Morgunblaðið - 06.09.1914, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 06.09.1914, Blaðsíða 7
MO RGUNBLAÐIÐ 1415 C=a DAGBÓfflN. C= Afmæli í dag: Margrót Þorbj. Jensen húsfrú Kristín J. Jónsdóttir húsfrú Ólöf Sveinsdóttir húsfrú Pótur G. GuSmundsson bókb. Sólarupprás kl. 5.24. S ó 1 a r 1 a g — 7.26. HáflóS kl. 6.10. og 6.16. Póstar í dag: Ingólfur frá Borgarnesi. Vestanpóstur kemur. Norðanpóstur kemur. Á m o r g u n : Keflavíkurpóstur fer. Kjósarpóstur fer. Veðrið í gær: Rvík s.s.a. andvarij hiti 10.8 ísaf. s.v. kul, hiti 12.5 Ak. s. stinnings gola, hiti 14.8 Gr. s.s.v. stinn gola 11.0 Sf. s. kaldi, hiti 16.0 Vm. logn, hiti 9.7 Þh.F. s.v. kul, 9.0. Pósthúsið nyja. í dag eru fánar uppi á hinu nýja pósthúsi, til merkis um að nú só grind þess full- ger. Verkinu hefir miðað vel áfram — svo vel, að maður hefir sóð hið stóra hús fara dagvaxandi. Nú er ekki annað ógert að steinsteypu en gólfið í kjallaranum og lítið eitt uppi á lofti. Portið — hinn illi götu-þrándur Austurstrætis, — sem gert var í vor til þess að geyma i byggingarefni póst- hússins het'ir nú verið rofið og mun margur maðurinn fagna þeirri bæjar- bót. S t a t fisktökuskip kom hingað í gær. Kom það beint frá Spáni til Vestmanneyja og þaðan hingað. Það tekur hór fisk hjá verzlun H. P. Duus cg síðan fer það víðar til fisk- töku, t. d. til Þorlákshafnar. Skipið mun að líkindum flytja farminn til Spánar. Nokkrir menn af skipinu )>Caruegie« fóru í gær með bifreið til Keflavíkur sór til skemtunar. Veður fengu þeir hið leiðinlegasta, þoku og iilviðri svo minni varð ánægjan af för- inni en ella hefði getað orðið. í dag hafa þeir svo f hyggju að fara til Þingvalla og ef til vill lengra. Gamla Bfó. Stóra myndin, sem þar er sýnd í kvöld, heitir »Léttúð«. Efni hennar er hvíta þrælaverzlunin, og eru aðaldrættirnir þessir: Ung og fögur sveitastúlka trúlofast ungum listmálara, sem kemur til sveit- arinnar til þess að mála, Honum er veitt leyfi til þess að fara með hana til höfuðborgarinnar og býr hún þar hjá móður hans. Hana langar til að kynnast stórborgarlífinu og fer þvf •ueð unnusta sínum til næturknæpu einnar. Þar gefur hún uppskafning uokkrum hýrt auga og hann hennl, Gengur hann nú á eftir henni með grasið í skónum og fær hana að lok- Uur til að lofa þvf að heimsækja móð- ur hans í Pótursborg. En þá er hún gengin f gildruna. Myndin er þannig, að maður stend- ur oft á nálum og örvæntir um afdrif stúlkunnar. En að lokum lóttir manni um hjartað þegar málaranum tekst að frelsa hana úr klóm þorparanna, sem ekki bjuggu henni eins gieðilega fram- tíð og hún hafði vænst eftir. X. Guðsþjónustur í dag, 13. s. d. e. trinitatis (Guðspj. Samariti og Leviti, Lúk. 10., Matt. 20. 20—28., Jóh. 13. 