Morgunblaðið - 19.07.1914, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ
1187
Markaðsdagur I Wiexikó.
Eftir fréttar. Manchester Guardian.
(Lauslega þýtt).
Sunnudagurinn er markaðsdagur í
Tacubaya. Þegar þú kemur á enda-
stöð sporlbrautarinnar sem liggur frá
höfuðborginni, verður fyrir þér breið-
ur, steinlagður vegur, sem liggur
upp eftir hæð, svo sem hálfa mílu.
Hann er afskaplega ósléttur, óhöndu-
lega lagður stórum hnullungum,
sem feldir eru saman í moldinni.
Tveim megin eru lág hús, einlyft
eða tvílyft, sem einu sinni voru
skreytt öllum regnbogans litum, þó
að þess sjái nú lítil merki. Úr dyr-
unum leggur lykt, sem ekki er
yngri en húsin, en stórum »hressi-
legri« en þau. Markaðurinn er
meðfram rennusteinunum.
Varningurinn liggur á rennustein-
unum; stundum er eitthvað breitt
undir, en oftast er varningurinn
lagður á sjálfa jörðina. Sumir selj-
endurnir, sem bezt eru efnum búnir,
vilja sýna einhvern lit á að útbúa
sölubyrgi. Þeir reisa upp fjóra
staura og strengja stiga á milli, til
að verjast sólarhitanum. Varningur
þeirra er margbreytilegur, en mjög
sjaldan eigulegur. »Stórkaupmenn-
irnir« eru undir hæðinni, næst mark-
aðshúsinu. Eftir því sem ofar dreg-
ur verður varningurinn fátæklegri.
Undir hæðinni getur þú keypt
hatta, þ. e. a. s. karlmannshatta, því
að kvenfólk ber ekki þess konar
óþarfa. Þeim er kastað í stóra
hrúgu á bersvæði, og þú getur geng-
ið í valið. Þó getur þú ekki fengið
gullskreytta flókahatta þarna, sem
eru dýrlegustu höfuðföt í meðvitund
Mexicóbúa. Þá fær þú ekki nema
í Plaza Mayor í höfuðborginni og
verður að greiða fyrir þá alt að 20
pd. sterling. En í Tacubaya er samt
úr nógu að velja, þó að birgðirnar
séu fáskrúðugri. Allir hattarnir eru
heima-unnir og úr strái, stundum
einlitir, stundum skreyttir skeifum,
Mexíkó örninni eða hver veit hverju.
Lagið er breytilegt og við allra hæfi
— flöt börð, þrjú fet í þvermál og
kollurinn eins og sykurtoppur, eða
börðin eru uppbrett, svo að varla
sér á kollinn, eða þau eru sveigð upp
til hálfs, svo að hatturinn verður
líkastur biskupsmítri. Sumir eru
jafnvel áþekkir flókahöttum í lögun,
en auðvitað úr strái. Eg læt ósagt
hvort þeir eiga að vera stæling á
»Parísarsniði«, eða hafa orðið svona
óvart.
Hjá höttunum liggur hrúga af
stígvélum og ilskóm. Stigvélin eru
fá talsins og flcst »annarar handar«
eða jafnvel »fimtuhandar«. Ef þú
átt að ganga á skóm, þarft þú ann-
aðhvort að vera spjátrungur eða eiga
talsvert undir þér. Annað hvort
gengur þú á ilskóm — sléttum leður-
bleðlum, sem bundni eru þvengjum er
liggja milli tánna — eða þú ert
berfættur. Konur og börn eru það
að öllum jafnaði.
En föt eru eins og hver annar
óþarfi í Mexico, og sjaldan notuð.
Ef þú ert karlmaður, þá hefir þú
hatt, ert í einni skyrtu, einum bux-
um nærskornum ákaflega, og vefur
um þig einskonar sjali. Ef um
konur er að ræða, eru þær í víðri
skyrtu, pilsi og vefja baðmullarsjali
um höfuðið. Það er svo að segja alt af
blátt, rauðblátt, og á einkar vel við
dökkan hörundslitinn. Svo er að
sjá sem menn og konur spari sér
útgjöld með því að bíða dauða for-
eldra sinna. Hver búningur endist
þeim æfilangt, og gengur því næst
frá kyni til kyns. Þegar göt detta á,
er hvorki stoppað í þau eða bætt,
svo að þegar fram í sækir, ber öllu
meira á hörundinu en fötunum. Af
öllu þessu máttu skilja, að fataverzl-
un í Tacubaya er ekki mikil.
Níu tíundu allra viðskifta er mat-
fangaverzlun — einkum ávaxtaverzl-
un. Við einn »boðstólinn« má sjá
hrúgu, sem kalla mætti kjötmeti, af
því að ekki er völ á öðru nafni.
