englendingur, eins og þér og þekki hér mjög fáa, þá er eg mjög hræddur um að eg geti ekki orðið yður að liði. — Mér er það mjög nauðsynlegt að hitta Ceneri lækni. Honum varð hverft við, er eg nefndi nafnið. Og það var auðséð á svip hans að hann kannaðist við það. En hann áttaði sig þó skjótt. — Eg kannast ekki við það nafn. Mér þykir það leitt að geta ekki orðið yður að liði. — En, mælti eg á ítölsku, eg hefi séð yður með þeim mauni. Hann leit þrjózkulega til mín. — Eg þekki engan mann, er heit- ix því nafni. Verið þér sælir! Hann lyfti hattinum og fór. En eg var ekki á því að sleppa honum þannig og gekk því á eftir honum. — Eg skora á yður að segja mér hvar eg get fundið manninn. Eg hefi áríðandi erindi við hann. Það er þýðingarlaust fyrir yður að neita því að þér þekkið hann. Hann varð hugsi við. Svo nam hann staðar. •— Þér eruð nokkuð nærgöngull, ef eg mætti svo að orði komast. Þér gætuð ef til vill sagt mér hvaða rétt þér hafið til þess að standa á því fastara en fótunum að eg þekki mann þann, er þér leitið að. — Eg hefi séð ykkur ganga sam- an og leiðast. — Hvar, ef eg má spyrja? —- í Turin — í vor. Framan við San Giovanno kirkjuna. Hann horfði á mig nokkra hríð. — }á, nú kannast eg við andlit yðar. Þér eruð annar hinna ungu manna, sem sýnduð ungri stúlku ókurteisi og eg hét að refsa fyrir það. — Okkur kom það ekki til hug- ar að móðga nokkurn mann. En

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.