Morgunblaðið - 06.09.1914, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 06.09.1914, Blaðsíða 8
i4i 6 MORGUNBLAÐIÐ ■ Resnkápurnar alþektu — viðurkendar bæjarins langbeztu og ódýrustu — fyrir karla og konur. Verð frá 10-45 krónur. Fást að eins í Vðruhúsinu. TJfram eftir O. Sweíf TTJarcfen. Framh. Svo virðist, sem i oss búi meðfædd sannfæring um, að þrátt fyrir frjálsan vilja vorn, sé þó eitthvert afl i oss, er fullráði fyrir- fram um gerðir vorar, takmarki frjálsræði vort o. s. frv. En frjáls- ræðið er ekki nema einn hluti forlaga vorra, en það sem í vorum augum lítur út eins og miskunnarlítil forlög, er í raun réttri ekki annað en eðlileg takmörkun vor. Vér höfum alt það frjálsræði, sem oss hentar. Og um forlögin er það svo, að þau víkja til hliðar, er þekkingin sækir fram. Sá einn, sem ráðinn er í því að sigra það, sem alment er nefnt forlög, kemst áfram. Sál vor er oss af öðrum gefln, en skapþrekið er verk sjálfra vor. Lygin, sem eigi náði fram á varirnar vegna hugleysis, spilling- in, sem vér þorum eigi út í vegna almenningsálitsins, virðingar- skortur vor fyrir þvi sem fagurt er — lýta lyndiseinkunn vora al- veg eins, þótt eigi nái út í dagsbirtuna — fram fyrir augu heimsins. Skapfesta er dýrmætari gimsteinum, gulli, kórónum og konungs- rikjum, og starflð, sem lagt er í að byggja hana upp, er eitt hið göfgasta í heimi hér. Sehiller segir: »Glaðlyndi og jafnlyndi er uppspretta alls þess, sem gott er og göfugt. Það sem bezt er gert og göfgast er, á að baki sér svofelt skapferli. Smámunasamir og önugir menn fárast yfir fortíð og kvíða framtíð og kunna aldrei að grípa tækifærið í lífinu«. »En sú hepni, að það voru ekki handleggirnir*, sagði hermað- ur einn. Það höfðu verið skotnir af honum báðir fætur í orustu við Chancellersville. Sýo er oft, að annar bróðirinn reisir veglegar byggingar, hinn lifir ætíð meðal rústa. Ur sama efninu má búa til veglegan og vesælan hlut. Vér finnum það sem vér leitum að. Jarðfræðingarn- ir finna ákveðin lögmál í einföldum steinflísum. Grasafræðingurinn les heilar bækur i blómum þeim og grasi, sem flestir traðka hugs- unarlaust undir fótum. Stjörnufræðingurinn starir hugfanginn til himinhvelfingarinnar, en aðrir líta sjaldan til stjarnanna. Náttúran endurspeglar skap vort, hún gleðst með glöðum og hryggist með hryggum. Þegar vér syngjum og erum kát, syngja jafnvel fuglarnir sætara, skógar og lækir endurkveða vorn söng; en ef vér erum hryggir og sorgmæddir er eins og skuggi færist yfir náttúruna, sóli skín að vísu, en ekki inn í hjörtu vor, fuglarnir syngja, en eigi fyrir oss. Ef oss á að hepnast að fá sem mest út úr lífi voru, nægir oss eigi að eins að horfa á hlutina, vér verðum að skilja þá. Sumir menn eru eins og býflugan, sem sýgur hunang úr hverju blómi, en aðrir eins og köngulóin, sem safnar eitri einu. Sumir menn finna hvarvetna gleði og fögnuð, en aðrir eru ætíð eins og þeir væru við jarðarför. Sumir sjá alstaðar fegurð og samræmi, aðrir eru alveg blindaðir í því efni. »Likami minn verður að ganga á jörðinni, sagði skáld eitt, »en hugsunum mínum ljæ eg vængi, svo að þær fljúga takmarkalaust«. Eins og vér getum horft á ýmislegt, án þess að sjá það 1 raun og veru, og hlustað án þess að heyra, eins getum vár unnið án þess að koma neinu í framkvæmd. Eins og eikin felst í akarninu, svo felst og framtíð vor í nútíð- inni. Forlög vor verða samkvæm sæðinu, sem sáð er, eins og hver jurt og tré. Ilmurinn af .blómum þess, sætleikinn af ávöxtum þess fer fyrst og fremst eftir næring þeirri, sem í té hefir verið látin í fortíð og nútíð. Skyldi vera nokkur maður í Reykjavík, sem ekki hefir reykt Hill’s Special Sunripe Cigarettur?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.