Það er ekki vert að lýsa því greini-
lega, en óhætt er að segja, að ekki
eru það úrvalsbitar, hvorki af svín-
um, kindum, geitum eða nokkru
öðru dýri jarðarinnar. Leitun mundi
að þeim ketti í Lundúnaborg, — ef
hann væri sæmilega vandur að virð-
ingu sinni, — sem léti svo lítið að
snasa að því. í Tacubaya er það
taiinn herramannsréttur. Kaupandinn
athugar hrúguna, velur úr þann bit-
ann, sem hann vill helst, dregur
hann upp úr kösinni með fingrun-
um, heldur af stað og leikur sér að
honum milli fingranna eins og barn að
»lakrís«-stöng. Ef til vill er enginn
varningur einkennilegri á markaðin-
um heldur en spanski piparinn,
grænn, rauður og svartur, sem er
höfuðkrydd í öllum mat í Mexicó.
Hann er seldur í smábútum, sex
eða tólf í einu, við því verði, sem
ekki er unt að breyta í vora mynt.
Auk þess eru margs konar bauna-
tegundir, stönglar, bláir, grænir, rauð-
ir, hvítir og purpuralitir, tugir teg-
unda, sem enginn þekkir á Englandi.
Margs konar ávextir, ananas, mangó
og hið einkennilega »mamei«, sem
er alveg eins og tann-kvoða í sárið,
en miklu bragðverra, tomatoes, app-
elsínur og bananas, en alt er það
lélegur varningur, og engu likara en
það hafi verið borið í vösum svo
að vikum skifti.
Sykurreyr er seldur í smástöngl-
um eins og sælgæti, svo að aliur
þorri barna sést sí-sjúgandi þetta
góðgæti. Þá eru mottur, alla vega
skreyttar, sem fátæklingar hafa að
rúmfötum, vanilla baunir og eitt-
hvert purpuralitt, hlaupkent efni, sem
eg veit ekkert um, en mjög er haft
á boðstólum og að eins selt í smá-
skömtum, og virðast ekki aðrir kaupa
það og selja en þeir, sem mjög eru
fátækir.
Engum sést yfir það, sem þarna
kemur, þegar farið er með asna-
lestir gegnum mannþyrpinguna. Þeir
geta verið klyfjaðir reyr, húsavið eða
mylnusteinum eða hverju sem vera
vill, milii himins og jarðar. Asn-
arnir fara »hægt og bítandi«, eins og
Hotel NSetropole
Bergen
bezta og ódýrasta gistihús í bænum,
Sérstök kjör fyrir íslendinga.
ekki er að furða, því að þeir eru
með öllu sjálfráðir, beislislausir og
aktýjalausir, og lúta að öllu, sem
þeim hugkvæmist sé ætilegt —- og
þeir eru ekki matvandir — eða þeir
staldra við til að dusta flugu af eyranu
með afturfætinum; og þnð er undra-
vert, hvernig þeir geta stýrt hófn-
um upp yfir eða á snið við klyfina,
sem stundum er umfangsmeiri en
þeir sjálfir. Hundar fylla upp i
skörðin í þessari þröng, ferlegir,
grimmilegir og einkisnýtir, og eiga
kyn sitt að rekja til einhverra hunds-
ætta, sem hvergi eiga sinn líka
annarsstaðar, og eru að því einu lík-
ir hverir öðrurn, að allir eru þeir
horaðir og hörmulegir sýnum.
Aldarfari þvi, sem nú er i Mexicó,
hefir verið Ukt við tímabilið í Frakk-
landi undan stjórnarbyltingunni miklu.
Vissulega hefir fátæktin ekki getað
verið aumlegri þá en hún er nú í
Mexicó. Eg held sannast að segja,
að varla verði fundnir fjórir tugir
manna í öllum þeim aragrúa, sem
sækir markaðinn í Tacubaya, er beri
það með sér að þeir eða feður þeirra
eða forfeður hafi vitað, hvernig það
er að vera óhungraður. Andlitin
eru sveipuð sorta, sem á rót sína
að rekja til hvíldarlausrar þrælkunar.
Jafnvel börnin sjást aldrei hlæja.
Dauft bros sést örsjaldan á andlit-
um þeirra. Þó eru konurnar ef til
vil allra hræðilegastar. Örsjaldan
bregur fyrir fríðleik í andliti ungra
kvenna. Aldraðar konur, þ. e. a. s.
þær sem kotnnar eru yfir fertugt —
eru sannkallaðar nornir. Lotnar,
þreytulegar og svo hrukkóttar í and-
liti, að því er líkast sem þær væri
höggnar úr steini; svipar þeim oft
fremur til apa en manna. Þær elstu
eru margar hverjar sannar ímjmdir
galdranorna frá miðöldum.
