Morgunblaðið - 06.09.1914, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 06.09.1914, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ i4n hinir kunnu hvorki að hlýða né haga sér á báti. Stundum svöruðu þeir: »Ef þú hættir ekki að nöldra gegnum þetta gat, sem þú hefir í andlitinu, þá skal bráðlega verða einum manni færra á bátnum.« Þannig voru þeir menn, sem áttu að sjá okkur borgið. Eg kom tvisvar eða þrisvar sinnum í veg fyrir það að þeim lenti saman i áflogum. Og svo reyktu þeir í sífellu, þótt slys gæti hlotist af því þar sem fult var af ullarteppum í bátnum. Og þó var annað sem mér féll en ver: Þegar mennirnir gengu á bátinn voru þeir spurðir að því hvort þeir kynnu að róa. Gætið að! Menn, sem eiga að stjórna björgunarbáti eru spurðir að því »hvort peir lmnni að róa.U Smith rannsóknardómari: »Voru engir karlmenn af farþeg- um í þessum báti?« »Nei, ekki einn einasti. Eg hefi aldrei á æfi minni séð annað eins úrválalið eins og farþegarnir á Titanic voru. Ef þeir hefðu fengið leyfi til þess að stíga á bátana ásamt kon- um sínum, þá hefðu bátarnir verið vel skipaðir af mönnum og margir fleiri komist af en raun varð á. í stað þess eru káetuþjónar látnir stíga i bátana og lífi þeirra borgið undir því yfirskyni að þeir kunni að róa, þótt þeir hafi enga hug- mynd um það hvernig á að hand- leika ár. Bátur nr. i o. F. O. Evans sjómaður. Eg gekk upp á bátaþilfarið ásamt öðrum hásetum og tók segldúkana af bátunum á bakborða. Síðan gekk eg yfir til stjór'nborða og hjálpaði A. Nichol bátmanni til þess að koma 12. bátnum fyrir borð. Síðan hjálp- aði eg til við io. bátinn. Þar var Mr. Murdoch. Eg rendi bátnum niður og hjálpaði einn káetu- þjónanna mér til þess. Murdoch mælti: »Fanð þér í þennan bátl« Eg fór ofan i bátinn og stóð fram i. J. Joughin bakari og Murdoch hjálpuðu konunVog börnum i bát- inn. Kona nokkur svartklædd rasaði á þilfarinu og féll við. Hún varð hrædd og þorði ekki þegar að stökkva niður í bátinn. En er hún stökk mistókst henni svo hún féll milli skipsins og bátsins. Menn þeir, sem stóðu á næsta þilfari náðu í hana. Siðan gekk hún aftur upp á báta- þilfarið og komst þá klaklaust nið- ur í bátinn. Ekkert barnið meiddist, og engan henti slys nema konu þessa. Hinn eini karlmaður af far- þegum, sem i þessum báti var, var útlendingur. £ JÍ’egar bátnum var hleypt niður, stökk hann í hann af A-þilfarí og barg þannig lífi sínu. Við leystum bátinn frá skipinu og rerum hér um bil ioo faðma á hrautu. Þar tengdum við okkar bát við þrjá aðra báta. Lowe stýrimað- 'Jr kom þar að á 14. báti. »Þið Verðið að taka við nokkru af þess- Utn farþegum á yðar báta,« mælti hann. »Bindið bátana saman og komið þið sjómennirnir yfir í minn JOHS. HARTVEDT BERGEN, NORGE. Selur tunnur salt og niöursoónar vörur lægsta verði. t Kaupir síld og allar ísienzkar aíurðir bæði í reikning og umboðssölu. Símnefni: ,Brisling‘. Borðið eingöngu norsk hafragrjón A|s. Björn. Bragðbezt og [drýgst, Fást alstaðar í 1 bg. pökkum og sundurvegin, í stórkaupum að eins hjá Nathan & Olsen, Hví notið þér blautasápu og algengar sápur, sem skemma bæði hendur og föt, notið heldur jÆm*. SUNLIOHT SAPU sem ekki spillir fínustu dúkum né veikasta hörundi Farlö eftlr fyrlrsögnlnnl sem er á öllum Sunllght sápu umbúBum. bát. Við skulum róa til skipsins og reyna að bjarga flei,rum.« Hann gat þess að hinir stærri björgunarbátarnir hefðu getað tekið 60 manns. Smith rannsóknardómari: »Á að skilja þetta þannig að hvern þeirra björgunarbátanna, númer 12, 14 og 10 mætti hlaða til hins ítr- asta^og*hleypaKþeim svo niður?« Mr.gjEvans:^ »Já,j|því~við gerðum það.« Smith: »Þetta er vel svarað.« Nýja Bíó. »Eldsvoðinn í gömlu myllunni* heitir myndin, sem þar er sýnd núna. Það er listmynd í 2 þáttum, prýðilega vel leikin af ýms- um nafnkunnum”|leikurum, þar á meðal norska leikaranum Alf Blíi- techer^og leikkonunum Ellen Agger- holm og Lili Bech. Myndin er bráðskemtileg, því að bæði er hún ákaflega spennandi og jafnframt mjög eðlileg. Sést þar ógurlegur eldsvoði, sem nær er orðinn ungri stúlku að bráðum bana, en með mestu|herkjum tekst elskuhuga henn- ar að bjarga henni, og nrynur myll- an brunnin að baki þeim. — Auk- reitis eru sýnd erlend tíðindi með mörgum skemtilegum myndum og er mér einkum minnistæðar mjög fallegar myndir af skiðahlaupum og kappsundi. Z. A. Nielsen Vaage Símnefni: ,Skindlorretning‘ Bergen Norge. Skinn, Húðir, Leður, Skófatnaður Ull.B Tjara,” Saltað sauðakjöt, Flesk, Hey, Hálmur, Hafrar, Fóðurmjöl.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.