Morgunblaðið - 06.09.1914, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 06.09.1914, Blaðsíða 4
1412 MORGUNBLAÐIÐ Regnkápur, Regnfrakkar fyrir karla, konur og börn í langstærsta og langódýrasta úrvali hjá Asgeir G. Gunnlaugssyni & Go. Austursfræti 1. gegnutn Belgíu, þetta friðsama litla land, sem bæði þeir og vér höfum skuldbundið oss að vernda, land er aldrei hafði gefið Þjóðverjum minstu ástæðu til að óvingast við sig — í því einu skyni að komast aftan að Frökkum. Auðvítað sögðum við þeim stríð á hendur. Hvernig hefði nokkur enskur maður átt að dirfast að líta framan í aðrar þjóðir annars. Og það er varla nokkur maður er rnælir í móti. Aldrei voru Bret- ar eins samhuga og nii. Alt íriand er með oss og allur heimurinn. Og nú, er stríðið er hafið, þá er bað fast áform okkar að vinna á öllu herskapar ofveldi (Militarisme) svo það eigi sér aldrei framar viðreisnar von. Við berjumst eigi til þess að eyðileggja Þýzkaland. Það er ein- beittur vilji og áform Englands að láta engin »undirokuð skattlönd« varpa skugga á framtíðarhorfur Ev- rópu. Hvernig sem alt fer mun Þýzkaland fara óskift út úr leiknum og þýzkt sem fyr. Vei má vera að þeir verði að láta af hendi sína eig- in »sigurvinninga«, Pólverja og aðr- ar þjóðir er þeir hafa lagt undir sig, En meir mun ekki krafist af þeim. Vér leggjum ekkwt hatur á Þjóð- verja eða það sem þýzkt er. En vér berjumst til þess að brjóta þessa vígvél, sem alt yfirskyggir, á bak aftur um tíma og eilífð. Vér berj- umst til þess að ráða niðurlögum »keisaradóms« og »Kruppsdóms« {Kaiseristn and Kruppism) að fullu og öllu. Þetta er í stuttu máli ætlun vor og áform. — — Að lokum — þess erum vér fullvissir — mun rísa úr ægi ný Norðurálfa, Norðurálfa með frjálsu Póllandi, frjálsu Finn- landi, frjálsu Þýzkalandi, kyrrum Balkan, smáþjóðunum öruggum og með trygðum friði. — — — Þið vitið að Zarinn hefir endur- reist frelsi Finnlands og lofað að sameina aftur slitur Póllands í nýtt konungsveldi, en ef til vill er yður ókunnugt um að hann og England hafa skuldbundist að ábyrgjast og vernda sjálfstæði Svíþjóðar og Nor- egs. — Þetta er meira en styrjöld og vígaferli. Þetta er stóreflis menn- ingar- og siðabót og að ófriðnum loknum mun öll Norðurálfa hrópa hástöfum: Niður með vopnin! Nordmænd paa Island bör holde Tidens Tegn, alsidig, letlæst og underholdende. Pris 36 Kr. pr. Aar — tilsendt to gange úkentlig. 1 BGBGENS NQTFOBBETNING. Nætur, Sildarnætur, Tilbiinar Stangarnætur, Snerpe- nætur fyrir kópsild, síld, makríl. Fisknetjagarn, úr rússneskum, frönskum og ítölskum hampi. Færi, Lóðarfæri, Kaðlar. Öngultaumar, Segldúkar, Presenningsdúkar — tilbúnar Presenningar. A.]s. Rosendahl & Co. Beryen, Norge. Fane Spinderier, (Reberbane & Notfabrik. £[Stofnuð árið 1845. Fisknetjagarn||og nótagarn úr rússneskum, frönskum og ítölskum hampi. Síldarnetjagarn. Bómullargarn. Nætur og garn. Kaðlar úr hampi, manilla og kokus. Línur og færi, þræðir og öngultaumar. Til- búnar botnvörpur. Glerdufl — Ouglar — Korkur o. m. fl. Niðursuðuvörur frá A.S.^Deldanske Yin & Conserves Fabr. Kaupmannahöfn I. D. Beauvais & M. Rasmussen ern viðurkendar að vera beztar í heimi. Neðanmáls-sögur Morgunblaðsins eru langbeztar! Bannar sagnir af Titanic. I • Eftir Archibald Gracie ofursta. Frh. 21 Mrs. J. Stuart White. Hún var á 8. bátnum. Smith rannsóknardómari spurði hana hvort hún vildi nokkuð minnast á fram- komu og stjórn yfirmanna og undir- gefinna á skipinu. Hún svaraði: Áður en við lögð- um á stað frá skipinu kveiktu þjón- arnir (sem áttu að róa bátnum) í cígarettum. Og það á þessari stundu! Þetta var eitt af því sem eg sá. Öllum þessum mönnum var hleypt á bátinn vegna þess að þeir þóttust kunna að róa. Maður sá er næstur mér sat reri þannig að hann lét ár- ina leika á borðstokknum. Eg spurði hann: »Hvers vegna leggið þér ekki árina í ræðið ?« »Á hún að liggja í ræði?« spurði hann. »Já, auðvitaðl* svaraði eg. »Eg hefi aldrei snert á ár fyrri,« mælti hann, »en eg vona að eg geti róið.« Þannig voru menn þeir, sem fengin var forysta á bál vorum, þessa skelf- ingarnótt — en allir hinir ágætu menn, sem höfðu orðið okkur að mestu liði, voru skildir eftir á skip- inu. Það voru 22 konur og 4 menn á þessum bát. Það var ekki svo að sjá, sem nokkur karlmannanna hefði verið fyr á báti að undanteknum þeim er stýrði. Fyrirliði sá, er lét okkur koma í bátinn gaf ákveðna skipun um það að stýra þangað er ljósið sást, koma farþegunum um borð í það skip og snúa síðan aftur eins fljótt og unt væri. Eg sá Ijósið glögt; það var á að gizka í 10 enskra milna fjarlægð.^Við rerum og rerum en það var eins og við nálg- uðumst ekkerl ljósið. Við ákváðum því að snúa við og vita hvað við gætum gert fyrir þá sem eftir voru. En við fórum ekki langt áður en við námum staðar. Við^jsáum ekki hina bátana, en við heyrðum til þeirra. Eg hafði rafmagnslampa og það var eina ljósið á okkar báti. Ljós- kerin voru alveg ónýt. ^Á skipínu voru engin ólæti og eg sá ekki ótta á neinum manni. En það var átakanleg sjón þegar menn og konur kvöddust að skiln- aði. Okkar bátur varð næst fyrstur frá borði og við sáum ekkert af at- burðunum eftir það. Við vorum of langt á brautu. Við heyrðum neyðar- óp farþeganna þegar skipið sökk, en við sáum það ekki. Allar konurnar í okkar bát reru — hver einasta ein. Miss Young lagði aldrei frá sér árina. Karlmennirnir höfðu enga hugmynd um það hvern- ig þeir áttu að róa. Eg veit ekki hvernig hefði farið fyrir okkur ef konurnar hefðu ekki verið svona duglegar. Hásetinn, sem hafði forystuna, skipaði fyrir, eir-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.