34—35). í Fríkirkjunni í Reykjavfk kl. 12 síra Jóh. Þork. Kl. 5 síra Bj. Jónss. Knattspyrnukappleik heyja í dag »Fram« og »Valur«. Hið síðar- nefnda er knattspyrnuflokkur K.F.U.M. og hefir aldrei leikið kappleik fyrri. En ekki verður sagt að hann ráðist á garðinn þar sem hann er lægstur þeg- ar hann byrjar. Þýzkar ófriðarfregnir. Símtal við Akureyri. I gær kom gufusk’p til Akureyrar beina ieið frá Gautaborg. Meðferð- is hafði skipstjórinn sænsk blöð frá 26. f. m. og er þai sagt frá viður- eign Frakka og Breta við Þjóðverja. Fréttaritari vor á Aknreyri fekk blöð þessi að láni hjá skipstjóranum og símaði hann oss þegar það mark- verðasta í þeim. »Göteborgs Aftonblad« heitir blaðið og í skeyti frá Berlin dags. 26. f. m. er þess getið, að riddaraliðssveit Breta við Maubeuge hafi verið rek- in á flótta af Þjóðverjum og að þeir hafi einnig dreift fótgönguliðssveit Breta, sem þar var í grendinni. For- ingjaráð deildarinnar var tekið til fanga. Frá Vínarborg er blaðinu simað þ. 26. f. m.: Opinberlega er tilkynt frá yfir- stjórn austuríska hersins að 3 daga orustan við Krasne hafi endað í dag og að Austurríkismenn hafi sigrað á Rússum. Rússar voru hraktir aft- ur alstaðar á 70 kílómetra svæði og hörfuðu undan til Lublain. Undan- haldið var likast flótta. Berlin 26. áqúst. Það er opinber- lega tilkynt, að sigurfrægð Rússa yfir 3 þýzkum herdeildum sé enn ósönnuð og svo sé um fleiri fregn- ir úr þeirri átt Fréttaritari blaðsins i Berlinarborg tilkynnir, að eftir ákafa og mjög mannskæða orustu við Mons, hafi Þjóðverjar sigrað svo á Frökkum, að þeir óhindrað gátu komist gegn- um varnarlínu Frakka. Berlin 28. ágúst. Wolfsbureau til- kynnir að 9 dögum frá því að her- inn fór áleiðis frá Þýzkalandi hafi Þjóðverjað getað gengið um í Frakk- landi á svæðinu frá Cambrai til suð- ur Vogesafjallanna. Orustan hafi verið ákaflega skæð, en vegna stærð- ar ófriðarsvæðisins, sem er fjöllótt og skógi vaxið, sé eigi enn unt að segja um mannfall óvinanna. En fjöídi hermanna hafi verið tekinn höndum. í orustunni við Namur og við Maasfljótið hafi Þjóðverjar gjörsigr- að á öllum herfylkingum Frakka og Belga. Voru þeir reknir á flótta. Namur gafst upp eftir tveggja daga stórskotahrið. Áhlaupið á Maubeuge byrjaði í gær. — ___ Þessar eru aðal fregnir sænska blaðsins. Eru þær nokkuð á annan veg en þær fregnir sem hingað hafa borist i brezkum blöðum. .......OOO ■ ■ - Stúika í Hafnarfirði. Áreiðanleg og dugleg stúlka óskast hálfan daginn við verzlunarstörf í Hafnaríirði. Egill Jacobsen. Siáturfélag Suðurlands selur íramhluta af frystum sauöarkroppum, heildina (í 4 pörtum) 50 aura pr. kgr. (25 aura pr. pd.) til 20. þ. mán. Barnakensla. Eg undirrituð tek nokkur stúlkubörn á aldrinum 9 —11 ára til kenslu næsta skólaár. Þeir, sem kynnu að vilja nota það, snúi sér tii mín sem fyrst, Hólmfriður Árnadóttir Laufásvegi 3 (að hitta kl. 4—5 síðdegis). Heinr. Marsmann’s vindlar La Maravilla eru langbeztir. Aðalumboðsmenn á Islandi: Nathan & Olsen. fást beztir og ódýrastir í T résmíöavinnustofunni Laugav. 1 (Bakhúsinu). Myndir innrammaðar fljótt og vel. Hvergi eins ódýrt! Komið og reynið!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.