Eitt af því, sem vekur hvað mesta
eftirtekt á markaðinum í Tacubaya,
er það, hvað fá andlit eru þnr hvít.
Alls konar brúnum lit slær á and-
litiu, dökkbrúnum og ljósbrúnum;
en varla sér þar hvítt andlit. Því
er það að vér útlendingar, sem vilj-
um vísa Mexicóbúum veg til frels-
unar, vér förum herfiíega villir veg-
ar. Vér dæmum eftir skoðunum og
hugsunarhætti hvítra manna; ætlum
það alt gott í Mexico, sem oss hefir
vel gefist. En það er herfileg villu-
kenning. Hver veit hversu framtíð
Mexicó-ríkis er bezt borgið? Eitt
er víst, ef um endureisn er að ræða,
verður hún að koma innan að.
Enginn getur frelsað Mexicó nema
hann skilji landslýðinn; en hann
skilur enginn nema sjálfir Mexicó-
menn. Ef þú efast um það, þá far
til Tacubaya einhvern markaðsdag-
inn og sjáðu sjálfur.
O. M. Huejjer.
Bókafregn.
Iceland. Horseback
tours in Saga Land
by W. S. C. Russell.
Boston. R. G. Badger.
Höfundur þessarar bókar er prófess-
or í jarðfræði við háskólann f Spring-
fild, Mass. Hann hefir komið fjórum
sinnum hingað til lands og þrívegis
ferðast víða um landið, bæði um bygðir
og óbygðir. Kona hans var tvívegis
meö honum. Fylgdarmaður hans var
lengst af Ólafur Eyvindsson, hóðan úr
bænum.
Mr. Russell gerði sór mikið far um
það á ferðum sínum að kynnast landi
og lýð. Meðal anuars var hann vanur
því, er hann kom á bæi að kvöldi
dags, að fara út í slægjuna eða flekk-
inn til heimamanna og gekk að hey-
vinnu með þeim. Er það auðséð af
bók hans að hann hefir spurst fyrir
um marga hluti og viljað afla sér sem
beztrar þekkingar á landshögum.
í bók hans er líka mikill fróðleikur
og hún að mörgu leyti rituð af glögg-
um skilningi, en ekki er því að leyna
að allmargar villur finnast þar, þó að
flestar þeirra sóu smávægilegar. Slíkt
er vel skiljanlegt, þegar þess er gætt
að höfundurinn hefir skrifab bók þessa
sennilega fjarri öllum góðum heimildar-
ritum, enda hafði höfundurinn, þó að
undarlegt megi vírðast, fá nýtileg heim-
ildarrit um ísland á ensku. Vandað-
asta bók, sem til er um ísland á ensku,
ferðabók E. Hendersons, er nú orðin
100 ára, og autvitað hefir margt
breyzt hór síðan.
Sú lýsing, sem prófessor Russell
gefur af þjóðinni, er mjög björt og
skrifuð af einkar hlýjum hug, og meg-
um vór vera höfundinum þakklátir
fyrir það. Það er mikils vert þegar
jafn merkir menn gefa þjóð vorri slíkan
vitnisburð sem Mr. Russell gefur lönd-
um vorum. Og ætti að vera oss hvöt
til þess að koma jafnan svo fram við
aðra, að þeir gæti gefið oss sama vitn-
isburð.
Ýmsir útlendingar hafa verið marg-
orðir um það, hve dýrseldur landinn
hefði reynst þeim og ágengur í við-
skiftum. Prófessor Russell segist ekki
hafa orðið neins slíks var og kemst
þannig að orði um þetta efni.
»Aldrei reyndi nokkur Islendingur
að færa sór í nyt fáfræði mína. Eftir
þeirri reynslu sem eg hefi fengið í þau
fjögur suraur, sem eg var á íslandi,
verð eg að segja, að þessar ensku frá-
sagnir eru rógburður um íslenzka ráð-
vendni. Ef viðskifti vor Bandamanna
væri jafn hrein og áreiðanleg, þyrftum
vér minna bókhald, gjaldþrotin yrðu
færri, minna að starfa fyrir dómstól-
unum og vér gætum lokað mörgum
fangelsum vorum«.
Mr. Russel er mjög hrifinn af ís-
lenzkri náttúrufegurð, og margar lýs-
ingar hans eru bæði fagrar og skáld-
legar og fíásögnin öll um ferðina mjög
skemtilega rituð, og má búast við því
að bókin verði til þess að margan
langi að ferðast hingað. Yið upphöf
kapítulanna eru jafnan vísur, eftir
hina og þessa höfunda, en sumstaðar